Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Lesendur Um borð í Brúarfossi: Tímabær tilbreyting I Eimskipafélagsskipunum, Brúarfossi og Laxfossi, er afar þægilegur aðbúnaður og frábær þjónusta fyrir farþega, að mati bréfritara. Ánægður farþegi skrifar: Mér finnst ég ekki geta látið hjá líða að geta um afarþægilegan aö- búnað og þjónustu sem stendur til boða um borð í skipum Eimskipafé- lagsins, Brúarfossi og Laxfossi. Ég er einmitt nýkominn heim sem far- þegi með Brúarfossi frá Evrópu og naut ferðarinnar til hins ýtrasta. Þar er nú fyrst til að taka að far- þegaklefamir eru mjög rúmgóðir, með tveimur breiðum og góðum rúmum, sófa, skrifborði og stól, sjónvarpi og nægu skáparými og sérstoku bað- og snyrtiherbergi með hverjum klefa. Þá er sérstakur matsalur fyrir farþega og einnig setustofa. Einnig er um borö aðstaða til lík- amsræktar og nægir hún fyllilega þeim sem á annað borð stunda hana reglulega og vilja ekki láta hana falla niður þá daga sem siglt er. Góð „sauna“ er þar einnig. Á þilfari geta þeir sem vilja njóta sól- ar eða útilofts setið í sólstólum þeg- ar þannig viðrar. Áhöfn skipsins er samhent um að láta farþega finna að þeir séu ekki afskiptir og lífið um borð er afslappað og hvílandi. Matur er sá sami fyrir alla um borð en hann er bæði mikill og góður. Það var í sannleika tímabært að geta átt kost á að fara frá landinu eða koma heim með skipi. Ég valdi síðari kostinn og sé ekki eftir því. Einnig getur fólk tekið heila hring- ferð með eða án bifreiðar og enn- fremur farið af þar sem því þykir henta í þeim íjórum löndum þar sem skipið hefur viðkomu. Maður á vonandi eftir að fara í raunveru- lega „siglingu" aftur á þennan máta. Frakklandsdagskráin í sjónvarpinu: Rugl og tætingur Gunnar hringdi: Sjaldan hef ég horft á annað eins rugl í dagskrá sjónvarpsins og þegar ég álpaðist til að setjast niður til að horfa á rúmlega tveggja tíma langa útsendingu frá hátíðargöngu í beinni útsendingu frá París í tilefni bylting- arafmælis Frakka. Ég er þess fullviss að fyrir áhorf- anda á staðnum hefur þetta verið til- komumikið, ekki síst þegar Qugelda- sýningin hófst í næturkyrrðinni. En að bjóða áhorfendum upp á þetta í sjónvarpi er alveg út í hött. Þetta er kannski vel meint hjá dag- skrárstjóra sjónvarpsins - og ekkert „kannski‘‘ með það. Ég er þess næst- um fullviss að svo er - en þetta var alltof langdregið og í það heila tekið ekkert augnayndi. Góð bíómynd er það sem fólk vill sjá á síðkvöldi, sunnudagskvöldum, laugardags- kvöldum og reyndar öll kvöld. Og fyrir alla muni farið nú ekki að byrja á vandamála- og slysaþáttum eina ferðina enn. Afleiðingar vímu- efnaneyslu, drykkjuskapar, bifreiða- slysa og hvað þetta heitir allt saman. Svoleiðis þættir eru að verða þrúg- andi á þjóðinni. „Rógur“ gegn landbúnaði? Landsbyggðarmaður í Reykjavík skrifar: í útvarpinu, rás 1, var fyrir nokkr- um dögum þáttur um landbúnaðar- mál. Viðtal var þar við konu eina sem er aðstoðamaður landbúnaðaráð- herra. Þessi kona viðhafði stór orð um Dagblaðið Vísi og aðra þá fjöl- miðla sem „stunduðu róg um land- búnaðinn". - Nú væri nóg komið! o.s.frv., o.s.frv. Ég vildi bara koma því að að MÉR finnst nóg komið af þessari tilætlun- arsemi sem forsvarsmenn tófu- og rollubænda stunda með málflutningi sínum. Ég tek af heilum hug undir þau skrif sem t.d. DV hefur haft for- göngu um, einkum annar ritstjóri blaðsins, svo og utamíkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. Það verður með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir áfram- haldandi óstjórn í íslenskum land- búnaði og finna leið til að sætta sjón- armið landsbyggðarinnar, sem snúa að búskap og fólks á þéttbýlissvæð- um annars staðar á landinu. Með áframhaldandi fjáraustri og eftirlátssemi við íslenskan land- búnað stendur ekki steinn yfir steini í efnahag landsmanna. Það er þegar farið að örla á uppgjöf flestra þeirra sem nálægt stjórnun koma og telja á ábyrga fyrir fjárveitingum til land- búnaðarmála. Opinber könnun á matvælaverði: Enn ein sýndarmennskan Helga skrifar: Ég var að lesa um það í einu dag- blaðanna, Alþýðublaðinu að sjálf- sögðu, að viðskiptaráðuneytið hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands (vissi ekki einu sinni að sú stofnun væri til) að gera hagfræði- lega könnun á matvælaverði hér á landi. Bera á saman og kanna verð- myndun hér miðað við í nágranna- löndunum. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipt- ið sem þetta er gert. Margar slíkar kannanir hafa verið gerðar en lítið sem ekkert komið út úr þeim. Niður- stöður haía verið birtar en ekkert hefur verið aðhafst. Allir vita að skýringamar á okurháu verði á vör- um og þjónustu hér á landi má rekja til framleiðslu, dreifingarkerfis og hreinlega álagningar sem hér ér mun hærri en þekkist annars staðar á byggðu bóli. En er hinu opinbera svo leitt sem það lætur? Er ekki í hag hins opin- bera að halda verðlagningu í há- marki. Því hærri söluskattur og þeim mun hærri tollar og skattar sem koma í ríkiskassann. Talsmaður hins opinbera, sem er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, sagði í fréttinni að markmið áður- nefndrar könnunar væri að finna skýringu á hinu háa verði en hún yrði áreiðanlega ekkert einfold! - Já, það megum við bóka að þar hefur hann rétt fyrir sér, hún verður ekki einföld. Og áfangaskýrslu er svo að vænta í næsta mánuði og loka- skýrslu í október! Það er langt þang- að til. Það er líka eins gott fyrir hið opinbera - ekki fyrir okkur sem borgum brúsann. Sundlaugar á íslandi: Hvar ■ B ■ ,,Syndari“ skrifar: í tilefhi sundmeistaramóts ís- lands, sem haldið var x sundlaug- unum í Laugardal fyrir skömmu, finnst mér ég tilneyddur til að láta frá mér heyra. Mótið var haldið í einu íslensku boðlegu 50 metra keppnislauginm - útisund- laug þar sem oft er rok og rigning og talsverður kuldi. í maímánuði var hér haldið sundmót með erlendum þátttak- endum og var hrikalegt að sjá sundfólkiö í kuldanum og rokinu. Það þarf að bæta aöstööuna ef erlent sundfólk á að sjá einhvera tilgang í því að koma hingað. Ég reikna með að það verði erfitt. Það er löngu orðið tímabært að setja hér upp 50 metra innilaug sem ætti að geta þjónað almenn- ingi, sundíþróttinni og ekki síst sundkennslu. - Það er ömurlegt að horfa upp á sundkennslu fara fram, Ld, í bogalauginni við rennibrautina í Laugardal, í roki og kulda. Útisundlaugar eru „bakteríu- bæli“. Læknir hefur rannsakað sundlaugarnar í Laugardal og kora þar ýmislegt í ljós. Viðkom- andi læknir hefur látið eftir sér hafa að hann fari aldrei í Laugar- dalslaugina. - Margt fólk sera stundar útisundlaugar að stað- aldri á það til að fá í eyrun og slímhimna í nefi getur auðveld- lega sýkst. Þótt við eigum hitavatnsauð- lindir hlýtur eitthvaö að kosta að kynda allar þessar útisundlaug- ar. Að vetrarlagi skilar sér hvorki sundkennsla né sundþjálfun þeg- ar leiðbeinandi sér varla ofan í laugina fyrir gufu. - Yfirbygging- ar þurfa ekki að kosta milljónir á milljónir ofan. Það þarf t.d. ekki 2-3 m breiða steinveggi. Þaö á einfaldlega að byggja á ódýran hátt. Leitum ráða hjá nágranna- þjóöum okkar. Það er nær eins- dæmi aö byggðar séu útilaugar nema í hitabeltislöndum og á ís- landi. Þaö hlýtur að vera hægt aö reisa laug sem hægt er að nota sem innilaug á vetrum en útilaug í „sólarlandaveöri" okkar íslend- inga. 13 Kennarar! Kennara vantar að Grenivíkurskóla. Aðalkennslu- grein: Stærðfræði í 7. og 9. bekk. Uppl. gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. UTSALA 20-70% afsláttur Snyrtivöruverslunin TARÝ Rofabæ 39 Snyrtivöruverslunin TARÝ Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði HVERVANN? Vinningsröðin 22. júlí: X21 -X21 -111-112 Heildarvinningsupphæð: 205.652 kr. 12 rétlir = 143.992 kr. 1 var með 12 rétta - og fær 143.992 kr. í sinn hlut. 11 réttir = 61.660kr. 17 voru með 11 rétta - og fær hver 3.627 kr. í sinn hlut. Dömu- og henahárkollur og toppar frá Mandeville OF LONDON Sérhver hárkolla og hártoppur er búinn til eftir þörfum hvers og eins. Ráðgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á landi á eftirtöldum stöðum: REYKJA VÍK: Rakarastofan Klapparstíg, sími 12725. AKUREYRI: Hársnyrting Reynis, Strandgötu 6, sími 24408. KEFLA VÍK: Klippótek, Hafnargötu 34, sími 13428.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.