Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989. 45 Landslið íslands í bridge 1989: Talið frá vinstri, standandi: Sigurður B. ÞorsteinSson fararstjóri, Guðmundur P. Arnarson, Jónas P. Erlingsson, Þorlákur Jónsson, Valur Sigurðsson, Aðalsteinn Jörgensen. Sitjandi: Ragn- ar Magnússon og Hjalti Elíasson, fyrirliði og þjálfari. (Ljósm. Sverrir Vilhelmsson) Evrópumót í bridge hefst í Turku í Firmlandi á morgun Evrópumót í bridge hefst í Turku í Finnlandi á morgun og er íslensk sveit meðal þátttakenda í opna flokknum. í landsliði okkar eru eftirtaldir spilarar: Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar Magnússon, Guðmundur P. Amarson, Þoriákur Jónsson, Jónas P. Erlingsson og Valur Sigurðsson. Fyrirliði án spilamennsku er Hjalti Elíasson sem jafnframt hefir annast þjálfún liðsins. Fararstjóri er Sigurð- ur B. Þorsteinsson. Tuttugu og fimm sveitir taka þátt í opna flokknum og daglega verða spilaðir tveir 32 spila leikir. Bridge að draga í fyrstu leikjunum en von- andi gengur liðinu vel. í gegnum árin hefir íslandi yfirleitt gengið vel gegn V-Þjóðveijum og við skulum skoða spil frá leik þjóðanna á ólympíumótinu í Monte Carlo 1976. S/A-V * DG9753 V A1087 ♦ 962 + - * 10 V KG2 ♦ AD10743 + 865 V 4 ♦ K85 4* DG109742 ♦ AK62 V D9653 ♦ G + AK3 ísak Sigurðsson Tveir nýliðar eru í liðinu að þessu sinni, Jónas og Ragnar. Ragnar og Aðalsteinn eru nýbakaðir Islands- meistarar í tvímenningskeppni og því vel samspilaðir. Jónas er hins vegar að byrja að spila við Val og því einhver óvissa með frammistöðu þeirra. Guðmundur og Þorlákur eru því kjölfesta liðsins og vonandi að þeir standi undir nafni. Fyrsti leikur íslands verður við V-Þjóðveija á sunnudaginn kl. 10.30 og um kvöldið spilar liðið við lands- hð Sovétríkjanna. Sovétríkin eru að spila í fyrsta sinn á Evrópumóti en enginn skyldi vanmeta sovéska bjöminn. Það hefir sýnt sig að Sovét- menn eru yfirleitt í fremstu röð í hvaða íþrótt sem þeir keppa. Næsta dag er spilað við Holland og ítalíu, báðar bridgeþjóðir í fremstu röð. Á þriðja degi eru írar og Tékkar á dag- skrá. Það verður því við ramman reip í opna salnum sátu n-s Schroeder og Auhagen en a-v Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson: Suður Vestur Norður Austur 1H 1S 2T pass 2 G pass 4 H Allirpass Útspilið var spaðadrottning. Það eru nokkrar leiðir til þess að vinna fjögur hjörtu en Auhagen fann enga. Hann fór út í það að trompa tvisvar spaða i blind- um með háspilunum og vestur fékk síðan fjóra slagi á tromp. þessi leið gengur ef trompin eru 3-2. Einn niður og 50 til ís- lands. í lokaða salnum tók ekki betra við. Þar sátu n-s Guðmundur Pétursson og Karl Sigurhjartarson en a-v Spletttosser og Hausler: Suður Vestur Norður Austur 1L ÍS 2 T 3 L dobl 3 S pass pass dobl pass pass pass Vömin gaf engin grið og Hausler fékk aðeins sína augljósu funm slagi. Það voru 1100 í viðbót til íslands sem græddi 15 impa á spilinu. Vonandi gefa Þjóðvetjamir höggstað á sér á morgun. FERÐAFOLK / MuniB oS spenno belrin í btlnum 09 björgunarvestin í bótnum. Stuðningur við íþróttafólkið ávaxtast ríkulega Spjótkastarinn Einar Vilhjáims- son, íþróttamaður ársins, hefur staðið sig með ágætum á fyrstu mótum sumarsins. Að vísu hreppti hann mótbyr á heimsleikunum í Helsinki nú í vikunni en það áfaU herðir án efa þennan snjaUa íþróttamann í baráttunni. Besta kast Einars í ár er 80,50 metrar og framganga hans á mót- um í Frakklandi og Sviss í vikunni lofa umtalsverðu um stærri afrek í sumar. FeriU Einars í sinni grein hefur verið öðrum hvatning á svipaðan hátt og afrek fóður hans, Vilhjálms Einarssonar, oUu því að ungir pUt- ar reyndu ótæpUega fyrir sér í þrí- stökki. GUti þá einu þótt gatan væri kappvöUurinn. Lét ungviðið jafnvel ekki deigan síga hverju sinni fyrr en komið var undir rauð- an morgun. í