Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989.
Jóhann Karl Spánarkonungur:
Ábyrgðarfullur
en látlaus
- spænsku konungshjónin koma til íslands á miðvikudag
Flutti
tíu ára til Spánar
Jóhann Karl er fæddur 5. janúar
1938 í Róm. Fyrstu árin bjó fjölskyld-
an í Róm. Árið 1942 flutti fjölskyldan
til Sviss þar sem prinsinn hóf skóla-
göngu sína. Jóhann Karl var tíu ára
gamall þegar hann kom í fyrsta
skipti til Spánar. Faöir hans ákvað
að senda hann þangað til að prinsinn
missti ekki samband við fósturjörð
og þegna. Jóhann Karl var í fóstri
hjá frændfólki sínu. Hann hélt áfram
skólagöngu sinni í Madrid en frá ára-
mótum 1950 bjó hann í Miramar höll
í San Sebastian. Þar gekk hann í
skóla í tvö ár en flutti síðan aftur til
Madrid. Áður en langt var um hðið
var prinsinn fluttur aftur til San Se-
bastian þar sem hann hélt áfram
námi sínu.
Jóhann Karl gegndi herþjónustu
og komst fljótlega upp metorðastig-
ann. Árið 1960 sneri hann sér að há-
skólanámi í Madrid. Hann las sögu
Spánar, bókmenntir, heimspeki og
lög með meiru. Jóhann Karl er vel
menntaður en auk námsins gerði
hann sér far um að kynnast högum
fólks í sínu eigin landi og ferðaðist
vítt og breitt um Spán samtímis nám-
inu.
Tilnefndur konungur
1969
22. júh 1969 tilnefndi Franco Jó-
hann Karl af Bourbon væntanlegan
konung Spánar. Daginn eftir sór
prinsinn, þá 31 árs, Franco hollustu-
eið sem væntanlegur eftirmaður
hans. Konungssinnar á Spáni töldu
þó að konungstignin ætti að falla í
skaut Juans, fóður Jóhanns Karls,
en annar hópur taldi Hugo Carlos,
systkinabam við Jóhann Karl, rétt-
borinn til konungs. Franco hafði hins
vegar lengi gefið til kynna að hann
teldi Jóhann Karl heppilegasta kon-
ungsefnið.
Jóhann Karl var dáður af þjóð sinni
en þó var gerð tílraun th valdaráns
í febrúar 1987. Adolfo Suarez forsæt-
isráðherra hafði þá nýsagt af sér og
stjómarkreppa hafði verið í landinu.
Hópur þjóðvarðhða undir forystu
Antonio Tejera hertók þingið, Cort-
es, í Madrid. Þingmenn og nýkjörinn
forsætisráðherra var hafður í haldi
heha nótt en valdaránsthraunin mis-
tókst. Er Jóhann Karl sagður hafa
gengið rösklega th verks og með festu
og lagni komið á lögum og reglu á
nýjan leik. Treysti hann stöðu sína
meira en nokkm sinni eftir það.
Valdatilrauninni á Spáni var sjón-
varpað frá byrjun th enda og gat al-
menningur í landinu fylgst með
hverri hreyfingu innan veggja þing-
hússins. Sjónvarpsmenn höfðu verið
í þinginu th að senda beint út frá
umræðum sem þar áttu að vera.
íþróttaunnandi
Jóhann Karl Spánarkonungur hef-
ur mjög gott orð á sér. Hann er sagð-
ur ábyrgðarmikih en látlaus. Hann
er mjög hávaxinn, 192 sm á hæð, og
um áttatíu khó. Jóhann Karl er mik-
hl íþróttamaður og stundar reglulega
margar íþróttagreinar. Hann er mik-
hl skíðamaður og fer konungsfjöl-
skyldan oft th Sviss á skíði. Auk þess
þykir hann góður siglingamaður.
