Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Andlát Þorvaldur Guðmundsson frá Deplum er látinn. Sveinn ísleifsson, Hvolsvelli, andaðist 22. júlí sl! Jórunn Norðmann, Skeggjagötu 10, andaðist 23. júlí sl. Hjörleifur Sigurðsson, Miðbrekku 1, Ólafsvík, lést 23. júlí. Jarðarfarir Tapaðfundið Eyrnalokkur tapaðist. Gulleymalokkur tapaðist á Hótel Borg föstudaginn 21. júlí. Finnandi vinsanileg- ast hafi samband í síma 41847. Köttur fannst. Lítil læða, svört með brúnum, rauð- brúnum og hvítum yrjum fannst. Upplýs- ingar í sima 17459. Tónleikar Gítartónleikar á Kjarvalsstöðum Fimmtudaginn 27. júlí nk. kl. 18.00 munu Símon H. Ivarsson og Hinrik D. Bjama- son halda gítartónleika að Kjarvalsstöð- um, í austursal. Á efhisskránni er m.a. verk frá endurreisnartímanum, verk eft- ir Robinson og Dowland, einnig verk eft- ir Vivaldi, Torroba og Sor, auk spænskra og suöuramerískra þjóðlaga. Tónleikar í Akureyrarkirkju Robyn Koh semballeikari heldur tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 27. júlí nk. kl. 20.30. Þar leikur hún verk eftir Byrd, Frescobaldi, Rameau, Scarl- atti og Bach. Þessi verk fluttu Robyn Koh á tónleikum í Skálholti nú nýverið. Að- göngumiðar seldir við innganginn. Dórothea Halldórsdóttir, Hringbraut 116, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Magnús Kristjánsson frá Bildudal, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. júli ki. 13.30. Haraldur Ólafsson bankaritari andað- ist 1. júlí. Hann fæddist á Fáskrúðsfirði 12. júíi 1909. Foreldrar hans vom hjónin Ólafur Oddsson og Valgerður Briem. Haraldm- var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, ínu Jónsdóttur, missti hann eftir stutt hjónaband. Síðari kona hans, Margrét ísólfsdóttir, lifir mann sinn. Þeim varð ekki bama auðið en tóku kjör- dóttur. Útfór hans verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. Svava Þórarinsdóttir andaðist 17. júlí. Hún fæddist í Kollsvik í Rauðasands- hreppi, Barðastrandarsýslu, þann 29. maí 1917, dóttir hjónanna Guðmundínu Ein- arsdóttur og Þórarins Bjamasonar sem bæði em látin. Hún var sjöunda í röðinni af 12 systkinum. í Reykjavík kynntist Svava eftirlifandi eiginmanni sínum, Valgeiri Sveinssyni skósmið frá Seyðis- firði. Með honum eignaðist hún 4 böm. Útför hennar verður gerð frá Fossvogs- kapellu kl. 10.30. Þórdís Einarsdóttir andaðist 16. júlí. Hún fæddist á Hafrafelli í Skutulsfirði. Foreldrar hennar voru húshjón þar, Ein- ar Jensson og Guðrún Ámadóttir. Þórdís var snemma tekin í fóstur af Sigríði Jóna- tansdóttur og Sigurði Ámasyni. 10. des- ember 1942 giftist Þórdís á ísafirði Viggó Guðjónssyni netagerðarmanni og síldar- útvegsmanni. Áttu þau lengi heima á Hrannargötu 10 á ísafirði og ólu þar upp böm sín 4. Viggó Guðjónsson maður Þór- dísar var fæddur 10. desember 1902, dá- inn 24. oktober 1976. Útför hennar verður ferð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Urval Tímarit íyrir alla Gerðu gott frí enn betra taktu Úrvál með í ferðina Smáfólkiö og sálattieíll foretdranna Hugljúft ævintýri, magnþrungið og spiennandi, jafnt lyrir unga sem aldna. Höfundurinn er eitt af öndvegisskáldum íslendinga, Þorsteinn Erlingsson. Kitvinnsla - hvaða gagn er að henni? Þrautþjálfuö átta bama móðir útdeilir nokkrum sann- reyndum hollráðum til að fólk haldi sönsum en örvi þó forvitni og athafhagleði smáfólksins. Sérstæður æviferiU sóknarprests Hér segir frá merkum klerki austfirskum, upphafsmanni heymleysingjakennslu á islandi. Heldur þú aö