Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 14
14 < -ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 1989. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Hvaða tímamót? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsir yfir tímamótum í viðtali í Tímanum um helgina. Hann er spurður, hvernig honum lítist á framtíðina og hvort við séum að fara inn í uppsveiflu á ný. Hann segir, að við stöndum tvímælalaust á tímamótum um þessar mundir. Ekki er lítils virði, þegar forsætisráðherra ríkisins boðar tímamót. Sízt skiptir það litlu á þessum tímum erfiðleika. En hvaða tímamót eru þetta? Hvað færir for- sætisráðherra fram fullyrðingu sinni til stuðnings? Hann nefnir, að staðið hafi verið fyrir gífurlega mik- illi skuldbreytingu hjá útflutningsatvinnuvegunum. Henni sé nú að ljúka. í öðru lagi séu þessar björgunarað- gerðir fólgnar í því að rétta smám saman af gengið. Við séum nærri því marki, að fiskvinnslan nái núlli. Hóg- værir kjarasamningar hafi yfirleitt náðst. Því segist for- sætisráðherra vera sæmilega ánægður með árangur rík- isstjórnarinnar. En sé betur að gáð, reynist ekkert í ummælum ráðherra, sem rökstyður fullyrðingar hans um tímamót. Hann viðurkennir meira að segja í við- talinu, að hagur fiskvinnslu muni enn versna innan skamms og þurfi þá að rétta hann. Hann boðar sem sé nýjar þjörgunaraðgerðir. Hann boðar í raun meira af gengislækkunum. Þetta allt eyðileggur hugmyndirnar um, að tímamót séu fram undan. Hvað er forsætisráðherra að tala um? Eru það tímamót, að við erum sem fyrr á kafi í bull- andi verðbólgu, sem er margfalt meiri en í grannríkjun- um og kallar á tíðar gengislækkanir? Nei, þetta er eins og það lengi hefur verið. Forsætisráðherra ætti ekki að stæra sig af því, þótt almannafé hafi með haftakerfi verið úthlutað til útflutn- ingsatvinnuvega. Kannski má segja, að það hafi verið tímamót, að við höfum lent í skeiði gjaldþrota og sam- dráttar í kaupmætti launa. En það eru þá neikvæð tíma- mót. í raun sjáum við enn ekki út úr þeim myrku tím- um, sem þjóðfélagið hefur lent í. Aðgerðir ríkisstjórnar þessarar hafa í engu stoðað. Því er mikil kokhreysti hjá forsætisráðherra að segja, að við stöndum á tímamótum. Það væru þá einnig neikvæð tímamót, ef farið yrði að tillögum þessa ráðherra og vextir yrðu enn lækkaðir með handafli. Ráðherrann og sumir fylgifiskar hans virðast vilja bjarga Sambandinu með því að gera raun- vexti neikvæða, sem sé lægri en verðbólgustigið. Þá gætu skuldarar fengið fé á silfurdiskum, svo fremi þeir eigi aðgang að lánakerfinu. Þetta gæti forsætisráðherra verið að boða með öllu tah sínu um vaxtalækkun. En fáir mundu í raun vilja kannast við tímamót af þessu tagi. Varla kallast það tímamót á íslandi, þótt ógrynni fjár verði enn varið til landbúnaðar, meðal annars bendir flest til, að loðdýrabændur fái það, sem þeir biðja um. Slíkt eru ekki tímamót heldur í stíl við þá stefnu, sem hér hefur ríkt í áratugi. Skattpíning núverandi stjórnar ætlar að slá öll met. Þetta gerist í miðjum samdrætti. Um þetta hafa ráð- herrar orðið sammála. Von er, að forsætisráðherra geti verið ánægður með samstarfið í stjórninni. í heild erum við áfram í feninu og verðum um hríð. Orð forsætisráðherra um eitthvað annað eru mark- laus. Þarna fer bara ráðamaður, sem er leikari á sviði stjórnmálanna og nýtir það. Haukur Helgason „.. .hreint ekkert vandamál að koma í veg fyrir verðrýrnun sparifjár í innlánsstofnunum,“ segir í greininni. Svar til huldu- manns Staksteina Staksteinahöfundur í Morgun- blaðinu skrifar ekki nafn sitt við greinar sínar. Enn síður birtist mynd af honum, sem þó er fyrir langa löngu orðin viðtekin regla um þá sem rita í blaðið. Hann hefir sjálfsagt gildar ástæður fyrir því að fara huldu höfði. Þessi staksteinahöfundur er reið- ur yfir því að ég skuh sem „forystu- maður Sjálfstæðisflokksins í land- búnaði" leyfa mér að hafa aðra skoðun en hann. Líklega eiga ýms- ir aðrir í þingliði flokksins sinn skammt af ádrepunni því að ég er ekki einn á báti. Vill einhver lá mér? í þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp umræður sem urðu innan þáv. þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins um þingsályktunartillögu próf. Ólafs Björnssonar varðandi athug- un á því að taka upp verðtryggingu fjárskuldbindinga, en tiflagan var samþykkt á Alþingi 1960-61. Próf. Ólafur skýrir frá umræðunum í Morgunblaðsgrein á sl. ári. Þar seg- ir orðrétt: „Innan Sjálfstæðisflokksins voru mjög skiptar skoðanir um réttmæti verðtryggingar. Formaður flokks- ins Ólafur Thors var einn þeirra, sem voru henni andvígir, þar sem hann gerði sér ljóst, að af henni myndi leiöa vaxtahækkun, en hana taldi hann atvinnuvegina ekki þola.