Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Page 31
t&M aj;tiiVHvO-/ 'Uí.jU-UH.AW ■MÁNUÐAGUR<ft NÓVEMBER 4989? 43 Lífestfll DV kannar verð á videoleigum: 15% verðmunur á nýjum myndum DV kannaði verð á útleigu og ýms- um tilboðum hjá 9 myndbandaleig- um á höfuðborgarsvæðinu. 15% verðmunur var mestur á gjaldi fyrir nýjar myndir en algengasta verðið var 380 krónur. Fjarðarvideó var með lægsta verðið en þar eru nýjar myndir leigðar á 330 krónur. Flestar leigumar sem haft var sam- band við bjóða eldri kvikmyndir á lægra veröi. Aldursmörkin eru dálít- á allt niður í 100 krónur og hjá Video- höllinni á Garöatorgi eru þær leigðar á föstu verði fyrir 150 krónur. Ann- fyrir fasta viðskiptavini í formi ókeypis mynda. Þannig fæst 6. hver spóla frítt hjá Videosýn en enginn Videoleigur eru mýmargar á höfuðborgarsvæðinu og bjóða upp á ýmis til- boð og afslátt. Myndbandaleigur Videohöllin Garðatorgi Videomark. Hamraborg Videohorn Engihjalla Kvikmhús. Skipholti Fjarðar- video Videosýn Videohöll Lágmúla Steinarhf. Mjódd Austurstr. Tröllavideo Eiðistorgi Nýjar myndir 380 380 350 350 330 350 350 300-380 380 Eldri myndir 200 120-200 350 150-200 100-200 150 350 100-250 200 Barnamyndir 150 200 250 200 100-200 150-200 200 200 220 Afsláttur 3 fríar af 15 10. hver sp. frí 7. hversp. frí 7. hver sp. frí 6. hver sp. frí 10. hver sp. frí Myndbandstæki frítt f. 3 spólurfrítt m. 3 spólum 250 600 450 500 500 600 1 ið óljós en víða er hægt að fá eldri myndir á 150 til 200 krónur. Video- höllin, Lágmúla, býður þó ekki slík- an afslátt af eldri myndum. Talsvert miklu munar á verði á barnamyndum en þær er hægt að fá ars staðar er algengt verð á barna- myndum 250 krónur þannig að verð- munur í þessu tilfelli er verulegur eða allt að 66%. Leigumar eru flestar með afslátt slíkur afsláttur fæst hjá nýrri myndabandaleigu Steina h/f í Mjódd, Videohorninu Engihjalla og Tröllavideo Eiðistorgi. Videotæki em víðast leigð á þvi lægra verði eftir því sem fleiri spólur eru teknar og yflrleitt ókeypis ef 3 eða fleiri eru teknar. Sé tækið leigt eingöngu kostar þaö frá 600 krónum upp í 250 á þeim leigum sem þátt tóku í könnuninni. Rétt er að taka fram aö í þessari könnun er ekki tekiö tillit til tíma- bundinna sértilboða. -Pá Umtalsverður verðmunur reyndisf á hárgreiðslu- og rakarastofum á Suðurnesjum. Klippingar í Keflavík: Margfaldur verðmunur Neytendafélag Suðumesja kann- aði verð á 10 tegundum þjónustu hjá 19 hárgreiðslu- og rakarastofum á Suðumesjum. Hárgreiðslustofa Pálu í Keflavík var með hæsta verð í 9 til- vikum af 10. Verömunurinn var mestur á litun sem kostaöi 2.194 krónur þjá Pálu en 480 krónur á Hárgreiöslustofu Guölaugar í Kefla- vlk. Munurinn er í þessu tilfelli 457%. Særing á hári kostaði mest 960 krónur á Hárgreiðslustofunni Taco í Grindavík en minnst 300 krónur á Hárgreiðslustofu Guðlaugar í Kefla- vík og h)á Hárgreiðslustofu Þómnn- ar á sama stað. Munurinn er í þessu tilviki 320%. Mismunur í krónutölu var