Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. Fréttir Yfirvtana hefur verið dregin saman um helming í utanríkisráðuneytinu: Sjö milljónir hafa sparast fyrstu fjóra mánuðina - hefur tekist það sem við ætluðum, segir Jón Baldvin veriö ráðið í stöður sem losnað Boð fyrirei feltt niður I utanríkisráðuneytinu hefur nýlega verið íariö yfir árangur af spamaöaraðgeröum ráöuneytis- ins. Sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra aö sá sam- dráttur sem ætlaður var heföi náðst. í launamálum var ætlunin aö draga saman um 4% og var þaö gert með þeira hætti að yfirvinnuk- vóti var settur á hverja skrifstofu innan ráðuneytisins og skrifstofu- stjórar deildanna voru gerðir ábyrgir fyrir þvi að það stæöisL Var hveijura skrifstofustjóra faliö aö skipta yfirvinnu á milli manna. Einnig var hætt aö taka við reikn- ingum fyrir yfirviimu og óunnin yfirvinna var afnumin. Jón Baldvin sagði aö kostnaður viö yfirvinnu á fyrstu flórura mán- uöum ársins 1988 hefði verið 14,4 miUjónir króna. Er það á verölagi dagsins í dag en yfirvinnukostnað- ur núna heíur verið skorinn niður í 7,3 milijónir. Sagði Jón Baldvin að þetta þýddi aö starfsmenn, sem heföu haft yfintanugreiöslur fyrir 50 til 122 tima á mánuöi í fyira, heföu verið skornir niöur í núll núna. 9 milljóna sparnaður af ferðabanni heimasendi- herra Þá sagði ráöherra að skoriö heföi verið niður í ferðakostnaði ráöu- neytisins. Má þar nefna feröabann heimasendiherra en sem kunnugt er þá hafa þeir kvartaö mjög yfir því. Sagði Jón Baldvin að þar myndi nást fram 9 mifijón króna sparnaöur. Einnig hafa ferðir sendiráðs- starfsmanna til annarra landa ver- ið takmarkaöar eins og unnt er. Þátttaka'í alþjóðlegum ráðstefnum hefur verið skorin niður. Risnu hefur verið haldiö niöri með því að sleppa því aö halda boð sem oft hafa veriö í tengslum við alþjóðafundi og ráðstefnur sem ýmis samtök hafa efht til hér á landi. Hefðbundin veisla, sem utanrik- isráðuneytiö hefur haldiö á hveiju ári fýrir starfsfólk sendiráða hór á landi, verður ekki haidin í ár. Sparað hjá sendiráðunum Sérstakar aögeröir hafa verið gerðar til að lækka þau útgjöld sem fylgja rekstri sendiráða. Viðhalds- Kostnaður viö þau átta sendiráö, sem íslendingar hafa erlendis, er verulegur og hefur utanrikisráð- herra tilkynnt að þar eigi að spara verulega. Samkvæmt fjárlögum er samanlagður kostnaður viö sendi- ráö íslands í Bonn, Kaupmanna- höfh, Moskvu, Osló, París, Stokk- hólmi, Washington og Brussel sam- tals 165,8 railljónir. Launakostnaö- ur er þar af 105 miUjónir þannig að 4% spamaöur þar myndi spara rúmar flórar milflónir. Til samanburðar má nefna að kostnaður við aðalskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins er samkværat Gert klárt á snurvoðina. Sigurður H. Garðarsson á Hugrúnu II. dyttar að snurvoðinni á bryggjunni á Flat- eyri. DV-mynd Reynir Sveiflur á snurvoðinni Reynir Traustasan, DV, Flateyii: Frekar rýr afli hefur verið í snur- voðina hjá Flateyrarbátum undan- farnar tvær vikur en þar áður var gott skot þar sem bátar voru með allt að sjö tonn í róðri. Bátarnir hafa verið að veiöum inni á Dýrafiröi og á Patreksflarðarflóa. og stofnkostnaöur hefur verið dreginn saman en í þann kostnað var úthlutaö samkvæmt flárlögum 12,2 milijónum. Sömuleiðis sagði ráðherra að ætlunin væri að draga saman símakostnað. Þá hefur ekki Qárlögum 189,2 milijónir. Þá er kostnaöur við skrifstofu ráöherra- nefiidar Norðurlandaráös 51 milfl- ón. í heild fær utanríkisráðuneytið 