Konungurinn er mikill málamað-
ur. Hann talar reiprennandi fyrir
utan spænskuna, frönsku, ensku,
portúgölsku og ítölsku. Þá getur
hann vel bjargað sér á þýsku og
grísku. Konungurinn er sagður sýna
mikla háttprýði í samskiptum við
fólk og þegar haim gengur um götur,
hvort sem það er heima fyrir eða í
öðrum löndum, tekur hann gjaman
í hendur vegfarenda. Hann er vin-
gjamlegur og sýnir áhuga á því sem
fyrir augu ber hvar sem er.
Hlustar á
klassíska tónlist
íþróttimar em þó aðaláhugamálið.
Konungur fer oft í reiðtúra, á veiðar,
syndir og jafnvel fer í flug en hann
hefur flugmannsréttindi. Konungur-
inn hefur keppt í sighngum og hefur
hlotið marga vinninga. Á meðan
hann var ennþá prins gerði hann
morgunleikfimi hvem dag og stund-
aði bæði júdó og karate. Hann reykir
vindla en drekkur ekki áfengi. Þá
hefur konungur mikinn áhuga á ljós-
myndun og les mikið, sérstaklega
sögulegar bækur.
Konungurinn hefur áhuga á klass-
ískri tónUst, t.d. eftir Beethoven og
Tchaikovsky. Einnig segist hann
hlusta á nútímatónUst. Konungs-
hjónin eyða talsverðum tíma fyrir
framan sjónvarp.
Kvæntist prinsessu
frá Grikklandi
Þaö var 14. maí 1962 sem Jóhann
Karl gekk að eiga Soffiu prinsessu,
dóttur Pauls fyrrum Grikkjakon-
ungs og Fredericku drottningar.
Soffia fæddist 2. nóvember 1938. Ætt-
metra fyrir utan Madrid. Höllin var
byggð árið 1636 af konunglegum
arkitekt og þjónaði þá sem skjól fyrir
konunglega veiðimenn. HöUin er
ákaflega glæsileg og ekki síður um-
hverfi hennar. í hölUnni voru oft
frumsýningar, t.d. á óperettum, en
þar innanhúss var leikhús á sautj-
ándu öld. HölUn, sem her nafnið The
Palacio de La Zarzuela, er opinber
bústaður konungshjónanna. Þau
eiga einnig höU í Palma á Mallorca
þar sem þau dveljast oft að sumrinu.
Vigdís Finnbogadóttir fór í opin-
bera heimsókn til Spánar í septemb-
er 1985. Jóhann Karl sýndi Vigdísi
m.a. merkustu Ustaverk spænsku
þjóðarinnar í Prado safninu þar sem
má finna mörg verk Goya. Þá skoð-
aði forsetinn Ustiðnaðarstofnunina í
Madrid og E1 Escorial klausturhöll-
ina. Vigdís þáði kvöldverð spænsku
konungshjónanna í höll þeirra en
sjálf bjó hún í E1 Pardo hölhnni sem
áður var bústaður Francos einræðis-
herra.
Flugvél spænsku konungshjón-
anna lendir hér á landi kl. 11 á mið-
vikudagsmorgun. Halda þau beint að
Hótel Sögu þar sem gestirnir búa
meðan á dvöl þeirra stendur. Kon-
ungshjónin snæða hádegisverð með
forseta íslands aö Bessastöðum. Síð-
degis verður fundur utanríkisráð-
herra Spánar og íslands í Ráðherra-
bústaðnum. Um kvöldið varður boð
forseta íslands til heiðurs konungs-
hjónunum í Súlnasal Hótel Sögu.
Á fimmtudagsmorgni verður flogið
tíl Vestmannaeyja þar sem'farið
verður í Hraðfrystistöð Vestmanna-
eyja og þaðan verður haldið niður
aö höfn. Skoðunarferð veröur um
“Heimaey áður en haldið verður á ný
til Reykjavíkur. Hádegisverðarboð
verður á Kjarvalsstöðum í boði borg-
arstjóra og skoðuð verður sýning á
verkum Jóhannesar Kjarval. Þá
verður Stofnun Árna Magnússonar
heimsótt. Spænsku konungshjónin
taka á móti þegnum sínum búsettum
hér á landi síðdegis á Hótel Sögu en
um kvöldið verða þau með boð til
heiðurs forseta íslands á Hótel Loft-
leiðum.
