Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 24
24
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989.
Iþróttir
• Pétur Arnþórsson til hægri á myndinni og Halldor Askeisson berjast um knöttinn í leiknum í gærkvöldi. Báðir áttu þeir góðan leik með sínum félögum.
DV-mynd Brynjar Gauti
íslandsmótið 1 knattspymu - 1. deild:
Vonandi komnir
á sigurbrautina“
- segir Ásgeir Elíasson, þjáifari Fram, eftir sigurinn á Val, 1-0, í gærkvöldi
„Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur. Það var mun meiri
vinnsla og barátta í liðinu í þessum leik en í undaníornum
/r • leikjum. Ungu strákamir standa sig vel og framtíðin er björt.
Ég vona það svo sannarlega að við séum komnir á sigur-
göngu. Mótið á eftir verða jafnt og spennandi," sagði Ásgeir Elíasson,
þjálfari Fram, kampakátur, í samtali við DV eftir sigurleik Fram á Vals-
mönnum á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Við sigur Framara er kom-
in spenna í mótið sem flestir áttu von á í upphafi íslandsmótsins.
Leikur liðanna í gærkvöldi bar merki
aðstæðna í Laugardalnum. Hávaða-
rok var og úrhellisrigning. Leikmenn
áttu því í hinum mestu erfiðleikum
með að ná upp spili heldur var bar-
áttan í fyrirrúmi eins og reyndar
ávallt þegar þessir erkifjendur mæt-
ast á knattspymuvellinum. Valur lék
undan hvössum vindi í fyrri hálfleik
en tókst ekki að skapa sér verulega
hættuleg tækifæri. Framarar börð-
ust af krafti enda leikurinn upp á líf
og dauða fyrir þá. Valsmenn voru
meira með knöttinn í fyrri hálfleik
en veðurguðimir komu í veg fyrir
að sóknarleikur þeirra bæri ein-
hvem árangur.
Síðari hálfleikurinn var öllu líflegri
en sá fyrri, sérstaklega eftir því sem
á hálfleikinn leið. Heimir Karlsson
komst í ákjósanlegt tækifæri eftir
hornspymu frá Siguijóni Krisljáns-
syni en skot Heimis fór rétt framhjá
markinu. Bæðin liðin reyndu hvað
þau gátu til að byggja upp spil og
tókst á köflum furðuvel þó hættan
hafi ekki verið mikil uppi við mörk-
in.
Þegar fjórar mínútur vom til leiks-
loka kom sigurmarkið í leiknum.
Pétur Ormslev fékk knöttinn á miðju
vallarins og gaf fallega sendingu á
Guðmund Steinsson, sem lék knett-
inum aðeins áfram og skaut síðan
þmmuskoti rétt innan vítateigs,
framhjá Bjama markverði og í netið.
Bjarni kom út á móti en hafði ekki
erindi sem erfiði. Guðmundur
Steinsson lýsti þannig markinu í
samtah við DV eftir leikinn:
„Ég sá Bjama koma út úr markinu
en sá þá strax möguleika á að koma
knettinum framhjá honum hægra
megin. Það var dásamleg tilfinning
að sjá eftir knettinum fara í markið.
Það var lítið um færi í leiknum og
lítið að gerast enda aðstæður allar
hinar verstu. Sigurinn gefur okkur
byr undir báða vængi og um leið
aukið sjálfstraust,“ sagði Guðmund-
ur Steinsson.
„Það var grátlegt að tapa þessum
leik því við vomm sterkari aðilinn í
leiknum en það dugði bara ekki.
Okkur urðu á ein mistök og Framar-
ar nýttu sér þau til fulls. Aðstæður
voru engar til að leika knattspyrnu.
Við erum á toppnum og hin félögin
reyna hvað þau geta til að ná okkur.
Þaö er mikiö eftir af mótinu og það
á eftir að verða jafnt og spennandi,“
sagði Höröur Helgason, þjálfari Vals-
manna, að leikslokum.
Pétur Arnþórsson lék vel í Fram-
hðinu en fór út af meiddur í síðari
hálfleik. Pétur Ormslev barðist vel
eins og reyndar allt liðið. Allt annað
var að sjá til leik liðsins nú en í leikj-
unum fyrr í mótinu. Valsmenn börð-
ust sömuleiðis vel, eru með sterkt lið
og líklegir th afreka í sumar. Halldór
Áskelsson var bestur þeirra, sívinn-
andi allan leikinn.
