Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 5
5 •; ( : l i . < li IJ í ■ I ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Fréttir Þessa dagana er unnið við steypuvinnu af miklum skörungsskap á þyrlupallinum á varðskipinu Óðni sem er við Kolbeinsey. Á þilfari varðskipsins mala nú 3 steypuhrærivélar með óhljóðum og gauragangi. Verið er að steypa í sprungur á eyjunni og byggja þyrlupall sem er hannaður með 35° fiáa svo hafís renni frekar yfir hann í stað þess að brjóta á pallinum. DV-myndir Jakob Ólafsson Steypuframkvæmdir ganga vel í Kolbeinsey: Sprungurnar meiri en áætlað var í upphafi Við erum búnir að steypa um 30 rúmmetra úti í eyjunni. Sprungum- ar voru meiri en áætlað var í upp- hafi - eyjan er að gliðna í tvennt. Við reiknum nú með að steypa um 90 m3 í stað 60 m3 eins og gert var ráð fyrir í byijun“, sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Óðni, í samtali við DV. „Þetta er mjög skemmtilegt verk- efni þar sem allir sem vettiingi geta valdið eru í steypuvinnu. í áhöfhinni eru 22 menn. Auk þess komu með okkur hingað 4 iðnaðarmenn og 4 verkamenn. Við gerum ráð fyrir að ljúka steypuvinnu á fimmtudaginn en frágangi á fostudaginn. Veðrið er búið að vera eins og við hefðum pant- að það sjálfir. Svo er bara að vera bjartsýnn á framhaldið þó að þoka og hafís geti reyndar haft einhver áhrif. Skammt frá Kolbeinsey var sker sem við höfum ekki fundið. Ég tel að það sé vegna hafíssins sem kemur þama á fullri ferð og eyðir því sem fyrir verður. Þess vegna er þyrlupall- 35° fláa þannig að hafísinn á að geta urinn á Kolbeinsey hannaður með farið yfir hann í stað þess að brotna Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra kom og leit á aðstæður hjá steypumönnum á laugardaginn. Hér er hann á gúmmibáti á leið frá Óðni til Kolbeinseyjar. á honum. Eyjan eyðist meira vegna hafíss en sjávargangs. Annars eru þessar framkvæmdir aðeins byrjunin á stærra verkefni. Bráðlega verður farið að huga að enn stærri framkvæmdum við eyjuna - þetta er aðeins byijunin. í þessar viðgerðir er varið 3,4 milljónum króna en mér finnst að stjómvöld eigi að opna pyngjuna aöeins betur. Hér er um mikilvægt atriði að ræða vegna grunnlínunnar. Ef eyjan hverfur minnkar lögsaga okkar um 10 þúsund ferkílómetra. Þaö var ipjög gaman að fá yfirmenn þessara mála til að taka þátt í þessu með okkur. T.d. kom Steingrímur J. Sigfússon á trillubát frá Grímsey á laugardaginn og leit á aðstæður. Auk þess lögðu þeir Hermann Guðjóns- son, vita- og hafnamálastjóri og Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, upp í ferðina með okkur á fostudaginn. Þeir fóru síðan í land á Akureyri í gær,“ sagði Sigurður Steinar skipherra. -ÓTT bankans muni rætast - segir Benedikt Davíðsson „Ég er ekki ósáttur við þessa spá ef hún gæti staðist," sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands almennra lífeyris- sjóöa. Seðlabankinn vinnur nú að endurskoðun á spá sinni um ráð- stöfunarfé lífeyrissjóðanna. ( fiárlögum var gert ráð fyrir að það yrði um 16,1 milljarður en í maí síöastliðnum iiækkaði bank- inn spá sína í 16,9 til 17,1 milljarð. „Þaö er fátt sem bendir til þess að heildartekiur fólks verði meiri á þessu ári en því síðasta. Allra síst ef þaö verður mikið um land- flótta og fiskkvótar veröa að mestu búnir 1 september. Þá verður ek-ki mikið um yfirvinnu í þeim greinum og lítiö um lífeyr- issjóðsgreiðslur. Mér þykir því óvarlegt að ætla að ráðstöfunarfé sjóðanna hækki frá því sem ráð var fyrir gert í vetur en ég held að Seðlabankinn geri nú ráð fyrir 17 til 18 milljarða tekjum." - Leiða gengisfellingar ekki til aukinnar verðbólgu og þar með aukinna tekna lífeyrissjóðanna? „Ég er ekki viss um aö aukin verðbólga leiði til aukinna tekna, Ef samdráttur í atvinnuhfinu er mikill vegur það á móti. Ég hefði ekkert á móti þvi að þetta gengi eftir en ég er bara ekki trúaöur á það.“ - Ef þetta gengur eftir sem þú segir þá bresta í raun foi-sendur þeirra aðgerða sem rikisstjómin greip tii vegna hallans á fiárlög- um þessa árs þar sem þær vom á tvennan hátt bundnar auknum ráöstöftinartekjum lífeyrissjóð- anna? „Ég skal ekkert segja um hvaða leiðir stjórnin hefur aðrar til að stoppa í þetta gat En matið á ráðstöfunarfé sjóöanna finnst mér orka mjög tvímælis. Það hef- ur alltaf verið rangt og oftar of hátt. Ég man ekki til þess að hafa fengiö of lága spá,“ sagði Bene- dikt. Ingvi Örn Kristinsson, hag- fræðingur í Seðlabanka, sagði að spár Seðlabankans heföu yfirleitt verið of lágar fram aö þessu. Bæði væri að spárnar væru gerð- ar í tengslum við fiárlög og þar væri oft um fullbjartsýnar spár um verð- og launaþróun að ræða og eins reyndi bankinn að gæta hófs í þessum spám þar sem út- lánastefna Húsnæðisstofnunar væri mótuð á grunni hennar. -gse Mokveiði á VestQarðamiðum: Togarar fylla sig á þremur til fjórum dögum Keynir TrauBtasoo, DV Flaleyxi; veri<> aö s|S á þremur 01 ÖÓr- „■■1—.............. um dögum. Mokveiði af þorski hefur verið Fá skip eru nú á Vestfiarðamið- ftjá togurum á Vestfiarðamiðum um ef miðað er við sama tíma und- síðustu daga eftir ördeyðu undan- anfarinárogástæðanersúaöflest- farinnavikna. Góðveiðihefurver- ir eru langt komnir með þorsk- ið allt firá kantinum vestan við kvótasína. HalannogausturáStrandagrunn. Skipin eru að veiðum við ísinn Dæmi eru um að einstakir togar- sem hefur hörfað frá landi að und- ar hafi fengið allt að 100 tonn á anfömu. sólarhring og hafa skipin almennt Stórkostleg útsala 30-95% afsláttur Herra Dömu Bama Stærð 36-41 Stærð 36-41 Stærð 40-45 Áður 2.195,- Áður 3.420,- Áður 3.620,- Nú 1.097,- Nú 1.990,- Nú , 1.499,- Skóbúðin i # C>f%cícm Laugavegi 89 Sími 22453.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.