Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Page 16
16 Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRI3TJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Frelsisalda Kröfurnar um aukið lýðfrelsi og bætta stjórnarhætti magnast enn í þýska alþýðulýðveldinu. Allt að ein millj- ón manna safnaðist saman til útifundar í Berlín nú um helgina. Ekkert lát er á fólksstraumnum yfir til vest- urs. Úr öllum borgum landsins berast fregnir um funda- höld, mótmæli og kröfugerð um uppstokkun í stjórn- kerfmu. Ljóst er að langvarandi þrá eftir frelsi og aukn- um mannréttindum fær útrás meðal þjóðarinnar allrar og þessi undiralda er svo sterk að erfitt er að sjá hvern- ig hún verður bæld niður. Á fimmta áratugnum gerð- ust svipaðir atburðir í Austur-Þýskalandi en þá voru þeir barðir niður með vopnavaldi. Nú eru litlar líkur á að Kommúnistaflokkurinn grípi til vopna. Til þess hefur hann hvorki stöðu né styrk og veldur þar mestu að Sovétríkin standa álengdar og segjast ekki skipta sér af innanlandsmálum Austur-Þjóðverja. Gorbatsjov hef- ur lýs't því yfir að Þjóðverjar jafnt sem aðrir verði að leysa sín mál sjálfir. Auðvitað túlka þessir atburðir skipbrot kommún- ismans. Alþýðulýðveldin eru ekki og hafa ekki verið í þágu alþýðunnar. Kerfið er að hruni komið, fólkinu verður ekki lengur haldið í spennitreyjU, krafa tímans er sú að réttur einstaklinganna verði virtur. Lýðræðis- sinnar Vesturlanda geta hrósað sigri og sagt með sanni: hvað sögðum við? Sagan sýnir að við höfum haft rétt fyrir okkur. Þetta er samt ekki aðalatriðið. Það er ekki markmið í sjálfu sér að horfa upp á uppgjöf annarra þegar tekist er á um líf og lýðfrelsi, kennisetningar eða þjóðskipu- lag. Það sem er áhrifaríkast við þessa atburði er sú óhugnanlega staðreynd að milljónir marina hafa verið lokaðar inni, haldið fongnum í eigin löndum, ekki mátt sig hreyfa fyrir ofstjórn og ofríki þröngsýnna yfirvalda í skjóh vopna og kúgunar. Austur-Þjóðveijar hafa mátt búa við þjóðskipulag sem þeir hafa haft ímugust á í fíóra áratugi. Nú fyrst geta þeir látið hug sinn í ljós, loks nú þora þeir að tala. Það er athyghsvert að Austur-Þjóðverjar gera ekki uppreisn gegn valdhöfunum. Þeir beita ekki ofbeldi sjálf- ir og mótmæli þeirra eru friðsamleg. Þannig forðast þeir að gefa valdhöfunum átyhu til að beita valdi gegn höldanum, þannig hafa þeir gert umheiminum ljóst að kröfum þeirra verður ekki fylgt eftir með vopnum og þær verða heldur ekki brotnar á bak aftur með vopnum. Þorri þjóðarinnar hefur ekki áhuga á að yfirgefa land sitt. Þeir vhja breyta og bæta innan frá, halda th haga því sem jafnrétti og félagslegt öryggi hefur gefið þeim í aðra hönd. En þeir vilja hverfa frá áætlunarbúskap og eins flokks kerfi og þeir vhja fá frið og frelsi til að hafa skoðanir, frelsi til að ferðast, frelsi til að vera frjálsir menn í frjálsu landi. Þeir vilja sjálfir fá að móta sitt eigið þjóðskipulag, sitt eigið umhverfi og ráða sinni eig- in landstjórn. Kommúnistaflokkurinn mun eflaust streitast við um hríð og reyna að halda völdum með því að lina tökin . og rétta fram htla putta. Kommúnistarnir munu sitja meðan sætt er. En án kúgunar og vopna, án fylgis frá alþýðunni, án verndarinnar frá Sovét eru dagar Komm- únistaflokksins taldir. Ef Austur-Þjóðveijar halda áfram friðsamlegum mótmælum og halda áfram að þyrpast út á stræti og torg í anda lýðræðis og réttlætis þá er þeim sigurinn vís. Þá er aðeins tímaspursmál hvenær ný framtíð blasir við þeirri þjóð sem hefur verið