Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989. 15 Prúðbúið ranglæti Sá atburöur hefur verið frétt- næmastur síðustu daga þegar fjár- málaráðherra skar upp herör gegn söluskattsskuldurum og lét loka fyrirtækjum með fógetavaldi. Svo harðar innheimtuaðgerðir hafa ekki áður tíðkast í jafnstórum stíl og þótti mörgum manninum vel og karlmannlega að verki staðið. í þeim aðdáendahópi fór fremstur ráðherrann sjálfur og fer ekki á milli mála að hann telur sig riddara réttlætisins holdi klæddan og visar óspart til almenningsálits og jafn- ræðis sem honum finnst hvoru- tveggja vera á sínu bandi. Skal það heldur ekki dregið í efa að íslend- ingum þykir það sjálfsagt að hver maður gjaldi keisaranum það sem keisarans er og jafnt skuli yfir alla ganga í þeim efnum. Um þetta er heldur ekki deilt. Þaðan af síður er víst leyfilegt að hafa samúð með þeim fyrirtækjum sem fengu lögregluna í heimsókn og máttu þola fyrirvaralausa stöðv- un á rekstri sínum einn gráan og hryssingslegan morguninn í síð- ustu viku. Sum hafa eflaust trassað að greiða söluskattinn af ásettu ráði og nýtt peningana í eigin veltu. Önnur hafa einfaldiega ekki getað gert upp vegna þess að atvinnu- reksturinn var bæði félaus og bjargarlaus. Þriðji hópurinn hefur svo þvælst fyrir með málþófi til þess eins að teíja fyrir skilvísinni. Það dettur engum í hug að halda uppi vörnum fyrir trassa af þessari tegund. Hins vegar hafa aðrir og fleiri mátt gjalda fyrir hreingem- ingu ráðherrans og er þá komið að þeirri hhð málsins sem orkar mest tvímæhs. í hópi þeirra fyrirtækja, sem sátu aht í einu á bak við lás og slá með ahan sinn rekstur, reyndust nokkur sem véfengt hafa skattálagninguna og bíða enn úr- skurðar Ríkiskattanefndar. Þar á meðal eru fyrirtæki sem ahs ekki hafa innheimt neinn söluskatt og hafa verið í þeirri góðu trú að starf- semi þeirra féhi ekki undir sölu- skattsskylduna samkvæmt lag- anna bókstaf. Má hver maður skhja að það standi í eigendum að greiða skatt sem aldrei hefur verið lagður á og þeim nokkur vorkunn þótt þeir beri hönd fyrir höfuð sér þegar álagningin nemur mhljónum og mihjónatugum króna. Undanþágurnar Fjármálaráðherra hafði hins veg- ar svör á reiðum höndum og var sakleysið uppmálað. Ég verð að láta eitt yfir aha ganga, sagði ráð- herrann. Ég get ekki hlíft einum en refsað öðrum. Hér sitja alhr við sama borð. Rökfestan og réttlætið leyndi sér ekki í ábúðarmiklu fasi ráðherrans og vopnin voru slegin ór höndum miskunnseminnar. En viti menn. Varla hafði fiármálaráðherra gefið þessa göfugu yfirlýsingu fyrr en upplýst var að í sjáífu tilskipunar- bréfi ráðherrans th sýslumanna og fógeta, hafði hann sjálfur tíundaö undanþágur sem fólust í því að hlíft skyldi tUteknum fyrirtækjum. Þar eru upptaldar steypustöðvar vítt og breitt um landið og vissi þó eng- inn áður að Ólafur Ragnar væri í póhtísku ástarsambandi við steypustöðvar. Þar að auki átti að láta þau fyrirtæki í friði, sem höfðu leitað á náðir skuldaskilasjóða á vegum ríkisins sem þýðir á mæltu máh að þeir sem höfðu haft vit á því að segja sig á sveitina máttu ganga áfram lausir. Þama voru aUt í einu komin fram í dagsljósið fiölmörg fyrirtæki sem voru stikkfrí gagnvart lögmálinu um að eitt skyldi yfir aha ganga. Enn má minna á það að ekki var ráðherrann alveg laus við það held- ur að hafa brugðiö skUdi fyrir aðra ómaga í atvinnurekstrinum sem hann hefur prívat og persónulega velþóknun á. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, sem lögð var fyrir AI- þingi í maí í vor, kemur fram að útgáfufyrirtækið Svart á hvítu hafði samið við fiármálaráðherra um greiðslu á söluskatti í vanskU- um upp á rúmar tuttugu mihjónir. Ráðherrann hafði af einhverjum ástæðum séð aumur á þessu fyrir- tæki og tekið við skuldabréfi tíl átta ára á hagstæðum kjörum og aht gerðist þetta áður en fógeta- valdinu var beitt gegn hinum syndugu og staðgreiðslu krafist eUa. Mér dettur ekki í hug að veija söluskattssvindl. Ríkissjóður hefur ahan rétt tíl að krefiast greiðslu á réttmætum kröfum. En það er ekki sama hvemig það er gert og yfir- völdin mega ekki falla sjálf í þá freistni að mismuna þolendum. Heiðarleikinn fellur fil jarðar með braki og brestum ef riddari réttvís- innar reynist sjálfur á kafi í því siðleysi sem hann fordæmir aðra fyrir. Þá fer að minnsta kosti glans- inn af. Persónunjósnir í miðri þessari siðvæðingarher- ferð fiármálaráðherra berast svo þær fréttir úr ráðuneytinu að al- menningur hafi svarað kalh þess- arar menningarbyltingar með því að hringja inn tU skattheimtu- mannanna með ahs kyns upplýs- ingar um meint skattsvik tU við- bótar við þá sakaskrá sem ráðu- neytið hefur undir höndum. Var ekki annað að heyra en ráðuneytis- menn væru að hvefia fólk tU að halda þeirri iðju áfram og ljóstra upp um náunga og nágranna, sem hggja undir grun. íslendingar eru sem sagt hvattir tU að stunda per- sónunjósnir og ráöuneytið hefur opnað símahnu tU að hlusta á kjaftasögur um meinta skattsvik- ara! I Reylfiavík síðdegis á Bylgj- unni var þessum tílmælum svo vel tekið að sfiómandinn brýndi það fyrir hlustendum að þeim bæri lagaleg skylda tíl að kjafta frá! Skyldi fiármálaráðuneytið hafa tekið upp þessa nýju siði efdr að það fréttist um aðferðir kínversku kommúnistanna við að tína upp gagnbyltingarsinnana þar í landi? Kínverska sjónvarpið gerði sér mat úr því á dögunum að systir eins af námsmönnunum, sem framarlega stóð í andófinu á Torgi hins himn- eska friðar, skyldi hafa ljóstrað upp um bróður sinn! Þetta þótti lofs- verð hoUusta við flokkinn og mál- staðinh. íslenska fiármálaráðu- neytinu hefur greinUega þótt þessi aðferð tU fyrirmyndar. Vel má vera að herferö fiármála- ráðherra falli í góðan jarðveg hjá þeim sem sjá ofsjónum yfir svoköU- uðum gróðaöflum. Öfund og bróð- erni em skyld. Vel má vera að gestapóaðferðir séu líklegar tíl vin- sælda í undirheimum sálarinnar og póhtískum innanbúðarátökum í flokki ráðherrans. En ósköp em þær ógeðfehdar og framandi meðal okkar hinna sem eigum öðm að veifiast í íslensku sfiómarfari. Þeg- ar bæði hroki og yfirlæti fylgja í kaupbæti og vandlæting faríseans bergmálar í hveijum fréttatíma fylgir því hroUur og óhugur. Er þörf á því að beija menn tíl hlýðni? Er ástæða til að slá sig tíl riddara í herferð á hendur vanskUamönn- um? Þarf að sýna vald sitt í ofsókn- arstfl og siga lögreglunni á sam- borgarana til að þeir hlýði og þegi og borgi? Óskráð siðalögmál í bók sinni „íslensk menning" segir Sigurður Nordal á einum stað: „íslendingar sögualdar voru ekki múgamenn. Þetta kemur jafnvel fram í því, að almenningur hér á landi lét minna til sín taka á þing- um en gerðist á Norðurlöndum, þó að völd höfðingja væm hér minni en konunga þar. Annarsstaðar