849 milljónir króna á flárlögum. -SMJ Samruni á rekstri flugstöðvar og lögreglustjóraembættis í Keflavík: Fækkað um 24 störf Ákveðið hefur verið að starfsemi lögreglusflóraembættisins á Kefla- víkurflugvelli renni saman við rekst- ur flugstöðvarinnar í Keflavík. Aö sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra er þetta í samræmi við niöurstööu sérstakrar úttektar sem ráöuneytið lét gera í Góður afli Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Nýlega fóru sjómenn á tveimur 1 trillum héöan að kanna fiskiríið í fló- anum og fiskuðu ágætlega. Gvendur Jónsson fékk 250 kíló og Oli Axelsson | 150 kíló á handfæri. Lýður Hallberts- j son á Dagrúnu, 20 tonna bát, fékk , einnig góðan afla. tengslum við flárlagagerð. Gert er ráð fyrir að það leiði til fækkunar á starfsfólki um 24. Sagði Jón Baldvin að þessar tillögur kæmu til fram- kvæmdar á næstu mánuðum. Starfsemi lögreglustjóraembættis- ins í Keflavík og á Keflavikurflug- velli verður þar meö sameinað toll- sflóraembættinu. Með endurskipu- lagi á vaktakerfi og betri nýtingu á starfsfólki er taliö að spara megi verulegan flölda starfsfólks. Vopnaleit útlendingaeftirlits og ávana- og fíkniefnaeftirlit á Keflavík- urflugvelli, sem áður var hluti af toll- gæslu, flyst yflr á lögreglu. Það þýðir að vopnuö sérsveit lögreglu í Leifs- stöð, sem hafði 14 stöðugildi, verður lögö niður. Þaö þýðir fækkun í al- mennu lögregluliði á Keflavíkurflug- velli um 8 stöðugildi. Eins og áður sagði á þetta aö leiða til fækkunar um 24 störf. -SMJ Spretta í meðallagi - og gott útlit meö kartöflur Júlia Imsland, DV, Höfn: Heyskapur er hafinn hjá allflestum bændum í Austur-Skaftafellssýslu og er spretta alveg í meðallagi. Nokkrir bændur byrjuðu slátt í byijun júlí og eru þeir sumir langt komnir með hirðingu, einkum þeir sem hirða í turna og rúllubagga. Að sögn Ragnars Jónssonar, bónda í Akumesi, flölgar þeim bændum mikið í sumar sem hirða hey sitt í rúllubagga. Vel htur út með sprettu á kartöfl- um og vonast menn til að geta farið að taka upp kartöflur í matinn í byij- un ágúst. Tjaldborg við Herðubreiðarlindir Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðunu í kynnisferð um Austurland á dög- unum, sem Ferðamálaráö bauð til, var flogið yfir hálendiö milli Herðu- breiðar og Snæfells. Farið var frá Vopnafirði. Þetta svæði er nú að verða siflólaust nema stöku skaflar en mikill snjór er þó enn inn við Snæfell. Herðubreið lét svo lítið að lyfta faldi sínum þegar flogið var framhjá og var tignarleg að vanda. Við Herðubreiöarlindir var mikil tjald- borg enda nokkuð síöan leiðin þang- að var opnuð. í Kverkflöll var opnað mánudaginn 3. júh. Greiflaskyttur, sem fóru þann dag til leitar upp úr Hrafnkelsdal og inn að Sauðá á Vestur-Öræfum, fundu eitt greni og unnust þar fimm yrðl- ingar. Þeir sögðu nokkurn gróöur kominn í haga hreindýranna og sáu rnn am rivr I dag mælir Dagfari Neyslukönnun Neytendasamtökin hafa beðiö ís- lenska feröalanga um að fram- kvæma fyrir sig verðkönnun í út- löndum. Útbúnir hafa veriö sérs- takir miðar til að fólk hafi með sér í ferðalögin og svo eiga feröamenn- imir að skrifa niður vöruverð á áningarstöðum sínum til að bera saman við íslenskt vöruverð. Þetta segja Neytendasamtökin aö sé aö- ferð til aö leiða íslendingum fyrir sjónir hvað maturinn sé dýr héma heima. Það þarf enga verðkönnun til að finna út hvað dýrt er að lifa á ís- landi. Það sjá alhr og viðurkenna nema talsmenn Búnaðarfélagsins og Stéttarfélags bænda sem