Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 13
13
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989.
Uppáhaldsmatur á suimudegi
sjávarréttasúpa
- að hætti Sveins Einarssonar dagskrárstjóra
„Þaö veröur aö segjast eins og
er aö mínar uppskriftir, sem eru
nú reyndar ekkert ógnar margar,
eru svolítiö tilviljanakenndar og
óvísindalegar enda fæstar úr bók-
um,“ sagöi Sveinn Einarsson, dag-
skrárstjóri Ríkissjónvarpsins, er
viö báöum hann um uppáhalds-
uppskrift. Sveinn lét þó tilleiðast
aö gefa okkur eina góöa en blaðinu
var bent á hann sem sérlega góðan
kokk. Sveinn vildi sem minnst út á
það gefa en sagði aö sér þætti gott
að borða góðan mat.
„Ég er nú ekki mikill kokkur og
mistekst stundum,“ sagöi hann,
„en hins vegar kom mér á óvart
hve gaman er aö fást við matseld
þegar ég loksins fékkst til þess aö
reyna eitthvaö fyrir mér í þeim efn-
um.
Héma koma sem sagt ábendingar
um hvernig setja má saman fiski-
súpu. Ef viö værum með fínheit
gætum viö kallaö hana Bouillaba-
isse Provencale; annars er hún
auðvitað íslenks í aöra ættina því
hráefnið er allt íslenskt," sagöi
Sveinn ennfremur.
„í þessa súpu má velja allt eftir
því hvað til er hveiju sinni. Ég
nota steinbít, skötusel, smálúðu,
ýsu, þorsk, ufsa, allt eftir því hvað
ég næ í og galdurinn er að sjóða
hverja tegund fyrir sig (konu minni
finnst það of mikið pottastand).
Fyrst er svo sett ólífuolía í pott
og sneiddur hvítlaukur og látiö
krauma; út í þetta koma svo af-
hýddir tómatar. Ýmiss konar
kryddi er bætt í, salti, heilum pip-
arkornum, lárviöarblööum og ekki
síst fennilkryddi (eða kálinu sjálfu
ef þaö fæst). Síðan er fiskisoðinu
bætt í. Stundum hef ég mikið við,
sýð humarhala, hreinsa humarinn
úr skehnni, myl hana Og sýð - af
því kemur góður kraftur. Súpan er
svo látin sjóða drjúga stund, 15-30
mínútur. Síðan er fiskinum bland-
að í og síðast rækjum, hörpudiski
og humri sem ekki má ofsjóða.
Hörpudiskinn sýð ég áður frystan
og læt suðuna rétt koma upp. Örlít-
ill dreitih af ijóma krýnir þetta
sköpunarverk.
Þessi óformlega uppskrift verður
þá einhvern veginn svona," sagði
Sveinn.
í súpuna fer
1-2 kg fiskur (t.d. skötuselur, stein-
bítur)
humarhalar
hörpudiskur
rækjur
ólífuoha
hvítlaukur
tómatar
fennilkál
salt
pipar
rjómi
hvítvín
Hér 'er sannarlega á ferðinni lysti-
leg súpa sem passar einmitt á góð-
um dögum eins og verið hafa und-
anfarið þegar flestir vilja leggja sér
eitthvað létt og hressandi til
munns. „Og það er nú það,“ sagði
Sveinn Einarsson. Nú er bara að
vona að sem flestir spreyti sig á
súpunni. -ELA
Sveinn Einarsson segist hafa uppgötvað hversu gaman sé að reyna fyrir sér i matseldinni. Hann býður les-
endum upp á ijúffenga sjávarréttasúpu, tilvalda nú í góða veðrinu. DV-mynd JAK
Virðuleg
íslensk
Utboð
Styrking Djúpvegar, 1989
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk:
Lengd vegarkafla 5,9 km.
Bergskering, 1.200 m3, fylling 7.200 m3, burð-
arlag 16.600 m3.
Verki skal lokið 6. nóvember 1989.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá óg
með 3. júlí 1989.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 17. júlí 1989.
Vegamálastjóri
______________________________________J
VERÐLÆKKUN
Vegna breytinga seljum við sýningar-
innréttingar okkar með allt að 40%
afslætti.
ELDHÚS + BAÐ + SKÁPA.
innréttinaar
Æ2000
Síðumúla 32, sími 680624
Opið virka dága 9-12.30 og 13.30-18.
Opið um helgina laugard. 11-14, sunnud. 13-15.
Tjarnargötu 17 - 230 Keflavík, s. 92-12061.
Fljót og góð afgreiðsla.
Mælum og setjum upp
ef óskað er.