Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. Andlát Svava Jóhannesdóttir, Sunnuvegi 27, Reykjavík, andaöist þriðjudaginn 11. júlí. Sólmundur Jóhannesson, Skeiöar- vogi 15, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 12. júlí. Jarðarfarir Magnús Sveinbjörnsson er látinn. Hann fæddist í Reykjavík 17. maí 1911. Foreldrar hans voru Guðlaug Magnúsdóttir og Sveinbjörn Er- lendsson. Magnús hóf störf hjá Nat- han & Olssen árið 1930 og starfaði þar alla tíð síðan, í fyrstu sem gjald- keri en seinna sem skrifstofustjóri ^og bókari. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Ingveldur Guðmunds- dóttir Þau hjónin eignuðust saman átta börn. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 15. Gunnar L. Þorsteinsson málara- meistari lést 6. júlí sl. Hann fæddist í Hlíðarkoti í Fróðárhreppi 31. júlí 1907. Foreldrar hans voru Kristjana G. Jónatansdóttir og Þorsteinn Þórð- arson. Eftirlifandi eiginkona Gunn- ars er Guðmunda Sveinsdóttir. Þau hjónin eignuðust saman 4 börn. Útför ''’Gunnars verður gerö frá Breiöholts- kirkju í Mjódd í dag kl. 13.30. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Felsmúla 11, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, 14. júlí, kl. 15. Minningarathöfn um Magnús Þórar- in Guðmundssonskipstjóra, Brautar- holti 19, Ólafsvík, er fórst með mb. Sæborgu SH 377 7. mars sl., fer fram . frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14. Marta Ólafsson, Sunnuvegi 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fóstudaginn 14. júlí kl. 13. 30. Gyðríður Pálsdóttir, Borgarholts- braut 32, Kópavogi, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júlí kl. 15. Útför Gísla Kristjánssonar fyrrver- andi útgerðarmanns, fer fram frá Garðakirkju fóstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Tilkyimingar Opið hús fyrir erlenda ferðamenn í Norræna húsinu Heimir Pálsson cand. mag. ræðir um ís- lenskar bókmenntir í „Opnu húsi" í Nor- ræna húsinu í dag, 13. júlí, kl. 20.30. Fyrir- lesturinn nefnist „Liv och litteratur í Is- land genom 1100 ár“ og verður fluttur á sænsku en dagskráin er einkum ætluð norrænum ferðamönnum. Að loknu kaSihléi verður sýnd kvikmyndin Eldur í Heimaey og er hún með norsku tah. Bókasafnið er opið til kl. 22, eins og venja er á fimmtudögum, eða svo lengi sem „Opiö hús“ verður á dagskrá í sumar. í bókasafninu liggja frammi bækur um ísland og þýðingar íslenskra bókmennta á öðrum norrænum málum. Kaffistofa hússins er opin til kl. 22.30 á fimmtudags- kvöldum. Aðgangur er ókeypis og alhr eru velkomnir í Norræna húsið. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14 verður frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 dansað. Munið Vestgarðaferðina 16. og 21. júh. Upplýs- ingar á skrifstofu félagsins f síma 28812. Nessöfnuður Sumarferð á vegum Nessóknar verður laugardaginn 15. júlí. Farið verður að Guhfossi og Geysi um Nesjavelh. Lagt af stað kl. 10 frá kirkjunni. Fargjald kr. 800, matur innifalinn. Þátttaka tilkynnist í sima 16783 kl. 16-18. Fundir Opinn fundur á Hótel Borg í dag, 13. júh, verður haldinn opinn Birt- ingarfúndur á Hótel Borg kl. 17-19. Fund- urinn ber yfirskriftina: Hvað ætlar ríkis- stjómin að verða þegar hún er orðin stór? Málshefjendur, þau Kristín Ásgeirsdótt- ir, Guðmundur Ami Stefánsson og Óskar Guðmundsson, munu flytja stuttan inn- gang og tveir ráðherrar, þeir Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson, sitja að þvi loknu fyrir svörum máls- heflenda og annarra fundarmanna. Fundarstjóri verður Ámi Páh Ámason. Fundurinn er opinn öhu áhugafólki um stjómmál. Ríókvöld