Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Síða 44
56 LAUGARDAGUR 1. JTJLÍ 1989. Smáauglýsingar - Sími 27022 BOar til sölu Fréttir Mazda 626 LX '83 til sölu, sjálfskipt, dráttarkrókur. Góður bíll. Ath skipti á Lödu Sport ’85-’87. Uppl. í síma 24868. Honda Civic CRX ’89 til sölu, stór-. skemmtilegur hvítur sportari, skipti á ódýrari nýlegum japönskum bíl. Uppl. í síma 75363. Pontiac Trans-Am ’83 til sölu, toppbíll, með öllum mögulegum aukabúnaði, verð 850 þús., skipti möguleg á ódýr- ari bíl. Uppl. í síma 37246. '••'**> ituii: . ( Dodge Ram ’80 til sölu, ekinn 80.000 km, 27.000 km á nýrri Nissan dísilvél, 5 gíra, 4 drifa, sve&ipláss fyrir 5, vask- ur, eldavél, topplúga, skoðaður ’89, til greina koma skipti á minni jeppa, sjálfsk., eða Benz 190 sjálfsk. Úppl. í síma 91-44107. Ýmislegt Honda XR 600R 1987 til sölu, ekinn ca 300 km. Verð kr. 360 þús. Uppl. hjá Bílatorgi, Nóatúni 2, sími 621033. Honda Magna 700 ’86 til sölu, hjólið er nýinnflutt, ekið 7000 mílur, sérlega fallegt og vel méð farið. Skipti á bíl möguleg. Uppl. í sima 91-623114. Þjónusta -m~ HESTALEIGA STABLES - HORSE RENT Hestaleigan í Reykjakoti ofan við Hveragerði. Stuttar ferðir og dags- ferðir. Opið kl. 10-19. Pantið tíma í síma 98-34462. Gröfuþjónusta, sími 985-25007. Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors- grafa. Höfum einnig vörubíl. Leitið tilboða. Kvöldsími 91-670260 og 641557. Hafírðu % smakkað vín - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! IUMFERÐAR Iráð Fáskrúösfl öröur: BORGARNESI 21.-23. JÚU’89 Dagskrá: Föstudagur 21. júlí 08.00 Fjórgangur unglinga 09.15 Fjórgangur fullorðinna 12.30 Matarhlé 13.00 Fjórgangur barna 14.15 Fimmgangur unglinga 15.00 Fimmgangur fullorðinna 19.00 150 m skeið, fyrri sprettur Laugardagur 22. júlí 08.00 Hlýðniæfingar A 09.00 Hlýðniæfingar B 10.00 Tölt unglinga 11.30 Tölt barna 12.30 Matarhlé 13.00 Tölt fullorðinna 17.30 Gæðingaskeið 20.30 Dagskrárlok Sunnudagur 23. júlí 09.00 Hindrunarstökk, forkeppni og úrslit 10.00 Fimmgangur unglinga, úrslit 10.30 Fimmgangur fullorðinna, úrsl. B 11.00 Fimmgangur fullorðinna, úrsl. A 11.30 Fjórgangur barna, úrslit 12.00 Fjórgangur unglinga, úrslit 12.30 Matarhlé 13.00 Ávörp 13.30 Fjórgangur fullorðinna, úrslit B 14.00 Fjórgangur fullorðinna, úrslit A 14.30 150 m skeið, seinni sprettur 16.00 Tölt barna, úrslit 16.30 Tölt unglinga, úrslit 17.00 Tölt fullorðinna, úrslit B 17.30 Tölt fullorðinna, úrslit A 18.00 Verðlaunaafhending 19.00 Mótsslit Dansleikur verður í Hótel Borgamesi föstudags- og laugardagskvöld. Skráning fer fram dagana 20. júní-10. júlí í símum 93-71760, 93-71749 og 93-71530. Ath. það þarf enga lágmarks- punkta til skráningar. Skráningar- gjöld: 1.200 fyrsta skráning hjá full- orðnum og síðan 500 næstu skráning- ar. í unglingaflokki er greitt eitt gjald kr. 900.1 barnaflokki eru engin gjöld. Vel heppnuð M-hátíð Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfirði: M-hátíð á Fáskrúðsfirði 16.-18. júní var fjölbreytt og skemmtileg. Hátíðin var sett í Skrúð 16. júní með flutn- ingi dagskrár er nefnd var Lög og ljóð í flutningi Leikfélags- og Tónlist- arfélags Fljótsdalshéraðs. Félagar úr Sögufélagi Fáskrúðsflarðar fluttu kafla úr sögu Fáskrúðsfjarðar. Skrúðganga var frá ráðhúsi og á skólavöll þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Ræðu dagsins flutti Þröstur Sigurðsson sveitarstjóri. Um kvöldið var svo dansleikur í Skrúð fyrir yngra fólkið og síðar um kvöld- ið fyrir það eldra. Þar lék hljómsveit- in Rómeó frá Húsavík, alveg þrumu- hljómsveit. 