Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989. 250 saknað eftir fellibyl Fjóram skipverjum af banda- ríska borunarskipinu Seacrest var bjargaö úr sjónum gær, tveimur dögum eftir aö skipinu hvolfdi á Thailandsflóa í fellibyl. Alls vora um borö níutíu og sjö manns, sex- tíu og fjórir Thailendingar og þrjá- tíu og þrír útlendingar. En rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns er saknað í kjölfar fellibyljarins sem sökkti mörgum fiskibátum og eyöi- lagði sjávarþorp áður en hann breytti um stefnu út á Andaman- haf. Átján thailenskum sjómönn- um var bjargað um helgina. Leit að eftirlifendum hélt áfram í gær- kvöldi og nótt. Um átta þúsund manns misstu heimili sín og höfðust margir viö í bráðabirgðaskýlum settum saman úr íjölum og bárujárni. Lægt hefur á þessum slóðum en flóð varð á mörgum stöðum. Ekkert símasam- band var á milli Bangkok og suður- hluta Thailands í gær og járn- brautarférðir lágu niðri. Tvö hundruð og fimmtiu manns er saknað eftir að fellibylur gekk yfir suðurhluta Thailands og Thailandsflóa á föstudaginn. Þessi langferðabif- reið fauk út af veginum í veðurofsanum. Símamynd Reuter Lawson setti Thatcher úrslitakosti Nigel Lawson, fyrrum fjármála- ráðherra Bretlands, sagði í gær að hægt hefði verið aö koma í veg fyr- ir afsögn hans ef Thatcher forsæt- isráöherra hefði látið efnahagsráð- gjafa sinn, Sir Alan Walters, fjúka. Lawson, sem verið haföi fjármála- ráðherra í sex ár, átti í deilum við Walters um stefnuna í efnahags- málum og lét af störfum þann 26. október. UmmæU Lawson koma á sama degi og Thatcher sagði í blaðavið- tali að hún myndi ef til vill ekki sækjast eftir forsætisráöherraemb- ættinu fimmta kjörtímabil sitt, þ.e. í kjölfar næstu kosninga. Kosning- ar eru áætlaðar um mitt ár 1992, þegar þriðja kjörtímabil Thatcher rennur út. Lawson kvaðst hafa sagt forsæt- isráðherranum að hann myndi láta af störfum nema efnahagsráðgjaf- inn yrði rekinn fyrir árslok. Thatc- her sagði í síðustu viku að hún vissi ekki hví Lawson hefði sagt af sér og að hún hefði gert allt sem í henn- ar valdi stóð til að haldg í hann. Lawson kvaðst hafa gert ráðher- ranum ljósa afstöðu sína en aö ef til vill hefði Thatcher ekki trúað því að hann myndi gera alvöru úr hótun sinni að hætta. Afsögn Lawson í síðasta mánuði leiddi til mikils þrýstings bæði frá stjórnarandstöðu sem og flokks- félögum forsætisráðhefra og um- ræður og deilur um framtíð hennar í leiðtogahlutverki íhaldsmanna hófust. í viðtaU á sunnudag kvaðst hún ef til vill munu víkja úr emb- ætti en ekki fyrr en að loknum næstu kosningum. Forsætisráðherrann nefndi ekki hvern hún vildi fá sem sinn arftaka en fréttaskýrendur vora fljótir til að nefna þá er líklegir hljóta að teljast, s.s: Sir Geoffrey Howe, fyrr- um utanríkisráðherra og núver- andi varaforsætisráöherra og Mic- hael Heseltina, fyrrum vamar- málaráðherra. Reuter Talið er að fimmtán þúsund austur-þýskir flóttamenn hafi flúið um helgina og er fjöldi flóttamannanna nú farinn að nálgast tvö hundruð þúsund. Þessir ungu piltar voru meðal þeirra sem komu til V-Þýskalands frá Prag með lest um helgina. Simamynd Reuter Austur-Þýskaland: Aukið ferðafrelsi - ráðherra hvetur til afsagnar stjómmálaráðsins Menningarmálaráðherra Austur- Þýskalands, Hans-Joachim Hoff- mann, hvatti í gær til þess að stjórn- málaráð austur-þýska kommúnista- flokksins segði af sér. Á sama tíma tilkynntu stjórnvöld þar í landi um frjálsari ferðalög erlendis. Kom þessi tilkynning í kjölfar gífurlegs fólks- flótta frá Austur-Þýskalandi til Vest- urlanda síðustu vikur, ekki síst um nýliðna helgi. Talið er að síðustu tvo sólarhringa hafi allt að flmmtán þús- und a-þýskir flóttamenn farið yfir landamærin til vesturs í gegnum Tékkóslóvakíu. Það var innanríkisráðherrann, Fri- edrich Dickel, sem tilkynnti um auk- ið ferðafrelsi A-Þjóðverja til útlanda. Segja fréttskýrendur þetta mestu rýmkun á ferðafrelsi Austur-Þjóð- veija í fjörutíu ára sögu Þýska al- þýðulýðveldisins. Dickel sagði að all- ir þegnar A-Þýskalands myndu hafa rétt til vegabréfs og vegabréfsáritun- ar til ferða erlendis innan þrjátíu daga. Ef mikið lægi við væri hægt að útvega vegabréfsáritun innan þriggja daga eða jafnvel skemur, sagði Dickel. „Við viljum veita öllum borgurunum tækifæri til aí ferðast hvert sem þeir kjósa,“ sagði hann. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að eitt hundrað og áttatíu þúsund A-Þjóðveijar hafa nú flúið til Vestur- landa það sem af er ári. Flóttamenn- irnir segjast treysta varlega loforð- um nýja leiðtogans um umbætur og aukið lýðræði. Austur-þýsk yfirvöld leyföu ferðir flóttamanna yfir landa- mærin til Tékkóslóvakíu eftir aö hafa lokað þeim fyrir ailri umferð. Þar að auki gáfu stjórnöld í A-Þýska- landi tékkneskum yfirvöldum heim- ild til að hleypa öllum flóttamönnun- um áfram vestur á bóginn. Frétta- skýrendur telja þó ólíklegt að aukið ferðafrelsi muni stöðva hinn mikla fólksflótta. í fréttum ADN, hinnar opinberu fréttastofu, var haft eftir menningar- málaráðherranum, Hoffmann, að all- ir átján meðlimir stjórnmálaráðsins ættu að víkja til að veita hinum nýja flokksleiðtoga, Egon Krenz, tækifæri til að koma í framkvæmd lýðræðis- legum umbótum. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettur kommúnisti hef- ur hvatt til þess að stjómmálaráðiö segi af sér síöan hinar víðtæku mót- mælaaðgerðir og gífurlegi fólksflótti hófst fyrr á árinu. Fijálslyndir demó- kratar, sem alla jafna hafa fylgt kommúnistum að málum, hafa einn- ig hvatt til þess að stjómmálaráðið segi af sér. Krenz sagði á fostudag að fimm elstu menn í ráðinu myndu víkja fljótlega. Hoffman sagði að þörf væri á nýrri ríkisstjórn hið fyrsta. Ummæli hans koma í kjölfar fjöldagöngu hálfrar milljónar A-Þjóðverja um götur borga landsins um helgina þar sem farið var fram á aukið lýöræði og fijálsar kosningar. Reuter Flugumferð til Færeyja lömuð Flugumferð til og frá Færeyjum lamaðist í morgun þegar slökkvi- liðsmenn á flugvellinum í Vogum efndu til samúðarverkfalls með fjörutíu starfsmönnum Flugfélags Færeyja sem verið hafa í verkfalli síðan samningaviðræður fóru út um þúfur fyrir ellefu dögum. Á laugardaginn reyndu verkfalls- menn að koma í veg fyrir að skrif- stofufólk flugfélagsins flytti varn-. ing til og frá vélunum. Það hafði þó aðeins í fór með sér hálftíma seinkun fyrir vél Maerskflugfélag- ins til Kaupmannahafnar þar sem flugliðarnir sáu sjálfir um hieðsl- una eftir að lögreglan hafði skorist í J.eikinn. Formaður alþýðusambandsins, Ingeborg Vinther, sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að boða víðtækara verk- fall þar sem lögreglan hefði hindr- að verkfallsverði í störfum sínum á laugardaginn og flugliðar hlaðið vélina. Um síðustu helgi efndu slökkvi- liðsmenn til sólarhrings samúðar- verkfalls með starfsmönnum flug- félagsins með þeim afleiðingum að flugumferð til og frá Færeyjum lá niðri allan sunnudaginn. I þetta skipti hefur ekki verið ákveðið hversu lengi slökkviliösmenn eiga að vera í samúðarverkfalli. En á meðan liggur. öll umferð véla með tíu farþega eða fleiri niðri. Flugleiðir aflýstu tveimur ferð- um til Færeyja í síðustu viku vegna samúðaraögerða íslenskra flug- vallarstarfsmanna. Neituðu þeir að afgreiða flugvélar til Færeyja. í Danmörku hefur einnig verið boð- að samúðarverkfall en það verður þó ekki fyrr en í lok þessarar viku sem það getur hafist. Eftir að verkfallið hófst í Færeyj- um hefur Flugfélag Færeyja skráð sig í Félag atvinnurekenda á Fær- eyjum. Þaö þýðir að alþýðusam- bandið þarf að semja við nýjan að- ila eftir að hafa reynt að ná samn- ingum við flugfélagið í fimm mán- uði. Félag atvinnurekenda krefst þess að aðalsamningarnir milli alþýðu- sambandsins og félags atvinnurek- enda liggi til grundvallar viðræð- um um nýjan samning. Alþýðu- sambandið vill hins vegar aðeins miða við samninginn við flugfélag- ið sem rann út 1. maí síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.