Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 36
FR ETT/V.SKO
I -Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreiffing: Símí 27022
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989.
Miklar
skemmdir í
Austurbæjar-
skólanum
Þjófnaður var framinn og miklar
skemmdir unnar í Austurbæjarskóla
í fyrrinótt. Innbrotsþjófarnir brutu
hurðir og skemmdu mjög mikið á
þremur hæðum í barnaskólanum.
Þeir tæmdu úr nokkrum duft-
slökkvitækjum yfir innanstokks-
muni og var aðkoman mjög ljót í
gærmorgun.
Einnig var hljómflutningstækjum
rutt niður og ýmislegt annað
skemmt. Nemendatölvu var rutt út á
gang og skemmdist hún allnokkuð.
Þjófarnir höfðu á brott með sér Vic-
tor tölvu, lyklaborð, skjá og prentara
-^auk Panasonic myndbandstækis.
Á föstudagskvöldið var haldið
diskótek' fyrir nemendur skólans og
var þá skilinn eftir geislaspilari og
plötur sem þjófarnir höfðu einnig á
brott með sér. Kennsla fór fram með
eðlilegum hætti í skólanum í morg-
un. -ÓTT
Veðurteppt
í Múlanum
Geir A. Guösteinsson, DV, Dalvik;
A laugardag byijaði að snjóa hér
norðaustanlands með þeim afleiðing-
um meðal annars að Ólafsfjarðar-
múhnn varð ófær. Ekki virtust allir
vegfarendur gera sér þá staðreynd
ljósa því fjórir bílar með 12 farþega
voru tepptir í Múlanum. Menn úr
slysavarnardeildunum á Ólafsfirði
og Dalvik þurftu að sækja fólkið og
koma því tíl byggða.
Á hveiju haustí þarf að kalla slysa-
varnardeildimar út til hjálpar fólki
sem reynir að komast fyrir Múlann
á bílum sem ekki era búnir til vetrar-
aksturs, hvað þá aksturs um fjall-
vegi. Mikil snjóflóðahætta er á þess-
■Tpim slóðum nú þar sem snjórinn er
mjög laus í sér og ekki líkur á snjó-
mokstri fyrr en snjókomunni linnir.
Mitterrand
kemur
a morgun
Mitterrand Frakklandsforseti
kemur hingað til lands á morgun tíl
að eiga vinnufund með íslenskum
ráðamönnum um málefni Evrópu-
bandalagsins og Fríverslunarbanda-
lags Evrópu. Heimsókn Mitterrands
'-^•stendur aðeins í nokkra klukkutíma
enhannferhéðansíödegis. -SMJ
LOKI
Þá fjölgaði loks
í Framsókn!
Byggðastofiiun sækir um að taka 500 milljóna króna lán:
Vanskil komin
11200 mil||-
ómr á ármu
- hefur afskrifað vel á þriðja hundrað milljóna
Byggðastofnun hefur farið fram
á að fá að taka 500 milljóna króna
lán til að geta staðiö við skuid-
bindingar sínar. Guðmundur
Malmquist, forstjóri stofhunarinn-
ar, sagði að þetta ár hefði veríð
Byggðastofnun afar erfitt. Vanskil
fyrirtækja við stofnunina væru
korain í 1200 milljónir króna en
hefðu verið 525 milljónir um(síð-
ustu áramót. Þá hefur Byggða-
stofnun orðið aö afskrifa skuldir
vegna gjaldþrota fyrirtækja fyrir
vel á þriöja hundraö milljóna í ár.
Það er meira en nokkra sinni fyrr.
Það sem af er þessu ári er
Byggöastofnun búin að lána um
1200 milljónir króna.
Guðmundur sagði varöandi af-
skriftir skulda að sumt af því heföi
verið lengi að gerjast, svo sem
vandræði Hafbliks á Kópaskerl
Mikiö hefði orðið að afskrifa á Pat-
reksfírði og vegna Bylgjunnar á
Suðureyri. Þetta væru stærstu
póstarnir.
„Það má segja að þetta endur-
spegli þaö sem er að koma upp og
einhvers staðar hlýtur það að koma
við þegar sjávarútvegsfyrirtæki
töpuðu um þremur milljörðum á
árinu 1988,“ sagði Guðmundur.