18. júní var svo dagskrá í Skrúð. Þar komu fram m.a. hjónin Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson sem simgu bæði einsöng og dúetta við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar og Berglind Agnarsdóttir söng við undirleik Árna ísleifs. Frænd- umir og nágrannamir á Vattarnesi, Baldur og Daníel, fluttu gamanmál og ættu að gera meira að því. Lista- fólkinu var öllu vel tekið. Kynnir kvöldsins var Magnús Stefánsson. Þröstur Sigurðsson sveitarstjóri. DV-mynd Ægir Bændur á Skaga bjartsýnir Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki: „Það lítur bara út fyrir þokkalega uppskeru hjá okkur hérna á Skagan- um, tún virðast lítið kahn, allténd mun minna en búist var við. Hins vegar er ljóst að sláttur hefst 1 seinna lagi þetta árið,“ sagði Ásgrímur Ás- grímsson, bóndi á Mallandi, í sam- tali við DV. Ásgrímur sagði að seint hefði gróið í vor en sauðburðartíð verið þokkaleg. Síðustu dagana hefði síðan gróður tekið vel við sér. Að sögn Ásgríms gengu grásleppu- veiðar vel hjá Skagabændum og ver- tíðin hefði getað orðið góð ef markað- ur hefði leyft meiri veiði. Sölutregð- an á hrognum gerði það að verkum að menn stunduðu veiðar ekki eins grimmt og drógu fyrr upp en ella. Vinabæjamót á Egilsstööum: Uppbyggingin kom á óvart Norrænt vinabæjamót var haldið á Egilsstöðum dagana 23.-26. júní. Gestir voru 69 frá Sorö í Danmörku, Suolathi í Finnlandi, Skara í Svíþjóð og Eiðsvelli í Noregi. Gestum var sýndur bærinn og umhverfi hans. Þeir fóru á Seyðis- ljörð, skoðuðu iðnsýninguna á Egils- stöðum, málverk austfirskra lista- manna í Feflaskóla, sumir fóru á hestbak og aðrir í útsýnisflug. Ekki var líkamlegu næringunni gleymt, KHB og Brúnás héldu þeim veislu, einnig Norræna félagið svo og Egils- staðabær. Flest kom þeim á óvart hér sem fyrir bar. Þaö var kalt þessa daga og snjóaði í fjöll. Frændur okk- ar, sem komnir voru úr 30 stiga hita, höfðu fæstir upplifað svo kalda Jóns- messu, en í því sambandi var rifjað upp að fyrir tíu árum gerðist það sama á vinabæjamóti á Eiðsvelli, það snjóaði þar í júní og þóttu fim mikil. Þá voru þeir dolfallnir yfir að svo fámennt landsvæði gæti sett upp svo glæsilega atvinnusýningu sem raun er á. Hin hraða uppbygging Egils- staöa var þeim og undnmarefni. Fréttamaður hitti að máli Erhng Engström og frú, ellilífeyrisþega frá Finnskir þátttakendur að fara í útreiðatúr. DV-mynd Sigrún Sorö. Engström lét í ljós mikla ánægju með móttöku og dagskrá hér en lét þess einnig getið að það vant- aði yngra fólk í Norrænu félögin og svona ferðalög. Einnig þyrfti að gefa hinum almenna borgara færi á að taka þátt í ferðunum en leggja minni áherslu á bæjarstjómarmenn. Marg- ir gestanna vora hér í hringferð um landið og héldu suður fyrir í rútu að lokinni góðri dvöl á Héraði. Ólafsvík: Mót í sjóstangaveiði - búist viö um eitt hundrað keppendum „Það hefur staðið lengi til að halda sjóstangaveiðimót hér í Ólafsvík. Við höfum góða aðstöðu til shks hér og í Breiðafirðinum er hægt að fá marg- ar tegundir af fiski,“ segir Sigurður Amfjörð, hótelstjóri og mótshaldari. „Mótið veröur haldið 22.-23. júní í tengslum við menningarhátíð sem haldin verður hér á staðnum. Viö vonumst eftir 80-90 keppend- um þar af vonumst við eftir nokkmm erlendum þátttakendum því ferða- skrifstofumar hafa sýnt mótinu mik- inn áhuga. Heimamenn hafa einnig verið mjög áhugasamir um mótið og eru tilbúnir að lána báta sína í keppnina. Við vonumst til að sjóstangaveiði- mót geti orðiö árlegur viðburður hér og við höfum hug á að stofna sérs- takt sjóstangaveiðifélag Snæfelhnga í kjölfar mótsins. A mótinu verður keppt um farand- bikar sem Viöskiptaþjónustan gef- ur.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.