Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 27
. Mt i ! 1^1 f i FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. 35 Afmæli Guðrún Kr. Jörgensen Guðrún Kr. Jörgensen húsmóðir, Háaleitsibraut 89, Reykjavík, er sex- tugídag. Guðrún fæddist að Löndum í Stöðvarfirði og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1945-49 en eftir skólagöngu starfaði hún við Kaupfélagið á Stöðvarfirði. Guðrún flutti til Reykjavíkur 1954 og starfaði þá hjá Karh Jónssyni nuddlækni umskeið. , Guðrún var formaður Austfirð- ingafélagsins í Reykjavík 1974-84 og hefur starfað mikið fyrir félagið. Þá starfar hún í Kvenfélaginu Hringn- um. Hún hefur spilað bridge hjá Bridgefélagi kvenna um langt skeið. Guðrún giftist 19.11.1955, Bent Bjama Jörgensen, f. 25.8.1927, sem lengi var starfsmaður Sveins Egiis- sonar hf., en sem starfar nú hjá ís- spori hf. í Kópavogi. Foreldrar Bents voru Bjarney og Alfreð Jörg- ensen. Dóttir Guðrúnar og Bents er Aðal- heiður, f. 11:5.1956, húsmóðir í Reykjavík, var gift John Nolan golf- kennara og eignuðust þau eina dótt- ur, Maríu Guðrúnu, f. 3.1.1979, en sambýlismaður Aðalheiðar er nú Sigurbjartur Halldórsson, húsa- smiðameistari við nám við Tækni- skóla íslands, og eiga þau einn son, Bent Bjama, f. 21.4.1988. Kjörsonur Guðrúnar og Bents er Alfreð Bjami, f. 29.4.1960, tamningamaður, ókvæntur og barnlaus. Sonur Bents er Ámi Ómar, f. 4.2.1950, starfsmað- ur hjá Skipadeild Sambandsins, kvæntur Bryndísi Hilmarsdóttur og eiga þau tvo syni, Bjama, f. 16.5. 1974, og Hilmar Friðrik, f. 5.8.1976. Guörún á þrjú systkini sem öh era á lífi. Þau eru Þorsteinn, f. 12.2.1927, verslunarmaður hjá Sambandinu í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur og eiga þau íjögur börn; Sigurður, f. 11.2.1931, yfirverkstjóri í Straumsvík, kvæntur Jónínu Ei- ríksdóttur og eiga þau þijú böm, og Brynhildur Guðlaug, f. 3.10.1932, húsmóðir og ljósmóðir í Reykjavík, gift Þórami Ingimundarsyni, húsa- smið og bílstjóra, og eiga þau fimm böm. Foreldrar Guðrúnar voru Aðal- heiður Sigurðardóttir, f. 3.8.1903, d. 16.5.1988, húsmóðir, og Kristján Þorsteinsson, f. 19.2.1905, d. 19.4. 1977, útvegsb. á Löndum á Stöðvar- firði. Bróðir Kristjáns er Einar Þór, pró- fastur á Eiðum. Kristján var sonur Þorsteins Kristjánssonar, b. á Lönd- um, og konu hans, Guðlaugar Gutt- ormsdóttur húsfreyju. Þorsteinn var sonur Kristjáns, b. á Löndum, Þorsteinssonar, b. á Heyklifi, Sigurðssonar. Móðir Þor- steins var Kristborg Erlendsdóttir, b. á Þorgrímsstöðum, Gunnlaugs- sonar. Móðir Erlends var Oddný Erlendsdóttir, b. á Ásuimarstöðum, Bjamasonar, ættfoður Ásunnar- staðaættarinnar. Móðir Kristjáns var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Keldu- skógum, Guðmundssonar, bróður Guðmundar, langafa Finns listmál- ara og Ríkharðs myndskera Jóns- sona. Systir Jóns var Vhborg, lang- amma Halldóru, móður Ragnars Hahdórssonar, stjórnarformanns ísal. Móðir Guðbjargar var Guðrún Guðmundsdóttir, prests í Berufirði, Skaftasonar, bróður Árna, langafa Magdalenu, ömmu Ellerts, ritstjóra DV. Móðir Þorsteins á Löndum var Margrét Höskuldsdóttir, b. á Þver- hamri í Breiðdal, Bjarnasonar, bróður Jóns, langafa Jóns, foður Eysteins, fv. ráðherra, og Jakobs, prests og rithöfundar, Jónssona. Bjarni var sonur Stefáns, b. á Þver- hamri, Magnússonar, prests á Hall- ormsstað, Guðmundssonar, föður Sigríðar, langömmu Benedikts, afa Þórbergs Þórðarsonar. Móðir Margrétar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugs- sonar, bróöur Erlends á Þorgríms- stöðum. Móðir Sigríðar var Stein- unn Jónsdóttir, systir Páls, langafa Eysteins og Jakobs Jónssona. Móðursystir Einars var Guðríður, móðir