Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Menning Eins og sagt var frá í síðustu viku er allt útlit fyrir að komandi bóka- vertíð verði vænleg, hvort sem litið er til fagurbókmennta eða nytja- bóka. Útgefendur eru að vísu ekki allt of fúsir að gefa upp hvaða bækur þeir ætla að gefa út í haust, meðal annars vegna þess að um þetta leyti árs eru margir höfundar, einkum þeir sem skrifa viðtalsbækur, að skila handritmn sínum. Með hjálp nokkurra útgefenda og áreiðanlegra heimildarmanna má þó draga upp sæmilega skýra mynd af bókaútgáfu haustsins ’89. Þeir útgefendur sem DV talaði við sögðust annaðhvort ætla að gefa út sama fjölda bóka og í fyrra, eða ívið færri, svo ætla má að áður en árið er hðið muni yfir 300 nýjar bækur líta dagsins ljós. Ekki virtust útgefendur vera á einu máli um það hve mikið bækur þyrftu að hækka í verði milli ára. Ami Kr. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Máls og menningar, sagðist halda að útgefendur mundu veigra sér við að hækka bækur um meira en 10% en Örlygur Hálf- dánarson, forstjóri Amar og Örl- ygs, var efins um að útgefendur hefðu efni á slíkri „góögerðastarf- semi“, eins og hann nefndi það. „Það er jú frumskilyrði að fá upp í kostnað," sagði hann. Ef við lítum, fyrst á fagurbók- menntir er nokkuð víst að eins og á undanfömum ámm verða mestu umsvifin hjá Máli og menningu og Iðunni. Komplett Dagur Sig Ámi Kr. Einarsson staðfesti að Mál og menning mundi gefa út nýjar skáldsögur eftir Thor Vil- hjálmsson, Einar Kárason og Bjöm Th. Bjömsson og þar að auki sex nýjar ljóðabækur, meðal annars eftir Stefán Hörð Grímsson og Gyrði Elíasson. Einnig gefur forlagið út heildar- útgáfu á ljóðum Dags Sigurðarson- ar. Fleiri íslensk skáldrit vildi Ámi ekki nefna að sinni en upplýsti að meðal þýddrá verka yrðu ný bók Isabel Allende, Eva Luna og Bömin við Arbat eftir sovéska rithöfund- inn Anatólí Rybakov, sem kemur til landsins í tilefni útgáfunnar. Kölskakver eftir Salman Rushdie hefur einnig verið bendlað við Mál og menningu, en Ámi vildi hvorki játa því né neita aö sú umdeilda bók væri inni í myndinni hjá þeim. Ami sagði hins vegar að ein af þeim bókum sem þeir hlökkuðu mest til að gefa út væri ferðasaga þeirra Þorbjöms Magnússonar og Unnar Jökulsdóttur, sem síðastlið- in átta ár væra búin að vera á sigl- ingu um öll heimsins höf. Viðamest útgáfubóka Máls og menningar verður samt Upprana- Sveinbjörn Baldvinsson tekur við bókmenntaverðiaunum úr hendi Doris Lessing árið 1986. Báðir þessir S höfundar munu eiga nýjar bækur á íslenskum jólabókamarkaði. orðabók Ásgeirs Blöndals Magnús- sonar, sem gefin verður út í sam- vinnu við Háskóla íslands. Loks vildi Ámi nefna að í haust yröu fleiri bamabækur gefnar út hjá Máh og menningu en nokkru sinni fyrr. Tveir þögulir Jón Karlsson hjá Iðunni vildi lítið segja um bókaútgáfu haustsins en staðfesti þó að gefin yrði út ný og „mögnuð“ skáldsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þess má einnig geta að í vor gaf Iðunn út nýja ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Vatns götur og blóðs. Heimildarmenn DV hafa fullyrt að von sé á nýrri ljóðabók eftir Steinunni Sigurðardóttur frá Ið- unni, einnig að ævisaga Kristjáns Jóhannssonar stórsöngvara sé í smíðum á vegum sama forlags, en ekki sé fullvíst hvort hún komist á markaö fyrir jól. Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu var þögull sem gröfin um útgáfuna þar á bæ. Heimildir DV herma þó að von sé á nýrri skáldsögu eftir Svövu Jakobsdótt- ur á vegum Forlagsins. Aðrar heimildir benda einnig th þess að Forlagið muni gefa út nokkrar þýðingar úrvalsbók- mennta, meöal annars á mikilli metsölubók frá Þýskalandi eftir Christoph Ransmayr, þýðandi Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Kristján Árnason, á nýrri skáld- sögu eftir Marquez, Hershöfðing- inn í völundarhúsi sínu, á skáld- sögu eftir einn helsta rithöfund Japana, Shusaku Endo og loks á nýrri bók eftir Doris Lessing. Hrafn og Indriði Sigurður Valgeirsson, útgáfu- stjóri Almenna bókafélagsins, sagði að þeirra útgáfa yrði svipuð og í fyrra að magni. Af skáldritum nefndi hann tvö smásagnasöfn, annars vegar eftir Hrafn Gunnlaugsson, hins vegar eftir Sveinbjörn Baldvinsson, og ljóðabækur eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Birgittu Jónsdóttur og Steinunni Ásmundsdóttur. Einnig nefndi hann „mjög per- sónulegt" sagnfræðirit eftir Þór- unni Valdimarsdóttur um Snorra á Húsafehi og bók eftir Elínu Pálma- dóttur sem ber hiö skemmthega nafni Fransí biskví, og fjallar um frönsku íslandssjómennina. Umfangsmesta verk sem AB gef- ur út verður þó íslenskur Söguatlas upp á nokkur hindi, en undirbún- ingur að því verki hófst uppruna- lega á vegum bókaútgáfunnar Svarts á hvítu. Sigurður treysti sér ekki til að skýra frá þeim viðtalsbókum sem AB ætlaði að gefa út en heimildar- menn DV segja að meðal þeirra sé viðtalsbók Indriða G. Þorsteinsson- ar og Sverris Hermannssonar. Heimildarit og nytjabækur Sem endranær leggja Örn & Ör- lygur mesta áherslu á ýmiss konar heimildarit og nytjabækur. Forlagið gefur út Ijórða og síðasta bindi Reykjavíkurbókar sem jafn- framt er lykilbók. Höfundur er Ein- ar Arnalds. íslandshandbókin heitir annað mikið verk á vegum Arnar & Ör- lygs, en þar er um að ræða 6-700 síðna uppflettibók, byggða á Landinu þínu, íslandi. Af öðram uppflettibókum for- lagsins má nefna nýja útgáfu af Heimsmetabók Guinness og Lög- bókinni þinni, svo og nýja íslensk- enska viðskiptaorðabók. Flugsöguna frá stríðslokum er einnig að finna á bók frá Erni & Örlygi. Loks má geta tveggja ævisagna, Þorgeirs í Gufunesi, sem Atli Magnússon hefur skráð, og Ævars R. Kvaran, sem skráð er af Baldri Hermannssyni. Þýðingar úrvalshöfunda Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafehs, vildi lítið láta hafa eftir sér um útgáfu haustsins, nema að þar á bæ yrði gefinn út svipaður fjöldi bóka og í fyrra. Hann féllst þó á að upplýsa að meðal bóka sinna yrði fyrsta skáld- saga ungs höfundar, Einars Heim- issonar, Götuvísa gyðingsins. Ólafur fékkst hvorki til að játa né neita að Ómar Valdimarsson sæti nú við að skrifa ævisögu Guð- mundar J. Guðmundssonar jaka, til útgáfu í haust. Upplýsingar frá minni forlögum og einstakhngum um fyrirhugaða bókaútgáfu þeirra lágu ekki á lausu. Þó hefur DV áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að Pétur Gunnarsson muni sjálfur ætla að gefa út nýja skáldsögu sína. Manna á meðal er einnig mikið rætt um að von sé á „ævisögu“ Davíðs Oddsonar sem skrifuð er í óþökk hans af Eiríki Jónssyni, Tákn gefi út, sjálfsævisögu Ingólfs Guðbrandssonar, og viðtalsbók við Valgerði Bjárnadóttur, Frjálst framtak gefi út. Loks segja heimild- ir DV að verið sé að skrifa ævisögu íslenskrar sendiherrafrúar og get- um hefur verið leitt að því aö hér sé um frú Oddnýju Thorsteinsson að ræða. Ljóst er að mikið verður um þýð- ingar á verkum erlendra úrvals- höfunda á jólamarkaði. Setberg ætlar til dæmis að gefa út nýja bók eftir Singer, svo og eina þekktustu bók egypska nóbels- skáldsins Naguib Mahfouz, Skjald- borg heldur áfram að gefa út skáld- sögur Mayu Angelou, bókaútgáfan Bjartur gefur út nýjustu bók Patricks Suskind, Dúfuna, og nýja bók eftir Fay Weldon, Sveitasælu. Hér hefur verið stiklað á stóru um bókamarkaðinn. Frekari tíð- inda af honum er eflaust að vænta íloksumarleyfa. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.