Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 2
Fréttir
MÁNUDÁcM 6. NÓVÉ^IBÉR 1989.
1
Dauðaslys er bifreið með þremur mönnum valt skammt frá Patreksfirði:
Gekk slasaður og kaldur
um sjö kílómetra leið
Ungur maður lést í bílslysi og tveir
aðrir slösuðust aðfaranótt laugar-
dagsins þegar Mazda-bifreiö fór
margar veltur við bæinn Raknadal
sem er um sjö kílómetra frá Patreks-
flrði. Farþegi, sem var í framsæti
bílsins, gekk handleggsbrotinn og
illa á sig kominn til Patreksfjarðar
til að tilkynna um slysið. Sá látni og
slasaður maður í aftursætinu urðu
eftir í bílnum sem lenti á toppnum
eftir veltumar.
Talið er að maðurinn hafi verið um
hálfa aðra klukkustund frá slysstað
til sjúkrahússins, sem er á Patreks-
firði, en það er um 6,7 kílómetra leið.
Hiti var um frostmark og var maður-
inn aðeins í peysu og því illa á sig
kominn er hann kom á sjúkrahúsið.
Hann man nánast ekkert eftir at-
burðinum og því ekki vitað nákvæm-
lega hve lengi hann var á leiðinni.
Mennirnir eru frá Patreksfirði og
voru á leið inn í sveit á laugardags-
morguninn. Slysið varð þar sem
bundið slitlag endar á veginum frá
kaupstaðnum í átt að fjarðarbotni.
Ökumaður mun hafa misst stjórn á
bílnum er hann kom út úr beygju
sem liggur niður að brú. Fór bíllinn
þá út af veginum, fór margar veltur
en endaði svo aftur inni á vegi á
toppnum.
BOlinn er gjörónýtur og var að-
koman ófögur er lögregla og sjúkra-
sb01 komu á staðinn. Farþeginn var
þá kominn út úr bOnum en ökumað-
urinn látinn. Sá fyrmefndi nefbrotn-
aði og marðist töluvert.
Lögreglunni var tilkynnt um slysið
þegar maðurinn kom á sjúkrahúsið
um sexleytið á laugardagsmorgun.
Talið er að bOveltan hafi orðið á
íimmta tímanum um morguninn.
Ökumaður og farþegi í framsæti
voru í bílbeltum er slysið varð.
-ÓTT
Skrítnar niðurstööur könnunar um áreiðanleika frétta:
Sömu fréttimar
stundum taldar
áreiðanlegar
en stundum ekki
kom fréttastofa Sjónvarpsins en 31,6
prósent þeirra sem tóku afstööu
töldu fréttir hennar ábyggilegar.
Næst kom Morgunblaðið með 10,7
prósent, þá Stöð 2 með 7,1 prósent. 3
prósent þeirra sem tóku afstöðu
sögðu fréttir DV ábyggOegar.
Færri en 1 prósent þeirra sem tóku
afstöðu sögðust telja fréttir annarra
fjölmiðla ábyggOegar. Þeir sem kom-
ust á blað eru Bylgjan, rás 2, ÞjóðvOj-
inn, Stjaman og Pressan. Dagblöðin
Tíminn og Alþýðublaðið komust ekki
á blað.
-gse
Samkvæmt Gallup á íslandi telja
landsmenn fréttastofu Ríkisútvarps-
ins áreiðanlegustu fréttastofu lands-
ins þegar þeir hlusta á fréttir hennar
á rás eitt en hins vegar ekki þegar
þeir hlusta á sömu fréttaútsendingar
á rás 2.
Þannig sögðust 40,6 prósent þeirra
sem tóku afstöðu að fréttir rásar 1
væru áreiðanlegustu fréttimar en
ekki nema 0,7 prósent sögðu að frétt-
ir rásar 2 væm ábyggOegar. í báðum
tOvikum er um sömu fréttaútsend-
ingar að ræða.
A eftir fréttastofu Ríkisútvarpsins
Fáir hlusta á
útvarpsfréttir
Einungis 17 til 18 prósent lands-
manna hlusta á hádegisfréttir Rík-
isútvarpsins sem er sá fréttatími
útvarpsstöðvanna sem fær lang-
mesta hlustun. 15 prósent lands-
manna hlusta á kvöldfréttir Rfkis-
útvarpsins. Þetta eru niðurstöður
nýrrar Gallup-könnunar.
Hér er átt við blustun á sam-
tengdar rásir - það er bæöi á frétt-
ir rásar 1 og rásar 2.
