Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 32
44 Andlát Franz Jezorski klæöskeri, Njálsgötu 80, lést 1. nóvember. Sigríður H. Proppé andaöist í London i 2. nóvember. Jóhannes Jónsson vélstjóri, Gunn- arsbraut 28, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 2. nóvember. Jaröarfarir Sigríður A. Njálsdóttir, er andaðist 28. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 6. nóvember, kl. 13.30. Jóhannes Jóhannesson frá Glerá, Hátúni 11, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Jóhanna Björg Jónsdóttir, Dvaiar- heimilinu Hlíð, Akureyri, lést 29. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Carroll Baldwin Foster, fyrrv. for- stjóri Menningarstofnunar Banda- ríkjanna, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. nóv- ember kl. 13.30. Tilkyimingar Kynningarfundur um styrkingar í jarðgöngum Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17 mun Jarðgangafélag íslands og Mannvirkja- ’ jarðfræðafélags íslands í samvinnu við sænska sendiráðið hér á landi gangast fyrir kynningarfundi í fundasal Orku- stofnunar, Grensásvegi 9, 3. hæð. Kynn- ingin verður á ensku og nefnist: Swedish Technology in Reinforcement of Tunnels. Dagskráin hefst kl. 17. Væntanlegir fund- armenn láti skrá sig í síma 83600 á Orku- stofnun. Fræðslufundur kynningarnefndar Verkfræðingafélags Islands Almennur fræðslufundur á vegum kynn- ingamefndar Verkfræðingafélags ís- lands verður þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20 í Norræna húsinu. Fyrir nokkrum dögum bárust fréttir frá San Francisco af mesta jarðskjálfta, sem þar hefur kom- ið síðan 1906, með miklu mannfalli og gífurlegu tjóni á mannvirkjum. íslenskir visindamenn hafa látið í ljós þá skoðun að þessi skjálfti sé um margt líkur Suður- landsskjálftanum, sem enn er beðið eftir, og að áhrif skjálfíans gætu jafnvel orðið svipuð í Reykjavík og San Francisco. Því er von að spurt sé hvemig öryggi okkar sé háttað í ljósi síðustu atburða. A fundin- um verður reynt að varpa ljósi á þessi mál. Fundir Bak við byrgða glugga Þriðjudaginn 7. nóvember standa Samtök Blómastofa FriÖjinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. um kvennaathvarf fyrir þriðja opna fundinum í fundaröðinni „Bak viö byrgða glugga". Fundurinn verður í Gerðubergi og hefst kl. 20.15. Fundarefni er heimilisofbeldi og verða flutt stutt framsöguerindi. Að þeim loknum verða opnar umræður. JC-Nes í kvöld kl. 20.30 verður haldimi þriðji fé- lagsfundur JC-Ness að Laugavegi 178, 3. hæð. Uppákoma á fundinum verður ræðukeppni á milli tveggja hópa sem vom að ljúka námskeiðinu Ræða I. Allir velkomnir. Kvenfélagið Fjallkonurnar Fundur verður þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.30 í Fella- og Hólakirkju. Mætum allar og fóndmm, málum á jólakort og fléttum jólahringi. Pakkningar seldar á fundinum. Kaffiveitingar. JC-Reykjavík heldur félagsfund þriðjudaginn 7. nóv- ember kl. 20 að Laugavegi 178. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Egilsson. Allir velkomnir. Fyrirlestrar Hvernig kennum við börnunum aðtaka ábyrgð á umhverfinu? Þriðjudaginn 7. nóvember flytur Þorvald- ur Om Arnason, námsstjóri í náttúru- fræði, fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar uppeldis- og menntamála er nefnist: Hvemig kennum við bömunum að taka ábyrgð á umhverfmu? Þetta er fjórði fyrirlesturinn á vegum RUM um náttúrufræðikennslu í grunn- og fram-_ haldsskólum. Fyrirlestrar og umræðu- fundir, sem þeim fylgja, hafa opnað um- ræðu um stöðu og stefnu náttúrufræði- kennslu á báðum skólastigum og tengsl- um hennar milli aldurshópa og skóla- stiga. Þorvaldur Öm mun í erindi sínu víkja að áhyggjum manna af umhverfis- málum, auknum áhuga á umhverfis- vemd og hlutverki skóla og félagasam- taka á þessu sviði. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Lauf- ásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. Tónleikar Tónleikar í Ólafsvík og Stykkishólmi Viðar Gunnarsson bassasöngvari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Ólafsvík þriðjudaginn 7. nóvember og aðra tónleika í Stykkis- hólmi 7. nóvember. Fyrri tónleikamir verða í Félagsheimilinu á Klifi og hefjast kl. 20.30 en þeir seinni verða í Hótel Stykkishólmi og hefjast einnig kl. 20.30. Á efnisskránni verða íslensk einsöngslög eftir Áma Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Karl O. Runólfsson og aríur úr óperum eftir W. A. Mozart, G. Verdi og G. Rossini. t Eiginmaðurminn, Carroll Baldwin Foster, fyrrverandi forstjóri Menningarstofnunar Bandaríkjanna, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Helga Weisshappel Foster MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989. Menning Leikið á regnboga Fyrsta ljóðið í bókinni Einleikur á regnboga eftir Steinunni Ásmundsdóttur er óður til hugarflugs- ins, skáldskaparandans; það hefst þannig: Hugarfóstur ég næri þig og gef þér líf. Síðan segir: „Þú skapar / veröld mína / í breiðunnar litróf, / leggur orð á tungu / og liti í myndir." Ljóðinu lýkur á þessa leið: Við dveljum saman í húsi líkama og vegum salt á öfgum heimsins. Þetta Ijóð heitir Þrymur og má túlka sem eins konar sáttargjörð ljóðmælandans við sjálfan sig, viðurkenn- ing hans á eigin sköpunarmætti og tilveru. Einnig heimurinn er tekinn í sátt og í stað þess að hatast við hann má einfaldlega vega salt á öfgum hans. Þriðja ljóð bókarinnar heitir Fæðing úr dauða: Dagur er í ljósi hvítrar vonar. Bjarma slær á efstu stund þá lotin sál sig réttir upp til himinhvolfa. Það sem að mínu mati er sameiginlegt þessum ljóð- um er sá bjarti tónn sem klingir milh línanna, tónn sem í senn tjáir auðmýkt fyrir lífinu og sátt við það: hvít vonin veitir ljósi sínu inn í daginn og þeir sem bognað hafa horfa fram á viðreisn sína; á dauðastund skal lífinu fagnað. Hér kveður við bjartsýnan tón. Tíð og tími Tíminn gegnir áberandi hlutverki í nokkrum ljóð- anna. Þessi tími virðist aö jafnaði fjandsamlegur þótt hann kunni að veita stundarfró: „fortíð - framtíð / lifa vilt í óráði daga / án jarðartengsla / þú efast“, segir í Raunum. Eitt ljóða bókarinnar heitir Tíminn. Það er að mínum dómi eitt af bestu ljóðum hennar, ekki síst fyrir það hve vel myndmál þess gengur upp. Myndmál- ið, orðaval og umsnúin orðaröð - sem Steinunn notar víða - sveipa þetta ljóð þjóðsagna-, aö ekki sé sagt spásagnarblæ og gefa því góðan heildarsvip: Dægrin hverfa að baki með fulla skjóðu fortíðar. Lendur bíða í óþreyju nýrra Spora í sögu. Tiö hver sækir fram um vegi hlykkjótta. Á krossgötum flökta menn í hrafnslíki Bókmenntir Kjatan Árnason og þreyta hugarflug til nútíðar. Af öðrum góðum ljóðum bókarinnar má nefna Vængjaslátt, Raunir, Raddir í vatninu og Bréf. Myndmálið í ljóðum Steinunnar er annars soldiö upp og ofan. Er oft hnitmiðaö pg heilsteypt einsog sést á dæmunum hér að framan. í öörum tilvikum er mynd- máhð síður heppnað, t.d. þar sem segir: „Á tæpasta vað / renna mannheimar" eða „glufur koma í gættir nýrra dyra“, sem ég tel reyndar að gangi ekki upp merkingarlega enda eru glufur og gættir sömu nátt- úru, þ.e. tómarúm. Tíö notkun eignarfallsliða getur ýtt undir einhæfni auk þess sem liöirnir geta orðið óþarflega snúnir - sem mér sýnist þó ekki vera ásetn- ingur: „í leit aö alsælu tregablandinna vona.“ Til að styrkja máltilfmningu og auka fjölbreytni orðaforðans var mér eitt sinn bent á þrjú ráö sem duga vel: að lesa, lesa og lesa. Sums staðar er í ljóðunum fremur sagt en sýnt, þ.e. orð sett ofar mynd og er það auðvitað í góðu lagi því eins og allir vita er allt leyfilegt í skáldskap, ástum og stríði. Þetta gerir ljóðin þó frekar vitsmunaleg en tilfinningaþrungin, jafnvel þar sem sagt er frá tilfinn- ingum. I heild þykir mér tónninn í Einleik á regnboga nokk- uð þungur - þrátt fyrir bjartsýni í byrjun; það er óvíða sem birtunni tekst að sópa burt myrkrinu. Lesandi fær þar af leiðandi á tilfinninguna að sjálfsmynd ljóðmæ- landans sé í molum, sjálfsvitund hans tvístruð og seint verði hmd saman sú brotna sál. Hér má nefna ljóðin Brotlendingu, Fisk og Framrás sem dæmi þótt fleiri komi til greina. Þegar þjáningunni er leyft að troða vonina og vissuna undir járnhæl sínum er stutt í að maðurinn fari aö velta sér upp úr eymdinni sem hann hefur skapað sér. Þótt ég hafi hér undir lokin tíundað nokkuð af því sem mér finnst miður hafa farið, hvarflar ekki að mér að líta framhjá þvi að Steinunn Ásmundsdóttir er komin á skáldabekkinn til að vera - stúlkan er skáld. Stelnunn Ásmundsdóttir: Einleikur á regnboga. Ljóð, u.