á Borgarkránni, Hótel Borg Það má búast við almennum söng og sannkahaðri krárstemningu á Borgark- ránni í kvöld, funmtudagskvöld. Þá mun Ríótríóið eða Stór-Ríóið, eins og það kah- ast, efna th þjóðlagatónleika á kránni og ef frá em taldir tónleikar The Dubhners fyrir skömmu er þetta í fyrsta sinn sem raunverulegur þjóðlagasöngur hljómar á íslenskri krá í hartnær heila öld. Stór- Ríóið skipa þeir Ágúst Atlason, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson, Magnús Ein- arsson og Ólafur Þórðarson. LOKAÐ Á MORGUN, FÓSTUDAG, frá ki. 1 2-1 6. vegna jarðarfarar Mörtu Ólafsson. FÁLKINN' Suðurlandsbraut 8 og í Mjódd Meimmg___________ Jónas allur Sveinn Yngvi Egilsson með hina nýju heildarútgáfu á verkum Jónasar Hallgrímssonar. DV-mynd S Tæplega hefur farið framhjá unnendum íslenskra bókmennta að út er komin ný heildarútgáfa af ritverkum „listaskáldsins góða“, Jónasar Hallgrímssonar, sú fyrsta í rúmlega hálfa öld. Hér er um að ræða fjögur bindi í bláum skartbúningi gulldregnum, ekki ósvipuð skáldinu sjálfu þegar hann spásséraði um götur Reykja- víkur nýútskrifaður úr Bessa- staðaskóla. Þessi útgáfa er búin aö vera nokkur ár í vinnslu og hafa þrír ungir bókmenntafræöingar, Hauk- ur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, annast hana. Við fengum Svein Yngva til að segja okkur frá henni og byrjuðum á að spyrja hvað hún hefði fram yfir heildarútgáfu Matthíasar Þórðarsonar sem flestir aðdáendur Jónasar þékkja. „Nú vil ég taka fram að útgáfa Matthíasar var þarft brautryðj- andaverk. Það sem við höfum gert er aö fylla upp í þá mynd af Jónasi sem þar er dregin upp,“ sagði Sveinn Yngvi. „Það gerum við ekki síst með því að fylgja í einu og öllu handritum Jónasar sjálfs eða frumprentunum. Eftir dauða Jónasar árið 1845 gáfu vinir hans, Brynjólfur Péturs- son og Konráö Gíslason, nefnilega út safn ljóðmæla hans og breyttu þá ýmsu í ljóðunum eftir eigin smekk og án tilhiýðilegs rökstuðn- ings. Að vísu er nokkuð langt síðan fræðimenn fóru að draga í efa rétt- mæti einstakra breytinga þeirra, en við erum þeir fyrstu til að skoða öll ritverk Jónasar í ljósi frum- handrita.“ Þá er freistandi að spyrja hvort Jónas hafi ætlað að skrifa „Nú and- ar vestrið" en ekki „suðrið". „Nei, það datt honum víst ekki í hug,“ svarar Sveinn Yngvi. „Á hinn bóginn er eins víst aö sumum bregði við að sjá álftirnar frægu í Álfareiðinni fljúga „austur" heiði en ekki „suður“, eða „fák“ breytast í „klár“ í kvæðinu Réttarvatn. Flestar þessara breytinga eru að vísu smávægilegar, en sjálfsagt verða staðfastir lesendur Jónasar varir við einhvern blæbrigðamun. í annan stað má nefna að við birt- um dagbækur Jónasar í heild sinni, þýddar úr dönsku, sömuleiðis ferðasögur hans allar, snilldarleg- ar þýðingar hans, meðal annars á Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson stjörnufræði Ursins, og slatta af bréfum sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir.“ Stærsta bindið í bókaflokknum er helgað skýringum, skrám og margháttaðri umfiöllun um Jónas. Þýðir það að útgefendur vilji sérs- taklega höfða til fræðimanna? „Alls ekki,“ segir Sveinn Yngvi. „í þessu bindi er alls konar fróð- leikur sem bæði lærðir og leikir geta haft ánægju af. Ég vil sérstak- lega nefna úttektir prófessoranna Arnþórs Garðarssonar á dýra- fræðiþekkingu Jónasar og Sigurð- ar Steinþórssonar á jarðfræðirann- sóknum haris. Báðir komast þeir að þeirri nið- urstöðu að Jónas hafi verið meiri vísindamaður en talið hefur verið. Einnig má geta þess að við höfum tekið með sjúkraskýrslu Friðriks- spítala, þar sem Jónas dó, og út- leggingu Þorgeirs Þorgeirssonar læknis á henni. Þar kemur skýrt fram að það var heiftarleg lungna- bólga sem dró Jónas til dauða en hvorki fótarmein né áfengiseitr- un.