Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 14
Spurningin 14 Hvaö gerðir þú um helgina? Þórhallur Þórhallsson: Ég var að vinna alla helgina. Sverrir Kristinsson: Mestlítið. Ég var heima og bauð fólki ,í mat á laugar- dagskvöldið. Jón Ægir Pétursson: Mitt besta. Kristmundur Kristmundsson: Ég var heima að læra eðlisfræði. Guðjón Ólafsson: Ég fór á samkomu hjá Krossinum og lofaði drottin, enda líður mér vel í dag. Herbert Ámason: Ég var að vinna um helgina. Lesendur MÁNUDAGUR 6. NÖVEMBÉR 1989. I>V Ný „vinnuregla" tekin upp í Alþingishúsinu sem bréfritari kallar Alþingis- bankann. - Allir greiði vexti af lánum sínum! Lán í Alþing- isbanka Launþegi skrifar: Það ætlar ekki að af þessum þing- mönnum okkar að ganga hvað snert- ir siðferðisþrek og æskubrek sém virðast ekki eldast af þeim. Nú dettur inn um lúguna hjá manni DV sem skýrir frá því að forseti Sameinaðs Alþingis hafi fengið lán í skrifstofu Alþingis sem hefur verið eins konar konar lánastofnun (ekki fyrir al- þýðuna heldur „talsmenn" hennar á þingi). Þannig segir fréttin að af „svona lánum“ hafi ekki verið greiddir vext- ir og þá líklega heldur ekki verð- bætur fyrr en nú fyrir stuttu er fjár- málastjóri Alþingis tók upp þá „vinnureglu" aö láta alla (þingmenn væntanlega eöa fleiri) sem þarna fá lán úr skúffum greiða vexti. Forseti Sameinaðs þings, hefur nú fengið sinn skammt af lánasalíbunu hjá þinginu í bili og er langt komin með að greiða upp 200 þúsund króna lánið sem hún lét verða leitt sinna fyrstu verka að útvega sér eftir að hún varð forseti Sameinaðs þings í fyrra. En hvaða aðili er þaö sem lánar fé í skrifstofu Alþingis og hvaða sjóður er þetta sem hefur „efni á“ að lána fé án vaxta og verðbótaþátta? Þetta er kannski einhver prívatsjóður þeirra alþingismanna, svo sem kaffi- sjóður eða ferðasjóður. Þá er náttúr- lega ekkert við þessu að segja. - Séu þetta hins vegar opinberir íjármunir sem þarna liggja í skúffum þá horfir máhð allt öðru vísi og alvarlegar við. En kannski er þetta sjóður sem for- seti Sameinaðs þings ætlaði til kaupa á Hótel Borg. Ekkert frumvarp er enn komið fram hjá þessari kjarna- konu um kaupin á Borginni en það átti að vera hennar fyrsta verk á þingi að fjalla um þau kaup. Ef til viU hefur sjóðurinn minnkaö svo í meðförum, vaxta- og verðbótalaus, að ekki hrökkvi fyrir fyrstu útborg- un. - En gamanlaust: Hvers vegna eru þessir þingmenn í sífelldu klandri, hver á eftir öðrum? Veitir nokkuð af löggæslumönnum yfir þeim dag og nótt? Fer félagið sömu leið og formaðurinn? Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið Velferð og vegferð K.J. hringdi: Mig langar fyrst af öllu að þakka strætisvagnastjórum á leið 2 fyrir frábæra kurteisi og hjálpsemi í þeirra starfi. - Störf þeirra eru ábyrgðarmikil og erilsöm. En það er ríkt í fari okkar flestra að gleyma að þakka. Ef orði hallar er oftast stutt í mik- inn munnsöfnuð, og það meira að segja við hin ýmsu þjónustustörf, ekki síst viö verslun. Þar mættu margir bæta sína framkomu gagn- vart viðskiptavinum sínum. - Von- andi stendur þetta þó allt til bóta, því friðar er þörf í þessu landi. Það rífast margir í vetrarbyrjun, og umræðan er umfram