Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. 15 Kosningaréttur Islend- inga erlendis tryggður Alþingismenn verða oft að sætta sig við höfnun eða áhugaleysi ann- arra á hugmyndum sínum og tillög- um, og oftar en ekki tekur það mörg ár að fá frumvarp samþykkt, ef það þá yílrleitt tekst. Þeim mun ánægjulegra þótti okkur kvenna- hstakonum að fá frumvai-p okkar um breytingar á kosningalögunum samþykkt sem lög frá Alþingi í lok síðasta þings. Þótt hér sé á ferðinni mikilsvert réttindamál, sem íslend- ingar erlendis höfðu lengi knúið á um, hefur jákvæö og samhljóða afgreiðsla þessa frumvarps af ein- hverjum ástæðum ekki ratað inn í frásagnir fjölmiðla af störfum Al- þingis. Sendiboðar válegra tíðinda Hugmyndir margra um störf Al- þingis mótast fyrst og fremst af þeirri mynd, sem þeim berst gegn- um fjölmiðla. Sú mynd sýnir því miður einkum naggandi rifrildis- seggi, en minna fer fyrir fréttum af málefnalegum umræðum, sem oft eiga sér þó stað, sem betur fer. Fjölmiðlamenn afgreiða gjarna gagnrýni á fréttamat þeirra með yfirlætislegri tilvísun til alþjóðlegs orðtaks um sendiboðana, sem eru látnir gjalda flutnings válegra tíð- inda, en líta um leið framhjá þeirri staðreynd, að þeir, þ.e. fjölmiðlar, sýna góðu tíðindunum augljóslega KjaUarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona kvennalista minni áhuga. Sem dæmi má nefna gjörnýtingu sjónvarpsins á stóryrtri umræðu á Alþingi í vetur um blýantanag í Seðlabanka, sem alþjóð er enn að hneykslast á. Hins vegar fannst sama fjölmiðli ekki ómaksins vert að segja frá því, að þingmenn, reyndar aðallega þingkonur, eyddu nánast heilum degi í það viku seinna að ræða ýmsar hliðar um- hverfismála. Það var trúlega ekki nógu áhugavert, þar sem enginn var fúkyrðaflaumur. Virðingarleysi ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðu sæta iðulega því ámæh að hafa helst ekkert til málanna að leggja annað en vammir og skammir um ríkis- stjómina. Minna heyrist um virð- ingarleysi stjómarþingmanna og ráðherra gagnvart málflutningi þingmanna í stjórnarandstöðu, sem oft er þó með endemum. Þing- menn í stjórnarandstöðu flytja fjölda góðra mála, sem stjómar- flokkarnir nenna ekki að kyrtna sér né ræða og ýta til hhðar í nefndum, þar sem frumvörp ríkisstjómar- innar hafa ahan forgang. Óhætt er að fuhyrða, að ráðherrar hafi ekki hugmynd um efni flestra þessara tillagna, enda þarf mikla eftir- gangsmuni tU að fá þá til að vera við umræður um annað en eigin mál. Þingmenn leggja oftast mikla vinnu í undirbúning þingmála, sem þeim finnst miklu varða, en fá sjaldnast umræður né afgreiðslu, svo sem eðlilegt væri. Áherslumál framkvæmdavaldsins em svo gjör- samlega látin sitja fyrir, að oft verkar Alþingi nánast sem stimph- stofnun fyrir ráðherrana. Ánægjuleg undantekning En svo verða þessar ánægjulegu undantekningar, sem sanna regl- una, eins og afgreiðsla kosninga- lagafrumvarps Kvennahstans. Og reyndar var það svo á sl. þingi, að óvenju mörg þingmannamál hlutu afgreiðslu. Ef tíl viU hafa þar ein- hveiju ráðið ótrygg styrkleikahlut- fóU þingsins, þar sem naumum meirihluta reið á að hafa minni- hlutann sæmilegan sáttan. í greininni „Jón heima og Jón erlendis" í DV 26. aprh sl. lýsti undirrituð aðdraganda og efni frumvarps Kvennahstans um breytingar á kosningalögunum, sem samþykkt var lítiUega breytt sem lög frá Alþingi 19. maí sj. Til þess tíma var kosningaréttur bundinn viö 18 ára aldur, íslenskan ríkisborgararétt og lögheimih hér á landi eða að hafa átt það á síð- ustu fjórum árum, talið frá 1. des- ember næstum fyrir kjördag. ís- lenskir ríkisborgarar hafa að von- um átt erfitt með að sætta sig við það missa kosningaréttinn hér- lendis eftir aðeins fjögurra ára bú- setu erlendis. Þeir hafa Utið á þetta ákvæði sem höfnun að heiman og raunar brot á sjálfsögðum mann- réttindum. Mannréttindi tryggð Samþykkt frumvarps kvenna- listakvenna hefur það hins vegar í för með sér, að íslendingar búsettir erlendis halda kosningaréttinum hér á landi svo lengi, sem þeir sjálf- ir vilja, en þurfa aðeins að sækja um að vera teknir á kjörskrá, fyrst átta árum eftir að þeir áttu síðast lögheimih á íslandi og síðan á íjög- urra ára fresti upp frá því. Þessi lagabreyting færir því ís- lendingum erlendis mikhsverð mannréttindi, sem ástæða er til að gleðjast yfir. Kristín Halldórsdóttir „Samþykkt frumvarps kvennalista- kvenna héfur þaö hins vegar í för meö sér, að íslendingar búsettir erlendis halda kosningaréttinum hér á landi svo lengi, sem þeir sjálfir vilja...