Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Viðtalið Forn kveðskap- ur og kenningar - Nafn: Jón Magnússon Aldur: 62 ára Staða: Sýslumaóur í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu ,.Hér áður fyrr lék ég golf tölu- vert en það hefur að mestu af- lagst. Tiltölulega stutt er síöan lagður var goIfvöEur hér í Stykk- ishólmi en ég tók ekki upp fyrri golfæfingar við þaö. Ég er nú samt félagsbundinn í golfklúbb- num og læt það duga,“ segir Jón Magnússon settur sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu. Hann hefur verið skipaður í embætti sýslumanns fiá 1. ágúst næstkomandi. Jón er Austfirðingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur á Eski- firði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1946 og emb- ættisprófi í lögum árið 1952. Jón hefur starfað í Stykkis- hólmi í 27 ár, fyrst sem fulltrúi og síðar sem aðalfulltrúi eftir að fulltrúarnir urðu tveir. Áður starfaði hann í tíu ár á lögfræði- stofu í Reykjavík. „Vissulega hvarflaði að mér að fara út í almenn lögfræðistörf en margt varð til þess að ég afréð að flyfjast hingað. Starf sýslu- manns er afar flölbreytt og skemmtilegt. Mesta þjónustan er í kringum sjávarplássin flögur hér á Nesinu. Mannlíf hér er mjög gott og uppgangur mikill.“ Snorri og Egill mestir Jón segist hafa gaman af úti- veru og gönguferöum. Mest segist hann fara með vinum og kunn- ingjum á flöll. Engir sérstakir staðir eru í uppáhaldi heldur fari þetta mest eftir því hvemig viör- ar og vindar blása. „Ég hef álltaf lesið mikið og held mikið upp á íslendingasög- umar. Fornbókmenntimar eru að minu mati það besta sem skrif- að hefur veriö á íslensku og standa verk Snorra Sturlusonar upp úr. Reyndar hef ég meiri ánægju af fornum kveðskap en skáldskap og er Egill Skalla- Grímsson þar fremstur í flokki. Hallgrímur Pétursson var mikið skáld og sama má segja um Jónas Hallgrímsson. Af seinni tíma skáldum, sem ég hef dálæti á, má nefna Einar Benediktsson og Stein Steinarr." Jón segist sjálfur aldrei hnoða saman vísu og gæti það ekki þó mikiö lægi við. „Mér tækist aldrei aö leysa höf- uð mitt með kvæöi eins og Egill geröi foröum.“ Norræn tónlist Jón segist hafa nokkurn tónlist- aráhuga og mest hlusti hann á sígfldu meistararana. „Ég hlusta mikiö á norræna tónsnillinga eins og Sibelius og Grieg. Af íslenskum tónskáldum hef ég mest álit á Jóni Leifs og ég tel ekkert íslenskt tónskáld meira. Jón er kvæntur Katrínu Sigur- jónsdóttur og eiga þau átta börn og sautján baraaböm. -JJ Fréttir_______________ Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra: Sjálfsagt að ræða vanda svínabænda „Ég hef séð það vera að gerast að svínabændur séu að komast í ákveöna erfiðleika. Því er ekki nema sjálfsagt að setjast niður með þeirra forsvarsmönnum og skoða þaö sem þeir hafa fram að færa. Þetta hlýtur aö skoðast í ljósi nýrra upplýsinga. Reyndar hef ég ekki nýjar upplýsing- ar um afkomu þeirra," sagði Stein- grímur J. Sigfússon landbúnaðar- ráöherra í samtali við DV aðspurður um viðbrögð stjórnvalda vegna óskar Svínaræktarfélags íslands um við- ræður vegna markaðs- og verðlags- mála stéttarinnar. „Ég veit ekki hversu langt þeir hafa þurft að pína verðið niður en hef he'yrt að þaö hafi farið niður fyr- ir framleiðslukostnað." - Er hugsanlegt að endurgreiðslu- hlutfall stjúrnvalda á söluskatti verði aukið? „Ég get ekki tjáð mig um aðgerðir fyrirfram. Endurgreiðsluhlutfóllin eru mismunandi og hafa tekiö breyt- ingum. Hins vegar erum viö bundnir flárlögum að því leyti. En ég mun taka þessi mál til umræðu eins fljótt og tími gefst til,“ sagði Steingrímur. Álfasteinn í Borgarfirði eystra: Líparítkúlur og lukkusteinar Signrn Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödurn: Margskonar skrautgripir úr grjóti og eðalsteinum eru framleiddir í Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Um 70-80% af hráefninu eru fiörugrjót, innfluttir steinar eru um 1% og hitt eru borgfirskir skrautsteinar. Flugfélag Austurlands og Ferða- málaráð buðu nýlega til skoðunar- ferðar um Austurland í tilefni af 25 ára afmæli hins síðarnefnda. Leið- sögumaður var Rúnar Pálsson, flug- vallarstjóri á Egilsstöðum. Stefnan var tekin út Hérað, sveigt fyrir Ós- flall og Njarðvík og lent á Borgarfirði eystra. Þar var byrjað á að skoða stein- iöjuna Álfastein sem frekar mætti flokka undir