Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGÚR 13. JÚLÍ 1989. Fréttir Bandarískt fyrirtæki: Gerir tilboð í allar birgðir af lambakjöti - landbúnaðarráðherra svarar ekki tilboðinu Bandarískt fyrinæki geröi Stein- gi-ími J. Sigfússyni landbúnaðarráö- herra tilboð fyrir um tjórum vikum um aö kaupa allar umframbirgöir aí' lambakjöti i landinu á 2 milljónir dollara. Eigandi fyrirtækisins. Mark Steinberg. tók skyn fram í samtali viö ráðherrann aö um fyrsta tilboð væri aö ræða og hann óskaöi eftir gagntilboöi. Steinberg hefur ekkert hevrt frá ráðherranum síðan og ekki tekist að ná tali af honum þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir. Landbúnaðarraöuneytiö áætlar aö í landinu séu um 3.000 tonn af um- frambirgðum. Þaö verð sem Stein- berg býöur er því ekki hátt eöa urn 38.50 krónur á kíló. Á þessu ári hafa verið flutt út um 2.000 tonn til Norö- urlandanna fyrir um 175 krónur kíló- iö. Norðurlandamarkaðurinn tekur ekki viö meira magni. Þessi 3.000 tonn munu því halda áfram að velt- ast um í kerfinu og safna kostnaði. Á þessu verðlagsári má búast við aö geymslu- og vaxtakostnaður vegna geymslu á kjöti sé um 115 krónur á kíló á tólf mánuðum. Þennan kostn- að greiöir ríkissjóður. Ef sparnaöur ríkisins af því aö losna við birgöirn- ar úr landi er tekinn meö í dæmið hljóðar tilboð Steinberg upp á um 153 krónur fyrir kíló. Ef gengiö yrði aö tilboði Steinberg yrði ríkissjóður hins vegar að standa skil á verðábyrgð sinni vegna þessa kjöts. Hann yrði því að greiða slátur- leyfishöfum út um 1.300 milljónir. Á það ber að líta að þessi skuldbinding er í raun löngu fallin á ríkissjóð. Það er einfaldlega frestað að standa skil á henni á hverju ári með makaskipt- um á nýju og gömlu kjöti. Gamla kjötið er sett á innanlandsmarkað en nýja kjötið geymt til næsta árs þegar aftur er skipt á því og nýju kjöti - og svo hring eftir hring. , „Mér sýnist sem skattpeningum íslendinga sé einfaldlega sóað með þessu. Þetta er flutningur á fé frá fólki í bæjunum til fólksins í sveitun- um - og svo að sjálfsögðu til bankana og þeirra sem eiga birgðageymslurn- ar. íslendingar segja aö hér sé engin fjármálaspilling hjá stjómvöldum. Eg veit ekki hvað á að kalla þetta. Hvaða tilgangi þjónar að láta nokkur þúsund tonn af kindakjöti veltast um í fyrstigeymslum árið um kring og safna kostnaði á hveijum degi þegar hægt er selja kjötið og afla gjladeyr- is,“ sagði Mark Steinberg. Steinberg sagðist geta keypt kjötið innan viku ef hann fengi jákvætt svar. Hann sagði enga ástæðu fyrir stjórnvöld að efast um borgun. Hann væri tilbúinn til aö framvísa banka- ábyrgð frá National Westminister Bank eða borga með reiðufé ef þess væri krafist. Eina sem stjómvöld þyrftu að gera væri aö flytja kjötiö niður á bryggju. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfús- sonsemerífríi. -gse Yfirmenn Flugleiða tóku að sér að afgreiða brottfararfarþega í gær á meðan starfsmenn fiugafgreiðslunar funduð- u um breytingar á vaktakerfi sem þeir telja brjóta i bága við samkomulag félagsins við starfsmennina. Litlar sem engar tafir urðu á brottför umfram þá töf sem þegar var orðin fyrr um daginn. DV-mynd JAK Rafmagnsveita ríkisins og Orkubú Vestflaröa: Ríkið yfirtekur 2000 mil|jóna langtímalán - raforkuverö á landsbyggðinni lækkaö um 5% Fyrirhugað er að ríkiö yfirtaki langtímalán Rafmagnsveitu ríkisins og Orkubús Vestfjarða að upphæð rúmlega 2000 milljónir. Munu iönað- arráðherra og fjármálaráðherra fyr- ir hönd ríkisins að líkindum ganga frá samkomulagi þessa efnis við raf- magnsveitxma og Orkubúið í dag. Þau langtímalán sem ríkiö mun yfirtaka eru 1415 milljónir hjá Raf- magnsveitu ríkisins og 588 milljónir hjá Orkubúi Vestfjarða. Mun þetta gert samkvæmt heimild á íjárlögum þessa árs í framhaldi af því er verö- jöfnunargjald er rann til rafmagns- veitunnar og orkubúsins var fellt niöur áriö 1986. „Þetta er gert til aö bæta fjárhags- stööu þessara fyrirtækja svo þau geti framvegis staðið undir nauðsynleg- um fjárfestingum. Þetta mun þýða aukna verðjöfnun á raforkuverði í landinu," sagði Kristmundur Hall- dórsson, deildarsfjóri í iönaðarráðu- neytinu, er DV ræddi við hann í morgun. Samhliða yfirtöku ríkisins á lánun- um er stefnt að því að lækka