Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 3
MÁNljJDAGUR 6. NÓVEMBER 1989. Viðtalið Alæta á tónlist Nafn: Jóhannes GeirSigurgeirsson Aldur:38ára Staða: Ðóndi og varaþingmaður „Á síöustu árum hafa félags- málin gleypt nánast allan frí- tíma minn og því hafa gefist fáar stundir til annarra tóm- stundastarfa. Ég hef þó gaman af því að fylgjast með íþróttum og á næstunni stendur tíl að við tökum okkur til, nokkrir þing- menn, og fórum að spila fót- bolta einu sinni til tvisvar í viku á Hlíöarenda," segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem nú sit- ur á Alþingi í forfóUum Val- gerðar Svcrrisdóttur. „Ég hef haft gaman af fótbolta síðan ég var krakki og á yngri árum lék ég fótbolta meö strák- unum fyrir norðan. Af öðrum áhugamálum get ég nefnt tónlist. Ég er alæta á hana og hef nánast gaman af allri tónlist, nema ég þoli ekki þýska dægurlagatóniist af gamla skó- lanum. Svo hef ég mikinn áhuga á bílum og hef haft gam- an af að fylgjast með þróuninni í bílaiðnaðinum á síðustu árum. Ég hef að vísu ekki enn haft efni á að kaupa draumabílinn. Hann er af vestui’- þýskri gerð án þess ég vUji fara nánar út í þá sálma." Gerðist bóndí „Ég er fæddur og uppalinn á Önguisstöðum i Eyjafirði. Þeg- ai’ ég hafðí aldur til fór ég í Menntaskólann á Akureyri og tók stúdentspróf þaðan 1972. Næstu þijú árin kenndi ég í skólanum á Hafralæk í Aðaldal. Mér þótti það mjög skemmtileg- ur timi þó ég hafi ekki haft hug á að leggja fyrir mig kennslu. Þegar ég hætti að kenna hóf ég búskap á Öngulsstöðum og hef búið þar síðan þó félgsstörf- in hafi stöðugt tekið meira og meira af tíma mínum.“ Ferðastá milli landshiuta Jóhannes Geir er giftur Krist- inu Brynjarsdóttur og eiga þau hjón þrjár dætur, Sveinu Björk 19 ára, Guðnýju 15 ára og Sunnu Hlín 12 ára. „Ég býst við að ég muni sitja, í þessati lotu, á þingi til vors. Pjölskyldan er fyrir norðan á meðan ég gegni þingstörfum. Ég fer yflrleitt norður um hverja helgi, það er lítið mál þar sera það eru góðar flugsara- göngur á miUi þessara lands- hluta. Enda finnst mér að þing- menn eigi aö vera heima í kjör- dæmum sínum eftir því sem þeir geta. Á þann hátt missa þeir siður tengslin við kjósend- ur sina,“ segir Jóhannes. -J.Mar Velgengni Apple leiðir til lægra verðs Til þess að auðvelda námsmönnum og fleirum að eignast Macintosh tölvur, hefur Apple Computerákveðið að lækka verðið á ódýrari gerðum Macintosh tölva um allt að 25% á almennum markaði og kemur ríkissamningsafslátturinn svo ofan á pann afslátt. Pannig lækka ódýrustu tölvumar um allt að helming, fyrir pá sem hafa aðgang að ríkissamn- ingnum, en þeir eru: Ríkisstofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis- ins að hluta eða öllu leiti ásamt öllum ríkisstarfsmönnum, framhaldsskólar og starfandi kennarar þeirra, grunnskólar og starfandi kennarar þeirra, bæjar- og sveitarfélög, samtök þeirra og starfsmenn, Háskóli íslands, nemendur og kennarar hans, Kennaraháskóli íslands, nemendur og kennararhans, Tækniskóli íslands, Verslunarskóli íslands, Samvinnuskólinn Bifröst og Búvísindadeildin á Hvanneyri, kennarar og nemendur á háskólastigi þeirra skóla. Kári Halldórsson, hjá Innkaupastofnun ríkisins, tekur