allt „money, money..." - en hafa skal í huga þakklæti fyrir allt sem vel er gert, eins og t.d. gildir um bílstjórana sem ég minntist á hér aö ofan svo og ann- að starfsliö SVR. Nöturlegt er til þess að vita, að í sjálfri Lækjargötu er fólk ekki óhult fyrir bílum sem bijóta reglur og aka á rauðu ljósi sem ekkert sé. Hversu lengi á það að ganga? Mál er að linni. Guðjón Petersen framkvstj. skrifar: Vegna lesendabréfs K.J.K. í DV 2. nóvember, undir yfirskriftinni „Ótrúleg ferðagleði", þar sem gefið er í skyn að Júlíus Sólnes hagstofu- ráðherra hafi farið við áttunda mann til San Francisco á kostnað ríkisins, skal upplýst eftirfarandi. Níu menn voru saman, eða skiptu liði til að skoða afleiðingar Loma Prieta jarðskjálftans og læra af vinnubrögðum þeirra sem takast þurftu á við þann vanda, en jarð- skjálftinn olli tjóni í San Francisco og í mörgum öðrum bæjum í Norð- ur-Kalifomíu sem hefur viljað H.R. skrifar: Ég er einn þeirra sem höfðu mikinn hug á að vera með í stofnun Samtaka sparifjáreigenda. Ég kom því hins vegar aldrei við að fara á fundi sam- takanna, illu heilli. Ég frétti af góðum fundi hjá samtökunum á Hótel Sögu snemma í haust og tapaði af honum vegna fjarveru af landinu. - Síðan heyrði ég eða las einhvers staðar að aðalfund samtakanna ætti að halda í októbermánuði en sá þann fund aldrei auglýstan. Þar sem ég veit ekki hvar maöur á að fá upplýsingar um Samtök spari- fjáreigenda og aðalfund þeirra vildi ég biðja ykkur um að reyna að kom- ast að því hvar aðalfundur samtak- anna var haldinn og fá þá kannski fréttir af honum. Ég spyr vegna þess að ég sé í frétt í Mbl. að formaðurinn, sem var fyrir Samtökum sparifláreigenda, sé hætt- ur og hafi ráðið sig til ríkisins eða einnar stærstu ríkistengdu stofnun- ar landsins, Landsbankans, sem for- stjóra nýs fjármálafyrirtækis bank- ans. - Varla verður hinn fyrrverandi formaður því Samtökum, sparifjár- eigenda innanhandar lengur eftir að vera kominn undir forsjá einnar þeirrar peningastofnunar sem spari- fjáreigendur hafa m.a. verið á varð- bergi gegn, varðandi það hlutverk aö halda uppi merki sparifjáreigenda sem sífellt hafa farið halloka með því að varðveita fé sitt í bönkum lands- ins. Vonandi fara Samtök sþarifjáreig- enda ekki sömu leiðina og formaður- inn, og á ég þá við að þau e.t.v. logn- ist út af eða fari aö sinna einhveiju gleymast. - Júlíus Sólnes hagstofu- ráðherra fór ekki í umrædda ferð, heldur hætti hann við til að rýma fyrir öðrum mönnum sem ekki voru kostaðir af ríkissjóði. Þeir sem fóru voru: Guðjón Peter- sen framkvæmdastjóri, kostaður af ríkissjóði vegna Almannavama rík- isins. Páll Halldórsson jarðeðlis- fræðingur, kostaður af ríkissjóði vegna jarðeðlisdeildar Veðurstofu íslands. Ragnar Sigurbjömsson verkfræðiprófessor, kostaður af rík- issjóði vegna Verkfræðistofnunar Háskóla íslands. Stefán Hermanns- son aðstoðarborgarverkfræðingur, allt öðru hlutverki en til var stofnað. Ég mun nú ekki draga lengur að ger- ast þátttakandi í þessum samtökum strax og ég fæ vitneskju um tilveru þeirra og tryggingu um áframhald- andi baráttu fyrir hagsmunum spari- fjáreigenda. Lesendsasíða DV hafði samband við fráfarandi formann