Útvarpshlustun hefur fariö
mínnkandi að undanfomu. Fyrir
fáeinum misseram hlustuðu um 40
til 50 prósent þjóðarinnar á þessar
fréttir.
Nýjasta könnunin sem mældi
lestur dagbiaða sýndi að um 80 pró-
sent þjóðarinnar las Morgunblaðið,
lítið eitt færri DV og smáblöð á
borð viö ÞjóðvOjann og Tímann
komu fyrir augu um 20 prósent
þjóðarinnar.
-gM,-
Fé í hrakningum
í Jökuldal
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum;
Veður hefúr verið óvenjugott hér á
Héraði í haust, - aðeins einu sinni
hvítnað jörð á EgOsstöðun. En þó að
héraðið sé ekki stórt er veður breyti-
legt á svæðinu. Mikiö áhlaup gerði
um helgina út í Jökulsárhlíð, það er
ysta og vestasta sveitin.
AUan laugardaginn var blindösku-
bylur þar og bóndinn á ysta bænum,
KetUsstöðum, átti í talsverðum erf-
iðleikum með að ná sama lömbum
sem lágu í skjóli við þúfur og börð á
kafi í snjó. Fullorðinn hrút hrakti í
Fögruhlíðará og drakknaði hann.
A sama tíma var lógn og frábært
veður á EgUsstöðum.
Valgerður Sverrisdóttir með nýju dótturina í fanginu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. DV-mynd: KAE
Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður:
Fæðingin gekk
Ijómandi vel
„Fæðingin gekk ljómandi vel.
Þetta var eiginlega enn stórkostlegri
upplifun en í hin tvö skiptin og okkur
mæðgunum heUsast vel,“ sagði Val-
gerður Sverrisdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra.
Klukkan 21.56 á laugardagskvöldið
eignuðust Valgerður og eiginmaður
hennar, Arvid Kro, 13 marka og 52
cm langa stúlku á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Fyrir eiga þau
hjón tvær dætur.
„Sú litla var aðeins farin að láta
bíöa eftir sér þvi ég var komin sex
daga fram yfir áætlaöan fæðingardag
en það er nú alveg eðlUegt."
Valgerður-verður í fæðingarorlofi
fram tU páska en þá býst hún við að
setjast á þing á nýjan leik.
„Ég er svo upptekin af þvi sem ég
er að fást við þessa dagana að ég hef
nánast engan tíma til að hugsa um
pólitík. Maður fylgist nú samt sem
áður með því sem er að gerast, les
blöðin og fylgist með fréttum í ljós-
vakafjölmiðlunum," sagði Valgerð-
ur.
-J.Mar
Grænland:
bíða eftir flugi
Þrjátíu
„Við höfum ekki getað flogið tU
Grænlands síðan á þriðjudag í síö-
ustu viku og þeir farþegar sem áttu
bókað far hjá flugfélaginu síðastlið-
inn fimmtudag hafa orðið að bíða í
Reykjavík síðan þá,“ segir Ólafur
Bertelsson hjá Grönlandsfly.
Það era um 30 manns sem bíða
þess að komast til Narsarsuaq á
Grænlandi og mun ekki verða reynt
að fljúga þangað fyrr en á morgun.
Ef flugfært verður þá hafa farþegam-
ir beðið í fimm daga í Reykjavík eftir
að komast í áfangastað. .
„Við reyndum að fljúga á fóstudag-
inn en þegar tíl kom reyndist ekki
unnt að lenda á flugvellinum í Nars-
arsuaq vegna slæmra brautarskU-
yröa. Síðan höfum við orðið að aflýsa
flugi á hverjum degi.
Farþegarnir dvelja á Hótel Lofleið-
um og við sjáum þeim fyrir gistingu
og mat, svo og skoðunarferðum. í
gær fór fólkið í skoðunarferð um
borgina og í dag ætlum við að fara
með hópinn í skoðunarferö til GuU-
foss og Geysis.
Fólkið tekur þessu ákaflega vel,
enda veit það að við eram ekki að
aflýsa flugi að gamni okkar. Þetta er
þolinmótt fólk og það er enginn að
þrasa yfir því þó að það sé ekki flug-
fært. Það er nokkuð algengt yfir vetr-
armánuðina að það gangi Ula með
flug tU Grænlands en þetta er með
verri tilvikum sem ég man eftir,"
segir Ólafur. v |
-J.Mar