Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989.
Popp
Ekkert þunga-
rokk á
Reading í ár
Syknrmolamir leika fyrsta kvöldið af þremur
Reading popphátíðin veröur með
nokkuð öðru sniði í ár en áður. Báru-
jámsrokk hefur verið gert útlægt og
allt á greinilega aö gera til að hátíðin
fari áfallalaust fram. Hátíðarhljóm-
sveitimar eiga að koma fram á einu
stóra sviði. Aður var boðið upp á tvö
minni. Og því er lofað að áheyrendur
þurfi ekki að bíöa í klukkustund eða
meira á milli hljómsveita. Þrátt fyrir
að búið sé að gera kraftarokk útlægt
frá Reading hátíöinni verður þar
boðið upp á eitt og annað áheyrilegt.
Fyrsta daginn af þremur, fóstudag-
inn 25. ágúst, leika House Of Love,
That Petrol Emotion, New Order og
Sykurmolarnir. Daginn eftir sjá Po-
uges, New Model Army og Billy
Bragg um fjörið og sunnudaginn 27.
verður boðið upp á The Mission, The
Wonder Stuff og Transvision Vamp.
Breskir tónleikahaldarar fara var-
lega eftir að tveir áheyrendur létust
á hátíðinni við Donningtonkastala í
fyrra. Þaö var undir villtum leik
Guns’n’Roses, nánar tiltekið í laginu
It’s So Easy, sem allt varð vitlaust.
Tveir aðdáendur hljómsveitarinnar
krömdust til bana. Menn vilja ekki
að slíkt endurtaki sig.
John Entwistle, Pete Townshend og Roger Daltrey.
Sykurmolarnir verða meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á Readlng I ár.
Hljómleikaferó The Who er hafin
Fátt eftir sem minnir á foma frægð
Síðasta hljómleikaferð þeirra var
farin fyrir sjö áram. Þá eru þeir lagð-
ir af stað, gömlu mennimir. The Who
ætlar aö halda 25 hljómleika vestan-
hafs næstu vikumar í tilefni þess að
aldarfjórðungur er liðinn á þessu ári
síðan hljómsveitin var stofnuð. Lið-
skipan The Who er nokkuð ólík
þeirri sem var síðast þegar hljóm-
sveitin fór í hljómleikaferð fyrir sjö
árum. Roger Daltrey, John Entwistle
og Pete Townshend era á sínum stað.
í stað Kenney Jones trommara er
Simon Phillips er sestur við settið.
Hljómborðsleikari er með í förinni.
Sömuleiðis ásláttarleikari, fimm
manna blásarasveit, þrjár stúlkur í
bakröddunum ... og sólógítarleik-
ari. Steve „Boltz“ Bolton að nafni.
Pete Townshend treystir sér ekki
lengur til að vera í aðalhlutverki á
sviðinu. Heyrnin er svo til farin eftir
áratuga ærandi hávaða (samkvæmt
Guinnes heimsmetabókinni hefur
engin hljómsveit enn slegið hávaða-
met The Who á hljómleikum). Tow-
nshend verður þvi að leika í
gegnsæju búri á sviðinu til að geta
verið með. Hann beitir því engum
vindmillutöktum við gítarinn fram-
ar, eða tekur stökkin sín víðfrægu
hvað þá að hann mölvi gítarinn í lok
hljómleikanna. Allt slíkt heyrir nú
sögunni til. Það er því ekki sama
gamla góða rokkgrúppan sem er lögð
af stað í aldarfjórðungs hátíðarferð-
ina og sú sem kvaddi fyrir sjö árum
og ætlaði að kveðja í síðasta sinn.
Það segir sig sjálft að hljómlistin
hljómar öðravísi meö hljómborðum,
rythmagítarleik, hljómborðum og
kvenröddum en þegar þeir fjórir
gömlu gösluðust einir um. Útsetning-
arnar era því aðrar og sjálfsagt á
My Generation eftir aö hljóma ank-
analega eða að minnsta kosti lag-
línan „Hope I die before I get old“
þegar gömlu mennirnir kyrja lagið
sem eðlis síns vegna hentar best
músíköntum undir tvítugu. Vonandi
hlær enginn.
Level 42
í löngu
fríi
Næsta plata er væntanleg árið 1991
Hafa Hammersmith Odeon fyrir sig
í desember ’90. Liðsmenn hljómsveit-
arinnar Level 42 era menn sem
hugsa fram í tímann. Þeir hafa til-
kynnt að næsta plata þeirra komi út
árið 1991. Næsta hálfa annað árið fer
til dæmis eingöngu í að semja ný lög
og lifa lífinu eins og venjulegt fólk.
Eigi aö síður hefur Level 42 fest sér
Odeon hljómleikasalinn í Hamm-
ersmith allan desembermánuð 1990.
Það er að segja áður en nýja platan
kemur út. Henni á að verða fylgt eft-
ir með hljómleikum í minni sölum
en hljómsveitin hefur komið fram í
um langt skeið. Gamla góða Laugar-
dalshöllin skyldi þó ekki koma til
greina? Level 42.
vondum málum
Góðkuurmingi fíknó
Þeir sem vUja fá Ike Turner til
að halda hljómleika snúi sér til
lögreglunnar. Eða svo segir Ike
sjálfur aö minnsta kosti. „Þeir vita
aUtaf hvar mig er að finna. “ Gamli
refurinn var tekinn nú nýlega
meö krakk og óhlaðna byssu í fór-
um sínum, vel undir áhrifúm. Ike
Tumer hefur átt viö alvarlegt
fikniefnavandamál aö striða síðan
aö minnsta kosti snemma á síö-
asta áratug. Þaö vandamál braust
meöal annars þannig út aö hann
barði konu sína Tinu Tumer hvaö
eftir annaö til óbóta. Á endanura
gafst hún upp á kauða og skildi
viö hann. Ike þótti eitt sinn í hópi
merkari rhythm’n’blues gítarleik-
ara. Nú orðið þykir hann hafa fátt
eitt merkilegt til tónlistarinnar aö
leggja.
Cat Stevens er
óvinsæll meðai
tónlistarmanna
Stuðningur Yusuffs Islams, sem
eitt sinn kallaðist Cat Stevens, við
dauðadóm ógnarstjórnarinnar í íran
yfir rithöfundinum Salman Rushdie
dregur dilk á eftir sér. Liðsfólk
hljómsveitarinnar 10.000 Maniacs
hefur beðið útgefendur sína að hafa
ekki lagið Peace Train með á plöt-
unni In My Tribe þegar hún verður
pressuð aö nýju. Platan kom fyrst út
í fyrra. Þá hefur Peter Gabriel lýst
því yfir í tímaritsviðtali að yfirlýsing
Cats Stevens hafi skelft hann. „Ég
hef unnið með þessum nánunga.
Spilaði á flautu, dálítið illa reyndar,
á Mona Bone Jakon,“ segir Gabriel.
„Ég kynntist honum svolítið. Hann
var skarpur, dálítið óöraggur í fasi
en greinilega greindur og víðsýnn
tónlistarmaður. Því miður virðist
múhameðstrúin hafa breytt honum
gjörsamlega. Mér finnst það skelfi-
legt að trúarbrögð geti umsnúið af-
stöðu manna til lífsins á þennan hátt.
Stuðningur Cat Stevens við dauða-
dóminn yfir Salman Rushdie vekur
litla hrifningu.
En þvi miður finnast þess mýmörg
dæmi.“