Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 17
I MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989. 17 Kaupmáttur námslána hefur styrkst verulega Ungur maður, sem á sæti í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, skrifar í DV á dögunum og segir að fyrir liggi samkvæmt fjárlaga- frumvarpi að öll fyrirheit undirrit- aðs í lánasjóðsmálum haíi nú loks- ins verið svikin. Greinilega er unga manninum létt. Hann gerir sér vonir um að lánasjóðurinn og starf- semi hans verði nú í eitt skipti fyr- ir öll brotin á bak aftur og að það verði unnt að kenna undirrituðum um það þegar upp er staðiö. Ég verð því miður að hryggja hinn unga mann með því að hann á eftir að verða fyrir vonbrigðum rétt eins og vinir hans frá í fyrra sem þöndu sig í fjölmiðlunum um svik undirritaðs á fyrirheitum sem hann hefði gefið. Hvað hefur gerst? Frá því að núverandi ríkisstjórn kom tU valda hafa átt sér stað tvær raunhækkanir umfram verðlag á lánum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Fyrirheitin, sem voru gefin um hækkanir 1. mars og 1. september, hafa verið efnd að fullu. Það er viðurkennt. Það hefur hins vegar verið erfltt að framkvæma þessi fyrirheit. Fyrst auðvitað vegna þess að fjár- munir eru takmarkaðir. En í öðru lagi vegna þess að stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur allan tímann frá því að ég kom í mennta- málaráðuneytið taliö brýnna að standa í styijöld við menntamála- ráðuneytið en að sinna hagsmuna- málum námsmanna. Meirihluti stjómarinnar hefur með öðrum orðum lýst sig andvíg- KjaUarinn Svavar Gestsson menntamálaráðherra an þeim hækkunum sem ákveðnar hafa verið. Hefur orðið nauðsyn- legt að ákveða þær hækkanir með reglugerðarbreytingu í fyrra skipt- ið en með sérstakri tilskipun í síð- ara skiptið. Það hiýtur hvert barn að sjá að þegar um er að ræða fyrirtæki sem veltir hátt í 4 milljörðum króna á næsta ári er útilokað með öllu og fráleitt að unnt sé að stjórna því með eðlilegum hætti þegar stjóm sjóðsins tekur stríð fram yfir frið ef þess er nokkur kostur. Þannig hefur stjórn sjöðsins allan tímann bæði beint og óbeint staðið gegn þeirri stefnu núverandi menntamálaráðherra að bæta upp þá skerðingu á námslánum sem ákveðin var i tíð forvera minna í menntamálaráðuneytinu. Það er satt að segja undarleg staða að þurfa að neyða stjórn Lánasjóðsins til að taka við hækkunum en þann- ig hefur það verið allt þetta ár. Hæsti kaupmáttur námslána En hveijar eru svo staðreyndirn- ar um námslánin? Staðreyndin er í fyrsta lagi sú að kaupmáttur námslána hefur hækkað um liðlega 10% frá því í fyrra þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda. Hann er nú hærri en hann hefur áður verið um langt árabil. Miðað við að kaup- máttur framfærslugrunns náms- manna hafi verið 1001982 var kaup- mátturinn sem hér segir: 1986, 92 1987, 89 1988, 90 „Það er satt að segja undarleg staða að þurfa að neyða stjórn Lánasjóðsins til að taka við hækkunum en þannig hefur það verið allt þetta ár.“ Svavar svíkur knmd. Það þurftt þó ICIumOui þrýittng «f hálfu námunuuii 01 afl jrU vlí ráChrmnum of kn0« , J>essi framkoma ráöherra hlýtur aö teljast ámælisverö og munu náms- mannahreyfingar, sem hafa umboö um 15.000 manna, mótmæla harkalega." M) fór þvl i»o að Sva vu láipaCl nttí afi Mfirátt* tkerflttigu á lán- uggandl um afi b vífl 1tald ár. tfiku námam. \ . . á ttg að draga lumartakjur enn þ*A »r þvt avo afi þegu Oárlaga ráfitwm var apurtkir afiþvll Qfil ■nlfilum hvers vegna hann stcfit ekkl vtfi gefin loáorfi vu þefi ham mfinnum afi þafl vtrfllst vera uma hvenu otullega þingmenn berþut fyrtr ákveðnum málaflokkum og hvenu atfir orö þelr láu falla. aldr ei vlrfllat ven luegt afl treysu þvi afl þeir séu sjálfum sér samkvæmlr þegar þeim gefst kostur á afl hæU um betur. AJvarlegra er að þetr komasi iflulega upp mefl svik og undlrterli án þess afl ffilkið i landinu látt þafl sig nokkru skipu. Þafi verflur afl slá I borðtð og heimu um.W%ima er 1M og loks (.7% I) þrátt fyrlr afl hi Viktor B. Kjsrtanuon Umrædd kjallaragrein. ág./sept. 1988, 92 