Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. 25 Gervisykur 119 krón- um dýrari Kona kom til DV og sagði að sér væri farið að ofbjóða hvað íslenskir neytendiir létu bjóða sér. Sagðist hún hafa farið nýlega í Hagkaup úti á Nesi. Þar sá hún 90 g pakkningar af Hermesetas gervi- sykri á 299 kr. Hún sjálf hafði hins vegar nýlega keypt nákvæmlega sams konar vöru á 180 kr. í Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði. Þarna er um 119 króna verðmismun að ræða. „Það er hreint ótrúlegt hvað fólk lætur bjóða sér hér,“ sagði konan. „Ég verð margoft vör við verðmis- mun sem þennan. Þegar ég kvarta í þessum verslunum er sagt að um nýja sendingu sé að ræða. En fyrr má nú vera hækkunin við eina send- ingu. Fólk ætti að gæta miklu betur að því hvað það er að borga fyrir vörur." -gh Eru bakarar að flýta sér eitthvað óvenju mikið þessa dagana til að kom- ast fyrr úr vinnunni? Ill,i bökuð brauð Maður hringdi með kvartanir yfir illa bökuðu brauði frá tveimur brauðframleiöendum. Tvisvar í sömu vikunni lenti hann í því að fá hálfhrá brauð. í fyrra skiptið var um hafrabrauð frá Myllunni að ræða og í seinna skiptið var það gróft samlokubrauð frá Samsöl- unni sem reyndist vera hálfhrátt. „Þegar ég opnaði brauðpokann fannst mér vera einhver skrítin lykt af brauðinu. Er betur var að gáð reyndist brauðið vera hrátt í miðjunni og eins og khstur við- komu. Mér fannst skrítið að þetta skyldi henda mig tvisvar sömu vik- una og spyr því hvort bakarar séu að flýta sér eitthvað óvenju mikið þessa dagana til að komast fyrr úr vinnu á daginn," sagöi hinn óá- nægði neytandi. -gh Það er ekki nóg að fötin, sem við kaupum, séu falleg. Það verður að vera hægt að þrifa þau lika. Einnota tískufatnaður - reynist ekki merkilegri en bréfservíetta við hreinsun í nýjasta tölublaði Neytenda- blaðsins er athyglisvert viðtal við Guöjón Jónsson, formann Félags efnalaugaeigenda. í þessu viðtali vekur hann athygli á að um þessar mundir er mikið af lélegum efnum í tísku. Segist hann geta nefnt dæmi um tískufatnað sem vart getur tal- ist nema einnota. Við hreinsun reynist efnið í fhkinni ekki vera merkilegra en bréfservíetta. Segir Guðjón að erfíðara sé en áður að ná blettum úr flíkurn því þær séu svo viðkvæmar að efnið hreinlega þoli ekki efnablöndur sem nota þarf við slíka hreinsun. Segir hann mikilvægt að fólk segi frá því hvað eigi að hreinsa á fhk- inni en hendi ekki bara poka af fotum inn í hreinsun. Með því megi koma í veg fyrir ýmis leiðindi. Brögð eru að því að föt eru með lélegum leiðbeiningum um leyfi- legan þvott og stundum vantar ah- ar upplýsingar þar að lútandi. Kemur þá fyrir að efnalaug tekur flík til hreinsunar á ábyrgð versl- unarinnar sem seldi hana. Neytendur Á öðrum stað í Neytendablaðinu er sagt frá því að fólk komi oft til kvörtunarþjónustunnar með mál þar sem hellt hefur verið yfir flík eða brennt gat á fhk á skemmti- stöðum. Er vakin athygh á því að tiltekin veitingahús bera ekki ábyrgð á skaðanum heldur sá sem honum veldur. Er fólki því ráðlagt að fá nafn þess aðila og semja við hann um bætur. Það er því mikilvægt að vera vandlátur þegar flík er keypt. Ekki er nóg að hún líti vel út heldur þarf hka að vera hægt að þrífa hana. Fólk ætti ekki að kaupa fhk- ur með engum leiðbeiningum um hreinsun. Samvinna er það sem gildir þegar farið er f hreinsun til að sem bestur árangur náist. Nú, og svo er um að gera að spara dýrustu og fínustu flíkurnar þegar farið er á hin fjör- ugri öldurhús því oft þarf htið til að hellist úr glasi eða að sígaretta rekist í næsta mann. -gh Lífsstfll ER SMAAUGLYSINGA BLAÐIÐ SÍMINN ER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.