Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. Utlönd Fjöldamorð í Frakklandi Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, og unnusta hans, Liani. Þau munu ganga í það heilaga í kvöld. Símamynd Reuter Papandreou í hnapphelduna Óöur maður skaut í gær til bana íjórtán manns í þorpinu Luxiol í austurhluta Frakklands í gær, þar á meðal móður sína og systur, áður en lögreglu tókst að grípa hann. Blóðbaðið, sem stóð yfir í hálftíma, hófst síðdegis í gær þegar maðurinn, Christian Domier, sem er 31 árs, skaut á og særði föður sinn og drap dýralækni sem var staddur á býli fjölskyldu mannsins. Móðir hans hringdi í lögregluna og gat varað hana við áður en hún féll sjálf fyrir hendi sonar síns. Því næst beindi hann byssunni að systur sinni sem gekk í hjónaband síöasta laugardag. Maðurinn stökk upp í bifreið og ók um götur bæjarins og skaut á alla sem á vegi hans urðu. Þar á meðal stúlku sem sat í bifreið og systkini sem voru á hjólum sínum á bæjar- torginu. Sjónarvottar segja að sonur borgarstjórans hafi skotið Dornier í hálsinn með haglabyssu en þrátt fyr- ir það hafi hann haldið áfram að skjóta fólk. Herþjálfaðir lögreglu- menn skiptust á skotum viö hann og tókst að særa hann og grípa. Líf hans er ekki sagt í hættu. Níu manns særðust í þessu fjölda- morði sem er hið blóðugasta í Frakklandi síðan 1978. Þá voru tíu manns skotnir til bana á bar í Mar- seille. Domier var lýst sem skapþungum manni sem aldrei hefði yrt á nokk- urn mann. Eyðing ósonlags- ins yfir norður- skautinu Bandarískir vísindamenn teija að mengun hafi leitt til eyöingar ósonlagsins yfir norðurskautihu sem og suðurskautinu. Þetta kemur fram í grein í bandaríska vísindatímaritinu Nature sem kemur út í dag. í greininni er þó geflð í skyn að hvemig ósonlagiö liggi yiflr norðurskautinu geri það að verk- mn að það sé minni hætta á eyð- ingu þar en í ósonlaginu yflr suð- urskautinu. Þar segir að eyðingin á norðurskautinu eigi sér stað í mun meiri hæð yfir jörðu en yfir suðurskautinu. Virðist það benda til þess aö ósonlagið þar sé ekki eins viðkvæmt fyrir mengun og ósonlagið yfir suðurskautinu. Nokkrir vísindamenn frá há- skólanum í Wyoming-fylki í Bandaríkjunum stóðu fyrír rann- sóknum á eyðingu ósonlagsins yflr norðurskautinu. Fóm rann- sóknirnar fram yflr Kiruna í norðurhluta Svíþjóðar. Sagði David Hofinann, leiðtogi hópsins, að með notkun skanna sem settir voru um borð í loft- belgi heföu þeir orðið varir eyð- ingar ósonlagsins. Greinileg eyöing ósonlagsins yfi noröurskautinu er mjög lítil, sagði Hofmann, eða um um þjú prósent .miðað við um fimmtíu prósent yfir suðurskautinu. Keuter Andreas Papandreou, fyrrum for- sætisráðherra Grikklands, gengur í það heilaga í kvöld þrátt fyrir yfirvof- andi rannsókn á meintri aðild hans að hneykslismálum. Ástarævintýru Papandreous, sem er sjötugur, og hinnar þrjátíu og fjögurra ára Dimi- tru Liani, fyrrum flugfreyju, hneykslaði marga í Grikklandi og er taliö eiga þátt í tapi sósíahstaflokks- ins í þingkosningunum nýveriö. Pap- andfeou fékk skilnað frá bandarís- kættaðri eiginkonu sinni, Margréti Chant, tveimur dögum fyrir þing- kosningarnar sem fram fóru þann 18. júní. Þau höfðu verið gift í rúm- lega þijátíu ár. I fréttum dagblaða segir aö hjóna- vígslan muni fara fram í kirkju í Ekali, úthverfi Aþenu, þar sem þau hjónaleysin búa. Engin opinber til- kynning hefur þó verið gefin út varð- andi brúðkaupiö. Gestalistinn er stuttur og hafa grísk dagblöð skýrt frá því að ekkert bama Papandreous og Margrétar, en þau eru ijögur, verði viðstatt vígsluna. Hin nýja stjórn í Grikklandi, sam- steypustjóm íhaldsmanna og banda- lags^vinstri manna og kommúnista, hefur það að markmiði að rannsaka meinta aðild fyrrum embættismanna Papandreou-stjómarinnar að fjár- málahneyksh er varðar Krítar- banka. I næstu viku mun gríska þingið ganga til atkvæöagreiöslu um sérstaka nefnd sem kanna skuli aðild Papandreous að þessu máh. Stjómin fékk á sunnudag heimhd til að lyfta friðhelgi forsætisráðherrans fyrr- verandi sem og fjöguma annarra fyrrum háttsettra embættismanna ríkisstj ómarinnar. Hætta er á að brúðkaupsferð þeirra Papandreous og Liani verði eitthvað snubbótt því að nefndin getur hve- nær sem er kallað hann th yfir- heyrslu. Reuter Reuter Hreinsaö til eftir fjöldamorðin í Luxiol í Frakklandi í gær. Símamynd Reuter 'J ■ Helgarmarkaður DV ■ Helgarmarkaður ■ Helgarmark LÆKJARKJÖR Brekkulæk 1 - sími 35525 - OPIÐ - Fimmtudaga 9.00 - 18.30 Föstudaga 9.00 - 19.00 Laugardaga 10.00 - 13.00 Kvöldsala til kl. 23.30 SELJAKAUP 1 - Kleifarseli 18, s. 75644 - Opið laugardaga 10-16 Mikið vöruúrval - Góð þjónusta - SVEINSBÚÐ Bræðraborgarstíg 43 - sími 14879 ADIAa Föstudaga til kl. 19. Ur ltl« Laugardaga kl. 10-14. Nautakjöt - svínakjöt - folaldakjöt í úrvali Fransmann franskar, kr. 138 Nautahakk, 1. fl„ kr. 650 kg Mjólk, 1 I, kr. 61 Nautahakk, 2. fl„ kr. 520 kg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.