“ Nú verða sagðar fréttir á ensku „Algengast er að halda áfram hringinn, fram hjá lllumination Waterfall og down the Digging," segir greinarhöfundur. - Frá Ljósafo... - nei, afsakið, lllumination Waterfall. Marga dreymir um að gera út á ferðamenn. Það virðist vera hald manna að eftir einhverju sé að slægjast, þar sem þeir eru annars vegar. Vel má vera að einhverjir þeirra séu loðnir um lófana og tími að skilja eftir nokkur hár á íslandi. Öllu íleiri virðist manni þó reyna að komast billegast frá hlutunum: sníkja sér far með öðrum eins og blómabörnin, eða í besta falli ferð- ast um hjólandi, hírast í tjöldum og éta skrínukost sem þeir komu með erlendis frá. Samt gera menn út á þennan búpening, svo mjög sem hann getur brugðist th beggja vona. Sumir hugsa sér að selja honum gistingu, aðrir hugsa sér að selja honum að éta, enn aðrir að sjá honum fyrir gónferðum dittinn og dattinn, hinir fjórðu vilja endilega leigja honum bílá og þannig mætti lengi telja. ísland er þar með orðið ferða- mannaland. Ætli enska sé nokkurt alþjóðamál? Eitt af því sem ákveðið var á ferðamannalandinu íslandi fyrir einhverjum árum var að veita nú þessum tvífættu mjólkurkúm okk- ar þjónustu með því að útvarpa daglega örstuttum pistli á því tungumáli sem íslendingar eru sannfærðir um að sé alþjóðamál, ensku. Raunar heyrist manni yfir- gnæfandi meirihluti þeirra erlendu gesta, sem maður heyrir eitthvað í á annað borð, mæla á þýsku.' En það er önnur saga. í morgun, 18. júlí, vaknaði ég sem oftar við fréttir á ensku í morgun- KjaUarinn Sigurður Hreiðar ritstjóri útvarpinu. Yfirleitt þykir mér þetta áheyrilegur pistíll og gott að vakna við hann. Dáist reyndár að því hvað vel er að verki staðið við hann, að mér virðist. Að vísu saknaði ég þess í morgun að ekki skyldi vera sagt frá því að flugfreyjur væru búnar að semja um sokkabuxurnar, þannig að ekki yrði úr verkfallinu sem ferðamenn í landi okkar hafa nær örugglega sofnað út frá í gærkvöldi, sumir með böggum hildar yfir því hvort þeir kæmust burtu á þeim tíma sem áætlað var. En ein fréttin í pisthn- um varð til þess að ég glaðvaknaði á svipstundu. Þar var verið að segja frá hlaupi í Skaftá og lokun Fjallabaksleiðar nyrðri í því sambandi. Það sem vakti athygli mína svo snögglega var að heyra að Ifjallabaksleið hef- ur fengið nafn á ensku: Mountain Back Road. „Hot spring river this book“ stíllinn Þetta leiddi hugann að því að fyr- ir nokkrum árum varð nokkurt spé af því að þýða íslensk staðaheiti á ensku í „hot spring river this book“ stilnum. Þannig varð til dæmis Sauðárkrókur að Sheep River Ho- ok, Reykjavík að Smokey Bay og Húsavík að Houses Creek. Ef Mountain Back Road er við- tekið sem rétt, alþjóðlegt heiti á Fjallabaksleið hlýtur fleira að koma á eftir. Þá hefði verið sjálfgef- ið að segja líka frá því að leitað væri að ferðalöngum við The Fire Canyon og í Shaft’s River Tounges, af því að það væri run in the Shaft’s River, og fyrir ókunnuga að þetta væri kippkorn fyrir austan Spoon’s River og Church Farm’s Convent. Kaupa hotdogs í Hot Springs Hedge Við gætum þá skroppið að leita friðar og fegurðar í Country Men’s Swimming Pool og jafnvel gengið þaðan niður í Thor’s Wood eða brugðið okkur yfir hálendið eftir Exploding Sand’s Road. Við hér sunnanlands gætum litið okkur nær og brugðið okkur í sunnudags- bíltúr til Parhament’s Plains og rölt í góða veðrinu niöur Every- body’s Canyon niður á The Cliffs of the Laws, eða farið ofar, í áttina upp að The Virgin’s Seat og þaðan af lengra upp undir Shieldwide. En algengast er náttúrlega að halda áfram hringinn, fram hjá Ih- umination Waterfall og down the Digging, og síöan suður á bóginn aftur með viðkomu í Hot Springs Hedge. Þar myndum við hafa stutta viðdvöl og kannski kaupa okkur hot dog with everything og ekki myndi saka að vita að rjúkandi pylsurnar væru frá the South Co- ast Killing Company. Svo væri ferðinni haldið áfram upp The Combs, yfir Cave’s Heath, niður The Pigs’ Lava, þvert yfir The Sand’s Spoon og kannski endan- lega inn í Smokey Bay fram hjá Lake Ehiði og Waters End, yfir Ptarmigans’ Height og niður í Bro- ad Hihs. Og er nú komið nokkurt um- hugsunarefni fyrir ferðamálafröm- uði, málverndarmenn og aðra sem máhð er skylt. Sigurður Hreiðar „Raunar heyrist manni yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu gesta, sem maður heyrir eitthvað í á annað borð, mæla á þýsku.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.