Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Sérhagsmunir ofar öllu Fólk hugsar lítið um óáþreifanlega hagsmuni, sem það hefur af, að áþreifanlegir sérhagsmunir tröllríði ekki sameiginlegum hagsmunum. Þess vegna er þrýst- ingur af hálfu sérhagsmuna yfirleitt miklu öflugri en þrýstingur af hálfu hinna, sem verjast sérhagsmunum. Til dæmis er mjög erfitt að verjast óskum um beinan og óbeinan stuðning við 120 fjölskyldur, sem lifa af loð- dýrarækt, af því að þar er um áþreifanlega sérhags- muni að ræða. Kostnaðurinn við stuðninginn dreifist á 250.000 manns, sem fmna ekki fyrir þessu hver og einn. Á þennan hátt hefur verið byggt upp kerfi til stuðn- ings hefðbundnum landbúnaði. Það hefur gífurleg áhrif á sérhagsmuni þeirra, sem kerfisins njóta, en þynnist út, þegar kostnaðurinn dreifist á skattgreiðendur í heild. Fólk rís því ekki upp gegn hinu dýra styrkjakerfi. Þótt margir verði varir við óréttlætið í að sameiginleg- ir hagsmunir verða yfirleitt að víkja fyrir sérhagsmun- um, draga þeir ekki þá ályktun, að hamla verði gegn sérhagsmununum, heldur hina, að reyna að fmna eitt- hvert svið, þar sem þeir geti sjálfir notið sérhagsmuna. Þetta er óskin um að fá hlutdeild í herfanginu, sem myndast við, að Stóri bróðir tekur til sín umtalsverðan hluta af fjármunum þjóðfélagsins og dreifir þeim á nýj- an leik, sumpart til félagslegra þarfa, en einkum þó til sérhagsmuna, sem hafa góðan aðgang að ríkiskerfmu. Stundum leiðir þetta til sérkennilegrar niðurstöðu, svo sem komið hefur í ljós í deilunni um, hvort hús- næðismálastjórn hafi, aldrei þessu vant, hlunnfarið sér- hagsmuni landsbyggðarinnar í úthlutun fjármagns til byggingar íbúða, sem kallaðar eru félagslegar. Sjálfvirkir hagsmunagæzlumenn strjálbýhsins með alþingismenn í broddi fylkingar hafa mótmælt harð- lega. Þeir hafa bent á, að nýja úthlutunin muni auka mjög vinnu í byggingariðnaði í Reykjavík og í Reykja- neskjördæmi, en draga úr slíkri vinnu annars staðar. Þessi viðbrögð stafa meðal annars af, að mjög auð- velt er að sjá hagsmuni þeirra, sem hafa atvinnu af byggingaframkvæmdum. Hins vegar gleymast hags- munir hinna, er eiga fasteignir utan Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmisins, sem þeir geta ekki losnað við. Stuðningur við byggingaframkvæmdir á landsbyggð- inni hefur víða leitt til, að verðgildi eigna, sem fyrir eru, hefur falhð stórlega. í sumum tilvikum hafa þær orðið óseljanlegar og standa jafnvel ónotaðar. Á sama tíma er verið að byggja nýtt til að búa til vinnu. Svo virðist sem hagsmunir byggingariðnaðarins séu áþreifanlegir og hafi áhrif á æsing og gerðir stjórn- málamanna. Hins vegar virðast hagsmunir húseigenda, sem eru þó mun fleiri á hverjum stað, ekki vera áþreif- anlegir og því ekki jafna út hina hagsmunina. Breiðustu og dreifðustu hagsmunir þjóðarinnar eru óáþreifanlegir hagsmunir neytenda og skattgreiðenda, almennra kjósenda. Þetta eru líka um leið hagsmunirn- ir, sem mest er traðkað á, þegar stjórnmálamenn og embættismenn eru að velja sérhagsmuni til að þjóna. Meðan fólk neitar að veija hina ótalmörgu litlu hags- muni sína sem neytendur og skattgreiðendur, en vih klífa fjöh til að krækja í hlutdeild í herfangi sérhags- muna, mun íslenzka lýðveldið halda áfram að vera eins konar sjálfsafgreiðslustofnun sérhagsmuna. Raunar hafa kjósendur sjálfir ákveðið og eru að ákveða, að ástandið skuh vera eins og það er. Meðan svo er, má ekki búast við skorðum við sérhagsmunum. Jónas Kristjánsson íslendingar búa við einhæfa verðmætasköpun. Evrópa án landamæra Árið 1958 lögðu framsýnir menn fyrst til að Evrópa yrði án landa- mæra. Við upphaf ársins 1993 ræt- ist sýn þeirra. Viðleitni til samein- ingar hefst þá fyrir alvöru. Þetta skeður ekki þrátt fyrir misjafna efnastöðu þjóðanna sem hlut eiga að máli heldur einmitt vegna þess að þær sjá að stöðuna má jafna mefetilkomu sameiginlegs markað- ar Efnahagsbandalags Evrópu. Hindranirog tollar felldir niður Landamærahindranir og tollar verða felldir niður á milh aðildar- rikjanna. Tæknilegar reglugerðir, iðnaðarstaðlar og opinber gjöld verða samræmd. Nú er söluskattur í EBE-löndum 12-25%. Stefnt er að því að minnka bilið í 14-20% og lík- legt er að neytendur knýi fram enn frekari jöfnuð með því að beina við- skiptum tíl svæða með lægstan söluskatt. Samræmingin við til- komu þessa 320 milljón neytenda markaöar mun spara EBE-löndum jaftrarði 400 milljarða marka ár- lega. Bætt skipulag framleiðslu, rekstrar