Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 15
 t f s i ‘jií jst : í . í:' vr'j'n'r FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. 15 Hugleiðingar Um þessar mundir er verið að kjósa um kjarasamninga farmanna. Kosning stendur yfir í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur vegna kjarasamninga farmanna. Þar greiða farmenn atkvæði, að ég held, eftir bestu samvisku en þar kennir margra grasa. Þegar skoðaður er kjarasamning- ur bið ég menn að skoða samning- inn mjög vandlega áöur en þeir greiða atkvæði. Til að byija með er tímalengd samningsins fáránleg. Samið er um kaup og kjör í tvö og hálft ár eða til ársloka 1991 í óða- verðbólgu < sem er ógnvekjandi. Alltaf er farið í sama farið ár eftir ár, alltaf sama niðurstaðan, sömu lélegu grunnlaunin. Nú hefur það gerst að þegar kjarasamningur farmanna var gerður að ný vinnubrögð voru viö- höíö af hálfu formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur og samninga- nefndar SR sem ég er mjög ósáttur við. Þar er reynt að koma samning- um í gegn af þeim sjálfum en ekki af mönnunum sem kjósa þá. Sú stefna hefur ekki verið í þessu félagi fyrr. Hvað er að gerast? spyrja menn, sem er mjög skiljanlegt. Það skulu farmenn spyija formann félagsins, Guðmund Hallvarðsson, um. Þvi verður hann sjálfur að svara en ekki ég. Mín skýring er ósköp einfóld. Sem trúr félagsmaður svara ég ekki, því ég stend sem vörður í nafni félags- ins sem farmaður í 19 ár. Kjallariim Jóhann Páll Símonarson er í trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur Kæri ég mig ekki um að höfuð Sjómannafélags Reykjavíkur falli í sömu póhtísku gröf og verkalýðs- forkólfar hafa fallið í að undan- fömu. Myndi slíkt gerast í lýðræð- islegum ríkjum yrðu þeir verka- lýðsforkólfar byltingunni að bráð. Þó ekki Ögmundur Jónasson sem hefur hvað harðast barist fyrir málefnum launafólks, en þótt ári illa fyrir honum í byrjun er ég sannfærður um að þar er kominn nýr foringi launafólks sem á eftir að skila miklum árangri ef hann heldur áfram á sömu braut. Þá skelfur ríkisstjóm þessa lands inn- an tíðar. Það sem er að gerast í dag er að flokksíhlutun ákveðinna póhtískra flokka er orðin einn helsti skað- valdur í íslenskum verkalýðsfélög- um sökum þess að ef menn reyna að tróna á tindinum getur falhð orðið hátt ef blásið er skart. Til að spyma við fótum í þessum málefnum verða menn að taka höndum saman og stoppa þetta glapræði. Það furðulegasta í þessu máh, sem aldrei hefur komið upp á borð- ið fyrr, er að birt er meðaltalskaup- tafla yfir skipverja. Spyija má for- mann Sjómannafélags Reykjavík- ur hvort einhver félagi SR taki laun eftir meðaltalskauptaxta. Byijunarlaun háseta fyrir samn- inga er 35.516 krónur en í lok samn- ingstímabils 31. desember 1991 verða þau 43.066 krónur. Spyija mætti formann SR hvort hann teldi þessi grunnlaun viðunandi þegar samningstímabih lýkur. í framhaldi af þessu vil ég fá svör við eftirfarandi: Hvers vegna voru kröfur ekki lagöar strax fram þegar samningur var felldur? í öðru lagi, hvers vegna var boð- uðu yfirvinnubanni frestað? í þriðja lagi, hvers vegna var samningstími svona langur eða til 31. desember 1991 sem í reynd eru um tvö og hálft ár? Að lokum, ef miðað er við þau vinnubrögð sem að framan greinir tel ég heppilegt að skipt sé um for- mann Sjómannafélags Reykjavík- ur og stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur þegar kjörtímabhinu lýkur sökum mikhs slappleika. Jóhann Páll Símonarson „Kæri ég mig ekki um að höfuð Sjó- mannafélags Reykjavíkur falli í sömu pólítísku gröf og verkálýðsforkólfar hafa fallið í að undanförnu.“ Þegar ég verð stór... Leggja þarf áherslu á að börn leysi deilur án valdbeitingar. Undanfarin ár hefur fólk víða um heim tekið höndum saman th þess að vekja athygli á þeirri geigvæn- legu hættu sem mannkyninu stafar af vigbúnaðarkapphlaupi stórveld- anna. Á tímum tæknivæðingar og framfara á flestum sviðum er „hrópað“ á frið í heiminum svo að við og afkomendur okkar þurfum ekki að lifa í skugga styrjaldar. Alhr menn kjósa að lifa í heimi réttlætis þar sem thhtssemi og samlyndi auðgar mannlífið og verði sérhverjum eftirsóknarverð- asta lífsformið. Til að varðveita friðinn leggja friðarhópar áherslu á að börn séu þjálfuð í að leysa deilur sem upp koma milh þeirra án valdbeitingar, þ.e.