gekkst miklu fremur viö, að höfð- ingjar beittu valdi sínu óþyrmUega, alþýðan bæri það í lengstu lög með þögn og þolinmæði, en bændamúg- urinn risi stöku sinnum upp, er úr hófi keyrði, og sú hreyfing yrði þá eins og flóðbylgja, sem ekkert stóðst. Hér á landi vom átökin um gæslu manna á frelsi sínu sífeUdari, og því kom síður tíl slíkra kasta af alþýðu hálfu. Svo mætti að orði kveða, að bæði réttlæti og ranglæti hafi hér verið takmarkað, misbeit- ing valds og uppreisn gegn henni. Sá réttur, sem uppi var haldiö, studdist meir við óskráð siðalög- mál og framtak einstaklinga, minna við skorður ríkisvalds og beig af því en í flestum öðmm þjóð- félögum, sem sögur fara af. íslend- ingar kusu fremur að taka þeim skakkaföUum, sem af þessu leiddi, en þurrka út kosti þess. Sú ræktar- semi, sem þjóðin bar til fomlag- anna og varð henni hugstæðust, eftir aö þeim var glataö, var ekki sprottin af því að þau hefðu tryggt henni fuUan frið og réttvísi. Ýmsir stigamenn og óróaseggir komu fram og óðu uppi við og við. En um þá var ein bót í máU. Enginn var neyddur tíl þess af ríkisvaldinu að lúta þeim. Þeir vom ekki löggUtir. Vér skiljum betur, hvers virði þetta var, ef horft er tU seinni alda. Það var mun bærilegra að hugsa tíl ræningjaflokks eins og t.d. Hólm- veija sem rapluðu á eigin ábyrgð og vom réttdræpir, en ýmissa um- boðsmanna konungs eftir 1300 eða sumra biskupa. Úr yfirgangi frum- stæðra óróaseggja varð aldrei samskonar niðurlæging og innra ósamræmi og hinu, er einvaldur konungur, sem mönnum var ekki aðeins innrætt að óttast, heldur tigna og elska, eða jafnvel heUög kirkja sendu hina verstu menn tíl höfuðs þeim með embættisvald og vígslu. Kúgaður samkvæmt umboði Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur viða gert það svo valt, er framar öUu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi er talin trú um, að hann sé kúgaður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst féflettur og síðan látinn þiggja sínar eigin mútur og náðargjafir. Það er sann- ast sagt, þótt sorglegt sé, að tals- vert af bem ofbeldi, sem menn þora að klóast við, er bærileg í saman- burði við prúðbúið og vátryggt ranglæti. AUmargt má ganga á tré- fótum um afkomu manna tíl þess sá kostur sé betri að svipta þá dug og forsjá tU fijálsrar sjálfbjargar og sambjargar." Ég legg tU að menn lesi þessa til- vitnun tvisvar. í henni er mikUl sannleikur. Átökin um réttlæti og ranglæti em okkur daglegt brauð. íslendingar hafa frá fomu fari um langar aldir tamið sér óskráð siða- lögmál í stað valdbðitingar eða uppreisnar gegn henni. Siðalög- málin em ekki skráð í lagabækur, valdið hefur sín takmörk og hættan sem við eigum að varast er að sætta okkur við prúðbúið ranglæti og sfiómmálamenn sem ekki ganga í takt við þessa þjóðarvitund. Offors- ið í nýjasta fiármálaráðherra þjóð- arinnar gengur á slfiön við þessa tilfinningu, þetta lögmál, þá frels- isgæslu sem þjóðin hefur varðveitt í sál sinni. Herferð ráðherrans snýst ekki um vanskU á söluskatti. Hún snýst um það hvort viö vtijum að prúðbúið og vátryggt ranglæti birtist okkur í ofsóknum valdsins gegn dug og forsjá fijálsrar sjálfs- bjargar og sambjargar. Hún snýst um það hvort hlýðnin við siðferðiö eigi að koma frá valdinu að ofan eða virðingunni innra með okkur. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.