Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Side 29
MÁNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1989. 41 Sviðsljós Nýjasta ástin i lífi Stevens Spielberg er Holly Hunter sem leikur aðal- hlutverkið I nýjustu kvikmynd hans, Always. Steven Spielberg og Amy Irving voru Kate Capshaw brenndi sig á þvi að hamingjusamir foreldrar fyrir nokkr- heimta of mikið. um árum. Þau eru enn gift sam- kvæmt lögum. Flugu- kastsnám- skeið haíin Vandamál Steven Spielberg eru ekki kvikmyndir heldur leikkonur Hinn frægi kvikmyndaleikstjóri, Steven Spielberg, hefur yfirgefið sambýliskonu sína, Kate Capshaw. Var hún farin að heimta of mikið að sögn vina Spielbergs. Þessi snöggu sambandslit komu meira að segja kjaftadálkahöfundum í Hollywood á óvart. Þeir sem þekkja til segja að kröfur Capshaw um hjónaband og mikil fjárráð sér til handa hafi gert það að verkum að Spielberg fékk sig fullsaddan af sam- bandi þeirra. Spielberg kynntist Kate Capshaw meðan tökur á annarri Indiana Jones-myndinni stóðu yfir. Þá var hann giftur annarri leikkonu, Amy Irving, og voru þau nýbúin að eign- ast bam. Má geta þess að ekki er enn búið að ganga frá skilnaðarmáli þeirra en búist er við að það verði honum dýrt. Spielberg var rétt búinn að segja Kate Capshaw upp þegar hann fór að sjást með Holly Hunter, aðalleik- konunni í nýjustu kvikmynd hans, Always. Telja kunnugir að ástarsam- band þeirra hafi í raun byrjað löngu áður en hann sleit sambandinu við Capshaw. Spielberg, sem virtur er á minnst þrjú hundruð milljónir dollara vegna gróða á myndum á borð við E.T., Who Framed Roger Rabbit og Indi- ana Jones myndunum þremur, á ör- ugglega eftir að sjá á eftir helmingi þessarar upphæðar til eiginkonu og ástkonu. Taliö er að Amy Irving muni fá um það bil eitt hundrað milljónir í sinn hlut. Þá er öruggt að lögfræðingar Capshaw munu fara fram á háar peningafjárhæðir henni til handa fyrir að svíkja loforð um að giftast henni og geta þaö orðið allt að þrjátíu milljónum dollara. Hvað hefur svo Spielberg sjálfur að segja um ástamál sín? Um Kate Capshaw sagði hann: „Hún vildi gift- ast mér og stofna fjölskyldu. Samt vildi hún óhindrað halda áfram á leiklistarbrautinni og jafnframt eign- ast ávísanaheftið mitt.“ Holly Hunter, uppáhaldið hans í dag, fær aðra einkunn: „Hún er snið- ugasta, hlýjasta og elskulegasta stúlka sem ég hef hitt og hún er rétta stúlkan fyrir mig.“ „Við höfum haldið eitt námskeið og núna er annað byrjað, það mættu fleiri mæta en verið hefur, þetta kem- ur vonandi þegar líður á veturinn," sagði Þorsteinn Þorsteinsson, einn af kennurum hjá Ármönnum, en þeir æfa fluguköst í íþróttahúsi Kennaraháskólans og svo Kastklúb- bur Reykjavíkur, Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar í Laugardalshöllinni á sunnudögum, snemma. Við htum inn til Ármanna fyrir fáum dögum og þar voru nokkir að æfa köst, bæði konur og karlar. En sjón er sögu ríkari eða köst eru sögu ríkari. -G.Bender Það var margt sagt í hópnum og allir æfðu af miklum áhuga. Hlass af demöntum Þorsteinn Þorsteinsson útskýrir leyndardóminn fyrir einum nemanda sinum. DV-myndir G.Bender Það er sjálfsagt aðeins hægt í hinu ríka landi, Japan, að fylla vélsleðalíkan af demöntum en á myndinni sjáum við hvorki meira né minna en 19.935 demanta sem eru samanlagt 506 karöt. Áætlað verðmæti demantanna er ein billjón yen sem samsvarar 430 milljónum íslenskra króna. Sleðinn með demöntunum verður til sýnis í ýmsum skartgripaverslunum í Japan fram að jólum. Nýi kærastinn hennar Cher Hin fjörutíu og þriggja ára gamla leikkona og söngkona, Cher, lenti i smáástarsorg þegar klámmynda- leikkona stal kærastanum frá henni. Hún er nú búin að jafna sig og hefur fundið sér nýtt leikfang sem er að venju mun yngri maður en hún sjálf. Nýi kærastinn hennar heitir Richie Sambora og er gítarleikari hinnar vinsælu rokkhljómsveitar, Bon Jovi. Er ekki annað að sjá en þau séu hin hamingjusömustu á þessari mynd sem tekin var af þeim er þau voru að maeta í mikið samkvæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.