Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Page 2
2
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989.
Fréttir
íslendingur á seglbát til Vestur-Indía:
Kominn til
Azoreyja eftir
mikla hrakninga
- 3000 sjómílna sigling framundan
íslendingur um íeríugt, Bergþór skútuna.
Hávarðsson, kom til Azoreyja á Frá írlandi hélt Bergþór 11. júní
2?ja feta seglskútu síöastiiðinn síðastliðinn. Á leiöinni til Azoreyja
fimmtudag, 29. júní, eftir álján sól- lenti hann í mótbyr í nokkra daga
arhringa siglingu frá írlandi. Berg- og seinkaði ferðum hans nokkuö.
þór er einn á ferð og hóf siglinguna Siðustu daga var jafnvel óttast að
í Vestmannaeyjum, en þaðan fór honum kynni aö hafa hlekkst á en
hann 16. maí slðastliðinn. Bergþór á fimmtudagskvöld hafði hann
er á leiö til eyja í Karabíska hafinu símasamband viö aöstandendur
og er ekki vitaö til að íslendingur sína á íslandi.
hafl áður siglt þessa leið eixm síns Bergþór hyggst sigla áfram frá^
liös. _ Azoreyjum eins fljótt og unnt er
Á leiöinni til írlands hreppti og reiknar með að verða kominn
Bergþór slæmt veöur og laskaðist til Vestur-Indía síðari hluta ágúst-
skúta hans nokkuð. Mastur brotn- mánaðar. Á leiðinni mun hann
aði, stýrisbúnaður bilaöi og fleira koma við á Bermuda.
gekk úr skorðum. Honum tókst þó Bergþór á nú að baki um tvö þús-
að komast til lands á írlandi og þar und sjómílna siglingu en framund-
var hann í tvær vikur, meöan beð- an eru um þrjú þúsund mílur.
ið var eftir varahlutum og gert við HV
Prati og Gunnar Arnarson eru efstir i B-flokki gæðinga á fjórðungsmótinu á Iðavöllum. DV-mynd E.J.
Fjóröungsmót hestamanna á Austurlandi:
Gott verö á handfæraþorski:
Hluti keyptur af
húsum fyrir norðan
Agætis verð hefur fengist fyrir
handfæraþorsk á Faxamarkaði að
undanfomu. Reyndar hefur verðið
rokkað nokkuð en oftar en ekki
verið í kringum 60 krónur kílóið.
Aö sögn manna á Faxamarkaði
hefur nokkuð af þessum þorski
verið keypt af frystihúsum fyrir
norðan. I fyrstu hafi það þótt
merkilegt að frystihús norður í
landi keyptu fisk fyrir sunnan og
létu keyra honum til sín. Hins veg-
ar þyki það engin tíðindi lengur.
Þyki frystihúsamönnum fyrir
norðan ekkert verra að kaupa á
Faxamarkaði þegar hráefni vantar
til vinnslu heima. Fyrir hráefnis-
vöntun geta verið nokkrar ástæð-
ur. Þannig getur afli heimatogara
veriö óhentugur til vinnslu heima,
eins og karfi, og því skárra að selja
hann annars staðar, þar sem meira
fæst fyrir hann og nýting í vinnslu
verður betri. Eins geta bilanir tog-
ara og báta orsakað hráefnisskort.
-hlh
Rúmlega tvö hundruð
hross verða sýnd
Eirikur Jónsson, DV, Egflsstöðum;
Fjóröungsmót hestamanna á Aust-
urlandi hófst á fimmtudaginn, 29.
júní, með dómum á kynbótahross-
um. Sex hestamannafélög á Austurl-
andi sendu keppendur á íjórðungs-
mótiö og verða rúmlega tvö hundruð
hross sýnd.
Hin heíðbundnu keppnisatriði
tóku við hvert af öðru og lauk for-
keppni í gær, fostudag.
Eftir dóma 1 B-flokki gæðinga
stendur efstur Prati (Blær), Þorsteins
Kristjánssonar með 8,37 í einkunn.
Knapi er Gunnar Amarson. í A-
flokks gæðingakeppninni stendur
efstur Örvar (Freyfaxi) sem Bergur
Jónsson á og sýndi, með 8,46 í eink-
unn.
í dag verða kappreiðar, kynbóta-
hross sýnd og kynntir gæðingar í A-
og B-flokki, svo og gæðingar bama
og unglinga. Á sunnudaginn lýkur
mótinu með úrslitum í gæðinga-
flokkunum og kappreiöum. Einnig
verður dómum kynbótahrossa lýst
og sýnd ræktunarbú.
Böm og unglingar hafa einnig sýnt
gæðinga sína. í unglingaflokki er efst
eftir dóma Bára Garöarsdóttir (Frey-
faxa), á Tvisti, með 8,40 í einkunn en
í bamaflokki er Erna Þorsteinsdóttir
(Blæ) hæst, á Jarli, með 8,21 í eink-
unn. Trausti Þór Guðmundsson er
efstur í töltkeppninni á Mima, með
90,93 punkta. Urslit í öllum flokkum
gæðinga verða á sunnudaginn, en þá
lýkur mótinu.
Búist er við fjölda mótsgesta í dag
og á morgun. Öll aðstaöa á móts-
svæðinu er til fyrirmyndar og greini-
legt að félagar í Freyfaxa hafa lagt
sig alla fram til að gera mótið sem
eftirminnilegast fyrir mótsgesti.