Byggöastofhun er meö samninga
í gegnum banka viö þau fyrirtæki,
sem hafa fengið lán, um að þau láti
eitthvað tíl stofnunarinnar við
hverja veðsetningu birgða eða af-
skipun. Seinnipart ársins hefur
dregið mjög úr þessu vegna minnk-
andi afla sem helgast af því aö bát-
ar era búnir meö kvóta sína.
-S.dór
Veðrið á morgun:
Víða
snjó- og
slydduél
Á morgun verður austlæg átt
um allt land, hvasst víða á Vest-
fjörðum en kaldi eöa stinnings-
kaldi í öðrum landshlutum. Skúr-
ir verða syöst á landinu en ann-
ars víða snjó- eða slydduél.
Sex neyðarsendingar:
Víðtæk leit
hófst strax
Sex greinilegar neyðarsendingar
frá björgunarbát heyrðust við
Langanes í morgun. Björgunarsveit-
ir á Bakkafirði og Þórshöfn fóru
strax til leitar. Fokkervél Landhelg-
isgæslunnar var væntanleg austur
um klukkan ellefu. Ekki var gert ráö
fyrir að hægt væri að miða neyðar-
sendingarnar út fyrr en vélin væri
komin á svæðið. Ekki er vitað um
ferðir neinna báta, skipa eða flugvéla
á þessum slóðum.
Björgunarsveitin á Þórshöfn gekk
fjörur og leitaöi við ströndina. Sú
leit bar engan árangur. Þrír bátar frá
Bakkafirði og einn frá Þórshöfn eru
farnir til leitar. A.uk þess leitar fjöldi
manna á landi.
Þar sem neyðarsendingarnar
komu gegnum gervihnött geta
skekkjumörkin verið talsverð - eða
allt að 20 sjómílur. Fjöll geta jafnvel
gert. skekkjumörkin enn meiri.
Neyðarsendingamar heyröust ekki
um borð í flugvélum sem flugu yfir
þetta svæði í morgun. Styrkur send-
inganna frá gervihnettinum var tals-
verður og bendir það til þess að ekki
■ sé um truflanir aö ræða.
Ekki er útilokað að neyðarsendir í
björgunarbát hafi bilað og þaðan séu
sendingarnar. Ein sendingin virtist
koma frá Þistilfirði, tvær frá Bakka-
firði og tvær af Bakkaílóa.
-ÓTT/-S.dór/-sme
íslendingurinn Jósafat Arngríms-
son, sem gengur undir nafninu Joe
Grimsson í Bretlandi, hefur verið
handtekinn í Englandi vegna gruns
um að reyna ásamt sjö öðrum að
falsa 20 milljónir bandarískra doll-
ara, rúma 1,2 milljarða íslenskra
króna, og svíkja fé út úr Natíonal
Westminster Bank.
Alþjóðalögreglan, Interpol, óskaði
eftir nákvæmri sakaskrá um Jósafat
Arngrímsson fyrir skömmu og var
tilefnið það aö hann væri granaður,
ásamt sjö öðram, um að hafa falsað
20milljónirdollara. -JGH
Mikið skemmt í
Digranesskóla
Það var heldur betur handagangur í öskjunni á basar Kvenféiagsins Hringsins sem haldinn var í Fóstbræðraheim-
ilinu í gær. Konurnar þyrptust hver um aðra þvera til að ná sér í einhverja af þeim munum sem voru til sölu
enda kváðust margar þeirra fara á basara til að kaupa jólagjafir á hagstæðu verði.
DV-mynd KAE
Miklar skemmdir voru unnar í
Digranesskóla aðfaranótt laugar-
dagsins. Innbrotsþjófarnir brutu
nokkrar rúður og skemmdu auk þess
nokkrar millihurðir í skólanum. Tjó-
nið er talið nema mörgum tugum eða
hundruðum þúsunda króna.
-ÓTT
UmAmsterdam
til allra átta
ARNARFLUG
t!t*
KLIVI
Lágmúla 7, Austurstræti 22
84477 & 623060
0-10 ' A S Trt
ÞRDSTUR
68-50-60
VANIR MENN
t
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Grunaðurum
stórfellda fölsun
i
i
i
i
i
i
i
i
4