Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Síða 27
.M-MúéMtöi 'éí ^ ^ ............................ dv Veidivon A Rafn Hafnfjörð, fyrrverandi formaður LS, óskar Gretti Gunnlaugssyni, hinum nýkjörna formanni, til hamingju. Aöalfundur Landssambands stangaveiöifélaga um helgina: Svisslendingar að leggja undir sig árnar í Þistilfirði - erlendur auökýfmgur keypt 60 stangardaga í Laxá á Ásrnn fyrir Í65 þúsund krónur daginn „Það er vægast sagt svart útlitið með sölu á laxveiðileyfum næsta sumar,“ sagði Rafn Hafnfjörð, for- maður Landssambands stangaveiði- félaga, á fjölmennum aðalfundi í Munaðarnesi um helgina. „Fjölmiðlar fræða okkur um það að um 200 fyrirtæki hafi orðið gjald- þrota það sem af er árinu, atvinnu- leysi er um 2% og fjöldauppsagnir dynja nú yfir landsmenn. Og hvað gera svo ráðamenn þjóðarinnar til þess að gera okkur búsetu í þessu landi bærilega? Þeir ætla að leggja 26% skatt, þann hæsta í heimi, á þá heilnæmu og vinsælu útivistaríþrótt, sem um 60 þúsund íslendingar stunda, stangaveiðina. Þá hækkar verðið trúlega upp í 30, 40 eða 50 þúsund krónur stangardagurinn í flestum laxveiðiám landsins! Og þá er spurt: „Hefur nokkur sála efni á þessu lengur?“ Nýlegar fréttir herma að erlendur auðkýfingur hafi keypt. 60 stangardaga í Laxá á Ásum fyrir 165 þúsund krónur stangardaginn eða 9,9 milljónir og það eru margir slíkir sem vita ekki aura sinna tal. Eru ekki Svisslendingar að leggja undir sig allar árnar í Þistilfirði og hafa þeir þó Haukadalsá fyrir?“ Mikill hluti fundartímans fór í umræðuna um virðisaukaskattinn og hér koma nokkur orð úr þeim umræðum. „Við þurfum að berjast á móti þessum skatti og erum ekki með vonlausa stöðu ennþá,“ sagði Böðvar Sigvaldson, formaður v.eiðifélags Miðfirðinga og Landssambands veiðifélaga. „Það þarf ekki að halda fleiri fundi hér í Munaðarnesi verði þessi virðis- aukaskattur settur á veiðileyfi, nóg kosta þau núna,“ sagði Jón G. Bald- vinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. A fundinum ræddi Orri Vigfússon um kaup á laxveiðiheimildum í sjó og er það mál á viðkvæmu stigi núna. Grettir Gunnlaugsson var kosinn formaður LS til næsta árs, eins og við sögðum frá fyrir viku. í lok fundarins voru samþykktar ályktanir um virðisaukaskattinn, ólöglegar netaveiöar í sjó og kaup á laxakvótanum. Fundurinn var fjöl- mennur og fróðlegur. G. Bender Grettir Gunnlaugsson, nýkjörinn formaöur LS, nokkrum mínútum eftir aö hann var kjörinn formaður LS í Munaðar- nesi í gærdag. DV-myndir G. Bender Núðlu-hrásalat Hrátt grænmeti og núðlur er bætiefnaríkt og bragðgott i fyrir 6:___________________ 4 ltr. vatn • 2 tsk. salt 300 gr. ferskt fsl.________ eggjapasta/skrúfur 1 lftil agúrka_____________ 1 græn paprika_____________ 4. tómatar • 1 gulrófa_____ 250 gr. bjúgu______________ 4 msk rauðvfnsedik_________ xh tsk. salt ______________ lÁ tsk. pipar______________ V\ tsk. karry______________ 1 lítill laukur____________ 1 hvítlauksgeiri________.__ 4 msk. olía________________ Vi búnt graslaukur_________ Vi búnt steinselja_________ brunnkarsi eða_____________ garðakarsi Næringargildi: 2810 kj/ 520 kal. • 17 gr. eggjahvíta 20 gr. fita • 65 gr. kolvetni Vatn og salt hitað að suðu. Núðlurnar soðnar í 1-3 mínútur, hellt á sigti, skolaðar undir köldu vatni og vatnið látið renna vel af. • Agúrkan flysjuð, skorin í fernt eftir endilöngu og síðan í ekki of þunnar sneiðar. paprikan skorin í tvennt, stilkur, hvítar trefjar og kjarnar fjarlægt, síðan skorin í fínar lengjur. Tómatarnir skolaðir, þerraðir og skornir í 8 hluta hver. Gulrófan flysjuð, skoluð, skorin í sneiðar og síðan í stifti. Tekið utan af bjúganu og það saxað smátt. •Edik, salt, pipar og karry hrært vel saman. Laukurinn afhýddur og rifinn út í kryddlöginn. Hvítlaukurinn afhýddur, pressaður í hvítlaukspressu og blandað saman við. Olían hrærð út f. *Núðlur, grænmeti og kjöt sett í skál, Sósunni hellt yfir og allt blandað létt. Graslaukur, steinselja og karsi skolað og þerrað, klippt eða saxað smátt og stráð yfir salatið. Gróft brauð og smjör borið með. Ódýrt - Fljótlegt JóláfgMSMM 20. DES. 15 DAGAR AÐEINS KR. 59.000,2 Í ÍBÚÐ Dvalið ð glæsilegu lúxusíbúðahoteli i Ma- galluf. Svefnherbergi og stofa. Glæsilegir sam- komu- og veitingastaðir og setustofur. 9000 ferm. garður með útisundlaugum, stór upphit- uð innisundlaug, borðtennis- og golfvöllur i næsta nágrenni. Stærsta disótek Spðnar hand- an götunnar. Fjölbreytt skemmtanalif og ótal veitingastaðir. islenskir fararstjórar. Mallorca er paradis á jörð og sólskinsparadís vetur, sumar, vor og haust. Appelsinuuppskeran er I janúar. Pantið timanlega þvi plássið er takmarkað og þegar búið að ráðstafa miklu af því. FLUGFERÐIR SGLRRFLUG Vesturgötq 12, simar 15331 og 22100. * Kælivara Uppskriftin að pasta- réttinum er úr bókinni PASTA sem er í flokki matreiðslubóka frá útgáfufyrirtækinu Krydd í tilveruna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.