Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. JtJLÍ 1989. 5 DV Melrihlutinn á Skagaströnd: Eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð MeiriMuti sveitarstjómar Skaga- strandar hefur gert athugasemdir við skrif og orð Adolfs. Berndsen, fyrrverandi oddvita. Eftir að fulltrú- ar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks mynduðu meirihluta á Skagaströnd hefur Adolf, sem er annar af sveitastjórn- arfulltrúum Sjálfstæðisflokks, verið í minnihluta. Adolf hefur nýverið sagt af sér sem oddviti. í bréfi meiri- hlutans segir: „Nýr meirihluti var myndaður fyr- ir rúmu ári þegar shtnaði upp úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Þá var Adolf gerð grein fyrir þeirri breytingu sem orðin var. Jafnframt var honum gert ljóst að hann hefði ekki stuðning umrædds meirihluta. Þá var ítrekað farið fram á afsögn oddvitans enda eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð að oddviti sé forsvarsmaður meirihlutans. Markmið þessarar meirihluta- myndunar var ekki að hefja neinn á stall eða rífa af stafli eins og Adolf hefur látið hafa eftir sér, heldur að samræma skoðanir og krafta þeirra sem treystu sér til að vinna saman af heilindum. Eftir að Adolf skaut máfl sínu til félagsmálaráðuneytisins og fékk þann dóm að hann „mætti“ sitja út kjörtímabilið þar sem hann hafði verið kjörinn til fjögurra ára, voru afsagnarmál hans ekki rædd frekar á hreppsnefndarfundum. Hins vegar starfaði meirihlutinn áfram af full- um krafti enda kom það hvergi fram í úrskurði Félagsmálaráðuneytisins að óheimilt væri að mynda meiri- hluta um annað en stuðning við titt- nefndan Adolf. Þótt oddvitakjör og afsagnarmál væru ekki til umræðu reyndi meiri- hlutinn að gera oddvdta ljóst hver raunveruleg staða hans væri. Til þess voru gerðar ýmsar bókanir og ályktanir. Eins og fyrr getur vdrtist Adolf þó þurfa rúmt ár til að átta sig á stöðunni. Alla tíð var samkomulag um það í meirihlutanum að fara ekki út í svo harkalegar aðgerðir að samþykkja vantraust á oddvitann, þótt hann láti nú sem öll mannréttindi hafi verið brotin á honum eftir að hann tók sjálfur ákvörðun um að segja af sér.“ -sme Skagafiörður: Hlöðuball eftir riðuhreinsun - EM deild Alþingis lék fyrir dansi Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkrókú „Þetta byijaði eiginlega sera brandari. Það kom upp riða hér svo vdð þuríitum að hreinsa öll útíhúsin og einhver fór að gantast með að þegar vdð værum búin að skrúbba hlöðuna að innan væri kjörið að slá upp bafli. Þetta var hreint ekki svo gafln hugmynd, sérstaklega þar sem systír Páls er í tfljómsveit á Egilsstöðum sem við fengum öl að koma og spila,“ sagði Guðmunda Kristjánsdóttir á Halldórsstöðum í Seyluhreppi í Skagafirði en hún og maður hennar, Páll Pálsson, stóðu fyrir bafli eitt laugardagskvöldið í júlí. Ekta hlöðuböll gerast æ sjaldgæf- ari en á annað hundrað manns kom á skemmtunina á Halldórsstöðum sem var hin fjörugasta og stóð til rúralega fjögur um nóttína. „Mér er sagt að fleiri hafi komið hingaö en á dansleik í Miðgarði sama kvöld. Fólk kom úr sveitinni hér, frá Hólum, utan af Sauðár- króki og framan úr Lýtingsstaða- hreppi kom heilmikið liö á hestum. Þeir voru margir sem komu ríðandi á hlöðuballið sem tókst ákaflega vel,“ sagði Guðmunda húsfreyja og svona í lokin má geta þess að hijómsveitin, sem lék fyrir dansin- um, heitir Efri deild Alþingis. Bond í Bíóborginni Sextánda og nýjasta myndin um James Bond, Leyfið afturkallað, verður frumsýnd í Bíóborginni í kvöld. Mun aðsókn að myndinni er- lendis þegar vera orðin meiri en fyrri mynda um 007. Sú hefð hefur skapast að Lions- klúbburinn Ægir sér um undibúning frumsýninga James Bond mynda hérlendis. Mun að þessu sinni vera sérlega vandað til. Verður boöið upp á ljúfar