• Maður leiksins: Guðmundur
Steinsson.
• Dómari:GuðmundurMaríasson*
• Áhorfendur: 1500.
-JKS
&
Brann vann góðan sigur á
Kongsvinger í 1. deild norsku
knattspyrnunnar í gær.
Brann sigraði í leiknum, 0-1,
sem fram fór á heimavelli Kongsvinger.
Lilleström heldur sínu striki í deildinni
og vann stórsigur á heimavelli gegn
Start, 3-0.
Úrslit í 1. deild í gær.
Kongsvinger-Brann................0-1
Lilleström-Start................3-0
Mjölner-Moss.....................3-1
Molde-Válerengen.................5-0
Rosenborg-Viking.................1-0
Sogndal-Tromsö...................l-l
Staða efstu hða er þessi:
Lilleström........8 5 2 1 12-5 17
Rosenborg........8 5 12 18-12 16
Viking............8 4 2 2 16-9 14
Tromsö............8 4 2 2 11-7 14
Fimm leikirenduðu
með markalausu jafntefli
Aðeins tíu mörk voru skoruð
í 1. deild ítölsku knattspyrn-
unnar í gær en aðeins einni
umferð er ólokið. Ekkert
mark var skorað í fimm leikjum en AC
Milan lék Ascoli sundur saman of sigr-
aði, 5-1. Inter Milan, sem þegar hefur
tryggt sér sigurinn í deildinni, tapaði á
útvelli fyrir Torino.
Úrsht í 1. deild urðu sem hér segir:
AC Milan-Ascoh..................5-1
Fiorentina-Bologna...............0-0
Cesena-Como................... 1-0
Torino-Inter Milan...............2-0
Pescara-Juventus................0-0
Atalanta-Lecce..................0-0
Napoli-Pisa......................OÁ>
Verona-Roma......................0-0
Lazio-Sampdoria.................1-0
Hacken gerði jafnlefli
og er í þriðja sæti
Hácken, hðið sem Gunnar
Gíslason og Ágúst Már Jóns-
son leika með í 1. deild í Sví-
þjóð gerði jafntefh við Karls-
krona, 1-1, á heimavelh í gær. Kalmar
FF sem er í efsta sæti sigraði Mjallby,
1-2, á útivelli. Hácken er í þriðja sæti,
tveimur stigum á eftir efsta hðinu.
ísiandsmethjáÓla
Hinn þekkti frjálsíþrótta-
kappi, Olafur Unnsteinsson,
setti í gærkvöldi íslandsmet í
kringlukasti í flokki 50 ára og
eldri. Ólafur náði mjög góðum árangri,
kastaði 49,10 metra sem er meö þvi
besta sem gerist í þessum aldursflokki
í heiminum í dag. Olafur er í mjög góðri
æfingu um þessar mtmdir og bætti í gær
fimm ára gamalt met Erlings Jóhanns-
sonar. Þess má geta að Ólafur hefur
ekki kastað lengra í 25 ár.
„Flo-Jo“farinað
íhuga maraþonhlaupið
Hin heimsþekkta hlaupakona,
Florence Griffith Joyner, sem
sló svo rækilega í gegn á síö-
ustu ólympíuleikum er farin
að spá í að hlaupa maraþonhlaup af
krafti. „Það er rétt aö hún er farin að
athuga þessi mál. Hún hefur keypt sér
bækur um maraþonhlaup og uppbygg-
ingu maraþonhlaupara. Hún hefur einn-
ig rætt við menn sem lengi hafa lagt
stund á þesa ertiðu íþróttagrein,“ sagði
A1 Joyner, eiginmaður hennar í gær.
l.deild
/ staðan /
Staðan í 1. deild eftir leiki helgarinnar:
Akranes-KA.......................2-0
Þór-FH...........................2-3
Fram-Valur
FH
Valur.
Akranes
KA
Fram
Þór
Fylkir
KR
i .......................
1-0
5 3 1 1 7-4 10
5 3 1 1 4-1 10
5 3 0 2 6-5 9
5 2 2 1 7-4 8
...5 2 1 2 4-6 7
5 1 2 2 5-7 5
4 112 5-5 4
4 112 5-9 4
Keflavík............4 0 3 1 3-4 3
Víkingur............4 1 0 3 2-3 3
• Fimmtu umferð 1. deildar verður fram
haldið í kvöld. Þá leika KR og Keflavík
kl. 20 og á þriðjudagskvöld leika Víkingur
og Fylkir kl. 20.