barin th hlýðni í hehan mannsaldur. Ehert B; Schram MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989. í—í:^ : I ~ ; I - Virðisaukaskattur í V-Evrópu í samanburði við væntanlega breytingu á skattakerfinu á íslandi Virðisaukaskattur varðar alla Lög um virðisaukaskatt ganga í gildi um næstu áramót. Þrátt fyrir aö óðum saxist á þann tíma.sem menn hafa til að undirbúa þessa kerfisbreytingu hefur ríkisstjómin enn ekki afgreitt ýmis mikilvæg álitaefni. Frumvarp til laga um virðisauka- skatt var samþykkt á Alþingi vorið 1988. Ekki er ætlunin hér að rekja ■rökin fyrir virðisaukaskatti en nánast öll Vestur-Evrópuríki nota virðisaukaskatt enda hefur hann ýmsa kosti fram yfir söluskattinn. Segja má að með því að hverfa frá söluskatti til virðisaukaskatts séu íslendingar að taka skref tii aðlög- unar að þeim starfsskilyrðum sem fyrirtækin í helstu viðskipta- og samkeppnislöndum búa við. Undirbúningur gengur illa í þeim lögum, sem samþykkt voru 1988, var gert ráð fyrir að virð- isaukaskatturinn yrði 22% og tæki gildi 1. júlí 1989. Ríkisstjórnin á- kvað að fresta gildistökunni um hálft ár til að fá meiri tíma til undir- búnings og vegna þess að hún taldi að skattkerfisbreytingin myndi rýra tekjur ríkissjóös á yfirstand- andi ári. Þrátt fyrir lengri undirbúnings- tíma hefur fjármálaráðherra að- eins gefiö út tvær reglugerðir af þeim fjórtán sem nauðsyniegt er að liggi fyrir áður en kerfisbreyt- ingin á sér stað. Þetta hefur þegar valdiö miklum erfiðleikum og við bætist að ríkisstjómin hefur ekki enn leyst margs konar ágreinings- efni sem varða framkvæmdina. Veruleg skattahækkun í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1990 er sagt að virðisaukaskattur- inn verði 26% en ekki 22% eins og lögin gera ráð fyrir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun hvert virðisaukaskattsstig gefa 1,5 miilj- arða í ríkissjóð. Þetta þýðir að rík- isstjómin ætlar sér að klófesta 6 milljarða með slíkri breytingu. Jafnframt er ljóst að skatthlutfallið verður það hæsta sem um er vitað. Þegar lögin vom sett á sínum tíma lá fyrir að 23,5% virðisauka- skattur myndi skila sömu tekjum í rikissjóð og 25% söluskattur enda yrðu skattskil þau sömu. Miðað við þær forsendur er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að nota skatt- kerfisbreytinguna til að auka tekj- ur ríkissjóðs um 3,6-3,8 milljarða króna. Þetta gerist ofan á margra milljarða skattahækkanir á yfir- standandi ári. Samt er fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1990 lagt fram með þriggja milljarða halla. Fróðir menn telja að hallinn verði mun meiri í reynd eins og gerðist á yfirstandandi ári. Þrjár hugmyndir um endurgreiðslur Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að virðisaukaskatturinn verði jafnhár á allar vömr og þjónustu sem bera KjaHarinn Friðrik Sophusson alþingismaður skattinn. Hins vegar er ætlunin að endurgreiða það sem nemur helm- ingi skattsins á vissum matvörum. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir slíkri endurgreiðslu á diika- kjöt, mjólk, fisk og innlent græn- meti. í stefnuræðu sinni bætti for- sætisráðherrann við grófu brauði. Nýlega viðraði fjármálaráðherra þá hugmynd að endurgreiðslumar næðu einungis til dilkakjöts og mjólkur enda em hinar vömteg- undimar ekki háðar verðlagsá- kvæðum. Þaö má því segja að til umræðu séu þrjár útgáfur af hug- myndum um endurgreiðslur á mat- væli. Hvar er rýtingurinn? Endurgreiðslur hluta virðisauka- skatts á innlend matvæli eru til komnar vegna kröfu Alþýðubanda- lags og þó einkum Borgaraflokks, Báðir flokkar stóðu gegn frum- varpinu um virðisaukaskattinn á sínum tíma því að þeir töldu að með samþykkt frumvarpsins væri veriö að festa „matarskattinn" í sessi. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar lengst af barist gegn slíkum undanþágum. Mönnum er enn í fersku minni að Jón Baldvin kallaði það rýtings- stungu í bakið á sér þegar Þor- steinn Pálsson gerði tillögu um lægra skatthlutfall á matvæli. Sú tillaga leiddi til stjórnarslita. Ekk- ert hefur heyrst frá fyrrgreindum Jóni um tillögur fjármálaráðherra nú. Ekkert er minnst á rýtings- stungur eða stjórnarslit. Þvert á móti sýnist téður Jón ætla að kyngja skattahækkuninni og und- anþágunum til að halda í ráðherra- stólinn og ferðalögin. Sjónhverfing Það alvarlegasta við endur- greiðslurnar er samt að þær 700 milljónir sem það kostar að endur- greiða helming skattsins á mjólk og dilkakjöt eru teknar aftur með hlutfallslegri lækkun niður- greiöslna á næsta ári. Þetta þýðir að verðáhrif endurgreiðslna verða engin þegar líða tekur á næsta ár. Hækki niðurgreiðslumar ekki um a.m.k. 700 milljónir á næsta ári verða neytendur vitni að sjpn- hverfingu sem vart á sér hliðstæðu. Verð á mjólk og kjöti lækkar um 10% vegna endurgreiðslna á helm- ingi virðisaukaskatts. Þessar vörur hækka aftur í verði um 10% á síð- ari hluta ársins vegna minni niður- greiðslna. Mörg álitamál Af fjölmörgum óleystum álita- málum við framkvæmd virðis- aukaskattsins vil ég nefna þrjú sérstaklega: í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að áfram verði innheimt jöfnunar- gjald af innflutningi þótt forsendur fyrir því séu úr sögunni. Réttlæt- ingin fyrir álagningu gjaldsins var sú að íslenskir framleiðendur byggju við söluskatt sem hefði upp- söfnunaráhrif og rýrði samkeppn- isstöðu þeirra. Við gildistöku virð- isaukaskattsins faUa þessi rök nið- ur. Álagning jöfnunargjalds verður því brot á samningum við við- skiptaþjóöir okkar. í öðru lagi virðist íjármálaráð- herra ætla að ganga í berhögg við hugmyndir fyrirrennara síns um að veita gjaldfrest á virðisauka- skatti í tolli. Geri hann það er ljóst að vöruverð, þ.ám. á matvörum, hækkar umfram það sem ætlunin var. Fjármálaráðuneytið metur hækkunina 1,5-2,0% en nær lagi er að áætla að hún nemi 2-4%. Ef ekki verður veittur greiðslufrestur á skattinum eins og víðast er gert annars staðar rýrir það samkeppn- isstöðu verslunarinnar og þar með kaupmátt aUs almennings. í þriðja lagi er gert ráð fyrir aö húsbyggjendur fái útlagðan virðis- aukaskatt endurgreiddan einu sinni á ári eftir á. Þetta þýðir tals- verða fjárbindingu fyrir íbúða- byggjendur og meiri bygginga- kostnað en eUa. Málið varðar okkur öll Af þessu sést að ekki hefur verið staöið að undirbúningi skattkerfis- breytinganna með þeim hætti sem ætlast hefði mátt til af stjómvöld- um. Margir endar eru lausir og stjórnarflokkarnir hafa enn ekki fjallaö um aUar fyrirUggjandi hug- myndir. Útgáfa reglugerða hefur dregist úr hófi fram en það hefur valdið væntanlegum virðisauka- skattsgreiðendum óþægindum. Fyrir Uggjur að ríkisstjómin ætlar að auka tekjur ríkissjóðs við kerfis- breytinguna verulega. Vömverð mun því hækka meira en til stóð. Á næstu vikum verður þetta mál til umræðu. Það er full ástæða til að hvetja alla til að fylgjast vel með þyí hvemig ríkisstjörnin ætlar aö standa að framkvæmdinni. Virðis- aukaskatturinn varðar okkur öU. Friðrik Sophusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.