Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR’25.'JÚLÍ'1989. ■ 3 Fréttir m Harðræði í fiskeldi í Noregi: íslendingar geta orðið undir í samkeppninni segir Ragnar Haugan hjá norska útflutningsráðinu Björg Eva Erlendsdóttír, DV, Osló „Nú þurfum viö aö komast betur inn á nýja markaði,“ sagöi Ragnar Haugan í norska útflutningsráðinu fyrir eldisfisk í Þrándheimi. „Viö bindum miklar vonir við jap- anska markaðinn sem hefur veriö í miklum vexti aö undanfómu. Ég held ekki að offramleiösla sé ástæðan fyrir verðlækkunum á eldisfiski í Evrópu og Bandaríkjunum að und- anfcrnu." Ef áfram harðnar á dainum telur Haugan að íslendingar geti orðið undir í samkeppninni við Norðmenn um markaði. „Við Norðmenn framleiðum helm- ingi meiri lax en þið smáframleið- endumir allir til samans. Mikil reynsla og nákvæmt gæðaeftirlit styrkir líka stöðu Norðmanna gagn- vart öðrum útflytjendum.“ Haugan segir að fregnir af verð- hruni á eldisfiski, sérlega á frönskum markaði, séu mjög yfirdrifnar. Franski markaðurinn er mikilvægur hluti af heildarútflutningi Norð- manna og þrátt fyrir nokkurn þrýst- ing og verðlækkanir er salan mjög góð og verðið þolanlegt enn þá. En ef verðið lækkar enn meir getur það vissulega leitt til gjaldþrota hjá fyrir- tækjum sem nú þegar eiga við rekstr- arerflðleika að stríða. Allmikil lækk- un hefur orðið á Bandaríkjamarkaði, bæði á laxi og urriða, en svo virðist sem sömu áhrifa gæti þar og í Frakklandi. Vonir standa til aö verð- ið hækki þar með haustinu, segir Haugan án þess aö geta fært nein rök fyrir þeirri bjartsýni. „Okkar mikilvægasta verkefni framundan er að styrkja stöðu okkar á nýjum mörkuöum og halda uppi sem fullkomnustum gæðurn," segir Ragnar Haugan í útflutningsráðinu sem er hiuti af sölufélagi norskra eldisfiskframleiðenda, Fiskeopp- drettefnes falgslag í Þrándheimi. Hressar konur á ferð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það er óhætt að segja að það hafi veriö nokkuð létt yfir hópi vestfirskra kvenna sem DV hitti á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki á dögunum. í ljós kom að þar voru á ferð konur frá ísaflrði, Súgandafirði, Hnífsdal og fleiri stöðum á Vestfjörðum og þetta var einungis hiuti 23 kvenna þaðan sem höfðu verið í „húsmæðra- orlofi“ á Norðurlandi. Þegar DV bar að biðu þær eftir flugi heim á leið eftir vel heppnaða ferð. Ferð þeirra var skipulögð af Hótel Áningu á Sauðárkróki en hótehð býður upp á það sem kallað er „Sælu- dagar Áningar“ og er það boð fyrir félagasamtök, starfsmánnafélög og samtök aldraðra víðs vegar um landið. „Þetta er búið að vera alveg æðis- legt,“ sögöu konurnar einum rómi. „Það versta var að við fórum á ball og það voru engir karlar þar!“ og þessu fylgdi mikill hlátur. Hluti vestfirsku orlofskvennanna á flugvellinum á Sauðárkróki. DV-mynd gk Samsetning eigna í sjóði að baki Skammtímabréfum 32,5% Spariskírteini ríkissjóðs Öruggustu verðbréfin á markaðnum, Ríkis- sjóður íslands greið- andi. 67,5% Skuldabréf banka og sparisjóða Skuldabréf útgefin af bönkum og stærstu sparisjóðunum. Teljast því með öruggustu verðbréfunum á mark- aðnum. Hvað stendur að baki verðbréfasjóðnum þínum? KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sími 686988

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.