Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989.
13
RITSTJÓRI Á SKRIFSTOFU
FORSÆTISNEFNDAR
NORÐURLANDARÁÐS
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu
ritstjóra við upplýsingadeild skrifstofu sinnar í Stokkhólmi.
Norðurla.idarað er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna
Norðurlanda. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru
haldin árlega, stýrir forsætisnefndin daglegum störfum þess og
nýtur við það aðstoðar skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Á skrifstof-
unni, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar, starfa 30 manns
og sex þeirra við upplýsingadeildina. Starfið á skrifstofunni fer
fram á dönsku, norsku og sænsku.
Starfsmaður sá, sem auglýst er eftir, á að hafa umsjón með ann-
arri útgáfustarfsemi skrifsstofunnar en útgáfu tímaritsins Nordisk
Kontakt. hann á meðal annars að sjá um samninga um útgáfu
og prentun þingtíðinda Norðurlandaráðs, skýrslna og upplýs-
ingaþæklinga. Ritstjórinn tekur þátt í öðrum störfum upplýsinga-
deildarinnar eftir því sem tími gefst til.
Starfið krefst háskólamenntunar og reynslu af útgáfustarfsemi og
tölvuvinnu, enda er þróun og aukin tölvuvæðing útgáfustarfsem-
innar fyrirhuguð. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig vel munnlega
og skriflega, hafa reynslu af samningum, hafa góða tungumála-
kunnáttu og eiga auðvelt með hópvinnu.
Mánaðarlaun eru 21.200 sænskar krónur auk skattfrjálsrar upp-
bótar, sem greiðist öllu starfsfólki skrifstofunnar, og staðarupp-
bótar, sem greiðist þeim, sem eru ekki sænskir ríkisborgarar og
flytjast til Svíþjóðar til að taka við störfum við skrifstofuna. Um
þessi og önnur kjör gilda sérstakar norrænar reglur.
Leitast er við að ráða konur jafnt sem karla til starfa við skrifstofuna.
Samningstíminn er fjögur ár og æskilegt er að nýr starfsmaður
taki við starfinu í haust. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störf-
um meðan á samningstímanum stendur.
Nánari upplýsingar veita Bitte Bagerstam upplýsingastjóri og
Ingegerd Wahrgren, settur ritstjóri, í síma 9046 8 143420 og
Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslandsdeildar Norðurlandar-
áðs í síma Alþingis 91 11 560.
Formaður starfsmannafélags skrifstofunnar er Marianne Anders-
son.
Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nor-
diska rádets presidium) og skulu þær sendar til skrifstofu forsætis-
nefndar Norðurlandaráðs (Nordisk rádets presidiesekreteriat),
Tyrgatan 7, (Box 19506), 10432 Stockholm og hafa borist þang-
að eigi síðar en 17. júlí nk.
Punktarnir á íslandskortinu merkja Edduhótelin sextán. Viljir þú þægilega
gistingu velur þú Edduhótel. Verðlag er þar sanngjarnt og andrúmsloftið
notalegt. Það er ef til vill besti punkturinn. Edduhótelin eru á þessum
stöðum:
Vjfb FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS
► Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík Icdand Td. 354<9> 1-2SH55 Tdcx - 2049 Tcldax: 354 (9>l-625895
1 Laugarvatni ML s: 98-61118
2 Laugarvatni HSL s: 98-61154
3 Reykholti s: 93-51260
4 Laugum Dalasýslu s: 93-41265
5 Reykjum Hrútafirði s: 95-10004
6 Laugarbakka V-Hún s: 95-12904
7 Húnavöllum A-Hún s: 95-24370
8 Akureyri s: 96-24055
9 Hrafnagili s: 96-31136
10 Stórutjörnum s: 96-43221
11 Eiðum s: 97-13803
12 Hallormsstað s: 97-11705
13 Nesjaskóla s: 97-81470
14 Kirkjubæjarklaustri s: 98-74799
15 Skógum s: 98-78870
16 Hvolsvelli s: 98-78187
• LJÓSMYIMDASAMKEPPIMI KODAK EXPRESS GÆÐAFRAMKÖLLUNAR OG VIKUNNAR •
LATTU OKKUR
FRAMKALLA
SUMARBROSIÐI
Allir geta tekið þátt í Sumarbrosiriu,
hinum einfalda sumarleik. Hann felst
einfaldlega í því að skila inn myndum
af sumarbrosi (fólki eða dýrum) eða
broslegri mynd.
í hverjum mánuði verða birtar fjórar
athyglisverðustu myndirnar og besta
mynd sumarsins verður valin í september
úr öllum innsendum myndum. Vegleg
verðlaun eru í boði: utanlandsferð,
17 myndavélar o.fl.
Eina skilyrðið er að notuð sé Kodak
filma og framkallað hjá Kodak Express
Gæðaframköllun. Hún er á eftirtöldum
• Verslanir Hans Petersen, Bankastræti,
Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og
Lynghálsi • Ljósmyndaþjónustan,
Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd
• Veda, Hamraborg,-Kópavogi • Filmur
og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði
• Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13,
Hafnarfirði • Hjjómval, Keflavík
• Bókaverslun Andrésar IMÍelssonar,
Akranesi • Bókaverslun Jónasar
Tómássonar, ísafirði • Pedrómyndir,
Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri
• Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti,
Akureyri • Bókabúð Brynjars,
Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi.
Lesið nánar um Sumarbrosið í Vikunni!
vis tínovauAN BB % . yy H2-168 vis/xnv