Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Page 21
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989.
21
Kynþokka-
fulla Kim
Þeir eru margir karlmennimir sem
heillast af gyðjunni Kim Basinger er
hún birtist á hvíta tjaldinu. Af mörg-
um er hún talin kynþokkafyllsta
leikkona sem nú sést í kvikmyndun-
um. Henni hefur verið líkt við Maryl-
in Monroe og er því ekk; leiðum að
líkjast þegar um er að ræða konu sem
hefur lifibrauð sitt af því að koma
vel fyrir. Eihnig hefur verið sagt um
hana að hún sé mesta þokkagyðja
sem komið hafi fram á hvíta tjaldinu
frá því að Birgitte Bardot var upp á
sitt besta.
Um þessar mundir stendur leik-
konan á miklum tímamótum í sínu
lífi. í nýjustu kvikmynd sinni, „Bat-
man“, þykir hún enn fara á kostum
og sanna leikhæfileika sína eina ferð-
ina enn. Myndina var verið að frum-
sýna í Bandaríkjunum en í henni
leikur Kim fréttaljósmyndara sem
fellur fyrir Batman sem leikinn er
af Micheal Keaton. Og konan var,
ásamt nokkrum öðrum, að kaupa
heilmikið landsvæði, reyndar smá-
þorp, Braselton, í Georgíu í Banda-
ríkjunum.
FVrir tveimur árum skildi hún við
eiginmann sinn, listmálarann og
forðunarmeistarann, Ron Britton.
Segir hún þennan tíma, sem þau
hafa verið aðskihn, hafa verið dá-
samlegan. „Það var virkilega orðið
tímabært að slíta sambandinu. Mér
hefur hðið eins og fugh sem hefur
fengið að fljúga fijáls eftir að hafa
verið lokaður í búri,“ segir Kim. „Ég
hef getað einbeitt mér að mínu starfi
og frama og ekki síst sjálfri mér sem
manneskju."
Samstarfsmenn Kim bera henni vel
söguna. Hún þykir snjöh og sam-
vinnuþýð. En sjálf segist Kim vart
þekkja sjálfa sig og talar hún jafnan
um sig í þriðju persónu.
Kim kemur frá mihistéttarfjöl-
skyldu og var hún í miðið í fimm
bama systkinahópi. Hún þótti ahtaf
mjög sérstök. Ótrúlega feimin og hlé-
dræg stúlka sem fékk Utla eftirtekt í
fjölskyldunni. Þaö var htið á hana
sem litla, fallega og jafnvel skrýtna
dúkku. Pjölskyldunni fannst hún svo
sérkennileg að það þótti nauðsynlegt
að senda hana í próf til geðlækna.
Hún var oft svo djúpt hugsi sem barn
að móðir hennar hálfpartinn skelf-
dist hana. Kim rifiar stundum upp
þegar móðir hennar sat á rúm-
stokknum hjá henni og sagði að hún
væri ekki venjulegt bam. Og Kim fór
í ahs kyns próf til lækna og sálfræð-
inga sem fundu ekkert að henni.
„Ég vissi strax þegar ég var smá-
barn að ég gæti orðið eitthvað mjög
merkilegt. Mig langaði tíl að verða
stjama þótt ég hefði verið jafnhlé-
dræg og raun bar vitni. Ég lifði í
draumaheimi og tók ekki þátt í
barnaleikjum. Flestir þessir draum-
ar hafa ræst.“
Kim trúir því að fólk geti látið
drauma sína rætast ef raunverulegur
vilji sé fyrir hendi.
Um helgina höldum við sýningu á sérstaklegafallegu og vönduðu TGF sumarhúsi við Reiðhöllina í
Víðidal. Einnig verðaþarglæsileghúsgögnfráLÍNUNNIog kynningáþjófa—ogeldvörnumfráVARA.
Við lofum engu um veðrið, en það verður heitt á könnunni og eitthvað óvænt fyrir börnin.
Komið og fáið teikningabækling, eða hringið í síma 42255/93-86995 og við sendum bækling um hæl.
Verið velkomin, ókeypis aðgangur.
TFG SUMARHÚSASÝNING Reiðhöllinni í Viðidal laugardag og sunnudag kl. 14.00 - 18.00.
TRÉSMIÐJA
GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR
I é
m
WRI
„Það er ekkert sem getur stöðvað
einstaklinginn í því sem hann tekur
sér fyrir hendur. Allir hafa jafna
möguleika en vissulega misjafna
hæfileika. Það em svo margir sem
hafa drauma um framtíðina en gera
svo ekkert eða ekki nóg í því að láta
þá rætast. Sumir halda að hlutimir
komi bara sjálfkrafa til þeirra en sú
er ekki raunin. Maður verður að
hafa dálítið fyrir hlutunum."
Nú gengur sú saga fiöllum hærra
að Kim sé í tygjum við aðstoðarfram-
kvæmdastjóra kvikmyndarinnar
Batman, Jon Peters. Um hann segir
hún að hann sé maður sem geti allt.
Hann geti gert hlutina sem virðist
gjörsamlega ómögulegir mögulega.
Jon lætur líka sérstaklega vel af Kim
og hefur látið hafa eftir sér að hún
sé mjög skapandi og hafi gífurlega
hvefiandi áhrif á alla í kringum sig.
Hann segir stúlkuna hafa gefið sjálf-
um sér ótrúlega mikið...
Kim Basinger þykir ein þokkafyllsta konan sem sést hefur á hvíta tjaldinu
í lengri tíma. í nýjustu kvikmynd sinni, Batman, þykir hún sanná sig enn
frekar.
ARU
mrn
1
★ STÆRRI OG RÚMBETRI ★ STÆRRI HJÓL
★ HÆRRA UNDIR LÆGSTA PUNKT ★ FALLEGRI INNRÉTTING
★ NÝTT ÚTLIT ★ NÝJAR LÍNUR ★ STÆRRI VÉL
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2, sími 674000
TIL AFGREIÐSLU STRAX
NEC
l:ur
á markaðnum
NEC 450,
eini farsíminn
á markaðnum
sem er
„full duplex"
handfrjáls
með
símsvara
og innbyggðar
leiðbeiningar.
Þú missir aldrei af símtali í nýja
NEC 450 farsímanum. Hann er
nefnilega eini farsíminn á mark-
aðnum með innbyggðan símsvara
sem spilar og tekur á móti töluð-
um skilaboðum.
Auk hins frábæra símsvara hefur
NEC 450 ýmsa fleiri nýja kosti
sem prýða aðeins bestu farsíma.
NEC 450 er „full duplex" hand-
frjáls, með bókstafaskjá í símtóli,
innbyggða leiðbeiningaskrá, raf-
hlöðutösku með sjálfvirka hleðslu
í bíl, þrennskonar símalæsingar,
símaskrárminni með flettiaðgerð
fyrir nöfn o. fl.
Líttu inn og skoðaðu NEC 450 eða
hringdu og fáðu sendar upplýsingar.
NEC
NEC 450.
Fyrstur með
símsvara.
Innbyggður símsvari, „full dupl-
ex" handfrjáls notkun, innbyggð
leiðbeiningaskrá og símskrárminni
með nöfnum, þrennskonar síma-
læsingar, 3.8 kg með rafhlöðu sem
hleðst upp sjálfvirkt í bílnum.
NEC 450
á sumartilboði
a
kte l
Dugguvogi 2 • sími: 687570
~NEC