“ Útgefendum hefur ekki þótt til- hlýðilegt að gera spánnýja úttekt á skáldskap Jónasar? „Ekki að sinni. Hins vegar má segja að í skýringum komi fram íjöldamargar upplýsingar um skáldskap Jónasar sem hljóta að hafa einhver áhrif á viðhorf manna til hans.“ Það vekur athygli að í þessari útgáfu er einnig að fmna dönsk ljóð Jónasar. Hvernig skáld var hann á dönsku? spyijum við Svein Yngva að lokum. „Sérfræðingar í dönskum bók- menntum, sem hafa lesið þetta fyr- ir okkur, segja að Jónas hafi verið gott skáld upp á dönsku og að ljóð hans á því máli séu létt og skemmtileg." En um það geta lesendur nú geng- ið úr skugga með því að fletta þess- ari skartútgáfu af Jónasi. -ai. Djöfladýrkun Á hættuslóö (Spellbinder) Aðalhlutverk: Tomothy Daly, Kelly Pres- ton Lelkstjóri: Janet Greek Handrit: Tracy Torne Sýnd í Bíóborginni. Jeff Mills (Timothy Daly) og De- rek Clayton (Rick Rossovich) eru báöir ungir lögfræðingar. Kvöld éitt eru þeir að leika sér í körfu- bolta við tvo starfsfélaga. Eftir æf- inguna ganga þeir sama.n út að bíl- unum sínum. Þeir stoppa við bílana og halda áfram að spjalla saman. Þeir verða varir við par sem er aö rífast ekki langt frá. Stúlkan er slegin utanundir og nú er Jeff nóg boðið. Hann blandar sér í málið og þar sem stúlkan hefur ekki áhuga á að fara með vini sínum heim býð- ur Jeff henni far sem hún þiggur. Stúlkan segist heita Miranda Reed (Kelly Preston) og að vinur hennar heiti Aldys og geti verið virkilega góður og vondur. Jeff lýst vel á stúlkuna og býður henni að gista heima hjá sér og hún þiggur boðið. Miranda vekur enn meiri hrifn- ingu hjá Jeff þegar hún kannast við málverkin hans og tónhstina sem hann spilar. Einnig býr hún yfir dulrænum hæfdeikum og get- ur læknað hann af gömlum bak- verk. Daginn eftir fer Jeff í vinnuna og skilur Miröndu eftir sofandi. Hann segir vinnufélögum sínum Kvikmyndir Hjalti Þór Kristjánsson frá henni og viðbrögðin eru mis- jöfn. Derek er hálfvonsvikinn yfir því að hafa ekki boðið henni far í stað Jeffs. Jeff flýtir sér heim eftir vinnu og Miranda er þar enn. Jeff vill endilega að hún verði áfram og hún fellst á það. Allt er í luk- kunnar velstandi hjá þeim. Jeff heldur veislu til að kynna Miröndu fyrir öllum vinum sínum en for- eldrar hans létust fyrir nokkrum árum. Öllum líkar sérstaklega vel viö Miröndu nema einkaritara Jeffs. Hún hefur illan bifur á Mi- röndu og segir við Jeff að hún boði ekkert gott. Jeff lætur allt slikt tal sem vind um eyrun þjóta. Brátt fara aö gerast undarlegir atburðir í sambandi við Miröndu. Hún yfir- gefur hann vegna hræðslu við trú- systkini sín en Jeff gerir allt sem í hans valdi stendur til að fá hana til baka. En er það nóg? Leikararnir komast alveg ágæt- lega frá hlutverkum sínum og það yröi örugglega auðvelt að verða heillaður af Kelly Preston (Secret Admirer, Mischief). Leikstjóran- um, Janet Greek, tekst ágætlega upp við að skapa spennu í kringum dulúðina við djöfladýrkunina í sinni fyrstu kvikmynd. Það er sam- felldur stígandi í myndinni og end- irinn kemur áhorfandanum skemmtilega á óvart. Djöfladýrkun hefur verið mikið til umræðu í Bandaríkjunum undanfarið og því hlaut að koma að því aö kvikmynd yrði gerö þar sem hún er megin uppistaðan. Án efa eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið. Þetta er mynd fyrir þá sem vilja sjá hrollvekjandi spennumynd. Stjörnugjöf: ** 1/2 Hjalti Þór Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.