og markaðssetningar mun lækka kostnað fyrirtækja og auka möguleika þeirra til fjárfestingar. Spáð er að aukin samkeppni innan EBE muni leiða til 6% almennrar verðlækkunar, hagvöxtur muni aukast um 4,5% og 1,8 milljónir nýrra atvinnutækifæra skapast við tilkomu frjáls markaðar með vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl. Auknir vaxtarmöguleikar í efna- hagslífinu, lægra verðlag og aukinn kaupmáttur neytenda í EBE-lönd- unum mun bæta samkeppnisfæmi þeirra út á við. Rætt er um sameig- inlegan gjaldmiðil og seðlabanka. Hjá aðildarríkjum EBE ríkir vilji til að opna bandalagið út á við þrátt fyrir allt. Þjóðirnar sjá að efnahag- ur Bandaríkjanna og Japan er það samofmn að Bandaríkjamenn yrðu á móti því að EBE beittí Japani „sjálfviljugum" takmörkunum í útflutningi þeirra til EBE. Banda- lagsríkin horfa til Austur-Evrópu sem stórs framtíðarmarkaðar og telja sig betur búin en önnur ríki til að hefja þar viðskipti fyrir al- vöru. Margar tungur og fjölbreytt menning Enginn sér af öryggi fyrir afleið- ingamar af samruna efnahags- kerfa Evrópuríkja. Samt hafa þegn- ar þeirra og stjómmálamenn sérs- taklega haft áræði til að vinna að sameiginlegum markmiðum. Hindranir og efasemdir eru marg- Kjallariim Jón Sveinsson verkamaður ar. Þjóðirnar tala margar tungur og menning þeirra er fjölbreytt. Enskt réttarkerfi er t.d. vart sam- rýmanlegí réttarhefð meginlands- ins. Sá árangur sem þegar hefur náöst er því mikill. Menn óttast miðstýringu, menningarflatn- eskju, aukiö hlutfall láglaunastarfa hjá minna þróaöri Evrópuþjóðum og hnignun velferðar. En samræm- ing félagslegrar þjónustu er þegar á dagskrá hjá EBE. Hjálp til sjálfs- hjálpar mun sitja fyrir sænskri for- sjárhyggju. Thatcherisma í félags- málum hefur þegar verið hafnað af meginlandsþjóðum. Án aukinn- ar verðmætasköpunar er þó víðast hvar ekki grunnur fyrir efnalegri velferð. íslendingar eru vel menntuð þjóö sem býr við óafsakanlega einhæfa verðmætasköpun, er háð utanrík- isviðskiptum og lifir því tíðar og miklar efnahagssveiflur sem alltaf virðast koma flatt upp á menn og brugðist er við með sömu aðferðun- um. Jafnvel með aukinni arðsemi höfuðatvinnuveganna mun þjóðin ekki geta haldið vestrænum lífs- skilyröum komi ekki tíl annað tveggja: iðnvæðing íslands eða fólksflótti úr landi. Hið síðara er þegar hafið. Við erum að tapa iðn- og faglærðu fólki sem ætti að vera frumkvöðlar í uppbyggingu væru því skapaðar aðstæður til athafna. En stjómmálamenn okkar ríg- halda í forneskju og einangrun- arviðhorf, jafnvel þeir yngstu. Ein- ungis Flokkur mannsins hefur gert inngöngu í Efnahagsbandalag Evr- ópu að stefnumarki. Fjórflokkamir keppast við að afneita EBE á sann- færandi hátt en slá alltaf vamagla til að geta bæði sleppt og haldið. Alhr vilja afla upplýsinga en eng- inn virðist vita til hvers. Þurfum djarfa heildarstefnu Farsælar afleiðingar póhtískra ákvarðana er ekki hægt að tryggja. Það kemur að því að eins góðar upplýsingar til ákvarðanatöku og yfirleitt eru mögulegar verða fáan- legar. EBE samstarfið er það þróað að sá tími er kominn. Jafnvel þó að póhtísk ákvörðun um að óska eftir aðild að EBE lægi fyrir í dag ásamt langtímamarkmiðum myndu samningar og aðlögun að þeim loknum taka nokkur ár. Vera má að eftir könnun kæmi í ljós að viö inngöngu myndum við tapa meira en við ynnum. En á meðan ekki hefur verið reynt skulda and- stæðingar EBE fylgjendum þess rökstuddan valkost leiðar til að koma í veg fyrir að ísland verði aftur efnahagslegt og síðan menn- ingarlegt jaðarsvæði. Viö þurfum djarfa heildarstefnu til langs tíma fyrir fiölbreytta iðn- aðaruppbyggingu sem taki mið af þörfum nútímasamfélags og hvern veg þær muni þróast. Takist okkur að meta þróunina rétt og finna leið- ir til að fullnægja þeim þörfum sem henni fylgja munum við geta stundað umfangsmikil utanríkis- viðskipti. Þannig munum við geta bætt kjör og byggt upp velferð. Aðild Islands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu yrði væntanlega einn af meginþáttum slíkrar stefnu. Unga fólkið, erfingjar þessa lands, hefur hæfni og vilja til þessa verks. Gefiö því tækifæri áður en aðrar þjóðir bjóða í vannýtta starfskrafta þess. JónSveinsson „ Jafnvel með aukinni arðsemi höfuðat- vinnuveganna mun þjóðin ekki geta haldið vestrænum lífsskilyrðum komi ekki til annað tveggja: iðnvæðing ís- lands eða fólksflótti úr landi. Hið síðara er þegar hafið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.