Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Síða 19
.'tíií’t su'iilNi'lVU/ f Ít'-i t/.U.-il/'lí . MÁNUDAGUR. 6. NÓVEMBER 1989. 31 Menning Jarðneska kyrrð Fyrir skömmu kom út nýjasta bók Stefáns Harðar Grímssonar sem hann kallar Yfir heiðan morgun. Bókinni skiptir hann í íjóra kafla og heitir sá fyrsti Tónar frá ánni; þar er ljóð sem heitir Tvenn gluggatjöld: Um leið og stúlkan hengdi blúndugluggatjöldin sín fyrir sinn eina glugga, hengdi tunglið þau á vegginn andspænis. Eins og gefur að skilja, ‘ skein tungl þá glatt. Ó, æska - í þessu ljóði kemur „hinn stefánski tími“ vel fram, en það er sá tími í ljóði sem kveik- ir hugmynd um eina örstutta andrá en jafn- framt óratíma, jafnvel heila eilífö. í þessu litla ljóði er andráin þegar stúlkan hengir upp gluggatjöldin sín og tunghð varpar skugga þeirra á vegginn á móti - en eilífðar- tíminn, hann felst í aðeins einu orði og upp- hrópun: Ó, æska. Ævivor sem ekki endar með þessari stúlku. Tunglið - eitt af eftirlæt- istáknum Stefáns - sveipar sviðið bláu ljósi sem út af fyrir sig er kalt en vegna þess að það afhjúpar ekki allt heldur lætur ímyndun- araflinu eftir sinn skerf, er það gott. í þessum kafla er einnig Ijóð sem heitir Næturgrið: Jarðneska kyrrð vertu mér náðug um stund. Og vektu blóð minni leyndaræð og láttu dropa hníga sem vesæla þak- karfórn í mjúkan svörð. Skógarhvíld veittu mér friðlausa ró er ég vakna, og fyhtu bijóst mitt útþrá sem löngum: Minni gjöfulu heimþrá! Óður th náttúrunnar? Ákall um skáldlegan innblástur? Dauðaþrá? Kannski allt í senn og miklu meira. Þetta ljóð gefur að mínum dómi ágæta vísbendingu um hvernig Stefán fær ljóðstreng sinn til að titra - og titra djúpt. Ljóðið er í sjálfu sér ekkert dæmi- gerðara fyrir Stefán en önnur ljóða hans, því hvert þeirra hefur sinn sérstaka blæ, en það hefur ýmislegt til að bera sem gerir það óend- anlega „stefánskt": Andi þess er dularkennd- ur án þess að vera dularfuhur, tónn þess er hógvær, jafnvel lágvær en rómurinn er styrkur og hlýr, það er margrætt, vekur spumingar og umfram allt: það dvelur hjá lesandanum. Þessi atriði finnst mér reyndar að mörgu leyti einkenna þessa nýju bók Stef- áns Harðar - sem og aðrar bækur hans ef út í það er farið, en með vaxandi þunga í hveiju nýju verki. í þessu ljóði kemur líka fram stíl- bragð sem Stefán beitir víðar í þessari bók og það er nokkurs konar öfugmæli: friðlausa ró, gjöfula heimþrá. Annars staðar er talað um „að vihast rétta leið“, „súpa veiðir flugu“ og „sauðmeinlaus þjóð / horfir á grimmd sína Brotúr laglínu Annar kaflinn í Yfir heiðan morgun heitir Hhðar. Ljóð hans eiga mörg það sameiginlegt að hafa eitthvað gamalt við sig, eitthvað lið- ið: það sem menn vissu fyrir hundrað árum - hvað þeir vita nú, líf sem er hðið - en feg- urð þess lifði í andhtsklút, kona sem hvarf inní vegg í veislulok - og björgun var rædd, aðeins rædd, maður sem sér í sviphendingu liðinn atburð í