Samtaka sparifjáreigenda, Gunnar H. Hálf- dánarson. Hann upplýsti að aðal- fundur samtakanna hefði verið hald- inn 19. f.m. að Hótel Borg. Á stjómar- fundi samtakanna að honum loknum var kosinn nýr formaður þar sem Gunnar gaf ekki kost á sér sem for- maður, en kvaöst myndu fús til að sitja í stjóm félagsins. Hinn nýi fpr- maður samtakanna er Siguijón Ás- bjömsson. Gunnar sagði einnig, að hið nýja starf hans sem forstjóri Landsbréfa hf. hjá Landsbankanum myndi á engan hátt draga úr áhuga hans á málefnum Samtaka sparifiáreigenda og myndi hann beita sér þar sem áhugamaöur um spamað fólks í landinu. - Það skal tekið fram að fyrirtækið Landsbréf hf. tengjast samt ekki Samtökum sparifiáreig- enda sem slík. Gunnar sagði að hann hefði í sínu starfi einkar góöa aðstöðu til að fylgj- ast með þróun mála á sparifiármark- aðinum og það væri honum kapps- mál að styðja að sparnaði lands- manna eins og hann hefði áður gert. - Þess má geta að lokum að fréttatil- kynning Samtaka sparifiáreigenda verður send út á allra næstu dögum. kostaöur af Reykjavíkurborg. Þórð- ur Þ. Þorbjamarson borgarverk- fræðingur, kostaöur af Reykjavíkur- borg. Flosi Sigurðsson verkfræðing- ur, kostaður af Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen. Helgi Valdimars- son verkfræðingur sem fór á eigin vegum. Hjörtur Þórarinsson verkfræðing- ur, sem er í Stanford, bættist í hópinn þar og var honum innanhandar um upplýsingaöflun. - Er vonast til að þessar upplýsingar eyði þeim mis- skilningi sem fram kemur í um- ræddu lesendabréfi. Móðir skrifar: Ég vil taka undir orð T.Ó. í DV þann 27. f.m. um þessar „bláu myndir“ Stöðvar 2. - Ég er á móti þessum myndum í sjón- varpi. Þeir sem þurfa að horfa á þetta geta fengið sér svona video- mynd og horft á hana í videotæk- inu sínu. Smátæk finnst mér sú afsökun, að segjast ekki eiga videotæki. - Öll þurfum við að hafa fyrir hlut- unum og sá hinn sami yrði bara að kaupa sér videotæki, ef hann vildi ekki af þessu missa, rétt eins og ég þurfti að kaupa mér af- ruglara til að geta horft á Stöð 2. Og haldi þetta áfram, mun ég líka - eins og fleiri - selja minn afruglara, og því segi ég við for- ráðamenn Stöðvar 2: Hættið að troða þessum myndum inn á heimilin. Engin læti S.H. skrifar: Ég get ekki orða bundistlengur yfir þessu fiasi í fólki vegna þess- ara Jjósbláu mynda sem Stöð 2 hefur tekið til sýningar. Fyrst og fremst getur þetta vesalings fólk einfaldlega slökkt á tæki sinu - eða í algerri neyð - svissað yfir á Ríkissjónvarpið sem það er skikkað til aö greiða afnotagjöld af þótt þaö horfi aldrei á dag- skrána. Ég skil engan veginn hvers vegna þarf að gera svona mikfi læti út af svona léttum myndum sem er þó alls ekki hægt að kalla grófar. - Eða er hér um aö ræða einhverjar pipaijúnkur eða karldurga, sem eru græn af öfund yfir þessum náttúrulegu mynd- um? Ég segi fyrir mig og sennilega margra aðra. Stöð 2, látið ekki deigan siga og haldið áfram þess- um mánaðarlegu sýningum. áskilur sér rétt til að stytta bréf og símtöl sem birt- ast á lesendasíð- um blaðsins Svar vegna „Ótrúlegrar ferðagleði“: Til að eyða misskilningi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.