Péturs, sýslumanns í Búöar- dal, Skúla námsstjóra, og Páhnu Þorsteinsdóttur, móður Bjöms Guð- mundssonarlagaprófessors. Guð- laug var dóttir Guttorms, prófasts á Stöð, bróður Páls, afa Hjörleifs Gutt- ormssonar alþingismanns og Sig- urðar Blöndal skógræktarstjóra. Annar bróðir Guttorms var Björg- vin, afi Helga Þorlákssonar sagn- fræðings. Guttormur var sonur Vig- fúsar, prests á Ási, Guttormssonar. Móðir Vigfúsar var Margrét Vigfús- dóttir, systir Guttorms, langafa Maríu, ömmu Hrafns Gunnlaugs- sonar. Systir Margrétar var Ingunn, lang-amma Þorsteins, skálds og rit- stjóra, föður Gylfa, fv. menntamála- ráðherra. Móðir Margrétar var Bergljót Þorsteinsdóttir, systir Hjörleifs, langafa Einars Kvaran. Bróðir Bergljótar var Guttormur, langafi Þórarins, föður Kristjáns Guðrún Kr. Jörgensen. Eldjárn. Móðir Guðlaugar var Þór- hildur Sigurðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu, Steinssonar, b. á Harðbak, Hákonarsonar. Móðir Steins var Þórunn Stefánsdóttir, prests á Presthólum, Scheving, bróður Jó- runnar, ömmu Jónasar Hallgríms- sonar. Aðalheiður var dóttir Sigurðar, b. í Urðarteigi við Berufiörð, Berg- sveinssonar, b. í Urðarteigi, Skúla- sonar. Móðir Aðalheiðar var Sigríð- arHelgadóttir. Steingrímur Jónsson Steingrímur Jónsson flugvirki, Hagamel 16, Reykjavík, er sextugur ídag. Steingrímur fæddist á Akureyri en flutti eins og hálfs árs með for- eldram sínum í Stykkishólm þar sem faðir hans var sýslumaður. Þegar Steingrímur var átta ára flutti fiölskyldan í Borgarnes þar sem hann bjó til tvítugs. Steingrímur stundaði nám við skólann í Varma- hhð í Skagafirði, við MA og Sám- vinnuskólann í Reykjavík. Hann byrjaði ungur í vegavinnu og stund- aði hana fram yfir tvítugt, síðustu árin á þungavinnuvélum. Þá vann hann á Togaraafgreiðslunni um skeið og var bílstjóri á Keflavíkur- flugvelh. Steingrímur hóf nám í flugvirkjun hjá Embry & Riddle-flugskólanum á Miami í Bandaríkjunum og lauk þar prófum 1959. Eftir heimkomuna hóf Steingrímur stöf hjá Flugfélagi ís- lands og starfaði þar í þrjú ár, var síðan hjá Loftleiðum 1962-75, síðan aftur hjá Flugfélaginu fram að sam- einingu félaganna,og hefur starfað hjá Flugleiðum síðan. Kona Steingríms er Molly Clark Jónsson, f. 28.3.1932, af enskubergi brotin. Steingrímur á tvo syni frá fyrra hjónabandi. Þeir eru Jón Stein- grímsson, læknir í Reykjavík, f. 15.9. 1960, og Skorri Steingrímsson, starfsmaður hjá Hólmveri í Stykkis- hólmi, f. 29.8.1962. Steingrímur á þijár systur. Þær eru Benta Margrét Briem, f. 1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Valgarð Briem lögfræðingi og eiga þau þrjá syni; Guðný Schrader, f. 1927, hús- móðir í Flódída í Bandaríkjunum, gift William Schrader fulltrúa hjá byggingafyrirtæki og á hún tvö börn; Kristín Sólveig, f. 1933, hús- móðir í Reykjavík, gift Ólafi Erni Amarssyni, yfirlækni á Landakoti, og eiga þau þrjú börn. Foreldar Steingríms voru Jón Steingrímsson sýslumaður, f. 14.3. 1900, d. 1961, og kona hans, Karitas Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 20.12. 1899, d. 1986. Karitas var systir Péturs í Málar- anum. Karitas var dóttir Guðmund- ar Péturssonar, bátasmiðs á Brunn- stíg í Reykjavík, og konu hans Margrétar Kolbeinsdóttur. Jón var sonur Steingríms alþing- ismanns, sýslumanns á Húsavík og síðar bæjarfógeta á Akureyri, bróð- ur Kristjáns Jónssonar, alþingis- manns, háyfirdómara, amtmanns og ráðherra, og Péturs Jónssonar, cdþingismanns ográðherra. Systir Steingríms var Sigrún, móðir Stein- gríms Steinþórssonar forsætisráð- herra. Önnur systir Steingríms var Rebekka, móðir Haraldar Guð- mundssonar, alþingismanns, for- manns Alþýðuflokksins og