þ.b. 50 bls. Almenna bókafélagið, 1989. Kjartan Árnason Islenska hljómsveitin Fyrstu tónleikar íslensku hljómsveitarinnar á níunda starfsári hennar voru haldnir í Menningarmiðstööinni Gerðubergi í gærdag. Á efnisskrá voru þrjú tónverk, Oktett í Es-dúr op. 103 fyrir tréblásara eftir Ludwig van Beethoven, Kristallar fyrir kammersveit eftir Pál P. Pálsson og Sinfóníetta op. 1 fyrir kammersveit eftir Benjamin Britten. Tónleikamir hófust á oktett Beethovens og kom þar strax í ljós hversu óhentug salarkynnin voru fyrir flutning þeirrar efnisskrár sem hér var í boði. Salur- inn er harður í hljóm og með mjög stuttan eftirhljóm, enda lítill. Var'þetta sannarlega ekki til þess aö létta undir meö flytjendunum, sem engu að síður fluttu verkið sæmiiega. Kristallar Páls Pampichlers Pálssonar voru næst á efnisskránni, en Páli mun hafa samið það verk á árinu 1970. í verkinu blandar Páll saman ólíkum tónsmíöaað- ferðum og tekst að gera það á þann hátt að myndi sannfærandi heild þótt nokkuð hljómi þaö laust í formi. Verkið var hér flutt undir stjórn höfundarins sjálfs og var flutningurinn þokkalegur. Einleiksstrófur Þorkels Jóelssonar homleikara voru leiknar af öryggi. Síðasta verk tónleikanna var Sinfónietta op. 1 eftir Britten. Hún var hér flutt af 10 hljóðfæraleikurum, tréblásurum og strengjum, undir stjóm Guðmundar TónJist Áskell Másson Emilssonar. Kom hér því miður berlega í ljós hversu lítið þessir annars ágætu hljóðfæraieikarar eru sam- spilaðir og leiðir það hugann að öllum þeim breyting- um sem orðið hafa á félagaskipan og rekstri hljóm- sveitarinnar á níu starfsárum. Þótt lofa beri þá stefnu hljómsveitarinnar að gefa ungu tónlistarfólki tæki- færi, bæði flytjendurm og tónhöfundum, þá er þaö nauðsynlegt hverri slíkri sveit að hafa harðan kjama hugsjóna- og eljufólks sem ber hag sveitarinnar mjög fyrir brjósti. Hér virðist sá kjarni vera of smár og hafa breytingamar á Uði hennar haft of mikil áhrif á gæði hljómsveitarinnar. Guðmundur Emilsson stjórn- aði Sinfóníettu þessa þá unga og stórefnilega tón- höfundar (Britten mun hafa verið 19 ára þegar hann samdi verkið) á látlausan hátt, en af röggsemi. Aðsókn á tónieikana var slök. Áskell Másson Fjölmiðlar Nigaragua Slæmar fréttir berast nú frá Nig- aragua. Hinn háværi, einkennis- búni Ortega hyggst riúfa vopnahlé það, sem samið var um á milli sandiniista-stjórnarinnar og contra-skæruliða. Ástæöan er talin aö hann búist við að fara hailoka í fyrirhuguöu forsetakjöri en þar er frambjóðandi stjórnarandstæðinga Violeta Chamorro, útgefandi stór- blaðsinsLaPrensa. Sagt er að koramúnistar þurfi að- eins að ráða Sahara-eyöimörkinni í þrjú ár og þá sé þar kominn skortur á sandi. Nigaragua er einmitt að íara sömu leiö noröur og niður og önnur kommúnistaríki, og eina ráð- ið fyrir Ortega til að halda völdum er liklega að blása í herlúðra. En hvar eru nú allir friðarvinimir íslensku?Hvað segirtildæmisEyj- ólfur Kjalar Emilsson, sem haldið hefur margar þjartnæmar prédík- anir gegn hermennsku og vopna- vaidi? Og hvar hafa allír málfrelsisunn- endurnir veriö á meðan reynt hefur verið að stinga kefli í munn Violetu Chamorro? Hvaö segja til dæmis Siija Aöalsteinsdóttir og Páll Skula- son, sem stofnuöu á sínum tíma sér- stakan málfrelsissjóð? Og ætla islensku kvennalistakon- urnar að þegja viö því er kynsystir þeírra berst hetiulegri baráttu fyrir lýðræði og almennum mannréttind- umíNigaragua? Hannes Hólmsteiitn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.