Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989.
Bítur sök sekan?
Fólk varö þrumulostið vfir sögunni
um hálsbrotna sjúklinginn, er dó á
Borgarspítalanum en fékk áður á
sig alkóhólistastimpil og ranga
sjúkdómsgreiningu. Þó stunduðu
hann, auk aðstoðarlækna, fjöl-
margir sérfræðingar spítalans.
Þetta minnir á
mjólkurduftsmálið
Pressan skýrði 30. september sl.
frá því að „mistök“ í meðferð þurr-
mjólkur á fæðingardeild Landspít-
alans leiddu til örkumla og jafnvel
dauða þriggja bama. Landlæknir
sagði: „Það er alveg augljóst að það
var ekki farið að settum reglum.“
Þessi orð merkja aö „mistökin"
vora ekki óviðráöanleg, heldur
virti starfsfólkið ekki öryggisregl-
ur. Samt var enginn látinn sæta
ábyrgð.
Læknaráð Borgarspítalans álitur
alls ekki að um mistök lækna eða
annars starfsfólks sé að ræða að
þessu sinni.
En er ráðið
marktækt?
Lítum á: Ekki er um ávirðingar
eins ákveðins starfsmanns að
ræða. Sjúklingurinn lá á tveimur
deildum Borgarspítalans og fjöl-
margir sérfræðingar hans eru
flæktir í málið. Spítalinn rannsak-
ar þannig fyrir luktum dyram
meint brot sjálfs sín sem stofnun-
ar. Það þarf því engan aö undra þó
sérfræðingarair sýkni sjálfa sig og
birti ekki niðurstöðumar. Þaö er
nánast mannlegt. Þessir skipa
stjóm læknaráðs Borgarspítalans:
Öm Smári Amaldsson geislagrein-
ir, formaður, Gizur Gottskálksson,
lyf- og hjartalæknir, varaformaður,
Guðný Daníelsdóttir, orku- og end-
urhæfingarlæknir, Stefán Skafta-
son, háls-, nef- og eymálæknir,
Sverrir Haraldsson þvagfæra-
skurðlæknir, Bjami Hannesson
taugaskurðlæknir, Hannes Péturs-
son geðlæknir, Gunnar Þ. Jónsson
bæklunarskurölæknir, Magnús
Jónasson heimilislæknir og Har-
aldur Briem smitsjúkdómalæknir.
En hvað þá
um athugun
landlæknis?
Hann segir í DV 10. júni:.að
fundur hefði verið haldinn með
viðkomandi læknum og málið rætt
við þá til að komast að því hvað
hefði farið úrskeiðis. Við það verð-
ur látið sitja og málinu þar með
lokið.“ í samráði við aðstandendur.
Samt játar landlæknir að um
„læknamistök“ sé að ræða. Sam-
kvæmt lögum ber honum að hafa
eftirlit með starfsemi lækna og
sjúkrastofnana. Ef hálfur Borgar-
spítalinn er flæktur í dularfullt
mistakamál ætti því embættið að
láta það til sín taka í nafni sam-
félagsins, hvað sem einstökum aö-
standanda líður. Hvað fór úrskeið-
is? Og af hveiju ber embætti land-
læknis og spítalanum ekki saman?
„Mistök,“ segir landlæknir í DV10.
júní, „alls ekki mistök," segir yfir-
læknir Borgarspítalans, Öm Smári
Amaldsson, í DV 9. júní.
Ólík sjónarmið
Og hann telur í DV 9. júní þetta
tilvik ósköp venjulegt og ekki rætt
af læknum spítalans á „neinn sér-
stakan hátt“.
Aðstoðarlandlæknir er á öðru
máli. Hann segir atburðinn „eins-
dæmi“ og opnaöi málið í Lækna-
blaðinu til að þaö gæti orðiö lækn-
um til umræðna og umhugsunar.
Og hann hlýtur að hafa vitað að
þá kæmust fjölmiðlar í það. í Morg-
unblaðinu 9. júní segir hann að ef
ekki sé hægt að tala við lækna í
eigin fréttabréfi, án þess að til æs-
inga komi, þá „væri verið að ýta
undir það sem að hans mati hefði
verið tilhneigingin; aö sópa öllum
viðkvæmum málum undir teppið".
Sigurður Þór Guðjónsson
Það er sem aðstoðarlækni hafi
hreinlega blöskrað og líta beri á
grein hans sem stranga áminningu
og viðvörun embættisins til lækna
um það aö takmörk séu fyrir öllu.
Hann minnir m.a.s. á vaxandi að-
hald sem almenningur og fjölmiðl-
ar veiti læknum. Þetta sýnist því
jafnvel meðvituð tilraun, þó ekki
gangi hún langt, til að létta ofurlít-
ið leynd og pukri af því sem miður
fer í heilbrigðiskerfinu. Það er engu
líkara en komi fram átök tveggja
andstæðra læknafylkinga. Þeirra
er kjósa opnari umræðu, faglega
og jafnvel meðal almennings, og
hinna sem vilja þögn og aftur þögn.
Öm Smári varð greinilega æva-
reiður út í aðstoðarlandlækni.
