Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 22
22 MÁNUfDÁGUR 519! JÖNÍ Í989: IþróttLr Evrópumótið í hestaíþróttum: Meistarar þurfa ekki í úrtökuna Senn líður að því að Evrópumót í hestaíþróttum verði hald- ið í Danmörku. Evrópumót í hestaíþróttum eru sem kunn- ugt er haldin annað hvert ár og verður næsta mót haldið í hestamiðstöðinni Vilhelmsborg nálægt Árósum í Dan- mörku dagana 16. til 20. ágúst í sumar. Síðasta Evrópumót var haldiö í Weistrach í Austurríki áriö 1987 og þá urðu heimsmeistarar í hesta- íþróttum á íslenskum hestum þeir Sigurbjörn Bárðarson á Brjáni í töltkeppninni og Reynir Aðal- steinsson í 250 metra skeiði, gæð- ingaskeiði og fimmgangsgreinun- um. Töluveröur áhugi er fyrir hendi hjá knöpum að komast út með .hesta sína og eins virðist áhugafólk um hestaíþróttir vera virkt í um- ræðum um Evrópumótið. Margir knapar og hestar hafa verið tíndir til og taldir líklegir til afreka en einungis sjö hestar verða sendir frá íslandi. Úrtaka fyrir Evrópumótið fer fram í Mosfellsbæ dagana 7. og 8. júlí næstkomandi. • Einungis sjö íslenskir hestar verða sendir í keppnina til Dan- merkur en níu knapar eiga rétt á því að keppa á Evrópumótinu. Þannig háttar til, í fyrsta skipti, aö sigurvegarar í einstökum greinum á síðasta Evrópumóti svo og sam- eiginlegir meistarar mega nú keppa á næsta Evrópumóti, á sama hesti, í sömu grein og sigurinn vannst. Það þýðir að Reynir Aðal- steinsson má keppa á Spóa í fimm- gangsgreinunum og Sigurbjörn Bárðarson á Bijáni í töltinu. ís- lenskir keppendur gætu því orðið níu alls. Flestir fremstu knaparnir mæta í úrtökuna Flestir fremstu knapar landsins eru taldir hklegir til að mæta í úr- tökuna fyrir Evrópumótið. Það liggur ljóst fyrir að Sigurbjörn Bárðarson fer í Evrópuúrtökuna meö tvo hesta, þá Skjanna í fimm- gangsgreinarnar og Skelmi í fjór- gangsgreinarnar. Báöir eru þeir rauðblesóttir. Reynir Aöalsteins- son var að gæla við þá hugmynd að koma fram með rauða hestinn Tvist, sem hann sýndi i Reiðhöll- inni í vor, en hann ætlar að geyma hann fyrir landsmótið næsta sum- ar. Reynir kemur sennilega með brúnan klár, Neptúnus, í úrtökuna, ef hann fær ekki Spóa á Evrópu- mótinu. • Baldvin Guðlaugsson kemur frá Akureyri með rauða fjórgang- arann Trygg, sem hann sýndi í Reiðhöllinni í vor, Sigvaldi Ægis- son kemur með brúna alhliða klár- inn sinn, Tinna, Atli Guðmundsson verður með Fjalar, þann jarpa sem sigraði í A-flokki hjá Fáki, Hinrik Bragason kemur á ljósa skeiðhest- inum Vafa og Einar Öder Magnús- son kemur með gráa alhliöa stóð- hestinn Fjalar frá Hafsteinsstöðum sem bandaríski auðjöfurinn Don Slott hefur keypt. Aöalsteinn Aðal- steinsson kemur með Snjall frá Gerðum sem verður að teljast sig- urstranglegur í fjórgangsgreinun- um. Hafliði Halldórsson kemur með rauðblesóttan klár, Flosa, Guðni Jónsson kemur sennilega með alhliða hestinn Atlas en þeir félagar sigruðu í flmmgangi á Reykjavíkurmeistaramótinu í vor. Sveinn Ragnarsson kemur með ■ • : - . • Reynir Aðalsteinsson gæti keppt á Evrópumótinu í Danmörku á Spóa, rauða alhliða klárinn sinn, Högna, Þórður Þorgeirsson kemur með rauða klárhestinn sinn, Börk, og Erling Sigurðsson kemur með brúna klárinn Fleyg, sem hefur staðið, sig vel á skeiðbrautinni. Hann ætti að vera vanur