Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. 25 Iþróttir STYKKISHÓLMSVÖLLUR Laugardag 15.7. kl. 14.00 SNÆFELL - HAUKAR Ráðast þar úrslitln í B-riðli 4. deildar? Allir á völlinn! Áfram Snæfell Knattspymuráð a, steytir hnefann og er tilbúinn með hækj- í gifsi undanfarið en hefur engu að síður íikjum. Hann er ekki of ánægður á svip þar da fengu Fylkismenn skell í gærkvöldi þeg- DV-mynd GS Boris Becker frá V-Þýskalandi hamp- ar verðlaunagripn- um sem hann fékk fyrir sigurinn á Wimbledon tenn- ismótinu á dögun- um. Becker sigraði Svíann Stefan Ed- berg í úrslitum, 6-0, 7-6 og 6-4. Þetta var í þriðja skipti sem Becker vinnur Wimbledon-keppn- ina en Edberg sigr- aði í fyrra. Símamynd/Reuter Stórsigur FH - HaöiarQ arðarliðið vann Fylki, 0-4, og er komið upp 1 toppbaráttuna FH-ingar eru komnir upp í annað sæti 1. deildar eftir stórsigur á Fylki, 0-4, í Árbæmnn í gærkvöldi. Sigur FH var kannski fullstór miðað við gang leiksins en Hafnaríiarðarliðið nýtti færi sín vel á meðan Fylkis- menn fóru illa að ráði sínu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en FH-ingar voru sókndjarf- ari. Það voru þó Fylkismenn sem náðu að koma knettinum í netið á 39. minútu en Bragi Bergman dómari tók markið af vegna rangstöðu. Á síöustu mínútu fyrri hálfleiks fengu FH-ingar dæmda vítaspymu er Guö- Viðar Halldórsson: Stöndum mjög vel að vígi „Betra liðið vann í kvöld og I það er ekki annað hægt en að vera ánægður með gang mála. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik þar sem höinu hefur gengið illa í síöustu leikjum. Nú stöndum við mjög | vel að vígi í öðru sæti deildar- innar og við munum halda okk- ur þar. Við höfum gengið í gegn- um slæman kafla og nú hggur I leiðin upp á við,“ sagði Viðar Hahdórsson, þjálfari FH-inga, [ eftir sigurinn á Fylki í gær- kvöldi. „Við komum til með að halda I sæti okkar í 1. deild og nú er | stefnan að halda hðinu í topp- baráttunni,“ sagði Viðar enn- fremur. mundi Val Sigurðssyni var brugðiö innan vítateigs og Hörður Magnús- son skoraði af öryggi. Fylkismenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega að jafna metin. Sóknir þeirra voru vel upp byggðar en ahtaf vantaði einhvem tíl að klára dæmiö. Öm Valdimarsson og Hörður Vals- son fengu báöir ágæt færi en heppnin var ekki með þeim. Um miöbik síðari hálfleiks fengu Fylkismenn síðan vítaspyrnu eftir mikla pressu á mark FH en Gústaf Vífilsson skaut fram- hjá. Hafi Árbæingar haldið að það versta væri að baki þá var það ekki raunin. FH-ingar snera vöm í sókn og gerðu 3 mörk á aðeins þremur mínútum. Hörður Magnússon skor- aði tvö faheg mörk með mínútu milli- bih og fullkomnaði þrennu sína. Pálmi Jónsson innsiglaði sigurinn með 4. marki kvöldsins og martröð Fylkismanna var þar meö lokið. FH-ingar léku vel og skynsamlega og hðið hefur ekki sagt sitt siðasta í deildinni þrátt fyrir misjafnt gengi í undanfornum leikjum. Björn Jóns- son og Birgir Skúlason vom að vanda sterkir fyrir í vöminni og Guðmundur Valur Sigurðsson var góður á miðjunni. Hörður Magnús- son og Pálmi Jónsson vom sterkir frammi og léku Fylkisvömina oft. grátt. Fylkishðið lék ekki iha en hðið á í miklum erfiðleikum með að skora. Hilmar Sighvatsson og Öm Valdi- marsson vom einna bestir 1 annars jöfnu hði. Dómari: Bragi Bergmann.......☆ Maður leiksins: Hörður Magnússon, FH. -RR • FH-ingarnir Ólafur Kristjánsson og Björn Jónsson í baráttu viö Fylkismann i Árbænum í gærkvöldi. FH-ingar sigruðu í leiknum, 0-4, og eru komnir í toppbaráttu 1. deildar. DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.