hstiðnað. Fram- kvæmdastjóri Álfasteins, Helgi Arn- grímsson, tók á móti hópnum á flug- velhnum og var ekið út í þorpið sem heitir Bakkagerði. Þar búa nú um 170 manns og útgerð og fiskvinnsla ber uppi atvinnulífið. Fyrir 7 árum stofn- aði Helgi fyrirtækið Álfastein og þar vinna nú 12 manns, þar af eru sex í hálfu starfi. Þama eru búnir til hvers kyns skrautgripir úr grjóti og eöal- steinum. Um 70-80% af hráefninu eru flömgrjót, innfluttir steinar eru um 1% og hdtt eru borgfirskir skraut- steinar. Vinnsluferlið er þannig fyrir flöru- grjótið að fyrst er steinninn sagaður í sneiðar sem síðan eru sagaðar í Hann er sagður mikill happa- og gæfusteinn. Þá finnst á Borgarfirði ein gerð steina sem hvergi er finnanleg ann- ars staöar í heiminum. Það em svo- kallaðar hparítkúlur. Helgi sagði þær geta oröið allt að metri í þver- mál. Nú er verið að rannsaka þær hjá sérfræðingum því að ekki er vitað hvernig þær myndast. Af því tilefni verður gerður út þyrluleiðangur til að ná góðum kúlum. Að sjálfsögöu er fundarstaður þeirra algert leynd- armál. Helgi við vinnu á verkstæðinu. Helgi Arngrímsson og nokkrir þeir munir sem unnir eru i Álfasteini. rétta lögun. Þá er sneiðin slípuð og síðan þakin með límpappír sem á er kalkerað munstur. Það er skorið í pappírinn, hann rifinn af og myndin sandblásin á steininn. Eitt og annað er framleitt úr flörugijótinu. Má þar nefna klukkur, veggskildi, dyraskildi og verðlaunagripi af ýmsu tagi. Nú nýlega er hafin framleiðsla á leg- steinum. Framleiöslan fer út um allt land og útlendingar sækja mikiö í að skoða verksmiðjuna. Gestir vora alls rúmlega 5 þús. í fyrrasumar. Af er- lendum steinum vakti mesta athygli dökkfiólublár ametyst frá Brashíu. Sandkom dv Óli sleipur i Matador Þaðfórvíst ekki framlijá neinumum daginnaðDav- íðkeyptiBreið- vangafóla Laufdal. Sem hluta afborg- uiannilétDav* íðafhendilóðir viðAðalstræti ogTúngötu. Þar hyggst Óh jafovel reisa hótel i framtíðinni. Þeir sem eru kunnugir þeim ágæta leik, Matador, muna eflaust að þessar tvær götur eru með þeim dýrari í spilinu. Sérstaklega er þó dýrt að lenda á þeim ef búið er að reisa hús þar. Það er því ekki nema von aö hroll skuli sefla að sumum þegar spyrst að Óli ætli að reisa hótel á staðnum og eru sumir talnaglöggir menn farnir að reikna út hvað það kostar að lenda á götunum þegar hótel verður komið þar. Að sýna sig Þaðkom fram lathyglis- verðuviðtah viðÓlafLauf- dal vcitinga- manníhelg- arblaði DV að slúðriðferilla nieðnítnu Oli nefncUaö stundum þyrftuþekktir menn að sýna sig á almannafæri til aö taka af allan vafa um að þeir væru ekki í fangelsi eða dauðir. Hefur D V frétt aö Hlemmur og sundlaugamar séu sérstaklega vinsælir staðir til þess. Þá má vera aö þarna sé komin skýr- ing á fjölmiðlaást sumra ráöherra. Koma KR-ingar úrfelum? KR-ingareru óvenjubjart- ; sýnir núna enda gengi liða- ins i 1. deiid knattspyrn- unnarharla gott.Þáerhðið komiðíundan- ui-'lii i hikar- : keppninni og búastsannir stuðningsmenn hðsins við miklu þar. Það er oröið æði langt síöan KR- ingar unnu til einhverra meiri háttar verðlauna en það mun hafa verið áriöl968. Nú bregöur s vo við að Framarar óska einskis heitar enaðmætaKR- ingum í úrshtum bikarsins enda skil- ar það miklum telflum í kassann. Framarar hafa nefnilega komist að þv( að ef til þessa bikarúrslitaleiks kemur muni að öllum likindum þús- undir KR-inga koma úr felum og mæta á völlinn. Þessir sömu KR- ingar hafa nú verið í felum í nánast 20 ár. Situr Þjóðhátíðin í Eyjamönnum? Ennumbik- arkeppnina. Semkunnugt erleikaKRog ÍBVsamaní undanúrshtum ogferleikurinn framíEyjumí vikunni eftir verslunar- mannahelgina. Eyjamennhafa af þessu miklar áhyggjur enda töl- fi-æöileg staðreynd að gengi ÍBV- liðsins er aldrei gott á eftir Þjóðhátíð. Hefúr verið haft á orði að fýrstu tvær til þijár vikumar eftír Þjóðhátíð sc höið „þunnskipað“ og litið um vam- ir. Má þó vera að lausn hafi fengist á þessu því sem kunnugt er verða nýjar fangageymslur teknar í notkun fyrir Þjóðhátíð. Munu sumir dyggir stuðn- ingsmenn Eyjaliösins gjaman vilja aö þær verði notaðar undir „æfinga- búðir“ fyrir leikmenn á meðan aðrir Eyjamenn dundi sér við leik og störf í Heijólfsdal. Það er bara spurning hvort Sigurlás Þorleifsson, þjálfari þeirra Eyjamanna, felst á þessa iausn. Umsjón: Sigurður M. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.