verða alltaf jafnsárir og reiðir þegar verð- lagiö berst í tal. Ef fólk vill ekki éta íslenska landbúnaðarframleiðslu á okurprís er þetta sama fólk á móti landbúnaðinum og bændunum. Eiginlega em alhr óvinir bænda- stéttarinnar sem ekki éta möglun- arlaust bæði kartöflur og kjúkl- inga, lambakjöt og léttsnflörva. Og vei þeim sem heimta innflutning á matvörum. Það em landráð af versta tagi. í staðinn fyrir að flyfla matinn inn frá útlöndum til að íslendingar fái ódýrt í matinn hafa Neytenda- samtökin ákveðið að flyfla íslend- inga til útlanda. Syona rétt.til þess að íslendingar fái að njóta þess í nokkra daga aö éta ódýrt og skrifa þaö svo niður hjá sér hvað munur- inn sé mikill. Þetta er sjálfsagt gert til að létta þeim lífið á ferðalaginu en svekkja þá því meir þegar heim kemur. Eða hvemig halda menn að flölskyldulífið gangi fyrir sig yfir matborðinu þegar sólarlanda- faramir flagga verðmiðunum hver framan í annan í hvert skipti sem þeir gleypa matarbitana. Það verð- ur dýr hver bitinn og spuming er hvort fólk tími almennt að borða þegar það hefur gert sér grein fyrir okrinu hér heima. Annars er fáránlegt af Neytenda- samtökunum að halda að íslenskir ferðalangar séu önnum kafnir við það í útlöndum að framkvæma verðkönnun. íslendingar hafa ann- að við tíma sinn að gera. Þeir eta og drekka á veitingahúsum og ganga ekki á mifli matvörubúða til að kaupa ódýrt. íslendingar fara til útlanda til að eyða peningum og hafa það gott en em ekki að svekkja sig á verðmun frá einu landi til annars. Er ekki svekkelsið nógu mikið hér heima? Svo er annað. í útlöndum fá menn ekkert nema ómeti. Fransk hor- mónabuff og óætar kartöflur. Eru kartöflubændur ekki búnir að upp- lýsa að mörgum tonnum af inn- fluttum kartöflum hafi veriö fleygt vegna þess að þær vom óætar eftir aö þær vom innfluttar á lágmarks- verði? Hvað er að marka verðkönn- un á óætum matvörum í útlandinu og úrvalslambakjöti hérlendis? Dagfari veit ekki betur en að annar hver sólarlandafari lendi í maga- kveisu og gubbupest þegar hann hefur lagt sér til munns einhvem óþverra í strandhúsunum. Enda er þaö svo að íslendingar taka yfir- leitt með sér mat héðan að heiman þegar þeir ferðast og þeir leggja það á sig að dvelja í stúdíóíbúðum sem anga af harðfiski og hangikjöti og sviðasultu frekar en að éta þarlend- an mat og eiga þaö á hættu að hggja fárveikir í matareitrun. íslending- ar flyfla semsé með sér dýra mat- inn til að þurfa ekki að kaupa ódýra matinn! Og hvað er svo unnið viö það þótt íslendingar framkvæmi verð- könnun í útlöndum? Ekki breytist verðlagiö hér heima við það! Út- lönd eru útlönd og ísland er ísland. íslenskir stjómmálamenn standa fast viö bakið á landbúnaðinum og sjálfir ráðherrarnir eru um þessar mundir í söluherferð fyrir lamba- kjötið. Ekki fara þessir menn að lækka vöruverðið hér heima þótt lægra vöruverð finnist í útlöndum. Manni er sagt að útsölukjötið renni út eins og heitar lummur og varla fara menn að leggja niður lamba- kjötsframleiðsluna miðað við allar vinsældirnar. Og hafa menn skoöað launin hjá Spánverjunum sem lepja dauðann úr skel? Þaö væri svo sem í lagi aö lækka vöruverðið hér heima ef launin lækkuðu í leiðinni. Menn éta eins og þeir hafa efni á og Neyt- endasamtökin verða að bíta í það súra epli aö þjóðin er á móti því að lækka vöruverðið vegna þess aö þá lækka launin. Islendingar standa með sínum mönnum og sín- um dýra mat. Annað er óþjóðlegt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.