Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Side 3
FÖSTUDAGUK 27, OKTÖBEK 1689.
: 3
Fréttir
Útgerðarfélag Akureyringa:
Aðeins 1900
tonnerueftir
af kvótanum
- hætt við að reksturinn stöðvist 1 desember
Gylfi Krisjánsson, DV, Akureyii:
„Við reynum að berjast eins og við
getum fyrir því að hafa vinnslu hér
í fyrirtækinu eins lengi og hægt
verður,“ sagði Vilhelm Þorsteins-
son, annar framkvæmdastjóra Út-
gerðarfélags Akureyringa hf„ er
DV ræddi við hann um kvótastöðu
fyrirtækisins og úthtið varðandi
það að halda uppi atvinnu hjá fyr-
irtækinu það sem eftir liflr árs-
ins.
Á síðasta ári entist kvóti togara
félagsins fram undir jól og þá var
hægt að halda uppi nokkuð sam-
felldri vinnu. Vilhelm sagði að til
þess að það yrði hægt nú þyrfti fé-
lagið að komast yfir viðbótarkvóta
en það hefði ekki tekist þrátt fyrir
að mikið hefði verið reynt.
Ástandið væri verra nú en á síð- •
asta ári því að vegna takmörkunar
á veiðiheimildum hefði ÚA misst
um 1500 tonn sem þýddi um mán-
aðarvinnu.
Samkvæmt því myndu þau 1900
tonn, sem 6 togarar félagsins eiga
eftir að veiða, endast út nóvember-
mánuð. „Ég treysti mér ekki til að
segja fyrir um það nákvæmlega.
Það er svo erfitt að segja fyrir um
veður og aflabrögð en við reynum
að beijast eins og við getum fyrir
því að hafa vinnslu í gangi hér eins
lengi og hægt er,“ sagði Vilhelm.
Þessa dagana er verið að ganga
frá kaupum Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. á togbátnum Baldri frá
Keflavík. Honum fylgir rúmlega
500 tonna kvóti en ÚA getur ekki
nýtt þann kvóta fyrr en á næsta
ári. Vilhelm sagöi að allt hefði ver-
ið reynt sem hægt væri að kaupa
viðbótarkvóta nú svo hægt væri að
tryggja vinnslu út árið.en það hefði
ekki borið árangur.
Eins og staðan er í dag virðist því
fátt benda til annars en að kvóti
félagsins verði búinn í lok nóvemb-
er eða byijun desember og þá muni
starfsemi fyrirtækisins leggjast
niður.
I nýja einbýlishúsinu við Logafold, sem er fyrsti vinningur á sprengimiðann. F.v. Örlygur Hálfdanarson, ritari Slysa-
varnafélags íslands, Einar Gunnarsson, formaður Landssambands flugbjörgunarsveita, og Arnfinnur Jónsson,
varaformaður Landssambands hjálparsveita skáta. DV-mynd Brynjar Gauti
íbúðarhús á skafmiða
- eintak af DV 1 vinning á sjöunda hvem miða í Lukkutríói
„Arangur samstarfs þessara
þriggja aðila er með ólíkindum. Hér
er um að ræða starfsemi til upp-
byggingar tækja og þjálfunar 3200
sjálfboðaliða í 126 björgunarsveitúm
á landinu," sagði Örlygur Hálfdanar-
son, ritari Slysavamafélags íslands,
er hann kynnti stærsta vinning á
skafmiða hérlendis frá upphafi, ein-
býlishús við Logafold 209, að verð-
mæti 15 milljónir króna.
Landssambönd flugbjörgunar-
sveita og hjálparsveita skáta standa
einnig að nýja Lukkutríósmiðanum
ásamt Slysavarnafélaginu - skaf-
miðinn nefnist sprengimiði. Verð-
mæti vinninga er 56 milljónir króna
af 100 milljóna króna tekjustofni.
Einbýhshúsið við Logafold verður
sýnt almenningi í fyrsta skipti á laug-
ardaginn. Opið verður kl. 10-18 um
helgar og frá 17-22 á virkum dögum.
Eintak af DV er í vinning á sjöunda
hvern sprengimiöa eöa samtals 150
þúsund eintök á hveija milljón miða.
Auk einbýlishússins eru fjórir bílar
í vinning, tveir vélsleðar, 44 utan-
landsferðir fyrir 2-4, 40 sjónvarps-
tæki, tölvur, húsgögn, matvörur og
fleiri hlutir. Einnig er hægt að fá
ýmsa vinninga með því að safna mið-
um með tilteknum fjölda af stjörn-
um. Allir vinningar að undanskyldu
DV afhendast á skrifstofu Lukkutrí-
ós í Borgartúni 18. DV afhendist
strax á öllum sölustöðum Lukkutrí-
ós. -ÓTT