raforku- verð orkubúsins og Rafmagnsveitu ríkisins til heimilisnotkunar og iðn- aðar. Þessi fyrirtæki hafa selt rafork- una á um það bil 30% hærra verði en Rafmagnsveita Reykjavíkur. Er samkvæmt samkomulagsdrögunum gert ráð fyrir 5% lækkun á raforku- verði á svæði orkubúsins og Raf- magnsveitu ríkisins í kjölfar yfirtöku ríkisins á lánunum. -JSS Slysiö viö Bergvatnskvísl: Tvennt á batavegi - annar mannanna á sjúkrahúsi í Reykjavík Annar karlmannanna sem lifðu af hörmungamar við Bergvatnskvísl er nú á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þar mun hann gangast undir frekari með- ferðir og rannsóknir. Hinn maöurinn og konan, sem lifðu slysið af, eru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þau eru á góðum batavegi og reiknað er með að þau fái aö fara heim fljót- lega. Þær sem létust í slysinu hétu Ásta Jóna Ragnarsdóttir, fædd 24. maí 1963, og Hanna María Ásgeirsdóttir, fædd 30. maí 1984, báðar til heimilis að Aðalstræti 13, Akureyri, og syst- umar Hulda Hauksdóttir, fædd 29. apríl 1981, og Margrét Hauksdóttir, fædd 30. maí 1983, báðar til heimilis aö Seljahlíð 9 g. Maðurinn, sem missti eiginkonu og dóttur, heitir Ásgeir Vilhelm Bragason, fæddur 1. september 1960. Hjónin, sem misstu tvær dætur sín- ar, heita Haukur ívarsson, fæddur 16. júlí 1947, og Ólöf Tryggvadóttir, fædd 29. júní 1956. -sme Ríkisstj ómarfundur á Þingvöllmn: Verðum að fara að skera niður eða auka tekjur - segir Steingrímur Hermannsson „Þessi ríkisstjórn er ákveðin að horfast í augu við þá staðreynd að gatið á milli velferðarþjóðfélagsins okkar og tekna er stöðugt að stækka. Þaö hefur gerst í tíu ár. Ég hef oft sagt að menn verða að horfast í augu við þá staðreynd og þá annaðhvort að skera niður eða auka tekjur. Rík- isstjómin er í þeim stellingum núna að við ætlar að horfast í augu við þessar staðreyndir og ætlum að leggja málið fyrir alþjóð eins þaö er í raun,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra en ríkis- stjómin hélt ríkisstjórnarfund á Þingvöllum gærkvöldi. Þar var farið yfir væntanlega fjárlagagerð. Einnig var farið yfir stöðu ríkis- sjóðs núna en hallinn er nú á milli fjögra og fimm milljarða. Forsætis- ráðherra sagði að fjármálaráðherra heföi farið með gott veganesti af fundinum og ætlar hann fljótlega að leggja fram ákveðnar tillögur fyrir ríkisstjómina um það hvemig brugðist verði við hallanum. Hefur í því sambandi verið nefnt auknar lán- tökur innanlands. „Það hefur alltaf verið okkar stefna að ef taka þarf lán til að brúa hallann þá verði það gert innanlands,“ sagði Steingrímur. -SMJ íslandsmeistaraeinvlgið: Margeir með betri biðskák ■ Þriöja skákin í einvígi þeirra nú vinningsforystu en ef Margeir Margeirs Péturssonar og Jóns L. vinnur standa þeir jafnir að vígi Árnasonar fór í bið í gærkvöldi og fyrir síöustu skákina. Biöskákin þykir Margeir hafa betri stööu en veröur tefld áfram í dag kl. 13. staöan er talin tvisýn. Jón L. hefur -SMJ EM 1 bridge: Tvö töp í gær íslenska landsliöið er nú í 17. sæti af 25 þegar 20 umferðum er lokið á Evrópumótinu í bridge. í gær lék landsliðiö gegn Frökkum og ísrael- um, og töpuöust leikirnir báöir, 11-19 gegn Frökkum og 13-17 gegn ísrael- um. Leikurinn gegn Frökkum byrj- aöi þó vel og var íslenska liðið 36 impum yfir í hálfleik en tapaði síðari hálfleik stórt. Það sannaðist hið fornkveðna að frændur em frændum verstir. Sænska landsliöið, sem leitt hafði mótið til þessa, tapaöi illa gegn því Danska í 20. umferð, 5-25, og missti með þvi forystuna til Pólveija. Staða efstu þjóða þegar 20 umferðum er lokið er þannig að Pólverjar em með 377 stig i fyrsta sæti og Danir og Svíar jafnir í 2.-3. sæti með 363. Síðan koma nokkrar þjóðir í hnapp, Frakkar í flórða með 345,5, Austurríkismenn fimmta meö 338,5, Grikkir í sjötta með 337,5 og Hollendingar í sjöunda sæti með 336 stig. íslendingar em með 280,5 stig í 17. sæti. íslendingar eiga leiki gegn tveimur þjóöum í léttari kantinum í dag, Búl- görum og San Marínó, og geta hugs- anlega fetað sig upp á við meö góöum sigram gegn þeim. Á morgun eru tveir erfiðir leikir, gegn Svíum og Grikkjum, en ísland situr yfir í síö- ustu umferðinni sem spiluð verður á laugardaginn. ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.