á.s. að báðir dehuaðilar geti vel við unað og að fullorðna fólkið sé fyrirmynd þeirra við lausn dehna. Vegna þess að æskan í dag verður þegar fram í sækir fuhorðnar manneskjur sem axla ábyrgðina og þurfa að takast á við úrlausnarefni framtíðarinnar. Þessi áhersluþáttur hefur mikla þýðingu til varðveislu þeirra mannréttinda að geta lifað án kúg- unar og undirokunar sem vald- beiting hefur í fór með sér. Deilur manna á milli Ástæðurnar fyrir dehum manna á mhh eru margvíslegar og ahtof oft verður smámál að stórmáh. Sem betur fer leysast dehur oftast nær farsællega en þegar svo er ekki koma afleiðingarnar ósjaldan niður á þeim sem síst skyldi, þ.e.a.s. börnunum. Má þar nefna sundrung heimha, fjölskyldur tvístrast og vinir skhja. Er hægt að draga úr deilum? Er hægt að koma í veg fyrir að smámál verði að stórmáh þannig að deilur myndist ekki? Já, t.d. ef menn einblíndu ekki um of á ókosti annarra, vegna þess að á meðan við erum manneskjur hefur sér- hver manneskja sína kosti og ókosti, það sem einn hefur annan skortir. Væri ekki eðhlegra að ein- Kjállarinn Guðmunda Kr. Þorsteinsdóttir fóstra stakhngar reyndu að taka saman höndum, leyfðu kostunum að njóta sín, þannig upphefja þeir hver ann- an. Það dregur úr ókostum og sam- eiginlega næðu þeir enn frekar ætlunarverki sínu. Er hægt að draga úr afleiðingum dehna og þeim sárindum sem ahtof oft fylgja þeim? Já, ef menn minnt- ust þess að tíminn sem hðinn er kemur ekki aftur, það sem okkur varð á í samskiptum viö aðra eða það sem við gerðum á hlut annarra verður ekki aftur tejdð. Ef við sett- um það í eins konar skjóðu færu mistök okkar í skjóðu fortíðar. Að vera að burðast með slíkt á bakinu eða í handarkrikanum gerir okkur erfitt fyrir að gera framtíðaráætl- anir - sagt er að dagurinn í dag sé framtíðin og dagurinn á morgun sé nútíðin - og torveldar okkur að takast á við lífið í nútíð, að lifa á hðandi stundu. Gert er ráð fyrir að börnin þrosk- ist frá tímabih th tímabhs, ef þau gera það ekki er tahð að eitthvað sé að. En hvað um fullorðna fólkið sem á að vera fyrirmynd bamanna og kenna þeim ríkjandi viðmið og ghdi samfélagsins? Lokaorð Nútíma fólk lifir á öld hraðans og streitunnar þar sem einstakling- amir heyja baráttu fyrir daglegri afkomu sinni og em því verr á sig komnir th að eiga í dehum sín á milli. Þar sem vinnan er veigamikhl þáttur í lífi hvers manns er oft erf- itt að skhja á mhli heimihs og vinnustaðar. Ekki má gleyma þvi að starfsvettvangur er ekki undan- skihnn dehustaður. Flestir eru það lausir við hugar- angur sem dehur valda að þeir geta skihð afleiðingar dehnanna eftir heima eða á vinnustað eftir því hvar deht er. Ef við eigum að geta ahð bömin okkar upp með friðarhugsjón að leiðarljósi þurfum við hinir full- orðnu að byrja á okkur sjálfum. Sérhver manneskja þarf að sjá th þess að deilum manna á mhh linni sem fyrst og eigi sér sem farsælast- an endi. Það er eðlhegt að vinum, samstarfsfélögum og fiölskyldu- meðhmum sinnist, en þá er jafn- eðhlegt og nauðsynlegt að fiahað sé um dehumáhð á jafnréttisgrund- velh. Sættir ættu að nást ef dehuað- har vhja það og eins ef grundvöhur vináttusambandsins eða sam- starfsins er byggður á traustum grunni. Á þann hátt alast börnin okkar upp við að skoðanaágrein- ingur sé eðlhegur þáttur í sam- skiptum manna og eins á hvern hátt við leysum hann valdbeiting- arlaust. Ég hef áður sagt að barni sé líkt við htinn sólargeisla, barnið vex, fuhorðnast, hverfur sólargeishnn þá? Nei, hann er innri maður hvers manns. Hægt er að túlka sólargeisl- ann þannig: Geishnn er hlýjan og kærleikur- inn sem býr í manninum. Sólar- birtan er vonin. Mennirnir geta gefið hver öðrum von með orðum og eða athöfnum sínum. Sóhn er orkugjafi. Mennirnir eru hlaðnir orku. Það er sú orka og sameiningarmáttur sem við þörfn- umst nú th þess að eiga von um að æskan í dag segi eitthvað á þessa leið: Ég vona að ég geti stuðlað að friði manna á milli hvar sem ég verð í heiminum og hvað sem ég mun verða þegar ég verð stór. Guðmunda Kr. Þorsteinsdóttir Ef við eigum að geta alið börnin okkar upp með friðarhugsjón að leiðarljósi þurfum við hinir fullorðnu að byrja á okkur sjálfum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.