Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 19
~
■ • - ■' - -■ - -■ - •
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989.
19
Fréttir
Hvar lenda flestir stóru lottóvinningamir?
Akureyringar
happadijúgir
Spenningur fyrir lottóútdrætti er
sjáifsagt mismunandi á heimilum
landsins á laugardagskvöldum. Ein-
staka heimili kaupir einn miða á
margra mánaða fresti á meðan önn-
ur fjárfesta í miðum fyrir þúsundir
og liggja síðan fyrir fram skjáinn
þegar tölumar birtast. Hvað sem því
líður má búast við að áhuginn sé
minni áð sumri en vetri þegar fólk
nýtur sín frekar úti í náttúrunni en
fyrir framan sjónvarp.
Hundruð manna hafa engu að síður
orðið milljónamæringar á laugar-
dagskvöldum og einhver bætist lik-
lega í þann hóp í kvöld. íslensk
getspá hefur útdeilt 364.816.516 millj-
ónum frá upphafi og er þar engin
smáupphæð á ferðinni.
En skyldi þessi eftirsóknarverði
fyrsti vinningur koma oftar upp á
einum stað en öðrum. Helgarblaðið
óskaði eftir því við íslenska getspá
að fá yfirlit yfir þá staði þar sem
fyrsti vinningur hefði komið upp.
Það var auðsótt mál en listinn varð
lengri en talið var.
Á þessum lista kemur fram að á
tveimur sölustöðum hefur fyrsti
vinningur komið upp níu sinnum og
eru þeir um leið með flesta fyrstu
vinninga. Nætursalan á Akureyri er
annar þessara sigursælu staða og ef
aðrir lottósölustaðir þar í bæ eru
taldir með má áætla að Akureyring-
ar hafi þénað vel á lottóspileríi.
Heppnir fyrir norðan.
Skalli, Hraunbæ 102, er í sama
sæti með niu vinninga. Árbæingar
eru því jafnvinningsglaðir og Akur-
eyringar. Hins vegar eru Norðfirð-
ingar mun heppnari en tveir fyrr-
nefndu staðirnir ef miðað er við
mannljölda því í Shellskálanum á
Neskaupstað hefur fyrsti vinningur
komið sjö sinnum upp. Sælgætis- og
Videóhöllin í Garðabæ hefur jafn-
marga vinninga. Söluturninn Stiga-
hlíð 45 í Reykjavík er happadrýgstur
fyrir utan Árbæinn með átta fyrstu
vinninga.
Söluturninn Tuminn í Hafnarfirði
|( Þú vflt ekki missa / -»
þann stóra - / (.
ekki ökuskirteiiiið heldur!,
Hvert sumar er
margt fólk í sumarleyfi
tekið ölvað við stýrið.
mÍUMFERÐAR
WrAð
og Friðarhöfn í Vestmannaeyjum
hafa báðir sex fyrstu vinninga. Á
Sauðárkróki hefur fimm sinnum
komið upp fyrsti vinningur og er það
allmikið í ekki stærri bæ. Nokkrir
htlir staðir úti á landi hafa fengið
fjóra fyrstu vinninga: Hveragerði,
Garður, Akranes, Höfn í Homafirði
og Selfoss.
Á Siglufirði hefur þrisvar komið
upp fyrsti vinningur. Þá má geta þess
að tvisvar hafa komið upp fyrstu
vinningar á Flúðum og í Vík auk
annarra staða á landinu. Og loks
hafa Grímseyingar einu sinni verið
þeir heppnu.
Það er greinilegt að sumir sölustað-
ir eru happadrýgri en aðrir ef marka
Innihurðir
Fyrir þá sem sætta sig
ekki við neitt nema það
besta. Vandaðar hurðir
úr eik, beyki, mahóní og
hvítlakkaðar.
innréttingar
Skeifan 7 - Reykjavik - Simar 83913 31113
má hversu oft fyrsti vinningur kem-
ur þar upp. Nokkrir sölustaðir í
Reykjavík hafa sex vinninga en
mannfiöldinn hér sunnanlands er
líka ívið meiri.
Þeir sem alltaf eru að reyna að fá þann stóra í lottóinu ættu kannski að
kynna sér hvort sumir sölustaðir séu happadrýgri en aðrir en svo virðist
vera.
BREYTTUR
PERSÓNUAFSLÁ TTUR
FRÁ IJÚLÍ
PERSÓNUAFSLÁTTUR VERÐUR
19.419 KR. Á MÁNUÐI
SJÓMANNAAFSLÁTTUR
VERÐUR 535 KR. Á DAG
Þann 1. júlí nk. hækkar persónu-
afsláttur í 19.419 kr. á mánuði og sjó-
mannaafsláttur í 535 kr. á dag. Hækk-
unin nemur8.84%.
Hækkunin nær ekki til launa-
greiðslna vegna júní og hefur ekki í för
með sér að ný skattkort verði gefin út til
þeirra sem þegar hafa fengið skattkort.
Ekki skal breyta upphæð per-
sónuafsláttar launamanns þegar um
er að ræða:
• Persónuafslátt samkvæmt náms-
mannaskattkorti 1989.
• Persónuafslátt samkvæmt skatt-
korti með uppsöfnuðum persónu-
afslætti 1989.
Ónýttur uppsafnaður persónu-
afsláttur sem myndast hefur á tímabil-
inu 1. janúar til 30. júní 1989 og sem
verður millifærður síðar hækkar ekki.
Á sama hátt gildir hækkun sjó-
mannaafsláttar ekki um millifærslu á
uppsöfnuðum ónýttum sjómanna-
afslætti sem myndast hefur á tímabil-
inu 1. janúar til 30. júní 1989.
Launagreiðendurmunið að hœkka persónuafsláft
vegnajúiíiauna.
RSK
. RÍKISSKATTSTJÓRI