febr./mars 1989, .97 sept. 1989, 103 Á síðustu misserum hefur kaup- máttur launa farið lækkandi eins og kunnugt er. Og á sama tíma hefur átt sér stað samdráttur í þjóð- artekjum um 15 þúsund milljónir króna á verðlagi þess árs. Þessar staðreyndir yerða menn líka að hafa í huga. Ég fullyrði að eins og staðan er núna er erfitt að ná um það samstöðu á alþingi að hækka námslánin meira að kaupmætti en gert hefur verið á sama tíma og kaupmáttur launa hefur farið minnkandi. Horfur á næsta ári í fjárlagafrumvarpi næsta árs eins og það hggur fyrir blasa enn- fremur við eftirfarandi staðreynd- ir. 1. Ráðstöfunarfé Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna verður 3,7 milljarðar á næsta ári. Það hækkar um 40,6% á milli ára, en verðlagsbreytingar sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi eru taldar verða um 16%. Hækkunin er því langt umfram verðlag 2. Framlag ríkissjóðs til Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar frá árinu 1989 um 37%. 3. Aíborganir og vextir Lánasjóðs- ins á næsta ári af eigin skuldum nema 1.109 milljónum króna. 4. Byggt er á þeirri forsendu í íjár- lagafrumvarpinu aö lánareglum verði breytt á næsta ári og að fram fari veruleg breyting á skuldum lánasjóðsins sem getur skapað sjóðnum svigrúm til þess að breyta framfærslugrunnin- um enn frekar en gert hefur ver- ið á þessu ári. Nefnd til að fara yfir málin Ég hef nú skipað nefnd til þess að fara yfir lánamál námsmanna á næsta ári og á komandi árum. Nefndin átti að vera skipuð fulltrú- um allra flokka en Sjálfstæðis- flokkurinn og Samtök um kvenna- Usta neituðu að skipa mann í nefndina. Það er alvarlegt umhugsunarefni þegar jafnstórt hagsmunamál er í húfi og Lánasjóður íslenskra náms- manna. Það er nauðsynlegt að skapa víötæka samstöðu um lána- sjóðinn til frambúðar. Stúdentum og fólki við framhaldsnám mun fjölga á næstu árum og áratugum. Sjóðurinn stendur því frammi fyrir miklum vanda. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið við völd hefur hann skorið lánasjóðinn nið- ur þrátt fyrir góðærið sem gekk yfir meðan hann var í stjóm. - Nú kveður við annan tón. Nú eykst kaupmáttur námslána á samdrátt- artímum. Næsta verkefni er aö tryggja sjóð- inn til lengri tíma og veija hann og efla. Um leið verður gengið svo frá málum að skerðingin, sem þau Ragnhildur og Sverrir hirtu á sín- um tíma, skili sér að fiúlu til náms- manna. Svavar Gestsson Að skilja „Umbúðaþjóðfélagið“ Skáldverk og fræðirit hafa ólíkt eðh. í því felst m.a. að ótilhýðilegt þykir að skáld ræði opinberlega ritdóma um verk sín. Óðra máli gegnir um rit um þjóðfélagsmál sem eru samin og gefin út í því skyni að vekja umræðu. Umsagnir um þau geta gefið höfundinum kjörið tilefni til að skýra mál sitt og fjalla um spurningar sem rit- dómarikann að varpa fram. Þess vegna ætla ég að fara hér nokkrum orðum um það sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í ritdómi í DV 30. okt. sl. um ádeiluhugvekjuna „Umbúðaþjóð- félagið. Uppgjör og aíhjúpun. Nýr framfaraskilningur “. Horft framhjá efninu Umræðan hér verður nokkuð takmörkuð vegna þess að Hannes Hólmsteinn ver meira rúmi til að ræða efni sem ekki er fjallað um í bókinni heldur en það sem í henni stendur. T.d. fjallar hann um vanda sem hann kallar „að stilla saman allar einingar atvinnulífsins11 og niðurstaðan verður „eina skyn- samlega ráðið, sem mannkynið hefur fundið við því, er að leyfa millihðum að starfa“. í „Umbúðaþjóðfélaginu" er ekki ijallað um þetta samstillingar- vandamál og þess ekki krafist að milliliðum sé útrýmt þótt umræða ritdómarans bendi til þess. Hins vegar vík ég þar oft að óþörfum og hæpnum milhliðum, eða umbúð- um um mannlíf og rekstur í landi voru, eins og ég kýs að nefna milh- liði og fleira sem tímabært er að skoða með gagnrýni. KjaHarinn Hörður Bergmann kennari og rithöfundur Er ekki meginbreytingin, sem er að veröa í íslensku atvinnulífi, ein- mitt sú aö atvinnurekendur og stjórnvöld hafa gert sér ljósa nauð- syn þess að fækka umbúðum í víð- tækri merkingu þess orðs? Fækka fiskiskipunum sem era notuð til að sækja takmarkaðan afla, flutn- ingaskipum sem sigla hálftóm, verslunum sem fáir koma í, slátur- húsum þar sem fénu fækkar, mjólkurbúum sem skortir verk- efni? Fækka bankastarfsmönnum, spara auglýsingar og minnka lyfja- skammta, svo fáein dæmi frá líð- andi stund séu nefnd. „Hörður leggur mikla áherslu á það að hagvöxtur færi okkur ekki hamingju.