Framkvæmdastjóri Borgarspítal-
ans, Jóhannes Pálmason, er jafnvel
kaþólskari en páfinn og talaði um
trúnaðarbrot. Það er nokkuð kald-
hæðnisleg umhyggja fyrir sjúklingi
sem dó vegna fattleysis hvers sér-
fræðingisins á eftir öðmm. Betur
að þeir hefðu haldiö vöku sinni eins
og aðstoðarlandlæknir segir næst-
um beinum orðum í Tímanum 9.
júní. Trúnaðarleyndin er auðvitað
til vegna hagsmuna sjúklings en
ekki læknis. Og þá færist skörin
upp í bekkinn þegar hún er greini-
lega misnotuð til aö heimta ffið um
óþægileg mistakamál, „sópa þeim
undir teppið".
Ef ræða á meðal lækna, hvað þá
almennings, „gæðiheilbrigðisþjón-
ustunnar" er óhjákvæmilegt að
stundum sé dæmi tekið af einstök-
rnn málúm, enda sé nafnleyndar
gætt. Það ætti ekki frekar að skaða
sjúklinginn en þær óteljandi
sjúkrasögur sem læknar segja í sín-
um eigin litteratúr.
Hvað um
ábyrgðina?
Aðstoðarlandlæknir vék að mik-
ilvægu atriði í Tímanum: Það verði,
til þess að koma í veg fyrir svona
mistök, að vera „alveg ljóst hver
ber ábyrgð á sjúklingnum á meðan
hann er innan stofnunarinnar. Að
það sé einhver einn læknir sem ber
ábyrgð í læknisfræðilegum þætti
meðferðarinnar eftir því hvar
sjúklingurinn liggur."
í lögum um heilbrigðisþjónustu
nr. 59/1983 segir í grein 29:2. „Á
svæðis- og deildarsjúkrahúsum
skulu vera yfirlæknar sérdeilda,
sem bera ábyrgð á lækningum sem
þar fara fram. Yfirlæknir hefur eft-
irlit með starfsemi deildarinn-
ar...“
Sjúklingurinn lá á tveimur deild-
um eftir frásögninni í Fréttabréfi
lækna að dæma, slysadeild og ein-
hverri annarri deild, sem ekki hef-
ur verið nefnd. Það era því yfir-
læknar þessara deilda sem ábyrgð-
ina bera samkvæmt lögunum. Það
ætti ekki að vefjast fyrir neinum.
En vefjist ábyrgðin samt sem áður
fyrir einhveijum, af því að sjúkl-
ingurinn lá ekki allan tímann á
sömu deild, leysir 29.3 grein heil-
brigðislaganna úr þeirri flækju:
„Formaður læknaráðs stofnunar-
innar skal vera yfirlæknir hennar
allrar..Þama kemur þá maður-
inn sem hlýtur að vera lagalega
ábyrgur fyrir mistökum sem
ómögulegt er að rekja til sérstakra
deilda.
Formaður læknaráðs Borgarspítal-
ans og því yfirlæknir allrar stofnun-
arinnar er öm Smári Arnaldsson.
En það hlýtur að ofbjóða réttlæt-
iskennd alþýðu að læknum sé aldr-
ei stefnt fyrir lög og dóm vegna
meintra pnstaka, jafnvel þó þau
kosti mannslíf. Og heilu paragraf-
arnir í læknalögum era dauður
bókstafur. Allar aðrar stéttir verða
að gjalda ávirðinga sinna. Meira
að segja forsetar Hæstaréttar. Og
þeir sem dirfast að vekja athygh á
þessari óhæfu mega búast við að
fá á sig stimpil paranoíu og mein-
loku!
Hvað gerir
heilbrigðisráðherra?
í DV 9. júní segir Guðmundur
Bjamason að sér virðist að „þama
hafi orðið alvarleg mistök.“ En ráð-
herra býst ekki viö að ráðuneytið
hefði forgöngu í einstökum málum.
Hvers vegna ekki? Á ekki ráðherra
að gæta hagsmuna almennings?
Koma ekki sjúklingar þúsundum
saman á Borgarspítalann? Segir
ekki landlæknir að um „mistök
lækna“ sé að ræða? Eiga því ekki
viðskiptavinir Borgarspítalans
heimtingu á að ráðherra fyrirskipi
opinbera rannsókn á þessu tiltekna
atviki og starfsháttum stofnunar-
innar í heild?
Og væri það ekki þinn sómi, Guð-
mundur minn Bjamason, að verða
fyrsti heilbrigðisráðherra á íslandi
er þyrði að bjóða læknaveldinu
birginn? Eða ætlarðu að láta þetta
„einsdæmi“ falla í þagnar-
gleymsku líkt og „einsdæmið“ með
þurrmjólkina? Samkvænit lögmál-
inu um spillingu valdsins verður
þá skammt að bíða hins þriðja
„einsdæmis". Og þess langversta
sem mun gera þau fyrri að hreint
bamalegum smámunum.
Sigurður Þór Guðjónsson
Finnur þú fímm breytingar? 9
Sem forstjóri fyrirtækisins á ég heimtingu á að vita hvaða lyf það er
sem þú þarft aö taka inn.
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur
í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fímm atriði skaltu
merkja við þau með krossi
á hægri myndinni og senda
okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurveg-
ara.
1: AIWA vasadiskó með útvarpi
að verðmæti kr. 5.880,-
2: AIWA vasaútvarp að verðmæti
kr. 4.050,-
yerðalaunin koma frá Radióbæ,
Ármúla 38, Reykjavík. -
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 9
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir sjöundu
getraun reyndust vera:
1) Svanhildur Pálma-
dóttir,
Brekkustig 31E, 260 Njarðvík.
2) Anna Pálína Árna-
dóttir,
Heiðarholti 12, 230 Keflavík.