minnst 190 krónur á hárþvotti sem kostaði mest 290 krónur h)á Pálu en 100 krónur þjá Margréti í Keflavík. Mesti munur í krónutölu nam 1.814 krón- um á stuttu permanenti. Það var dýrast á 3.014 hjá Pálu en ódýrast á 1.200 krónur hjá Guðlaugu í Keflavík. Miðaö við niðurstöður könnunar- innar má vera ljóst að Suðurnesjabú- ar geta sparað sér umtalsverðar upp- hæðir með því að kynna sér verðið áður en þeir setjast í stólinn á hár- snyrtistofum. -Pá Heimilisbókhald Komið er á markaðinn heimilis- bókhald fyrir IBM tölvur frá Hug- korni í Skiphol'ti. Forritið fylgir staðli Hugkoms í framsetningu valmynda og efnis þannig að notendur annarra kerfa frá sama framleiðanda eru fljótir að ná tökum á því. 35 blaðsíðna handbók fylgir. Notkunarmöguleikar eru fjölþætt- ir og um það segir í fréttatilkynningu frá framleiöanda:....þannig á það að vera því hugbúnaðurinn á ekki að skapa þarfir einstakhngsins held- ur á einstaklingurinn aö fullnægja sínum þörfum með notkun á hug- búnaðinum." Forritið heitir Heimiliskom og hentar öllum tölvum sem keyra MS- DOS stýrikerfi eða flestum algeng- ustu einkatölvum sem hafa hið minnsta 512 Kb innra minni og tvö diskadrif. Pakkinn kostar 8.512 krónur og fæst hjá nokkrum tölvuverslunum og hjá framleiðandanum, Hugkorni í Skipholti. Sé forritið pantað frá framleiöanda er veittur 30 daga skilafrestur og verðið endurgreitt að fulli ef skilað er, að frádregnu 500 krónaafgreiðslugjaldi. -Pá Bókasafnið ódýrasta videoleigan - 90% verðmunur en minna úrval Á Bókasafni Kópavogs eru til rúm- lega 600 titlar á myndböndum og kostar mest 200 krónur hver mynd. Bamaefni er leigt á 150 krónur og fræðsluefni á 75 krónur. Spólur eru leigðar út í tvo sólarhringa í senn. „Auðvitað leggjum við áherslu á fræðandi og gott efni en það er tals- vert af léttmeti innan um,“ sagði Anna Jensdóttir bókavörður í sam- tali við DV. Bókasafn Hafnarfjarðar hefur leigt út myndbönd síðan 1986 og þar eru til 4-500 titlar. Fast verð er 200 krón- ur og leigutími tveir sólarhringar. Borgarbókasafnið í Reykjavík hóf útleigu myndbanda á þessu ári og enn sem komið er á safnið tæplega 200 titla. Leigan er 100 krónur á spólu og 50 krónur fyrir barnaefni. Leigu- tími er tveir sólarhringar. „Uppistaðan í safninu em óperur, ballettar, söngleikir og íslenskt efni sem Sjónvarpið hefur gefið út ásamt fræösluefni," sagði Sigurður Vigfús- son bókavörður í samtali við DV. Bókasöfn virðast leggja höfuðá- herslu á fræðsluefni, bamamyndir og kvikmyndir með menningargildi en forðast, að sögn bókavaröa, of- beldis- og hasarmyndir. Hitt er ljóst að verðið er næstum helmingi lægra en á venjulegum myndabandaleigum og leigukjörin þægilegri. Hæsta verð á bókasöfnum er 200 krónur en al- gengt verð á almennum markaði er 380 krónur. Munurinn er 90%. Pá WMttfr. 1 h íj wif// H-h mÆÆÆ'á:. Bókasöfn leigja út myndbandsspólur á mun lægra veröi og betri kjörum en tiðkast á myndabandaleigum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.