Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. íþróttir Kvennaknattspyma: Skaginn vann Val Skagastúlkur unnu Valsstúlk- ur á Hlíðarenda í gærkvöldi í bik- arkeppni KSÍ og tryggðu sér þar með rétt til aö leika í úrslitum í 6. skiptið. Leikurinn var mjög jafn og var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa sig. Hvorugt liðið náði að skapa sér hættulegt marktækifæri í fyrri hálfleik. Það var um miðjan seinni hálfleik sem Skagastúlkur náðu að skora eftir mikinn barning í vítateig Vals. Það var Jóna Víglundsdótt- ir, fyrirliöi Skagaliösins, sem skoraði framhjá Sigrúnu Norð- fjörð. Valsstúlkur fengu 5 mínút- um síðar ágætisfæri til að jafha en Skagastúlkur björguðu á ell- eftu stundu og þar með voru þær búnar að tryggja sér sigur í leikn- um. Skagastúlkur hörðust betm: og uppskáru laun erflðisins. Þess má geta að þær hafa tapað fimm úrslitaleikjum í bikarkeppninni og eru greinilega orðnar himgr- aðar í titil og leika annaðhvort við KA eða Þór í úrslitum I síðustu viku fóru fram þrír leikir í deildinni. Breiöablik vann KR á KR-vellinum, 2-1, með mörkum frá Sigrúnu Óttarsdótt- ur og Kristrúnu L. Daöadóttur en mark KR gerði Jóna Kristjáns- dóttir. Blikastelpurnar voru meira meö boltann en sköpuöu sér ekki nein hættuleg tækifæri. KR-Iiðið var slakt fyrir utan Söru Smart sem er ung og efhileg og á framtíöina fyrir sér. ÍA vann KA, 2-1, á Akureyri. Ásta Benediktsdóttir skoraði baeði mörk Skagaliðsins en mark KA skoraði Hjördís Úlfarsdóttir. ÍA hafði leikinn í hendi sér þó svo að tölurnar gefi þaö ekki til kynna. Þórsstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í deildinni er þær lögðu Stjömuna úr Garðabænum að velli norðan heiða, 1-0. Ellen Óskarsdóttir skoraði markiö á 41. rainútu leiksins. Stjömuliðið var rajög slakt og voru stúlkumar heppnar aö fa ekki á sig fleiri mörk en Þórsliðið spilaði ágætan bolta en liðið hefúr átt mjög erfitt uppdráttar í sumar. -MHM Islandsmótið - 3. og 4. deild: Grindavík og ÍK unnu Grindavík og Grótta eru jöfn í efsta sæti A-riöils 3. deildar en bæði liðin unnu sigra í gærkvöldi. • Grindavík vann Víkverja, 3-2, í hörkuleik. Þórarinn Ólafsson og Ól- afur Ingólfsson komu Grindvíking- um í 2-0 áöur en bræðurnir Bergþór og Magnús Magnússynir jöfnuðu fyrir Víkverja. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka gerðu Víkverjar sjálfs- mark og Grindvíkingar fógnuðu naumum sigri. • ÍK-menn lögðu Leikni, 3-1, í Kópavogi. Júlíus Þorfinnsson skor- aði tvö mörk fyrir ÍK og Stefán Pét- ursson gerði eitt mark. Jóhann Við- arsson skoraði fyrir Leikni. • Badmintonfélag ísafjarðar vann stórsigur á Aftureldingu í Mosfells- bæ. Lokatölur urðu 5-2. Sævar Æv- arsson gerði tvö af mörkum ísfirð- inga og þeir Stefán Tryggvason, Pálmi Gunnarsson og Haraldur Benediktsson eitt mark hver. • Grótta tók á móti Hvergerðing- um á Seltjarnamesi og sigruðu Gróttumenn, 2-0. Ögmundur Krist- insson tók fram skóna og lék í marki Hvergerðinga en það dugði ekki til. Gísli Magnússon og Þorsteinn Guð- jónsson skoruðu fyrir Gróttu. • í B-riðlinum léku Valur og Kormákur á Reyðarfirði. Valsmenn sigruðu í leiknum, 4-2. Lúðvík Vigg- ósson, Ingólfur Guðmundsson, Sindri Bjarnason og Þórir Harðarson gerðu allir eitt mark hver fyrir Val. Páll Leó Jónsson og Grétar Eggerts- son gerðu mörk Kormáks. Skotfélagið öruggt í úrslit Skotfélag Reykjavíkur tryggði sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar er liðið sigraöi Fyrirtak, 4-1, á gervigrasinu í Laugardal. Snorri Már Skúlason gerði tvö mörk fyrir Skotfélagið og þeir Þorfmnur Ömarsson og Örn Hauksson eitt mark hvor. Gunnar Valsson náði að minnka muninn úr vítaspymu. -RR/MJ Clarke jákvæður að koma til IIMFN - hefur verið í æflngabúðum með