Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. Spumingin Heldurðu að umfjöllun fjölmiðla geti verið ærumeiðandi? Guörún Ragnarsdóttir: Já, það hugsa ég. Sveinbjörn Sigurjónsson: Það er ég alveg viss um. Birgir Schiöth: Já, það getur hún verið. Valentínus Guðnason: Já, fjölmiðl- amir vilja oft fara út í viðkvæm málefni. Þeir mættu oft vera tillits- samari. Eyrún Gísladóttir: Já, ég tel að um- íjöllunin geti verið ærumeiðandi. Ragnar Steinarsson: Já, hún getur verið það. Lesendur_________________ Afnotagjald ríkisútvarpsins: Óþarfa plokk Kjarri skrifar: Nú þegar dýrtíðin er aUt að drepa og maður hefur ekki lengur undan að borga aUa reikningahrúguna um hver mánaðamót finnst mér óþolandi að geta ekki sagt upp ríkisútvarþinu og sjónvarpinu nema láta innsigla tækiö mitt. Þar með get ég ekki notað myndbandstækið eða horft á Stöð 2. Mér finnst skrítið að þurfa að borga 18 þúsund á ári í afnotagjöld fyrir nokkuð sem ég nota aldrei. Ég horfi hvorki á ríkissjónvarpið né hlusta á ríkisútvarpið - aldrei. Stöð 2 og Bylgjan eða Stjaman nægja mér full- komlega. Mig munar um 18 þúsund á ári. Ég gæti gert margt þarflegra við þann pening en borga fyrir það sem ég nota ekki. Þetta er fáránlegt. Svo er ekki einu sinni hægt að segja ríkisútvarpinu upp nema með þriggja mánaða fyrirvara. Ég ræð því sjálfur hvort ég borga af Stöð 2 eða ekki, rétt eins og ég ræö því hvort ég borga áskrift af DV eða ekki. En ríkisbáknið heimtar sitt, alveg sama hvort þú notar það eöa ekki ... og hvað er svona merkUegt og nauösynlegt við ríkisútvarpið sem réttiætir það að hver eigandi tækja þurfi að borga síhækkandi afnota- gjöld þegar aðrar stöðvar sjá hlust- endum eða áhorfendum fyrir alveg jafngóðu efni? Svarið er: Nánast ekkert. Menn á borð við Ómar Ragnarsson, Pál Magnússon o.fl. á Stöð 2 og Þorgeir Ástvaldsson, morgunmann á Bylgj- unni, era engir byijendur í útvarpi og sjónvarpi. Þvert á móti, þeir era í flokki þeirra bestu sem völ er á og miklu skemmtilegri og áheyrilegri en ríkisliðið. Einkastöðvarnar eru því ekkert krakkahð sem bjóða upp á lakara efni en gengur og gerist hjá ríkinu, þvert á móti miklu betra í mörgum tilfellum. Það er því kominn tími til að ríkið hætti þessu óþarfa plokki af þeim sem aldrei nota ríkismiðlana. Þeir sem vilja og nota eiga að borga, aðrir ekki. Ríkið gæti sparaö stórfé með því aö draga úr óþarfa útþenslu ríkis- útvarps og sjónvarps þegar aðrir geta sinnt hlutverkinu - og það vel. Laugardalslaugin er vinsæl meöal landsmanna en heldur er ógaman að lokast þar inni. Saga úr Laugardalslaug: Klæddu sig í myrkri Ein utan af landi skrifar: Fyrir nokkrum vikum var ég með tveimur vinkonum mínum í Reykja- vík og við ákváðum að skella okkur í Laugárdalslaugina. Þetta var á laugardegi og eins og flestir vita er lauginni lokað klukkan sex. En við „dreifbýlisstúlkumar" höfðum enga hugmynd um það. Viö áttmn okkur því einskis iUs von þegar skyndilega var tilkynnt að klukkan væri orðin sex og nú yrðu aliir að drífa sig upp úr. Við hlýddum auðvitað strax. Þegar viö komum inn í húsið var búið að loka flestum sturtunum og biðröð hafði myndast við þær sem eftir vora. Við lentum aftast í röðinni og þurftum því að bíða lengi eftir að geta þvegið okkur. Og ekki voram við fyrr komnar inn í klefa og búnar að opna skápana en öll ljós voru slökkt og tilkynnt að nú væri búið að loka. Við urðum því að klæða okkur í myrkrinu sem er ekki mjög auðvelt. Það tókst þó að lokum og þegar við loks komumst fram var klukkan orðin fimmtán eða tuttugu mínútur yfir sex. Vinkonur mínar þurftu þá að hringja og láta sækja sig því aö þær áttu ekki peninga í strætó. Við stóð- um viö símann þegár kona nokkur, sem er starfsmaður laugarinnar, kom og spurði hvem andskotann við væram að gera hér. Við ættum að vera famar fyrir lifandi löngu. Við sögðum henni eins og var en hún hlustaði ekki á okkur. Þegar við höfðum lokið við að tala í símann ætluðum