Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 28
40 eeei aaaMavöw .9 auoAauwAM MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Boy George má muna sinn flfil fegri. Þessi fyrrverandi vinsælasti söngvari á Bretlandseyjum hefur veriö á tónleikaferð um Ástralíu og hafa andfætlingar okkar sýnt honum lítinn áhuga og skrif um tónhst hans í blöðum hefur verið vægast sagt neikvæð. Það sem hefur aft- ur á móti vakið athygli fjölmiðla og ekki aukið virðingu þeirra á Boy George er að á hverjum hljómleikum notar hann góðan tíma til að auglýsa ilmvatn. Ekki er víst að sú auglýsing borgi sig því áhorfendur hafa tekið þessu uppátæki hans fálega. Díanaprinsessa hefur ákveðnar skoðanir á því hver eigi að leika Charlie Chaplin í kvikmynd sem Richard Atten- borough er að undirbúa um ævi sniUingsins. Hún segir að hennar uppáhaldsleikari sé Chaplin og það sé aðeins einn leikari sem geti leikið hann, Dustin Hoffman. Hún hefur nú sett stefuna á aö hann fái hlutverkið og sagði við Hoffman sjálfan að ef einhver annar en hann myndi fá hlut- verkið myndi hún láta vanþókn- un sína í ljós mjög ákveðið... Bette Midler getur verið ánægð þessa dagana. Hún er nú talin eftirsóttasta kvik- myndaleikkona í Hollywood og getur í raun valið hvað hún vill leika, hvérjir leika með henni og hver leikstjórinn verður. Til að kæta hana.enn meir á hún von á allt að tíu milljónum dollara í skaðabætur þegar mál sem hún höfðar gegn Coca Cola fyrirtæk- inu verður tekið fyrir rétt. Coca Cola leyfði sér í sjónvarpsauglýs- ingu að nota söngkonu sem var sláandi lík Midler. Hún kærði umsvifalaust og nú er komið í ljós að Coca Cola reyndi að láta söng- konuna líkjast sem mest Midler, þannig að það er talið öruggt að hún vinni skaðabótamálið. Himinhá laun kvikmyndaleikara: Laun gömlu leikaranna smáaurar miðað við hvað borgað er í dag John Wayne hafði á hátindi ferils síns 93 milljónir í árslaun sem þykir ekki mikið í dag. Gömlu vinsælu kvikmyndastjörn- umar höfðu þaö gott áður fyrr og gátu lifað lífi milljónamæringa, en laun þeirra voru aðeins smámunir miðað við hvað stjörnur nútímans fá fyrir vinnu sina í dag og það þó doll- arinn þá sé reiknaður til gildi dágsins í dag. Sú kvikmyndastjarna sem heföi nefnt upphæð sem er í meðal- lagi há í dag hefði verið álitin vera með mikilmennskubrjálæði. Til að mynda voru árslaun John Greta Garbo, vinsælasta leikkona þöglu kvikmyndanna, náði aðeips að hala inn 12 milljónir árið 1926. Wayne 1950, þegar hann var á hát- indi ferils síns, 25 miUjónir íslenskar. Ef það er reiknað til gengis dagsins .í dag gerir það 93 milljónir. Alíka voru laun Cary Grant 1940 þegar hann var á hátindi ferils síns. Þessi laun eru hámarksárslaun þessara virtu leikara. Þetta þykir ekki mikið í dag. Ef við tökum hvað Paul Hogan fékk í árslaun í fyrra þá voru laun hans þrettán sinnum hærri en laun hinna eldri heiðursmanna eða 1,3 Enginn vafi er að launahæsta stór- stirnið i heiminu í dag er Michael Jackson, en laun hans í fyrra voru um það bil fjórir milljarðar króna. milljarðar. ■ Svona mætti lengi telja. Vinsælasti sönvarinn á þrijða áratugnum, AI Jolson, hafði aðeins þrjátíu milljónir í árslaun 1926. Sama ár hafði Greta Garbo aðeins 12 milljónir í árslaun og Bob Hope hafði 28 milljónir í árs- laun 1941 þegar hann var vinsælasti útvarpsleikarinn og lék í kvikmynd- um. Eddie Murphy hefur álíka status og Bob Hope hafði. Árslaun hans Launahæsti leikarinn 1988 var Eddie Murphy. Hafði hann í laun rúma tvo milljarða króna. 1988 voru áætluð yfir 2 milljarðar íslenskra króna. Þá eru laun stærstu poppstjarn- anna himinhá. Fremstur í flokki er að sjálfsögðu Michael Jackson en áætluð árslaun hans eru hátt í fjóra milljarða króna. Næst kemur Ma- donna með einn og hálfan milljarð, Prince með einn milljarð og Sting með 800 milljónir. Ungir keilarar í Englandsferð Fyrir stuttu fór friður hópur ungra keilara í hópferð til Englands og keppti þar í keilumóti sem haldið var í Bowhng Center í Sunderland. Krakkarnir höfðu unnið til ferðar- innar með góðum árangri í Flug- leiðamótinu. Ferðin tókst mjög vel og höföu krakkarnir mikið gaman af. Bestum árangri þeirra náði Andri Ólafsson, en hann náöi hæstu meðal- skori í sínum flokki. Arnar Olafsson, 8 ára, náði bestu meðalskori í sínum flokki. Willie Nelson ásamt sambýliskonu sinni, Ann Marie D’Angelo, og syninum Lucas. Willie Nelson: Tvö böm framhjá konunni Þrátt fyrir að Willie Nelson sé ekki skilinn samkvæmt lögum við eigin- konu sína, Connie, sem hann var gift- ur í sautján ár þá er núverandi sam- býliskona hans, Ann Marie D’Ang- elo, ófrísk af öðru bami þeirra, sem verður sjöunda bam þessa vinsæla sveitasöngvara. Willie Nelson, sem er orðinn fimm- tíu og sex ára gamall, yfirgaf eigin- konu sína þegar hana hitti hina spænskættuöu Ann Marie D’Angelo. Eiginkona hans er ekkert ánægð með þessa frjósemi í gamla mannin- um meðan ekki er búið að ganga formlega frá skilnaðinum. Hún gerir sér grein fyrir því aö eftir því sem fleiri verða um kökuna þá fær hún minna. „Hann má eignast eins mörg böm og hann vill um leið og búið er að tryggja framtíð mína og barna minna,“ segir hún. Fríður hópur keilara komin á enska grund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.