Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skál vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. júlí nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytiö Leðursófasett hornsófar og borð í miklu úrvali. Við erum í > NUTIÐ IfUSGOGN Faxafeni 14, s. 680755. Útlönd______________________i> Bush í Ungverjalandi: Býður aðstoð „Það er enginn vafi á því að við stöndum nú á þröskuldi nýrra tíma,“ sagði Bush Bandaríkjaforseti í ræðu sem hann hélt í Búdapest í Ungverja- landi í gær. Forsetinn, sem var í op- inberri heimsókn í Ungverjalandi, bauð ráðamönnum þar aðstoð Bandaríkjanna til aö vinna að efna- hagsumbótum í landinu á svipaðan hátt og hann gerði í heimsókn sinni til Póllands fyrr í vikunni. í báðum þessum löndum eiga sér nú stað miklar breytingar í lýðræðisátt og hafa þau leitað aðstoðar hjá Vesturl- öndum til að rétta við efnahag sinn. Forsetinn lagði til að settur yrði á laggirnar tuttugu og fimm milljón dollara sjóður í Ungverjalandi sem yrði til styrktar einkaframtakinu í landinu. Þá sagði hann að Ungverjar myndu nú njóta bestu viðskiptakjara viö Bandaríkin og viðskipti þjóðanna yrðu auðveldari en áður. „Við getum unnið saman,“ sagði forsetinn í ræðu sinni í gær. Hann lagði áherslu á, eins og hann gerði í Póllandi, að framundan væru erfiðir tímar fyrir þjóðina. „En í fyrsta Bandarísku (orsetahjónin ásamt nokkrum ungverskum námsmönn- um. Símamynd Reuter skipti er rifa komin í járntjaldið," sagði forsetinn, „og Ungverjaland er þar í fararboddi." Nemeth, ungverski forsætisráð- herrann, hafði áður gefið Bush gaddavírsbút úr girðingu þeirri sem var á milli Austurríkis og Ungverja- lands, táknræna gjöf um niðurrif jámtjaldsins. Eftir viðræður sínar við ráðamenn í Ungveþalandi og ávarp til náms- manna hitti Bush að máli fulltrúa stjórnarandstöðunnar. „Heimsókn Bush er mjög mikilvæg fyrir Ung- verjaland,“ sagði Gyorgy Kadar úr Ungverska lýðræöishópnum. Full- trúar stjómarandstöðunnar eiga nú í viðræöum við ráðamenn um fjöl- flokkakerfi sem ætlað er að komist á í Ungverjalandi. Bush hélt í morgun áleiðis til París- ar þar sem hann tekur þátt í leið- togafundi sjö helstu iðnríkja heims sem hefst á morgun. í kveðjuávarpi sínu sagði hann að því nútímalegri sem efnahagur Ungverjalands yrði því stærri þátt myndi landiö eiga í þróun nýrrar Evrópu. Bandaríkjamenn munu nú án efa leggja áherslu á sameiginlega efna- hagsstefnu Vesturlanda gagnvart Póllandi og Ungveijalandi í kjölfar heimsóknarBushþangað. Reuter Bush Bandaríkjatorseti og Rezso Nyers, (ormaður ungverska kommúnistaflokksins, takast í hendur. Tveggja daga opinberri heimsókn Bush til Ungverjalands lauk í morgun. Símamynd Reuter Aukablað um ferðalög innanlands Miðvikudaginn 26. júlí nk. mun aukablað um ferðalög innanland fylgja DV. Meðal þess sem fjallað verður um er: útihátíðir um verslunar- mannahelgina, fjaldvagnar og hjólhýsi, segl- brettasiglingar, Qallaskíði og öræfaferðir - auk þess sem ferðamöguleikar um land allt verða kannaðir. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið fýrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til fimmtudagsins 20. júlí nk. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 Tillaga um afvopnun kynnt í dag James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Atl- antshafsbandalagið myndi form- lega kynna tillögu um fækkun hefðbundinna vopna í dag, nær tveimur mánuðum fyrr en áætlað var. Baker tilkynnti þetta í Búda- pest þar sem Bush Bandaríkjafor- seti hitti ungverska ráðamenn á öðrum degi heimsóknar sinnar þar. í tillögu Atlantshafsþandalags- ins, sem leggja átti fram í Vín 7. september, er hvatt til að fækkað verði í herliði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Evrópu í 275 þús- und hermenn. Einnig er hvatt til að fækkað veröi flugvélum, skrið- drekum og herbOum. Baker sagði að í tillögunni, sem í aöalatriðum var samþykkt á leið- togafundi Atlantshafshandalagsins í maílok, kæmi fram aö aðildarrík- in vildu að orrustuþotum yrði fækkað í 5.700 og orrystuþyrlum í 1.900. í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagöi að með því aö leggja fram afvopnunartillöguna núna myndi Sovétríkjunum vonandi gefast tækifæri til að svara formlega þeg- ar samningaviðræðumar hefjast á ný í Vín í september. Tilkynning Bakers gefur til kynna að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins hafi leyst innbyrðis deilu um hversu mikil fækkun eigi að vera í hverju ríki fyrir sig. Bret- ar og Frakkar hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja að þeim flug- vélum þeirra sem geti borið bæði hefðbundin vopn og kjarnorku- vopn verði fækkað. Bush Bandaríkjaforseti, sem fyrst kynnti afvopnunartillöguna á fundi Atlantshafsbandalagsins í maílok, hefur sætt gagnrýni fyrir að gefa í skyn að samkomulag kunni að nást við Varsjárbandalag- ið eftir sex mánuði eða innan árs. Margir sérfræðingar lita á þá tímaáætlun sem pólitískt bragð til að þrýsta á Gorbatsjov. En Baker sagði í gær að það að tillagan skyldi borin fram núna sýndi fram á að tímaáætlun Bush væri ekki út í hött. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.