Kjölfar Einars hafa þeir Sigurð- ur Einarsson og nafni hans Matthí- asson siglt fram í kastíjósið í spjót- kastgreininni og skordr báða Utið tU að komast í fremstu röð. Þessi þrenning gefur tilefni tU að ætla að viss hefð sé að mótast hér heima í spjótkasti. Ánægjulegt væri ef slíkt gengi eftir en fáar íþróttagreinar nútím- ans eru jafhtengdar menningar- sögu okkar íslendinga og þessi tignarlega íþrótt. Á hinn bóginn verður að horfa í að aðstaða til að stunda þessa grein, og raunar aöra þætti öjálsra í{>rótta, hefur verið bág hér heima hin síðustu ár. ValbjamarvöUur í Laugardal þótti góður fyrir fáein- um árum en tímans tönn hefur far- ið ómUdUega meö þessa aðstööu íslenskra fijálsíþróttamanna. Ef Utiö er tíl þess aðbúnaðar sem íslenskir frjálsíþróttamenn hafa lifaö viö um langt skeið er árangur þeirra ótrúlegur. íslendingar eiga enn Norður- landamethafa í 400 metra hlaupi, Odd Sigurðsson. Kúluvarparinn Pétur Guð- mundsson hefur tekið sífeUdum framförum og kann hann að ógna íslandsmeti Strandamannsins sterka, Hreins HaUdórssonar. Þá hefur Vésteini Hafsteinssyni gengið vel í vor þótt ekki hafi hann sýnt sitt rétta andUt í Helsinki á dögunum. Vésteinn hefur engu að síður skipað sér á bekk með fremstu mönnum heims í sinni grein, kringlukasti. íslandsmet hans, sem sett var á dögunum, er afar glæsUegt og gefur fyrirheit um lengri köst í nánustu framtíð. Bjart er því framundan og raunar má vænta að fleira fólk sláist í þennan hóp afreksmanna okkar á næstunni. Byltingí Mosfellsbæ í Mosfellsbæ er verið að reisa glæsUegt íþróttamannvirki sem veröur brátt reiðubúið fyrir æfing- ar og keppni. Er sá vöUur á flestan máta sam- bærilegur viö þá sem bestir teljast í nágrannalöndum okkar. Mannvirki þetta á eflaust eftir að fæða af sér spjaUa íþróttamenn sem munu gera garðinn frægan er fram Uða stundir. Jákvæðurpóll Fáir vekja jafimnkla athygU á þjóö sinni og þeir íþróttamenn sem skara fram úr. íslenskir íþróttamenn hafá borið hróður íslands víöa með afreks- verkum sínum og verður slík aug- lýsing aldrei metin tíl fjár. HQýtur framganga okkar bestu manna nú að teljast jákvæður póU á tímum sem fjöldasamtök reyna markvisst að spUla mörkuðum ís- lendinga erlendis. í þessari viku varð Einar VU- hjálmsson hlutskarpastur í tveim- ur stórmótum í Evrópu. Frá árinu 1984 hefur íslenska karlalandshðið í handknattleik hreppt 6. sæti.á ólympíuleikum og í heimsmeist- aramóti, unnið forheimsmeistara- keppni í íþróttinni og hreppt brons- verðlaun á einu stærsta fjölþjóða- móti sem háð er, Júgóslaviubik- amum. Hér er aðeins fátt eitt nefnt. Að styðja íþróttafólk Fyrir skömmu var háður lands- leikur í knattspymu í Laugardal. Af því tUefni var hér staddur gríðarlegur fiöldi erlendra frétta- manna. Átti undirritaður tal við franskan sjónvarpsmann sem kom hingað gagngert tíl að afla frétta af leiknum. Taldi hann stöðuna, sem þá var upp komin í knatt- spymuheiminum, sérstæða í meira lagi. Islendingar áttu þá, og eiga raun- ar enn, góða von um að komast í úrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Það er skoðun þess sem þetta rit- ar að allur stuðningur við íslenskt íþróttafólk ávaxtist ríkulega. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar hafa enda séð sér hag í því á síðustu ámm að styrkja íþróttalífið. íþróttafólk okkar vekur enda at- hygli á íslenskri menningu og öðr- um þáttum sem varða þjóðarhag með afreksverkum sínum, bæði hér heima og erlendis. Fram hjá því veröur ekki litið hvort sem menn heillast af íþróttum eða láta þær fára hjá garöi. Jón öm Guðbjartsson Einar Vilhjálmsson er einn þeirra íslensku íþróttamanna sem hefur látið verulega að sér kveða á erlendum vettvangi. Hann vann tvö fjölþjóðamót í sinni grein í þessari viku. DV-mynd Eiríkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.