“ Ólafur Thors var ástsælasti for- ustumaður Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar. Hann var þaulkunn- ugur atvinnulífl landsins. Vill ein- hver lá mér þótt ég beri meira traust til hans en til staksteinahöf- undar? Sumir þessara blaða- manna, sem þykjast hafa vit á öllu, hafa aldrei dyfið hendinni í kalt vatn. En aftur aö Ólafi Thors. Hann ætlaðist þó að sjálfsögðu ekki til að fá peninga að láni fyrir lítið, þótt hann vildi fara varlega í að verðtryggja. Honum var ljóst að fyrirtækin í landinu, sem veita fólkinu atvinnu, eru undirstaðan. Ef þær máttarstoðir þjóðfélagsins bresta hvar á fólkið að fá atvinnu, og hvar er þá vaxtavon? Er ekki betra aö hafa vextina hóflega og þjóðfélagið gangi? Það hefur ekki sést aö höfundur Staksteina hafi sérstakan áhuga á verðtryggingu fyrir láglaunafólkið eða fyrir fatlaða. Þyrftu þessir aðil- ar ekki að fá sömu krónuna til að lifa af í dag, eins og í gær, til jafns við þá sem eiga peninga? Höfundflr Staksteina er ekki einn um að gleyma þeim sem minnst mega sín. Kjallariim Eggert Haukdal alþingismaður Að því leyti á hann sammerkt með núverandi ríkisstjórn. Fer með ósannindi Ástæða þess að ég tek penna í hönd er einungis sú að staksteina- höfundur fer með ósannindi um mig, sem ekki er unnt að láta ómót- mælt. Inntakið í boöskap þessa stak- steinahöfundar 14. júlí er á þá lund aö ég sé genginn undir „gunnfána forsjárhyggjumanna“ sem vilja sparifé „verðlaust handa offram- leiðslu og oíTjárfestingu“.' Sannleikurinn er sá að ég flutti, einn þingmanna, frumvarp á Al- þingi 1987-88 og aftur 1988-89 þess efnis aö spariinnlán yrðu gengis- tengd. Það er sú einasta verðtrygg- ing sem að haldi kemur. Að tengja verðgildi peninga viö verðbólgu- myndandi vísitölu er að fara úr öskunni í eldinn. En varðar stak- steinahöfund um staðreyndir? Viðreisnarárin 1960-70 voru lág- vaxtaskeið. Þá var verðbólga væg og fjárfesting skapleg. Hávaxta- stefna var innleidd á 8. áratugnum. Núna - á 9. áratugnum - þegar ár- legir meðalvextir tímabiisins hafa verið nálega 45%, keyrir fjárfesting úr hófi fram og við ekkert veröur ráöið. Rétt er einnig að taka fram að það var ekki Sjálfstæðisflokkur- inn heldur vinstri stjórn sem kom á verðtryggingu fjárskuldbindinga árið 1979. Getur staksteinahöfund- ur lært eitthvað af reynslunni eða er ofstækið blint? Markaðslögmálin gilda ekki Það er hlálegt þegar staksteina- höfundur og hans nótar fara að tala um „gamla fólkið" og „spariféð sem var brennt á báli verðbólgunn- ar“. Hvað þeir endast til að þrástag- ast á þessu! Mér er spurn: Hafa þessir menn rannsakað hversu mörg heimifl hafa leyst upp vegna vaxtaokurs, hversu mörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota og hversu margir atvinnurekendur hafa misst aleigu sína þegar skuldir þeirra tvöfölduðust annað eða þriöja hvert ár samkvæmt láns- kjaravísitölu? Að draga gamia fólk- ið inn í umræðuna er ósmekklegt. Það minnir á þá sem eru á flótta undan réttvísinni, flugræningja sem grípa eldri borgara (eða ef til vill böm) sem gísl til að skýla sér. Á lágvaxtaskeiöinu var í formi al- mannatrygginga gert meira fyrir gamla fólkið en nokkru sinni. Enn hlálegra er, reyndar kát- broslegt, þegar staksteinahöfundur talar um „vaxtafrelsi" sem bankar eru sagðir hafa fengið 1984 og 1986. Það er endurtekin sga um „Nýju fötin keisarans" eftir H. C. Ander- sen. Vextir hafa með lögum, sem er handaflsaðgerð, verið tengdir lánskjaravísitölu. Þeir dansa eftir henni frá mánuði til mánaðar, hver svo sem verðbólgan er. Markaðs- lögmálin gilda ekki og hvorki Seðlabanki né ríkisstjórn fá nokkru um þokað. Margir þeirra sem spara leggja fé sitt inn á banka. Aðrir kaupa ríkisskuldabréf eða önnur skulda- bréf eða ávaxta fé sitt á verðbréfa- markaöi o.s.frv. Það er hreint ekk- ert vandamál að koma í veg fyrir verðrýrnun spariijár í innláns- stofnunum. Hitt er verra viðfangs að hemja braskara sem hagnast af okurvöxtum á kostnaö atvinnuveg- anna. Eggert Haukdal „Höfundur Staksteina er ekki einn um að gleyma þeim sem minnst mega sín. Að því leyti á hann sammerkt með núverandi ríkisstjórn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.