ráð- herra. Rebekka var einnig móðir Sigurðar, föður Jóns Sigurðssonar, alþingismanns og viðskiptaráð- herra. Steingrímur var sonur Jóns, al- þingsmanns á Gautlöndum Sigurðs- sonar, ættföður Gautlandsættarinn- ar, Sigurðssonar, b. á Gautlöndum, Jónsson, b. á Mýri í Bárðardal, for- föður Mýrarættarinnar, Halldórs- sonar. Móðir Steingríms var Sólveig, systir Jakobínu, konu Gríms Thomsens skálds. Önnur systir Jak- obínu var Valgerður, móðir Hall- dóra, konu Tryggva Gunnarssonar, alþingismanns og bankastjóra. Val- Steingrímur Jónsson. gerður var einnig móðir Hólmfríð- ar, konu Arnljótar Ólafssonar, prests í Sauðanesi, hagfræðings og alþingismanns. Bróðir Sólveigar var Pétur, afi Jóns Ármanns, föður Áka Jakobssonar alþingismanns og ráðherra, ogÁrmanns útvegs- bankastjóra, föður Jakobs aðstoðar- bankastjóra. Annar bróðir Sólveig- ar var Jón á Lundabrekku, faðir Valgerðar, konu Jóns, alþingis- manns í Múla, föður Árna, alþingis- manns í Múla, föður Jónasar, fyrrv. alþingismanns og Jóns Múla, út- varpsmanns og tónskálds. Þriðji bróðir Sólveigar var Benedikt á Ref- stað, faðir HaUgríms alþingis- manns, föður Geirs, fyrrv. forsætis- ráðherra og alþingsmanns. Bene- dikt var afi Elísabetar, konu Þor- valdar Garðars Kristjánssonar al- þingismanns. Sólveig var dóttir Jóns, prests í Reykjahlíð í Mývatns- sveit, Þorsteinssonar, forföður Reykjahlíðarættarinnar. Elín Óskars- dóttir Elín Óskarsdóttir húsmóðir, til heimilis aö Vesturbergi 92, Reykja- vík.erfertugí dag. Elín fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Eiðaskóla og starfaði á unghngsáranum við síld- arsöltun. Elín giftisfl.il. 1969, Bjarna Bær- ings kaupmanni, f. í Reykjavík, 23.8. 1949. Foreldrar Bjama vora Ásta Bæringsdóttir húsmóðir og Halldór Guðjónsson vélstjóri en þau eru bæði látin. Elín og Bjarni eiga þrjú börn. Þau eru Halldór Bærings, f. 15.5.1969, starfsmaður hjá föður sínum í Ljós- myndaþjónustunni hf; Dagur Bær- ings, f. 21.1.1976, ogÁsta Bærings, f. 8.12.1981. Elín á sex systkini. Þau eru Þór- dís, húsmóðir á Seyðisfirði, gift Trausta Magnússyni útgerðar- manni og eiga þau sex börn; Guð- rún, húsmóðir á Akureyri, gift Sig- urði Hjaltalín og eiga þau átta böm; Fanney, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Guðmundi Björgvinssyni og eiga þau átta börn; Hrafnhildur, hús- Elín Óskarsdóttir. móðir á Rifi á Snæfellsnesi, gift Þor- geiri Ámasyni vertaka og eiga þau fiögur börn; Guðjón, netagerðar- maður á Seyðisfirði, kvæntur Aldísi Kristjánsdóttur húsmóður og eiga þau tvær dætur; Finnur, verkstjóri á Seyðisfirði, kvæntur Ingu Sigurð- ardóttur og eiga þauþrjú böm. Foreldrar Elínar: Óskar Finnsson, verkamaður á Seyðisfirði, og kona hans, Sigrún Guðjónsdóttir. AXSTOB. EB JFEROAR AKSTOB 85 ára Steinunn Sigurðardóttir, Bólstaðarhlíð 64, Reykjavík. Magnús G. Kristjánsson, Drápuhlíð 8, Reykjavík. 80 ára Jón Jónasson, tYeyjugötu 44, Reykjavík. Hörður Tryggvason, Svartárkoti I, Bárödælahreppi. 75 ára Guðjón Jóhannesson, Strandgötu 12, Hvammstanga. 70 ára Hansína Sigurbjörg Hjartardóttir, Strandgötu 7, Hvammstanga. Hallgrímur H. Egilsson, Reykjamörk 11, Hveragerði. 50 ára 60 ára Böðvar Valtýsson, Búlandi 17, Reykjavík. Erla Aðalsteinsdóttir, Urðarbraut 20, Blönduósi. Sigurlilja Þórólfsdóttir, Þórastíg 8, Njarðvíkum. Óskar John Bates, Hellisgötu 5, Hafnarfirði. Helga Aðalsteinsdóttir, Klettavík 7, Borgarnesi. Inga Guðmundsdóttir, Hlíðargötu 20, Þingeyri. Ingigerður Guðmundsdóttir, Kjarrholti 2, ísafirði, María Þórarinsdóttir, Tjarnarseli 4, Reykjavík. Birgir Guðjónsson, Áshamri 6, Vestmannaeyjum. Guðný Stefánsdóttir, Álfabergi 24, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.