veitingar, Halli og Laddi koma fram, hinn íslenski James Bond mætir á staðinn ásamt fogrum fljóðum og Bjartmar Guðlaugsson skemmtir ásamt leynigesti. Miðasala hefst kl. 16.30. Húsið verð- ur opnað kl. 20 en sýning myndarinn- ar hefst kl. 21. Miöaverð er kr. 750 og rennur allur ágóði af frumsýning- unni óskiptur til líknarmála. -GHK Feröamálaár Evrópu: ísland gerist aðili Evrópubandalagið og EFTA-ríkin munu á næsta ári standa fyrir „Ferðamálaári Evrópu". Hefur sam- göngumálaráðherra nú ákveðið að Island gerist aðili að ferðamálaárinu en markmiðið með því er að vekja athygli á ferðaþjónustunni sem at- vinnugrein, þýðingu hennar í efna- hags- og félagslegu tilliti og jafnframt að móta nýjar leiðir og áherslur í ferðaþjónustunni. Fréttir Sverrir Hermannsson. Isabel Allende. Tnor Vilhjalmsson. Blómleg bóka- tíð fram undan Allt útlit er fyrir að á komandi haustí verði bókaútgáfa með allra blómlegasta mótí, hvort sem litið er til íslenskra fagurbókmennta, þýðinga eða ævisagna. Á þessu stigi eru útgefendur að vísu fremur þegjandalegir en þó hefur DV áreiðanlegar heimildir fyrir því að meðal jólabóka.verði nýjar skáldsögur eftir Thor Vil- hjálmsson, Svövu Jakobsdóttur, Einar Kárason, Pétur Gimnarsson og Vigdísi Grímsdóttur, ef tfl vill einnig Steinunni Sigurðardóttur. Ný smásagnasöfn eftir Hrafn Gunnlaugsson og Sveinbjörn Bald- vinsson verða á bókamarkaði, svo og ljóðabækur eftir Stefán Hörð Grímsson, Gyrði Elíasson og Sig- mund Erni Rúnarsson, að ógleymdri heildarútgáfu á ljóðum Dags Sigurðarsonar. Lífshlaup þekktra manna Gefin verða út verk eftir marga erlenda úrvalshöfunda, til dæmis Garcia Marquez, Shusaku Endo, Patrick Suskind, Doris Lessing, Isabel Allende, Salman Rushdie, Anatólí Rybakov og nýbakaðan nóbelshöfund, Naguib Mahfouz. Nokkrir höfundar sitja nú sveitt- ir við að skrá lífshlaup þekktra manna og kvenna. DV hefur fengið staöfest að meðal þeirra síðar- nefndu séu Guðmundur J. Guð- mundsson, Sverrir Hermannsson, Davíö Oddsson og Ævar Kvaran, en óstaðfestar fregnir herma að einnig séu í vinnslu ævisögur Ing- ólfs Guðbrandssonar, Kristjáns Jó- hannssonar, Valgerðar Bjamadótt- ur og „eiginkonu þekkts embætt- ismanns úr utanríkisþjónustunni“. Á flestum útgefendum er að heyra að þeir muni gefa út svipað- an fjölda bóka og í fyrra og reyna að halda verði í lágmarki. A næstu dögum mun DV segja frekari tíö- indi af jólabókaútgáfunni. -ai. Færð á hálendinu: Fleiri leiðir eru ófærar en færar Flestir hálendisvegir eru ófærir. Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlitsmað- ur segir að þeir vegir sem eru færir séu mun færri en þeir sem eru ófær- ir. Ástandið er einna best á Norð- austurlandi. Fært er í Öskju að norð- anverðu. Eins er fært í Kverkfjöll. Þá er fært á mifli Öskju og Kverk- fjalla ef ekið er yfir nýju brúna á Jökulsá. Kíölur er fær sunnan Hveravalla. Norðurhlutinn er fær jeppum. Vegurinn er víða blautur og varásamur þess vegna. Fært er í Eldgjá úr Skaftártungu. Vonast er til að Fjallabaksleið í Land- mannalaugar verði fær um næstu helgi. Ófært er bæði um Kaldadal og Sprengisand. Þá er ófært í Laka. Um síöustu helgi var flogið yflr Sprengisand. Mat þeirra sem þar voru á ferð er að 10 til 15 prósent af efsta hluta Sprengisandsleiðar séu enn undir snjó og meiri snjór er á Fjallabaksleið nyrðri. -sme AFMÆLISTI LBOÐ BÍIAR tilefni af 10 ára starfsafmæli bílasölunnar getum við nú boðið nokkur eintök af nýjum og ókeyrðum Nissan Sunny og Toyota Corolla iiftback bíium á einstaklega hagstæðu verði og' með góöum greiðsluskilmálum. Sýningarbílar á staönum til reynsluaksturs. Ath. Notaðir bílar teknir upp í. Opið laugardaga kl. 10.00-17.00 Bílasalan ilSKEIFAN l||: Skeifunni 11 I 108 Reykjavík sími: 689555 -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.