Lakers Ægir Már Kárason, Dv, Suðumesjum: Svo gæti farið að bikarmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik, verði fyrstir til að ráða erlendan leikmenn til sín fyrir keppnistímabilið. Þeir hafa í huga að ráð þrítugan Banda- ríkjamann, Mike Clarke, en hann þykir mjög sterkur miðvörður og er um 2,07 metrar á hæð. Clark hefiu- leikið sem atvinnumaður í ísreal, ít- alíu og Sviss. „Ég talaði við hann í síma í gær og leist honum mjög vel á að koma hingað til lands og leika meö okkur og þá væri hugsanlegt að ráða hann sem þjálfara þar sem hann hefur mikla reynslu sem leikmaður. í sam- talinu sagðist hann einnig hafa verið í æfingabúðum með Los Angeles Lakers í tvö ár og einnig hjá Chicago Bulls í eitt ár. Gunnar Þorðvarðarson, fyrrver- andi þjálfari Njarðvíkinga, mun tala við Pétur Guðmundsson og spyrja hvort hann kannist við umræddan leikmann og einnig er maður í ísreal á okkar snærum sem þekkir nokkuð vel til hann. Ef upplýsingar reynast jákvæðar þá munum við ganga til samninga við hann,“ sagði Gunnar Garðar Gunnarsson, formaður körfuknattleiksráðs Njarðvíkur, í samtali við DV í gærkvöldi. • Hart barist um knöttinn í leik Víkings og Þórs í Stjörnugróf í gærkvöldi. Leiknu Norðurlandsmót í golfi: Krislján og Inga urðu meistarar - geysilega hörð keppni í karlaflokki Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyn: Geysilega hörð keppni var í karlaflokki um Noröurlandsmeistara- titilinn í golfi en Norður- landsmótið var háð á Húsavík um helgina. Þegar aðeins 9 holum var ólokið höfðu 7 kylfmgar möguleika á að sigra og munaði aðeins 4 höggum á þeim. Sama spennan hélst áfram, enda hafði taugaspennan greini- lega áhrif á menn og golfið sem leikið var var ekki í hæsta gæða- flokki. Þegar upp var staöið voru tveir jafnir á 158 höggum eftir 36 holur, Kristján Gylfason, GA og Axel Reynisson, GH, og þeir Kristján Hjálmarsson, GA og Sverrir Þor- valdsson voru höggi á eftir. í auka- keppni um sigurinn vann Kristján Gylfason sigur á Axel Reynissyni og hreppti þar með titilinn og Sverrir Þorvaldsson vann sigur á Kristjáni Hjálmarssyni í keppni um 3. sætið. Inga Magnúsdóttir vann öruggan sigur í kvennaflokknum, lék á 171 höggi. Ámý L. Ámadóttir lék á 179 og Andrea Ásgrímsdóttir á 196. Þær em allar úr GA. Aðrir sigurvegarar urðu þessir: í unglingaflokki Guðni R. Helga- son, GH, á 173 höggum, Fjóla Stef- ánsdóttir, GA, í 1. flokki kvenna á 229 höggum, Pálmi Pálmason, GH, í 3. flokki karla á 188 höggum, Oddur Jónsson, GA, í 2. flokki á 178 höggum, Kristján Guðjónsson, GH, í 1. flokki á 165 höggum og í öldungaflokki, þar sem keppt var með forgjöf, sigraði Gísli Vigfús- son, GH, á 152 höggum nettó. Þetta mun hafa verið fjölmenn- asta mót sem fram hefur farið á Húsavík, keppendur vom 103 tals- ins. Keppendur fengu rjómaveður. • Kristján Gylfason, GA, og Inga Magnúsdóttir, GA, urðu meistarar á Norð- urlandsmótinu í golfi sem fram fór á Húsavík um helgina. DV-mynd GK Meistaramót yr Meistaramót yngri aldursílokka í frjálsum íþróttum var háö á Valbjamar- velli í Laugardal um helgina. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum en hæst bar þó afrek Höllu Svanhvítar Heimisdóttur, Ármanni, í kringlukasti. Halla þeytti kringlunni 39,44 metra sem er lengsta kast íslendings í greininni i ár. Halla vann besta afrekið í meyja- flokki. Árangur Höllu er enn glæsilegri þegar haft er í huga að hún er aöeins 16 ára gömul. Kast hennar er jafnframt meyja- og stúlknamet. Þess má geta aö Halla er systurdóttir hins kunna spjótkastara Siguröar Einarssonar. Þóra Einarsdóttir, UMSE, vann besta afrekið í stúlknaflokki er hún stökk 1,77 metra í hástökki sem jafnframt er besta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.