Að morgni föstudags verður ekið
til Nesjavalla þar sem hitaveitu-
mannvirki verða skoöuð. Þaðan
verður haldið til Þingvalla þar sem
þjóðgarðsvörður segir frá sögu stað-
arins. Forsætisráðherrahjónin bjóða
til hádegisverðar í Valhöll en brott-
för konungshjónanna frá Keflavík-
urflugvelli er ráðgerð kl. 16. Með
spænsku konungshjónunum kemur
fjölmennt fylgdarlið og á sjötta tug
spænskra blaöamanna.
-ELA
Jóhann Karl, konungur Spánar, og
eiginkona hans, Soffia drottning, eru
væntanleg í opinbera heimsókn til
íslands þann 5. júlí nk. Forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór
í opinbera heimsókn til Spánar árið
1985 og endurgeldur hún nú heim-
boðið.
Jóhann Karl er af gamalli konungs-
ætt á Spáni en hann tók viö völdum
af Franco einræðisherra árið 1975 er
sá síðamefndi var nýlátinn. Franco
valdi sjálfur Jóhann Karl sem eftir-
mann sinn og gekk um leið framhjá
foður Jóhanns Karls, Juan.
Francisco Franco var einræðis-
herra Spánar í fjörutíu ár. Við lát
hans var sögulegt tímabil Spánar á
enda. Spánn varð aftur að konungs-
ríki er Jóhann Karl, sonarsonur síð-
asta konungs Spánar, var krýndur
konungur með mikilli viðhöfn. Fran-
co taldi að Jóhann Karl myndi við-
halda fasísku einræði á Spáni.
Spænsku konungshjónin, Jóhann Karl og Soffía, veifa til mannfjöldans eftir
að Jóhann Karl hafði tekið við sem konungur eftir lát Francos einræðisherr-
a árið 1975.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, við komuna til Spánar í september
1985 í fylgd með Jóhanni Karli Spánarkonungi.
Vigdís heilsar upp á spænsku konungsfjölskylduna, Soffíu drottningu og
Christinu prinsessu. Það er konungurinn sem kynnir þær.
artré hennar her marga konunga
víða um Evrópu. Bróðir hennar er
Konstantín, fyrrum konungur
Grikklands. Soffia er elst af þremur
bræðrum og einni systur.
Brúðkaup þeirra Jóhanns Karls og
Soffiu fór fram í Aþenu og meira en
hálf milljón manna flykktist út á
götur borgarinnar til að heiðra brúð-
hjónin. Til brúðkaupsins var boðið
137 kongum og drottningum frá ólík-
um löndum.
Soffia og Jóhann Karl eiga þrjú
böm. Elena er elst, fædd 20. desemb-
er 1963, Christina fæddist 21. júní
1964 og Féhpe fæddist 30. janúar 1968.
Faðir hans hefur gert einkasoninn
að ríkiserfingja. Þegar Fehpe var
skírður vom foreldrar Jóhanns
Karls guðforeldrar en þau komu til
Spánar af því tilefni eftir 31 árs fjar-
vem.
Líknarstörf
áhugamál drottning-
ar
Soffía heldur nánum vinskap við
margt kóngafólk. Til dæmis em þær
góðar vinkonur, Soffía og Sylvia
Svíadrottning. Þær hittast reglulega
en báðar hafa þær líknarstörf að að-
aláhugamáli. Geta má þess til gam-
Soffía Spánardrottning og Silvía
Svíadrottning eru miklar vinkonur.
ans að Soffía hefur þann siö að ganga
aldrei með hatt á höfði.
Soffía og Jóhann Karl búa í glæsi-
legri höll sem stendur um fimm kíló-