á móti pöntunum Verðlisti Tölvur Innkaupast. Almennt verð verð Macintosh Plus ÍMB/I drif.... 85.388,- 126.000,- Macintosh SE ÍMB/IFDHD*/ ....123.558,- 192.000,- Macintosh SE 2/201FDHD*... ....172.074,- 264.000,- Macintosh SE/30 2/40* ....246.932,- 369.000,- Macintosh SE/30 4/40* ....284.837,- 424.000,- Macintosh IIcx 2/40* ....282.082,- 425.900,- Macintosh IIcx 4/40* ....322.949,- 488.100,- Macintosh II cx 4/80* ....330.194,- 529.500,- Macintosh IIx 4/80* ....375737,- 568.400,- ') Verð án lyklaborðs Dæmi um Macintosh II samstœður: Macintosh IIcx 2/40 ....325.845,- 491.600,- einlitur skjár, kort, skjástandur og stórt lyklaborð Macintosh IIcx 2/40 ...391.403,- 592.400,- litaskjár, 8 bita kort, skjástandur og stórt lyklaborð Skjáir: 21" einlitur skjár með korti ....142.185,- 216.300,- 15" einlitur skjár með korti 88.546,- 134.700,- 13" litaskjár með korti 94.421,- 143.700,- 12" einlitur skjár með korti 28.863,- 42.900,- Lyklaborö: Lyklaborð 6.045,- 9.200,- Stórt lyklaborð 10.728,- 16.400,- Prentarar: ImageWriter n 29.818,- 44.000,- ImageWriter LQ 87.203,- 134.000,- LaserWriter IINT ...257.901,- 382.000,- LaserWriter IINTX ...320.905,- 478.000,- Arkamatari f/ImW II 11.018,- 14.300,- Arkamatari f/ImW LQ 16.427,- 21.300,- Minnisstækkanir: Minnisstækkun ÍMB(II) 23.414,- 35.600,- Minnisstækkun 2MB 60.876,- 92.600,- Minnisstækkun 4MB(II) ...140.482,- 213.800,- (Verð miðast við gengi USD 60,83) á tölvum, jaðarbúnaði, forritum o.fl. og er föstudagurinn 15. september síðasti pöntunardagur fyrir næstu afgreiðslu. Afhending verður u.þ.b. 11/2 mánuði síðar. Eins og sjá má af línuritunum hér að neðan, hafa vinsældir Macintosh tölvanna farið vaxandi, ár frá ári og var fjöldi seldra tölva orðinn þrjár milljónir í júlí 1989, enda eru pær til í ölium verðflokkum eins og sjá má og við allra hæfi. Skífuritið, hér að neðan, er úr kandidatsritgerð Atla Arasonar í Viðskiptadeild Háskóla íslands og sýnir það markaðshlutdeild einkatölva hjá ríkisstofnunum. Pað sannar að Macintosh tölvur voru vinsælli en nokkrar aðrar tölvur hér á landi á síðasta ári, en þá þrefald- aðist salan frá árinu áður. Þetta eru bestu meðmæli sem við getum fengið um Macintosh tölvumar, en auk þess er vitað að mun fljótlegra er að læra á þær tölvur en nokkrar aðrar og afkastageta eykst um allt að 40% miðað við aðrar tölvur. Sala á Macintosh tölvum í heiminum Macintosh tölvur eru til í öllum verðflokkum Plus 1/ «1 tt drlf i. 3 SE 1/1FDHD SE 2/20 > :0 SE/30 2/40 +-> i £ SE/30 4/40 tn o llcx 2/40 c llcx 4/40 ö co llcx 4/60 5 llx 4/80 100000 200000 300000 400000 500000 600000 ^ertHkTjJ^sejjrte^ Markaðshlutdeild hjá ríkisstofnunum 25% ■ Macintosh 34% H IBM 25% @ Victor 10% 0 Atlantis 3% □ Wang 4% □ Tulip4% S Island 6% 13 HP 3% □ Televideo 2% ö AÖrar tölvur 9% Skv. kandídatsritgerð Atla Arasonar í Viðskiptadeild Háskóla íslands 1989 Athugið að síðustu forvöð að panta Macintosh tölvubúnað fyrir síðustu afgreiðslu ríkissamningsins, hjá Kára Halldórssyni, Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844, em 15. móvember SKIPHOLT119 SIMI 29800 Tölvudeild, sími 62*48*00 Innkaupastofnun ríkisins Sími26488

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.