Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR-13. JÚLÍ 1989. 3 Fréttir „Mamma segir ekki neitt, þetta er alit í lagi,“ sögðu vinirnir Pétur og Bjarni við þvottaplanið við Glæsibæ en þeir höfðu skömmu áður reynt BMX hjól- in sín og voru drullugir upp fyrir haus. Þar sem þeim veitti ekki af baði voru þeir á rétta staðnum. DV-mynd G.Bender Aflraunameistari íslands: Keppt um titilinn í fyrsta sinn Nýstárleg aflraunakeppni verður haldin á Akureyri um miðjan næsta mánuð. Sigurvegarinn mun hljóta sæmdartitihnn „aflraunameistari ís- lands“ en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er um þennan titil. Keppnin fer fram í miðbæ og á íþróttavelli Akureyrar og er gert ráð fyrir að hún standi í tvo daga. Verða keppendur að leysa ýmsar þrautir af hendi, eins og til dæmis að draga steypubíl ákveðna vegalengd. Alis verður keppt í 12 greinum og verður veittur veglegur farandgripur fyrir bestu frammistöðuna. Einnig verða peningaverðlaun í boði. -JSS Einangrunarstöö í Hrísey: Styttist í framkvæmdir „Það er eitthvað nýtt ef hætt hefur verið við byggingu einangrunar stöðvar í Hrísey. Það er vonandi ver- ið að gera endanlegar teikningar að stöðinni núna. Þá verður hægt að gera endanlega kostnaðaráætlun og því allt útht fyrir að byggingarfram- kvæmdir verði hægt að hefja innan skamms,“ sagði Sveinbjörn Eyjólfs- son, deildarstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, í samtali viö DV. Bygging einangrunarstöðvar hefur verið á dagskrá ráðuneytisins í ein- hvern tíma en varð verulega að um- ræðuefni þegar DV fjallaði um lítinn dreng sem vildi ekki flytja til lands- ins frá Frakklandi nema hafa hund- inn Depil með. Eins sagði DV frá manni sem ekki gat flutt hundinn sinn með sér eftir margra ára störf á Græniandi. Strandaði innflutning- ur hundanna meðal annars á því að engin einangrunarstöð var til svo að dýrin gætu verið í sóttkví samkvæmt reglum um innilutning dýra. Ráðu- neytið boðaöi síðan byggingu ein- angrunarstöðvar í Hrísey, þar sem Depili dvaldi í nokkra mánuði. Þar sem ekkert hefur bólað á fram- kvæmdum voru margir dýraeigend- ur famir að örvænta um að nokkuð yrði af boðuðum framkvæmdum í Hrísey. „Við hættum við upphaflegar hug- myndir að einangrunarstöð þar sem það þótti of dýr kostur. Það er þó ljóst að einangrunarstöðin kemur til með að kosta þónokkuð en of snemmt er að nefna nokkrar tölur. Það verður að vera góð aðstaða fyrir dýrin og búrin eru dýr ef þau eiga að endast eitthvað. Við gerum ráð fyrir stöð sem hýsir 6-10 dýr.“ -hlh ÍSLENSKU HÓTELIN TIL ÞJÓMUSTU REIÐUBÚIM ALLT ÁRIÐ HRIMGIMM í KRINGUM LANDIÐ SERTILBOÐ SUMARIÐ 1989^ Eins manns herbergi með baði og morgunv. Verð 4.100,- Tveggja manna herbergi með baði og morgunv. Verð 5.200,- Tilboðið gildir fyrir minnst fjórar nætur og felur það í sér að gesturinn getur einungis bókað eina nótt í einu en nýtur á móti afsláttar. Ókeyp- is er fyrir 2 böm undir 12 ára aldri, unglingar undir 16 ára aldri borga hálft gjald. Öll herberg- in eru með baði og innifalið í herbergisverðinu er morgunverður. Öll íslensku hótelin bjóða upp á sumarmatseð- il SVQ. AÐILDARHÓTEL Hótei ‘Staður Símí Hótel Lind Rauðarárstíg 18 105 Reykjavík 91-623350 Hótel Borgames Egilsgötu 14-16 310 Borgames 93-71119 HóteÍStykkishólmur Vatnsási 340 Stykkish. 93-81330 Hótel IsaQörður Silfúrtorgi 2 400 ísaQörður 94-4111 . Vertshúsið borðurbraut 1 530 Hvammstangi 95-12717 Hótel Húsavík Ketilsbraut 22 640 Húsavik 96-41220 Hótei Reynihlið Mývatnssveit 660 Reykjahlíð 96-44170 Hótel Valaskjálf Skógarströnd 700 Egilsstaðir 97-11500 Hótel Bláfell Sólvöiium 14, 760.Breiðdaisv. 97-56770 Hótel Höfn Höfh 780 Homaf. 97-81240 Hótel Hvolsvöllur Hiíðarvegi 7 860 Hvolsvöllur 98-78187 Aliar upplýsingar og bókanir fyrir ísiensku hótelin eru á skrif- stofu samtakanna í Hótei Und, Rauðarárstíg 18, R., sími 91- 623550 mánud. - föstud. ki. 10 - 12. Greiðslumiða fyrir sértilboð er hægt að kaupa á aðildarhótel- unum og helstu ferðaskrifstofum um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.