Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Smáauglýsingar - Sími 27022 Fréttir Varml RÉTTINGAR 0G SPRAUTUN AUÐBREKKU 14, KÚPAV., SÍMI 44250 IÖLVPHARAKSTPR Sumarbústaðir Sumarhús í Borgarfiröi til sölu. Uppl. gefur Guðmundur í síma 93-86995 milli kl. 8 og 18. ■ Bátar Til sölu. Flipper 640 ’86, mótor 85 hp. Suzuki utanborðsvél, ganghraði ca. 25-30 mín. Innréttingar. Uppl. í síma 91-10»3 og 656527 eftir kl. 19. ■ BOar til sölu f Þessir vagnar eru til sölu, góðir vagnar á góðu verði. Vörubílasalan Hlekkur, sími 672080. MMC Pajero '83 til sölu, verð 600 þús- und. Uppl. í síma 91-76500 (Máni) á daginn og 43800 eftir kl. 19. Celica Supra 3,0i, árg. ’87, svartur, stýrðar rúður, speglar, sæti og loftnet, tölvustýrð miðstöð, hiti í sætum, afl- og veltistýri, sjálfskiptur, ABS og cru- ise control, 204 din hö, þjófavörn. Uppl. í síma 92-14879. Gröfuþjónusta, sími 985-21901 og 91- 689112, Stefán. Tökum að okkur alla gröfuvinnu, JCB grafa með opnan- legri framskóflu, skotbómu og fram- drifl. FERÐAFÓLK! Munið að spenna beltin í bílnum og björgunarvestin í bátnum. Maggi skalli hefur veriö þrjátíu og tvö ár 1 Vestmannaeyjum: Ætlaði að vera í tvo mánuði „Ég er ísfirðingur og kom til Vestmannaeyja fyrir þrjátíu og tveimur árum. Ég kom til að vinna hjá bróður mínum. Til stóð að ég yrði hér í tvo mánuði - en hér er ég enn og er ekki á fórum. Bróðir minn er hins vegar löngu farinn," sagði Magnús Magnússon - eða Maggi skalli eins og hann er kallað- ur í Vestmannaeyjum. Til að skýra þá nafngift tók Maggi ofan. Stór og mikill skalli blasti við þegar húfan var farin af höfði hans og sólar- geislamir brotnuðu á „bónuðum” skallanum. „Ég er stoltur af því að vera kallaður Maggi skalli.“ Maggi hefur lengi unnið við ýmiss konar iðnaðarstörf. Hann er ekki iðnlærður. Maggi sagðist vel sætta sig við að vera fúskari. Þegar DV hitti Magga var hann að vinna fyrir Jóa gullsmið. Maggi var að mála auglýsingastafi á húsvegg. Stafimir mynda nafn verslunar Jóa. Verslunin heitir: „Steingrím- ur gullsmiður." Maggi skýrði þetta með því að segja að Steingrímur héti Jói. Svona getur það verið í Vestmannaeyjum. Maggi hafði skorið stafina út og sagði það þægi- legt verk. „Það var gott að sitja heima í hlýjunni og skera stafi. Vestmannaeyjar eru afbragð annarra staða - annars væri ég ekki hér. Við misstum húsið okkar undir hraun í gosinu. Meðan gosið var bjuggum við eitt ár í Hafnar- Maggi skalli segir Vestmannaeyjar vera afbragð annarra staða. DV-mynd BG firði. Þar kunnum við vel við okk- ur. Hafnarfjörður er rólegur og vinalegur staður. Eins líst mér vel á Selfoss. Við óskuðum að fá að fara annaðhvort til Selfoss eða Hafnarfjarðar í gosinu. Þegar við komum aftur keyptum við hús af Viðlagasjóði. Hann átti mest allt hér á þeim tíma,“ sagði Maggi skalli. -sme Til sölu Citroen C 35 ferðabíll, árg. 1977, svefnpláss fyrir 5, er með vaski, raf- magnsvatnsdælu, gaseldavél. Sími 92-68494, 92-68064, 92-68262. Chevrolet Blazer disil turbo '76 til sölu, breyttur, góður bíll. Uppl. í síma 91-76267 og 985-21122. Ford Econoline 350 ’84 til sölu, ekinn 55 þús., 6 cyl., sjálfskiptur, vökva- stýri, gott lakk, verð 890 þús., 690 þús. staðgreitt. Úppl. í síma 26887. Mazda 626 GLX, árg. '84, til sölu, ekin 99.000 km, 5 gíra, rafm. í rúðum/læs- ingum, vökva/veltistýri o.fl. Verð kr. 450.000, skipti ath. Uppl. í síma 674203. Þjónusta Fjöldi fólks hefur nýtt sér ferðir Fagraness í sumar. Chrysler Laser '85 til sölu, svartur, ekinn 64 mílur. Glæsilegur bíll. Uppl. í áíma 98-34291. Djúpbáturinn vinsæll: Um 100 manns í hverri ferð Sguijón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Mikið hefur verið að gera hjá starfsmönnum Djúpbátsins á ísafirði undanfarna daga því nálægt 100 manns eru í hverri ferð Fagranessins til Aðalvíkur, Hornvíkur og inn í ísa- fjarðardjúp. Ferðir til Hornvíkur og Aðalvíkur hófust í lok júní og er farið þangað á mánudögum og fimmtudögum en í ísafjarðardjúp á þriðjudögum. Einn- ig er áætlað að fara alla leið norður í Furufiörð og Reykjafiörð. Að sögn Reynis Ingasonar, starfs- manns Djúpbátsins, er einnig tölu- vert um flutninga á bílum með bátn- um. Farþegar eru bæði innlendir og erlendir, margir hverjir á vegum Ferðafélags íslands og Útivistar, en einnig er nokkuð um að fiölskyldur taki sig saman og fari í Homvík og Aðalvík. Enn hefur ekki verið ákveðið hve- nær ráðist verður í kaup á öðrum bát í stað Fagraness en unnið er að áætlun á kostnaði við kaup á notuð- um báti og endurbótum á slíkum til samanburðar við nýsmíði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.