eyðidal, rúmfræðikennari af gamla skólanum þylur fræði sín, fónn sem e.t.v. harmar á heitum degi hreinleika geng- ins vetrar, formóðir geymd í salarbergi - er hún hvergi? Loks þetta litla ljóð: þetta brot úr laglínu sem aldrei hefur verið munað og aldrei hefur gleymzt Vakið þið menn Þriðji kafli bókarinnar heitir Hvítir tening- ar og má e.t.v. kaha hann „ádeilukaflann". Ekki svo að skhja að hér séu ljóð í anda fjöldahreyfinga síðasta áratugar og ríflega það - nei, hér bregður skáldið á leik með skáldlegar ádehur, ýmist beinar eða óbeinar, á mannfólkið eða málefni þess. Ljóðin Náðar- meðulin og Verðmiði gætu þannig skoðast Bókmenntir Kjartan Árnason sem beinar ádeilur á ákveðin viðhorf eða mál, hið fyrra á eitraða peningahyggju, hið síðara á seladráp, einkum kópa sem leggja til skinn í pelsa glæsikvenna. Hér rekumst við á orð einsog „boðunararmar" og „menn- ingartengur“ („sem ekki hafa verið uppljóm- aðar / á heimssýningum"), hér sjáum við ljóð um uppþornaðar hndir (skáldskaparins?), lestir líkbrennsluofna sem eru bílar sem sil- ast eftir gljúfrum stórborganna - við fálæti íbúanna sem komnir eru svo langt frá Móður náttúru að trjágreinarnar veifa aki þeir útá hraðbrautirnar. Maður, líttu þér nær! gæti verið yfirskrift tveggja ljóða í þessum kafla, annars vegar því sem heitir Mögn og hins- vegar Holbakka: Vér erum menn á ferð Skelfdur fiskur leynist undir holbakka Flýjum ótta hans Flýjum! Dauði vor er skelfdur Ástin_ í íjórða kaflanum, Dægrum, eru ástarljóð. Þar er ljóðiö Þau Það var heiðan morgun. Það var fyrir mörgum árum. Þau gengu tvö eftir gangstéttinni og héldust í hendur móti rísandi sól. Þannig gengu þau „og þótti sinn veg hvoru“. Síðan segir: Nú ganga þau sinn veginn hvort og haldast í hendur. Haldast í hendur yfir heiðan morgun. Kaflinn hefst á Morgunljóði og lýkur á th- brigði við það, líkt og menn muna úr síðustu bók Stefáns, Tengslum þar sem hann opnar og lokar bókinni á tilbrigði við sama stef. Hvorki í þessum kafla síðasta kafla Yfir heiðan morgun né í öðrum köflum bókarinn- ar eru neinar svellandi tilfinningar, logandi kenndir, ólgandi þrá. í bókum Stefáns gerast hlutirnir hægt en þeir gerast af slíkum þunga að lesandinn sleppur ekki - það er engin undankomuleið frá ljóðum þessa skálds - hvort sem tónn þeirra er glettinn, kumpán- legur, alvarlegur, tregafullur, hlýr, hvass... Nei undan seiðmagni þessara ljóða verður ekki flúið. Og hver vill líka flýja? Ljóð þessarar nýju bókar Stefáns Harðar eru í ótvíræðum tengslum við síðustu bók hans Tengsl sem út kom fyrir tveimur árum og var thnefnd th bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á síðasta ári. í þeirri bók segir á einum stað: „Heiðan morgun / sést að Nótt / hefur markað lykh / á hlífiskjöldinn - /brennt sinn lykh / í hlífiskjöldinn". Yfir heiðan morgun er glæsilegt framhald á ferh Stefáns Harðar. Hún er líka glæsilegt fyrir- heit um áframhald. Hún færir birtu og von: „Og þú