“ Þetta tekur Hannes Hólmsteimi sem dæmi um gamla tuggu í bókinni enda þótt ég taki svo sjálfsagt mál alls ekki til sér- stakrar skoðunar. Ef ég man rétt kemur orðið hamingja ekki fyrir í hókinni nema þar sem vitnað er til Schumachers í kafla um hliðar- verkanir tæknidýrkunar. Kaflinn um hæpin áhrif hagvaxt- ar beinist hins vegar að því að sýna fram á að hann sé ekki til hagsbóta þegar til langs tíma er litið: valdi tímaskorti, umhverfisspjöllum, auðlindaþurrð og grafi undan lífs- grundvelli komandi kynslóða. Hafi ekki þau áhrif sem Hannes Hólmsteinn heldur fram, þ.e. „að tækifærum okkar í lífinu fiölgar". Ég eyði púðrinu í að sýna fram á að svo er ekki. Hér er hins vegar ekki tækifæri til að endurtaka ítar- lega röksemdafærslu í „Umbúða- þjóðfélaginu". Fljótlega innsýn má fá með því að líta á lokaþátt hag- vaxtarkaflans: Minni umbúðir - meira svigrúm. Lítið eitt um þarfir Ritdómarinn varpar fram spurn- ingu um það hvaðan ég hafi vitn- eskju mína um hvað sé hollt og hvað óhollt, hvaö séu gerviþarfir og hvað ekki. Hér er ekki tækifæri til að svara því í þaula og verður að vísa til þess sem segir um það efni í bókinni. Ég vil þó nefna eitt auöskilið dæmi sem varpar nokkru ljósi á málið en sleppi því hér að ræða hlutverk ríkisins, markaðar- ins, fyrirtækja og einstaklinga í því sambandi. Én í frekari umræðu gæti veriöi fróðlegt að fara nánar í saumana á því máli. Dæmi: Ég tel ekki vænlegt fyrir hag og framtíð íslenskra gos- drykkjaframleiðenda að þeir'haldi áfram að keppa við sjálfa sig og hver annan með 120 tegúndum. Ég tel ekki hollt fyrir neinn að drekka gos í stað vatns. Og ég tel ekki þörf á því að færa alla matvælafram- leiðslu í einnota umbúðir þótt þær séu þægilegar. Látum þetta nægja í bili um þarfir og gerviþarfir. Hafa þeir sem ætlað er að búa í nánd viö sorpböggunarstöðvar, sorp- brennslustöðvar og urðunarstaði skoðun á málinu? Aftaka ritdómarans Ég ætla ekki að rekja frekar hvernig ritdómur Hannesar Hólm- steins fiallar að mestu um annað en það sem er skýrt og skoðað í „Umbúðaþjóðfélaginu“. Einhverra hluta vegna komast lífskjör í Hong Kong og Taivan, „hið miöstýrða hagkeríi austan jámtjalds", það að „greiða atkvæði með fótunum“ og önnur eftlrlætisumræðuefni Hann- esar Hólmsteins þarna á dagskrá þótt torvelt sé að greina tilefnið. Hann lætur sér af einhveijum ástæðum finnast fátt um þá gagn- rýnu greiningu sem gerð er í „Um- búðaþjóðfélaginu" á sóun og öfug- þróun innan skóla- og heilbrigðis- kerfisins. Ég sem átti von á að slík gagnrýni vekti sérstaka athygli þeirra sem hafa varið drjúgum hluta ævistarfsins í að gagnrýna hæpinn ríkisrekstur. Ritdómarinn tekur ekki eftir því að ég tek undir sjónarmið sem hann hefur kynnt um fiskveiðistefnu og snýr þeim gegn skoðunum mínum á orsökum rányrkju! Slíka bhndu má að lík- indum rekja til orða sem þessara: „Þótt Hörður vilji ekki kannast viö það í inngangi bókarinnar, er hann auðvitað sósíalisti, hatursmaður viðskiptaskipulagsins, og hikar ekki við að fella sleggjudóma." Það var og. Hannes Hólmsteinn byrjar á því að setja höfundinn á bás sem hann þykist vita allt um og það gerir hann ólæsan á verkið. Hann greinir ekki hvað stendur í bókinni sem hann læst vera aö rit- dæma og setur einfaldlega á blað það sem hann er búinn að segja þúsund sinnum um þann bás sem hann byijar á að skipa höfundinum á. Svo langt gengur ofstækið að hann deilir á málfar í klausu sem stendur ekki í bókinni. Ritdómur- inn er skrifaður í aftökustíl. Spurn- ingin er bara hveijum hann kálar. Ég læt lesendum okkar eftir að dæma um það. Hörður Bergmann „Ritdómurinn er skrifaður í aftökustíl. Spurningin er bara hverjum hann kál- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.