keppnis- brautinni í Mosfellsbæ. • Annar frægur skeiðhestur, sem nefndur hefur verið til sög- unnar, er rauðblesótti klárinn Glaumur, sem Jón Pétur Ólafsson hefur setið og mun sitja í úrtök- unni. Ef hann kemst á Evrópumót- ið mun Árni Jóhannsson, eigandi hans og stórsöngvari, taka nokkrar aríur í Danmörku. • Vissulega munu fleiri knapar mæta með jóa sína í úrtökuna því að það þykir mikill heiður að keppa á Evrópumóti. Benedikt Þorbjörns- son er með ljósan klár, sem hann ætlaði með í úrtökuna, en honum hefur verið boðið að þjálfa danska landsliðið fyrir Evrópumótið og er því frekar ólíklegt að hann verði með. -EJ • Jens Einarsson varð sigursæll á hestamóti Hornfirðinga. Hann situr Glym, sigurvegara i töltkeppninni. • Sigurvegarar í A-flokki gæðinga. Hornfirðingar tilbúnir á fjórðungsmótið Hestamenn í Hornflrð- ingi völdu fjórðungs- mótsgæðinga sína á fé- lags- og úrtökumóti á Fornustekksvelli dagana 10. og 11. júní. Ef það er satt, sem Gunn- ar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, segir, að hestar og hestamenn sæki skaplyndi í landslagið, þá hefðu Hornfirðingar átt að vera úrigir á þessu móti en svo var ekki því að mótið fór vel fram. Jens Einarsson, ritstjóri Hests- ins okkar, varð sigursæll. Hann á og sat Glym, efsta hest í tölt- keppninni, og var sá jafnframt í öðru sæti í B-flokki gæðinga. Eins sat hann Ófeig, sem hafnaði í öðru sæti í A-flokki. • Úrslit í A-flokki gæðinga fór þannig að efstur stóð Jörfi Ágústar Ólafssonar með ein- kunnina 8,11. Knapi var Trausti Þór Guðmundsson. Ófeigur, Ómars Antonssonar varð annar með 7,95. Knapi var Jens Einars- / son. Vindur, Sigrúnar Her- mannsdóttur, varð þriðji með 7,80. Knapi var Hannie Heiler. Fjórði varð Frosti með 7,65. Knapi og eigandi er Stefán Stein- arsspn. • í B flokki stóð efstur Þytur, Jóns Þorsteinssonar með 8,11 í einkunn. Knapi var Hannie Heil- er. Glymur varð annar með 8,00. Knapi og eigandi var Jens Ein- arsson. Neisti, Guðjóns Þor- steinssonar varð þriðji með 8,02 í einkunn. Knapi var Jón Finnur Hansson. í fjórða sæti varð Óða- Brúna með 8,04. Knapi var Trausti Þór Guðmundsson. • í barnaflokki stóð efst Guð- björg I. Ágústsdóttir á Blakki með einkunnina 8,02. Árnína Ó. Eiríksdóttir varð önnur á Drottningu með 7,98 og Skúli F. Brynjólfsson þriðji á Hvin með 7,96 í einkunn. • í unglingaflokki sigraði Kristján Baldursson á Blakki með 7,99 í einkunn. Eva Ó. Ei- ríksdóttir varð önnur með 7,62 og Sigrún Ólafsdóttir þriðja á Reyk með 7,38 í einkunn. • Þokkalegir tímar náðust í hlaupagreinunum en enginn hestur náði að renna 250 metra skeiðsprett á undir 26,00 sekúnd- um. í 150 metra skeiði náði Tvist- ur Friðriks Reynissonar ágætum tíma, 15,3 sek. • í 800 metra stökki sigraði Sindri Eyþórs Ragnarssonar á 1:05,00 sek., í 350 metra stökki sigraði Feykir Ómars Antons- sonar á 26,7 sek. og í 250 metra folahlaupi sigraði Stekkur Jens Einarssonar á 20,06 sek. í 300 metra brokki sigraði Tvífari á 46,5 sek. • Keppt var í tölti. Ekki voru gefnar einkunnir heldur valdir bestu knaparnir úr og þeim rað- aö í sæti. Efstur stóð Jens Einars- son á Glym, þá Eyjólfur Kris- tjónsson á Glámu, Árni Björn á Gammi, Björn Jónsson á Stássu og loks Hannie Hailer á Þyt. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.