við að fara út en þá var búið að læsa dyrunum. Við biðum lengi þohnmóðar í anddyrinu en konan var hvergi sjáanleg. Loks kom hún fram og fór að laga til í af- greiðslunni. Við báðum hana kurt- eislega aö hleypa okkur út en hún þóttist ekki heyra það, hélt bara áfram að laga til. Seint og um síðir kom annar starfs- maður (mun vingjamlegri) og spurði hvort viö værum læstar inni. Þá fyrst virtist konan taka eftir okkur og hún spurði hvort okkur þóknaðist nú loksins að fara út. Síðan hleypti hún okkur út um starfsmannadyr með þeim ummælum að við skyldum flýta okkur meira næst. Máhð er bara að það verður ekkert næst, við höfum fengið nóg af dónalegu starfsfólki. Sölu á Kaiser verði haldið áfram Gunnar Gunnarsson hringdi: Ég vh harðlega mótmæla þeirri ákvörðun ÁTVR að hætta sölu á Kaiser-bjómum. Að mínum dómi er þetta langbesti bjórinn. Mér finnst fáránlegt að samningum við Kaiser hafi veriö sagt upp vegna þess að þeir gátu ekki staðið við að láta okkur fá bjórinn í dósakippum. Við eigum að drekka bjórinn úr flöskum eins og siðaöir menn en ekki dósum. Ég vh hér meö skora á forstjóra ÁTVR að endurskoöa þessa ákvörð- un sína. Stöð 2 er alveg nóg fyrir Kjarra. Hvað höfðingj- arnir hafast að Sveitamaður skrifar: Eitt af þeim málum sem mikið hafa verið rædd undanfarin misseri, hæði í flölmiðlum og manna á meðal, eru áfengiskaup vissra manna sem trúað hefur verið fyrir hinum ábyrgðar- mestu störfum í samfélaginu. Þar hafa forréttindin margumdehdu greinhega sýnt hvers konar tíma- skekkja þau eru. Það sem furðulegast og jafnframt átakanlegast er siðblinda manna sem þarna eiga hlut að máh. Sumir þeirra hafa haft vit á því að hafa lágt um þetta - þegja - en aðrir, s.s. fyrrver- andi forseti Hæstaréttar og fyrrver- andi forseti sameinaðs þings, hafa barið sér á brjóst og sagt að þeir hafi ekkert aðhafst sem athugavert eða ámæhsvert sé og séu hvitþegnir og flekklausir. Sá síðamefndi var m.a. svo ósvífinn að flytja umræðuna um stráksskap sinn inn á sjálft Al- þingi á sl. vetri, væntanlega til þess að sannfæra þingmenn um hvað „höfðingjar" eigi að hafast að. Það sem þessum mönnum virðist vera hulið er það að vissar ábyrgðar- stöður kreflast þess að þeir sem þær skipa séu vammlausir og hafi raun- sætt síðferðismat, líka gagnvart eigin gerðum. Hæstiréttur í lýöræðisríki verður að vera stofnun sem almenn- ingur getur treyst, slíkt er vald hans, og th þess að geta dæmt í annarra sök verður maður sjálfur að gera greinarmun góðs og hls - og vera allsgáður. Enn gilda ákveðnar reglur um klæðaburð á ýmsum skemmtistöðum, þar á meðal i Glæsibæ. Ekki hleypt inn í gallapilsi Júhus hringdi: Laugardaginn 8. júh brugðum við hjónin okkur í bæinn og ætluðum á dansleik í Glæsibæ um kvöldiö, en við eram af Suðumesjunum. Þegar við komum að skemmti- staðnum var kona nokkur í röðinni á undan okkur sem átti ekki að hleypa inn því hún var í gallabuxum. Sneri hún sér þá við og benti á kon- una mína sem var í gahaphsi. Hófst nú hehmikið stapp sem endaði með því að við hjónin urðum að fara frá. Mér finnast reglumar, sem banna gallafatnað á skemmtistöðum,' orðn- ar löngu úreltar því hér er um rán- dýran fatnaö að ræða, cngin verka- mannafót. Oft era gahaphs alls ekki síðri en pils úr öðrum efni. Reglumar eru hreinlega fáránlegar. Okkur fannst mjög leiðinlegt að þurfa að fara frá því við stundum ekki Glæsibæ að staðaldri en höfðum heyrt að mikið af fólki af Suðumesj- um ætlaði sér að hittast þar þetta kvöld. Fjallaluffur töpuðust Sigurður hringdi: Esjunni eða þær hafa gleymst f bfl Þann 10. júní fór ég upp á Esju sem við fengum far með frá Móg- með félögum mínum. Ég var þá svo ilsá að Langholtsvegi við Sunnut- óheppinn aö tapa flallalúffum. org. Lúffumar eru rauöar og bláar, Þeir sem eitthvað vita um lúff- með dökkbláu loöfóðri. umar mínar geta hringt. í síma Lúffumar týndust annaðhvort á 83839.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.