tölva sé bara lýrirferðarmeiri ritvél? Ef svo er skaltu lesa þessa grein og fræðast um það hvað rit- vinnsla i tölvu hefur upp á að bjóða. Bondóla Kasa Kvikmyndir Steppdansarinn Dansinn dunar (Tap) Aðalhlutverk: Gregory Hines, Sammy Davis jr. Leikstjóri: Nick Castie Handrit: Nick Castle Sýnd i Stjörnubíó. Allt er hljótt nema hljóöið í drop- anum sem dettur í pollinn. Max Washington (Gregory Hines) horfir á dropana og hlustar á hljóöið. Hann rís úr rekkju, klæðir sig í steppskóna og byrjar að steppa. Raddir hrópa á hann að hætta þess- um hávaða en láta hann loks í friði. Max er nefnilega staddur í Sing Sing fangelsinu. Litlu síðar er Max látinn laus til reynslu og hann fer á gamlar slóðir. Max leigir herbergi í hóteli á móti húsinu sem faðir hans átti, en þar búa allir gömlu vinir hans og þar er enn rekinn skóli fyrir steppdansara. Til að byrja með fær Max vinnu við að þvo upp diska í stóru mötuneyti. Þegar Max sér að Amy (Suzzanne Douglas) er enn að kenna stepp- dans, þá tekur hann skóna og röltir yfir götuna. Eftir að hafa heilsað upp á son Amyar, Louis, þá fer Max upp á þriðju hæð. Þar hafast við allir gömlu steppararnir og spiia á spil. Max fer inn í dansherbergið, setur plötu á fóninn og byrjar að steppa. Gömiu mennimir átta sig ekki á þessari boðflennu í fyrstu og sækja litla Mo (Sammy Davis jr.). Mo þekkir Max undir eins og vill-fá hann til að dansa með sér. Max segist vera hættur að dansa. Amy er ekkert hrifm að sjá Max aftur og skammar gömlu karlana fyrir að dansa eins og þeir eru á Gregory Hines með steppskóna. sig komnir. Max hittir einnig aðra gamla kunningja, sem hann um- gengst eftir að hann hætti að steppa, en þeir fást við rán og grip- deildir. Max var einn af þjófunum, þar til hann náðist og var stungið í steininn. Nú vilja þeir fá hann aftur og bjóöa honum verkefni. Nú verður Max að gera upp við sig hvort hann kjósi frekar glæpi og peninga eða stepp og fátækt. Gregory Hines hefur dansað stepp frá þriggja ára aldri og kom fram í næturklúbbum á unglings- árunum. Hann dansaði á Broad- way í svertingjasöngleikjum og byxjaði að leika í kvikmyndum 1981 (Wolfen). í mynd Coppola, „The Cotton Club“, dansaði Hines með bróöur sínum og sýndi að hann gat einnig leikið. Steppið er honum í blóð borið og það fá áhorfendur að sjá enn betur í frábærum dans- atriðum í „Dansinn dunar“, þar sem gamlir stepparar sýna einnig að lengi logar í gömlum glæðum. Handritið er gamaldags og frekar ófrumlegt. Hundrað sinnum hefur tukthúslimurinn komið á gamlar æskuslóðir, gert bót og betrun og fengið uppreisn æru. Castle reynir einnig að koma að boðskapnum um að sálarfriður sé meira virði en peningar og undirstrika tökurnar á sumum atriðunum vel muninn á þessum tveimur heimum. (Það er eins og þeir geti ekki farið saman). Hafir þú gaman af dansi, einkum steppi, þá skaltu skella þér í Stjömubíó og sjá „Tap“. Stjörnugjöf: ★ ★ Hjalti Þór Kristjánsson Máttur fjölmiðlanna Móóir fyrir rétti (A Cry in the Dark) Aðalhlutverk: Meryl Streep, Sam Neill Leikstjóri: Fred Schepisi Handrit: Robert Caswell, Fred Schepisi Byggt á bókinni "Evil Angels" eftir John Bryson Sýnd i Regnboganum. Lindy (Meril Streep) og Michael Chamberlain (Sam Neill) em nýbú- in að eignast dóttur og er hún skírð inn í söfnuð aðventista. Fyrir eiga þau tvo syni. Fjölskyldan leggur af stað í ferðalag um Ástralíu og leiðin liggur fyrstr til Ayers kletts- ins. Þau eiga þar ánægjulegan dag en martröðin byrjar um nóttina, þegar sléttuhundur (dingo) rænir komabarninu úr tjaldi íjölskyld- unnar. Barnið fmnst ekki, en leit- armenn finna fótin utan af því. Michael er prestur og telur þetta vilja drottins. Hjónin veita fjölmiðl- unum viðtöl, því þeim er talið trú um að slíkt sé til að vama því að svona slys gerist aftur. Eiginleg ástæða er frétt sem selst. Ymsar getgátur koma upp um hvarf dótt- urinnar og almenningur smjattar á þessu. Fjölmiðlar gera alit sem þeir geta til að teygja lopann og koma fram með nýjar og nýjar kenningar um hvarfiö. Þetta leiðir til þess að Lindy er ákærð fyrir að hafa myrt dóttur sína. Rétturinn kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé sak- laus. Það em ekki allir sáttir við þessa niðurstöðu, hvorki embætt- ismenn, almenningur né fjölmiðl- ar. Fólk á erfitt með að sætta sig við þá stóísku ró sem einkennir viðbrögð Lindy út af hvarfmu. Tveimur árum eftir hvarfið er mál- ið aftur dómtekið og í þetta sinn er Lindy fundin sek um morð á eig- in bami. Hún afplánar fimm ár í fangelsi áður en ný gögn koma í ljós sem sanna sakleysi hennar. Þó Lindy Chamberlain hafi verið sýknuð er baráttunni ekki enn lok- ið. Meryl Streep verður ömgglega minnst sem einnar mestu leikkonu níunda áratugarins. Þessi 38 ára leikkona hefur unnið til flestra þeirra verðlauna sem hægt er, bæði fyrir sviðsleik og kvikmyndaleik. Sem Lindy Chamberlain vinnur hún eiim sinn stærsta leiksigur til þessa. Það er erfitt að ímynda sér að hún sé ekki Ástrali. Sam Neill er líklega þekktastur á íslandi sem njósnarinn Realy. Hann hefur áður leikið á móti Méryl Streep en það var einmitt í myndinni "Plenty" sem Fred Schepisi leikstýrði einn- ig. Sam Neill stendur sig frábær- lega vel, sem og aðrir leikarar myndarinnar. Leikstjóm og hand- rit er fyrsta flokks og efninu er komið þannig til skila að þaö vekur samúð áhorfandans og vekur hann um leið til umhugsunar um þann gífurlega mátt sem fjölmiðlar og almannarómur getur haft. Barátta Lindy Chamberlain er aðdáunar- verð og saga hennar er þess verð aö vera sögð. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★ Hjalti Þór Kristjánsson Ferðalög Kvöldganga um Hafnir Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands fer í skoðunar- og söguferð um Hafnir í kvöld, þriðjudag. Farið Verður frá Kirkjuvogskirkju kl. 21. Gengið niður að Kotvogi og með ströndinni að Hauksend- um. Komið verður til baka um kl. 23. Tilkyimingar Sumarfundur. Kiwanisklúbbamir Elliöi og Þorftnnur halda sameiginlegan sumarfund 27. júli í Kiwanishúsinu Brautarholti 26. Ræðu- maður verður Magnús Oddsson, stjóm- armaður í Ferðamálaráði. Frístund Rafeindatæki sf. Nú nýverið keypti verslunarfyrirtækið Frístund Rafeindatæki sf. vömumboð þau sem áður vom þjónustuð af Nesco Laugavegi hf. Þar með yfirtók Frístund sf. þjónustu við viðskiptavim Nesco svo og ábyrgðarþjónustu sem Nesco hafði með höndum o. fl. Þær vörutegundir sem Nesco hafði innflutning á em nú allar hjá Frístund sf. og tók Frístund sf. einnig yfir alla eftirþjónustu tækjanna, og er hin Brúðuleikhúsið. Nú fer sýningum brúðuleikhúss brúðu- bílsins senn að ljúka hér á höfuöborgar- svæðinu. Síðustu sýningar em sem hér langa ábyrgð sem var á flestum tækjum hjá Nesco einnig hjá Frístund sf. Frístund Rafeindatæki sf. er til húsa í Skútuvogi 11 í Reykjavík. segir: Þriðjudaginn 25. júlí á Tunguvegi kl. 10 og við Árbæjarsafn kl. 14. Miðviku- daginn 26. júlí á gæsluvellinum við Vest- urberg í Breiðholti flokasýning).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.