ert hér - / það var ekki draumur! / Og er ekki draumur / sem fagnað er / þessa morgna". Stefán Hörður Grímsson: Yfir heiðan morgun Ljóð, 64 bls. Mál og menning 1989 Kjartan Árnason Egill Olafsson og Olöf Kolbrún Harðardóttir - Eg vildi: Sönglög úr smiðju Jóhanns Jóhann Helgason hefur á löngum tónlistarferh samið mörg lögin sem í dag teljast th klassískra dægurlaga okkar íslendinga. Eftir hann hggur fjöldinn allur af lögum í eigin flutn- ingi og annarra listamanna enda spannar tónhstarferih hans rúma tvo áratugi. Aðah tórhistarsköpunar Jóhanns hefur ávaht legið í fahegum og róleg- um stefum. Svo er einnig á Eg vildi sem inniheldur tólf lög sem hann hefur samið við texta Kristjáns frá Djúpalæk og Davíðs Stefánssonar. Hann fer þó inn á nýjar brautir en er samt ekki langt frá sjálfum sér. Munurinn hggur í að lögin hans eru útsett fyrir einsöngvara og hljóm- sveit sem byggist að mestu upp á strengjum. Rythmi er ekki til staðar í útsetningum og þar með aðgreinast lögin á Ég vildi frá öhu þvi sem Jó- hann hefur gert áður. Má með sanni líkja tónhstarsmíð Jóhanns á Ég vildi við lagahöfunda íslenska sem höfðu sig meira í frammi snemma á öldinni og voru þá með einsöngvara í huga við flutning laga sinna. Til að flytja lögin hefur Jóhann fengið tvo söngvara sem koma úr óhku umhverfi. Klassísku söng- konuna Ólöfu Kolbrúnu Harðardótt- ur og dægurlagasöngvarann og leik- arann Egil Ólafsson. Ekki syngja þau saman neitt lag heldur skiptast á. Frammistaða þeirra er með miklum ágætum og gæða þau lögin þeim sjarma sem með þarf og er nauðsyn- legur því þegar á heildina er litiö eru lög Jóhanns nokkuð keimlík og ein- staka lög thþrifahtil. Hvort sem það er tilviljun eða ekki finnst mér Jóhanni hafa tekist betur upp með lögin sem eru við ljóö Dav- íðs Stefánssonar og er þar að finna besta lag plötunnar, Höfðingi smiðj- unnar, sem Eghl syngur af miklum krafti og innlifun. Onnur góð lög eru Kona sem einnig er við ljóð Davíðs og Hörpusveinn við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk sem Ólöf fer einkar vel með. Útsetningar Árna Harðarsonar eru einfaldar og þjóna sínum thgangi sem er að láta söngvarana njóta sín. er metnaðarfullt verk sem markar hlustim öhum fagurkerum í tónhst Eg vhdi, sem veröur fyrst og fremst nýjan kafla í tónhstarferli Jóhanns. °S flytjendum th sóma. að telja verk Jóhanns Helgasonar, Platan er þægheg og afslappandi -HK ÞARFNAST HÚSIÐ VIÐGERÐA NÆSTA SUMAR? NÚ ERTÍMINN TIL AÐ SKOÐA HÚSIÐ OG AFLA HAGSTÆÐRA TILBOÐA. . ■f íi ' v/ss-4 ss í s , s ' ■ VERKVANGUR HF. ER ÞJONUSTU- OG RÁÐGJAFAFYRIRTÆKI SEM BÝÐUR UPP Á TÆKNILEGA SÉRÞEKKINGU OG REYNSLU Á SVIÐI, VIÐHALDS OG ENDURNÝJUNAR Á ELDRI HÚSUM. KOMDU VIÐ EÐA HRINGDU. VIÐ MUNUM AÐSTOÐA ÞIG VIÐ UNDIRBÚNING FRAMKVÆMDA. < oo Q. VERKVANGUR h.f. ÞJÓNUSTU - 0 G RÁÐGJAFAFYRIRTÆKI ÞÓRSGÖTU 24, 101 REYKJAVIK, SÍMI: 622680 llllH'Sl! l lf*íl * tV*'*** *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.