-EJ
Uppsagnir hjá Arnarflugi:
Tveir toppmenn og
fleiri eru að hætta
Magnús Oddsson, markaðsstjóri
Amarflugs, og Halldór Sigurðsson,
þjónustustjóri félgsins, em að
hætta hjá fyrirtækinu ásamt um
20 til 30 öörum starfsmönnum í öll-
um deildum sem hefur veriö sagt
upp vegna harðra aðahaldsaðgerða
og endurskipulagningar jnnan
þess. Þess má geta að Magnús
Oddsson sagði sjálfur upp í kjölfar
breytinganna. Um 35 til 40 milijónir
munu sparast félaginu á ári vegna
þessara aðgerða.
„Það er alltaf sárt að segja upp
fólki en við erum að laga okkur að
aðstæðum í þjóðfélaginu og sníða
okkur stakk eftir vexti. Uppsagn-
imar dreifást yfir allt félagið. Um-
svif félagsins eru minni en áöur og
því þarf færra fólk í starfi. Eflir
breytingamar verða um 70 til 80 í
starfi hér miðað við um 100 starfs-
menn núna,“ segir Kristinn Sig-
tryggsson, forsljóri Amarflugs.
Hann segir enn fremur að um
nokkrar tilfæringar sé að ræða inn-
an félagsins. Þannig hafi verið
ákveðiö að sameina markaðs- og
þjónustusviðið og ekki verði ráðið
í bili í starf nýs yfirmanns í stað
þeirra Magnúsar Oddssonar og
Haildórs Sigurðssonar sem hafi
verið deildarstjórar hvor í sinni
defldinni.
Um afkomu þessa árs, segjr Krist-
inn að það teljist mjög gott ef félag-
iö nái jafnvægi í rekstrmum. Það
hefur haft eina vél í flutningum
megnið af þessu ári eða frá þvi flár-
málaráöuneytið lét kyrrsetja aðra
vélina á Keflavikurflugvelli
snemma árs. Til að mæta mestu
álagstoppunum hefur felagiö tekið
erlendar vélar á leigu.
Aö sögn Kristíns taka Samvinnu-
ferðir kyrrsettu vélina á leigu af
ríkinu um helgina og verður hún
komin í áætlun hjá Amarflugi þeg-
ar um þessa helgi.
-JGH
Bandarisk þingmannaheimsókn
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra ræddi í gær við sex
bandaríska öldungadeildarþing-
menn sem höfðu viðdvöl hér á landi
á leið sinni heim frá afvopnunarvið-
ræðum í Vín og Genf. Meðal þing-
mannanna var Clairbome Pell, for-
maöur utanríkismálanefndar öld-
ungadeildarinnar.
Meðal þess sem rætt var um vom
afvopnunarmál, „traustvekjandi að-
gerðir á höfunum" og hugmyndir
Islendinga í þvi sambandi, vamar-
mál, nýafstaðnar heræfingar á Mið-
nesheiði, rannsóknaráætlun íslend-
inga á hvölum, sjávarútvegsmál, for-
mennska íslendinga í EFTA og þróun
viðræðna við Evrópubandalagiö.
-hlh
ísaQörður:
Heilbrigðisfulltrúi
kærir kaupfélagið
að ná andanum. Mikið var um fugl
í úrganginum og nokkur ung böm
komust einnig í hann.
Einar Otti Guðmundsson hefl-
brigðisfulltrúi sagði í samtali viö
blaöið að úrgangur sá, sem þama
hefði verið, væri ekkert hættulegur
fyrir fuglinn. Harrn dreifði öllu því
sem hann næði í, hvort sem það
væri úr klóakræsum eða einhveiju
öðm. „Ég hef ekki neinar sérstakar
áhyggjur af efniviðnum sem lá þama
í körunum hvað varðar smit en auð-
vitaö era bakteríur þama eins og
annars staðar. Ég tók ekki nein sýni
þarna en skoöaði hvem einasta grip
eins og mér var unnt. .
Ég heyrði aö einhveijir krakkar
hefðu verið þama að leik og tel ekki
að það þurfi hafa miklar áhyggjur
af því. Eg get ekki séð að þeir hljóti
neitt hetísutjón af þessum úrgangi
en opið sár gæti að sjálfsögðu fengið
í sig ígerð.“
Hefur þú haft samband við stjóm-
endur kaupfélagsins?
„Ég hafði samband viö kaupfélags-
sijórann á mánudaginn og þá var
verið að fjarlægja úrganginn. Ég gat
því einungis sagt henni frá því að ég
hefði lagt fram þessa kæru. Að öðm
leyti vil ég ekki tjá mig um þetta
mál. Málið er komið til bæjarfógeta
og hans er framhaldið.
Siguijón J. Sigurðsaon, DV, ísafirði:
Heilbrigðisfulltrúinn á ísafirði,
Einar Otti Guðmundsson, hefur lagt
inn kæm til bæjarfógetans á ísafirði
á hendur Kaupfélagi ísflrðinga fyrir
brot á reglugerð um búnað í slátur-
húsum, þ.e. frágangi á úrgangi eftir
slátrun, en þar segir aö urða verði
eða brenna úrgang jafnóðum, eftir
því sem best er að koma við á hveij-
um stað.
Þessari reglugerö fóru starfsmenn
sláturhúss Kaupfélags ísfirðinga
ekki eftir er lokaslátrun á svínum
og kúm fór fram síðastiiðinn fóstu-
dag og laugardag. Úrgangurinn var
einungis settur í opin kör bak við
húsið þar sem han var alla helgina.
Mikfll óþrifnaður var á svæðinu og
ýldulykt hin versta. Svo slæm var
lyktin að þeir menn, sem fóm að
skoöa úrganginn nánar, þurftu að
fara frá með stuttu millibfli til þess
Úrgangurinn, heilir hausar af svínum og kúm, júgur og innyfli, lá á bak
við sláturhúsið alla helgina í opnum körum, þeim sem áttu þar leið framhjá
til mikils ama og kaupfélaginu til skammar.